Lögberg-Heimskringla - 05.03.1970, Blaðsíða 6

Lögberg-Heimskringla - 05.03.1970, Blaðsíða 6
LÖGBERG-HEIMSKRINGLA, FIMMTUDAGINN 5. MARZ 1970 ,í ¦. .1 ji.m^i. .*«i, v»iv. »¦»; GUÐRÚN FRÁ LUNDI: NÁTTMALASKIN Skáldsaga „Þykir þér vænt um Sigga á Barði ennþá? Er það þess vegna, sem þú hikar við að fylgjast með mér." Hún hafði átt von á öllu öðru en þessu. „Nei, í hamingju bænum láttu þér ekki detta í hug. Ég óska einskis frekar en ég gæti þurrkað þær vikur burt úr ævi minni, sem ég hugsaði um hann sem elskhuga. Ég sárskammast mín fyrir það allt saman." „Er það þá fátæktin, sem þú óttast? Það yrðu einhver ráð, þó að efnin séu lítil," sagðí hann. „Nei, það er ekki það," svaraði hún lágt. „En ég get ekki sagt þér það núna." Þá sleppti hann hönd hennar en vafði hand- leggjunum um mitti hennar eins og í búrinu á Bakka forðum. Og svo komu tveir langir og inni- legir kossar, alveg eins og þá. „Þakka þér fyrir þessa stuttu samfylgd, vina mín. Góða nótt!" Svo var hann horfinn, alveg eins og þá, og hún stóð hálfringluð eftir. Því var hann svona fljótur að fara? Hún hefði viljað að hann hefði haldið henni lengur í þess- um hlýja faðmi sínum. Þessi stund var svo un- aðsleg, að henni var ekki hægt að gleyma. Því hafði hann verið að þakka henni fyrir samfylgd- ina? Var hann þá að kveðja hana fyrir fullt og allt? Það mátti ekki verða. Hún yrði að fá að sjá hann aftur. Hún stóð eins og einhver vingull við útihurðina. Svo læddist hún hægt og hljóð- laust inn í bæinn, svo að gömlu konurnar vökn- uðu ekki. Það var hlýtt og notalegt inni eins og vana- lega og kaffikannan stóð á heitum hringjunum á vélinni. Þetta var líkt Þórveigu, þeirri góðu konu. Bara að hún hefði boðið Páli inn. Honum hefði áreiðanlega þótt gott að fá kaffisopa. En það var heldur seint séð eins og fleira. 16. Það var víst orðið nokkuð framorðið, þegar Jónanna losaði svefninn næsta morgun. Hún fann ilmandi kaffilykt. Þá vissi hún að Þórveig var búín að gefa morgungjöfina og hita kaffið. Þær voru að ræða saman gömlu konurnar. „Hún hefur verið orðin þreytt í gærkvöldi og komið seint heim, því að nóg hefur verið að gera þarna upp frá," sagði Bergljót. „Það er bágt að vera orðin þessi vesalingur að geta ekki rétt nokk- urri manneskju hjálparhönd eins og allir eru góðir við mig." „Svo það er þá komin kaffilykt í bæinn," sagði Jónanna og reis upp. „Þvílíkur svefn." „Þú sofnaðir víst ekki strax. Ég heyrði að þú byltir þér eftir að þú háttaðir." „Það var víst ekki lengi," sagði Jónanna, allt annað en ánægð. Vonandi hafði hún þó ekki heyrt að hún kjökraði ofan í koddann eins og kjarklaus krakki út af erfiðum ástæðum sínum. „Við verðum að fara að flytja okkur Bergljót mín. Það er orðið svo erfitt á Svelgsá núna." „Já, Steini minn kom í morgun og ætlaði að finna þig," sagði Þórveig. Jónanna varð hissa. „Hvað svo sem ætlaði hann að tala við mig?" „Hann bað mig að segja þér að hann gæti ekki flutt ykkur fyrr en klukkan þrjú. Skipið er kom- ið og hann ætlar í uppskipunarvinnu. Fór víst klukkan sjö. En hann ætlar víst að gefa upp við vinnuna." „Ég tek það nú ekki í mál, að hann fari að hætta við vinnuna okkar vegna," sagði Jónanna. Hún var nú farin að skilja, að Páll hefði viljað vera hjálplegur eins og fyrri. Það yrði víst eins og hann hefði sagt, einhver ráð að búa með hon- um, þó að fátæktin væri annars vegar. Hún flýtti sér í fótin og hljóp ofan að kofanum til Steina. Hann var að drekka morgunkaffið. „Varst þú að hugsa um að flytja