Lögberg-Heimskringla - 05.03.1970, Blaðsíða 8

Lögberg-Heimskringla - 05.03.1970, Blaðsíða 8
LÖGBERG-HEIMSKRINGLA, FIMMTUDAGINN 5. MARZ 1970 Heiðursgestur Þjoðræknisfclagsins Heiðursgesíur Þjóðræknis- félagsins. Dr. Guðrún P. Helgadótlir hefir átt annríkt síðan hún kom hingað á okk- ar slóðir. Á miðvikudags- kveldið í fyrri viku efndi fé- lag í miðaldafræðum við Manitobaháskóla til fundar í Jháskólanum til þess að hlýða á hana flytja fyrirlestur um rannsóknir hennar á Hrafn- sögu Sveinbjarnarsonar, en eins og áður hefir verið skýrt frá, varði hún doktorsritgerð um það efni við Oxford há- skólann. Kom þar saman allstór hóp- ur prófessora, nemenda og annara borgarbúa. Urðu allir h r i f n i r , ekki einungis aí fræðimennsku Dr. Guðrúnar, heldur einnig, hve hún er glæsileg bæði í sjón og fram- komu. Hún hafði meðferðis bók síraa í handriti og er það umfangsmikið rit; það er undrunarvert hve miklu hún hefir afkastað á þessum vett- vangi ásamt því að vera skólastjóri Kvennaskólans í Reykjavík, sem telur víst á annað hundrað nemendur. — Foreldrar Dr. Guðrúnar voru Helgi Ingvarsson yfir- læknir á berklahælinu á Víf- ilsstöðum og kona hans Guð- rún Lárusdóttir læknis Páls- sonar í Reykjavík. — Á fimmtudaginn efndi svo í>jóðræknisfélagið til miðdeg- isverðarboðs fyrir Dr. Guð- rúnu á Sonesta hótelinu; voru þar samankomnir stjórnar- nefndarmenn félagsins og makar þeirra, ennfremur full- trúar frá Fróni og Icelandic Canadian Club og fl. Skúli Jóhannsson var veizlustjóri og stuttar ræður fluttu þeir Hon. Philip Petursson, Dr. Richard Beck, aðalræðismað- ur, G. L. Johannson, próf. H. Bessason og Dr. Guðrún flutti •einkar hlýlegt ávarp til Vest- ur Islendinga, sérstaklega m i n n t i s t hún þrautsegju þeirra í viðhaldi íslenzkrar menningar og kvað hún Is- lendinga vera stolta af frænd- imum hér vestra. Eftir hádegi á föstudaginn ávarpaði Dr. Guðrún þjóð- j-æknisþingið í Parish Hall og | mun það fallega ávarp birtast síðar í þessu blaði. Á laugardaginn fór Baldur Sigurðsson með henni í heim- sókn til Betel heimilina á Gimli og í Selkirk og þá um kveldið flutti hún fyrirlestur sinn um Hrafnsögu á loka- samkomu Þjóðræknisfélags- ins og undrast maður yfir öll- um þeim fróðleik, sem hún hefir yfir að ráða um þá forn- sögu, en vegna þess að bókin hefir enn ekki verið prentuð, er ekki ráðlegt að víkja frek- ar að því efni. Á sunnudagskveldið höfðu prófessor Haraldur Bessason og frú Ása virðulegt boð inni fyrir þennan góða gest, en próf. Haraldur átti frum- kvæði að heimsókn hennar hingað vestur og ráðstafaði ferðum hennar til ýmissra há- skóla hér í álfu. Hafi hann beztu þakkir fyrir það. Á mánudaginn fór svo Dr. Guðrún Helgadóttir í fylgd með próf. Haraldi og Dr. og frú Richard Beck til Norður Dakota háskólans, hins gamla og góða háskóla Dr. Becks, sem kvaddi hann með doktors gráðu þegar hann lét af störf- um. Síðan er ferðinni heitið til Calgary háskólans í Al- berta; þar tekur próf. O. H. Cardinal á móti Dr. Guðrúnu. Og loks kemst hún aftur til góðra vina, þeirra hjóna, Dr. og frú Beck í Victoria, B.C og mun hvílast hjá þeim í tvo daga, og mun henni ekki veita af því, eftir þessi