mig?" spurði hún. „Já, Páll bað mig þess." „En ég vil ekki taka þig úr vinnunni. Það ligg- ur ekki svo mikið á," sagði hún. „Ég verð sótt á morgun ofan að. Páll hefur ekk átt von á skipinu í dag, þess vegna hefur hann talað við þig um flutninginn," sagði hún. „Nú jæja, ef þú átt von á að verða sótt, þykir mér ekkert að því að losna við það stússið," sagði hann. „Okkur veitir nú heldur ekki af krónunum, sem fást fyrir vinnuna," sagði Steini. „Ég er nú ekkert hræddur um að Páll hefði ekki borgað mér," sagði Steini letilega. Jónanna kastaði kveðju á hjónin og hljóp út að búðardyrunum. Þar var allt fullt af mönnum. Þá rölti hún heim og fór að hugsa um morgun- matinn. Eftir hádegi kom Þorkell á Háaleiti með bleika stólpagripinn frá Svelgsá, með sleða aftan í og tvo eldiviðarpoka á. Hann sagðist vera kominn til þess að sækja þær Jónönnu og Bergljótu. Níels hefði beðið sig um það. En eldiviðurinn væri til Þór- veigar. Það hýrnaði heldur svipurinn á Jónönnu. Það var farið að taka farangurinn saman í skyndi. Bergljót sagðist varla geta farið svo að hún kveddi ekki Páll sinn og þakkaði honum fyrir öll gæðin í sinn garð. „Það er svo mikil ösin þarna niður frá, að það er ómögulegt að ná í hann. Hann skreppur fljót- lega hingað upp eftir, vertu viss," sagði Jónanna. Hrólfur á Bakka var staddur á Mölinni þenn- an dag og kom sem gestur í næsta býli við Holt til þess að fá sér kaffi. Þá sá hann að verið var að flytja eitthvert dót út á sleða, sem stóð á hlað- inu í Holti. „Hver er eiginlega að flytja í þessum kulda?" spurði hann, þegar hann var setztur inn í nota- lega baðstofuna á nágrannabýlinu. „Ég sé ekki betur en það sé verið að leiða einhverja mann- eskju þarna út á sleðann og dúða hana í sængum og teppum." „Þú sérð það líklega rétt," anzaði húsmóðirin á þessu heimili. „Jónanna er sjálfsagt að flytja upp að Svelgsá með gömlu konuna, sem hefur verið þarna í vetur. Það má segja, að hún er jafn yndisleg við alla, sú manneskja." Hrólfur hafði ekki augun af umstanginu á hlaðinu í Holti. „Hvað á þetta að þýða? Því getur hún ekki verið þarna með hana?" sagði hann. „Það er hjónunum á Svelgsá, sem hún tilheyrir þessi gamla kona, hvort sem hún er á hreppnum eða ekki. Um það veit ég ekki. Hann hefur flutt eldivið til þeirra að Holti í vetur, gamli bóndinn, og líklega eitthvað fleira. Henni Þórvegu minni má bregða við öll þau hlunnindi, sem hún hefur haft af veru þessara aðkomukvenna. Og nóg hef- ur glaðværðin verið, þar sem ekki þekktist áður annað en einvera og líklega ekki of mikið að bíta og brenna, svona á stundum," sagði húsmóð- irin í nágrannabýlinu. „Mér er nú ekki ókunnugt um þetta," sagði Hrólfur. „Hún var hjá okkur þessi vesalingur, þegar hún veiktist. Systir mín tók hana til sín vegna þess að konan mín var engin manneskja til þess að hjúkra henni. Svo ætluðum við að taka hana, þegar dóttir þeirra Svelgsárhjóna fluttist þangað með manni sínum og börnunum eftir brunan á Eyrarlandi. En þá var Jónanna farin með hana út að Sæbóli." „Það er nú loksins farið, Eyrarlandsfólkið, og þá ætlar Jónanna ekki að láta bíða að flytja upp eftir," sagði konan. . Hrólfi datt allt í einu í hug að bregða sér upp að Holti til að heilsa upp á Bergljótu gömlu og spyrja um líðan hennar, en'láta sem hann sæi ekki Jónönnu. Ekki var ómögulegt að það gengi eitthvað nærri henni. En þá kom kaffið inn. Hjón- in drukku með honum. Konan hélt uppi samræð- unum, því að hún kunni frá ýmsu að segja. „Mikið hefur Páll verið tíður gestur í Holti, síðan þær fluttu þangað," sagði hún. „Já, hann tók þessa tröllavináttu við Bergljótu gömlu." sagði Hrólfur kuldalega. „Það telja allir sjálfsagt að þú fáir hann fyrir tengdason bráðlega," skaut húsbóndinn inn í. „Hún gæti valið lakari félaga, þó að honum þyki gott í staupinu og sé líklega heldur lítill hag- fræðingur," bætti hann við. „Hann er prýðilegur verkmaður og skemmti- legur í viðbúð. Annað þekki ég ekki til hans," sagði Hrólfur fremur stuttlega. „Heldurðu að hann geri mikið af því að drekka. Það er slæm- ur galli." „Ég er hræddur um að hann geri nokkuð mik- ið af því. En hann vanrækir samt ekki störf sín. Það er þá helzt um helgar, að hann skvettir í sig. Þá sefur hann allan sunnudaginn, en á mánu- dagsmorgni er hann hress og kátur eins og vana- lega. Hann er einstakt lipurmenni, sem öllum fell- ur vel við, er kynnast honum." Hrólfur leit upp að Holti; Nú var sleðinn horf- inn af hlaðvarpanum og þetta ákjósanlega tæki- færi til að særa Jónönnu gengið honum úr greip- um. En þá tók ekki betra við. Konan var komin fram fyrir þilið, sem aðskildi stofuna, þar sem þau sátu við kaffidrykkjuna, og kompuna, sem kallaðist eldhús, og farin að sýsla við eldavélina, þegar nágrannakonan frá Lóni og einhver skarf- skjóða með henni ruddist inn til hennar. Þá byrj- aði sami vaðallinn og vanalega, þegar grannkonur hittust og eitthvað var tíðinda. „Ég er nú bara hissa. Það er nú verið að flytja kerlingarangann hana Bergljótu enn einu sinni á þessu ári. Friðgerður losnar vel við að stumra og stynja yfir henni. Hún var þó búin að taka nokk- ur handtökin á því heimili. En sú breyting, sem orðin er á manneskjunni. Hún lítur út eins og ¦ tvítug stúlka, snjóhvít og spikfeit, sem aldrei sást öðru vísi en óhrein og illa til fara þarna á Bakka og slituppgefin af þrældómi og illri aðbúð." Þá gat húsmóðirin loksins látið hana skilja, að það væri heppilegra að tala varlega. Hrólfi bónda rann svo í skap, að hann stóð upp og flýtti sér að þakka fyrir kaffið og skundaði í burtu. Til aðkomukvennanna leit hann ekki frek- ar en þær væru ekki til. „Nú hefur þó áreiðanlega fokið í Bakkabónd- ann," sagði konan á Lóni. „Það var ágætt að^hann heyrði það," sagði hin aðkomukonan. „Það var ekki svo merkileg ævin aumingja kerlingarinnar hjá honum, og hrepp- inn ætlaði hann að láta hirða hana, þegar hún gat ekki þrælað lengur, ef Ingunn hefði ekki tekið hana. Það sagði Sigríður mér." „Ég býst við að það hefði nú samt verið betra að þetta hefði verið ósagt," sagði konan á Lóni. „Ó, blessuð vertu," sagði hin aðkomukonan. „Það gerði ekkert til, þó að hann heyrði það. Það á líka eftir að heyrast sitthvað um þennan selskap þarna í Holti þessar vikur, sem þær hafa verið þar. Ég get náttúrlega ekkert sagt um Jónönnu. Hún er svo stillt. En Páll snýst í kringum hana og vill allt fyrir hana gera. Og hún getur vel þeg- ið það. En svo er það hún systir hennar, sem ekki dregur dul á tilfinningar sínar. Hún er aldeilis vitlaus í honum. Það leynir sér ekki. Hvaða endir, sem verður á því, er fróðlegt að vita." „Já, einmitt það. Hún hefur líka nokkrum sinnum verið á ferð hingað út eftir í vetur," sagði konan á Lóni, „enda get ég vel trúað því, að það sé ekkert skemmtilegt heimilislíf þarna á Bakka," bætti hún við.

x

Lögberg-Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg-Heimskringla
https://timarit.is/publication/160

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.