ströngu ferðalög. Á mánudaginn þ. 10. þ. m. flytur hún svo fyrírlestur við British Columbia háskólann, og mun hún einnig flytja ávarp á félagsfundi Islend- inga í Vancouver. Síðan flýg- ur hún þvert yfir Canada til Toronto; þar við háskólann flytur hún einnig fyrirlestur. Þar mun hún hvíla sig áður en hún leggur af stað hjá hjónunum, Hugh og Berg- thoru Robson. Guð og gæfan fylgi þessari gáfuðu og góðu konu; hafi hún innilegar þakkir fyrir komuna. — I. J. MESSUBOD Fyrsta lúierska kirkja BE&X ¦hÉÍ *__."* _Í •* S_| ' » w~J-'Iö m^ei^ - Prestur: Séra J. V. Arvidson, B.A.. Enskar guðþjónustur á hverjum sunnudegi kl. 9:45 og kl. 11.00 árdegis. Sunnudagaskóli kl. 9:45 f.h. frændfólks og vina, um 200 manns, sem heimsótti þau 17. janúar í tilefni þessa áfanga á ævi þeirra og færðu þeim margar góðar gjafir. Heilla- skeyti bárust þeim frá fylkis- stjóra Manitoba, Mr. Bowles, forsætisráðherra fylkisins Ed Schreyer, Mr. Weir og Mr. H. Pawley; ennfremflr símuðu vinir þeirra vestur við haf. Við árnum þessum góðu hjónum allra heilla. Úr borg og byggð Frásagnir um kveldsamkomu þjóðræknisþingsins birtast í næsta blaði. ,Victor Sturlaugson, Box 387, Park River, N. Dak. 58270. Með kærri kveðju til allra frá Aldis og Victor Sturlaug- son. LETTER FROM N. DAKOTA I retired from my long time position at the Langdon Agri- cultural Experimental Farm on Dec. 1, 1969 and we moved to Park River, N. Dak. shortly thereafter and thus we would like to have our copy of Lög- berg-Heimskringla sent to our current address which will re- main permanent from now on as we expect to spend our retirement yeaTs here, GULLBRÚDKAUP Mr. og Mrs. Ernesí, Bell, Hecla, Manitoba áttu fimmtíu ára hjúskapar afmæli 16. jan- úar síðastliðinn. Þau voru gef- in saman í hjónaband þann dag 1920, í Selkirk. Þau eign- uðust 12 börn og eru barna- börnin 52 og barna-bairna- börnin 13, og var það myndar- Iegur h ó p u r afkomenda, Dánarfregnir Thomas Thomasson, Gardar, N. Dakota lézt á fimmtudag- inn 12. febrúar, 1970, 75 ára að aldri. Hann var fæddur í Edinburg-Garðar héraðinu 3. apríl 1894, sonur Jóhanns Thomasson og konu hans. Hann flutti póstinn til Edin- burg frá 1910 til 1923 en þá flutti hann til Garðar og s t u n d a ð i búskap. Hann kvæntist Sophíu Kristjanson 9. júní 1914 og lifir hún mann sinn. Ennfremur lætur hann eftir sig tvo syni, Kristján í La Grange 111. og Jóhann að Garðar; fjórar dætur, Mrs. Victor (Lola) Lorenz í Lang- don, Mrs. Marlin (Patsy) Foseide í Edinburg, Margarite Thomasson heima og Mrs. Laverne (Kathrin) Flanagan að Garðar. Tveir bræður hans eru á lífi, Stony Thomasson að Garðar og Lárus Thomas- son í Drayton; tvær systur, Mrs. Guðrun Gestson að Garðar og Mrs. Dísa Spornitz, Santa Barbara, Calif. Barnan börnin eru 18 og barna-barna- börnin 13. Útförin var gerð frá Garðar kirkju. * * * Waller Bergman, 496 Lanark St., Winnipeg fyrrum að 1444 WeUington Crescent lézt 23. febrúar 1970. Hann var 77 ára. Eftirlifandi eru synir hans, Paul Reeves og Dennis Hugh og dóttir, Veronica Badger; 18 barnabörn. * * * Johannes (Joe) Pálsson, Ar- borg, Man. varð bráðkvaddur 24. febrúar 1970, 55 ára að aldri. Hann var fæddur að Geysir og átti þar heima alla ævi. Hann var ágætur fiðlu- leikari og kenndi music, auk þess sem hann var smiður að iðn. Eftirlifandi eru Olga kona hans, einn sonur, Baldur; tvær dætur Rosalind og Jóna — Mrs Richard Nordal, báðar í Arborg; Jón Pálsson á Gimli faðir hans; tveir bræður, Páll og Valdimar báðir í Arborg; tvær systur Lilja — Mrs. H. E. Martin í Brandon og Sig- rún Pálsson í Winnipeg. * * * Thorkell (Keli) Bergson and- aðist að heimili sínu 245 Arl- ington St., Winnipeg 28. febr- úar 1970. Hann var 92 ára að aldri, fæddur á íslandi. Hann var smiður að iðn og bygg- ingameistari. Eftirlifandi eru dætur hans, Mrs. A. M. Mc- Nicholl (Lovísa) og Mrs. A. L. Moore (Lilja) og fósturdóttir, Guðrún Stefánson; 4 barna- börn. * * * Margrét Jónsson, Lundar, Man. lézt að heimili sínu 21. febrúar 1970, 99 ára. Hún læt- ur eftir sig tvær dætur Paul- ine og Rósu og tvo syni, Ragn- ar og Hjalta, öll til heimilis að Lundar; ennfremur systir á Islandi, Dagný Pálsdóttir. Barnabörnin 11 og barna- börnin 25. * * * Björgvin Einarson, Riverton, Man. dó 23. febrúar 1970, 75 ára að aldri. SKRÝTLUR Debetsen bókhaldari kom heim til sín í kaffi einn dag- inn og varð mjög undrandi, þegar konan hans kom með rjómatertu með tíu kertum og setti fyrir framan hann á borðið. — Elskan, hver á eiginlega afmæli, spurði hann. — Vetrarkápan mín, elskan! — Mamma. í dag sagði kennarinn okkur allt um blómin og býflugurnar. — Jæja, þá veiztu af hverju kisa eignaðist kettlingana. — Líklega af því að býfluga stakk hana. Hún: — Hefur nokkur sagt þér hvað þú ert dásamlegur maður? Hann: Nei, það held ég ekki. Hún: — Hvernig í ósköpun- um, hefur þér þá dottið það í hug? Viltu ekki aðra kökusneið Tommi? — Nei, það held ég ekki. — Skelfing hefurðu litla lyst, vinur minn. — Það er ekki lystin, sem ég hef of lítið af, heldur hef ég of mikla kurteisi. Vísa Ó 1 í n a Jónasdóttir kveður um dalailminn: Fjöllin há með, bros á brá, björtum gljáum sölum. Alltaf þrái ég ilminn frá ykkar lágu dölum. Why Thc (hrisímn Science Monítor recommends you read your local newspaper Your local newspaper keeps yott hi- formed of what's happening in your area—-community events, public meetings, stories about people in your vicinity. These you can't—and shouldn't — do without. H0W THE M0NIT0R C0MPLEMENTS Y0UR L0CAL PAPER The Monitor specializes in analyzing and interpreting national and world news... with exclusive dispatches from one of the largest news bu- reaus in the nation's capital and from Monitor news experts in 40 overseas countries and all 50 states. TRY THE M0NIT0R —IT'S A PAPER THE WH0LE FAMILY WILL ENJ0Y The Christian Science Monitor One Norway Street Boston, Massachusetts, U.S.A. 02115 Please start my Monitor subscriptlon for the period checked below. I enclose $____________(U.S. funds). ? 1 YEAR $26 D & months $U D 3 months $6.50 Name. Street_ Cíty___ State_ _ZIP Code. PB-17 UMBOÐSMAÐUR LÖGBERGS-HEIMSKRINGLU Á ÍSLANDI Kristján Guðmundsson forstjóri C/O Bókaúigáfan Æskan P. O. B. 14. Reykjavík, Iceland. BARNABLAÐID ÆSKAN Stærsta og fjölbreyttasta barnablaðið á íslandi kemur út I 9 heftum á ári, alls yfir 500 blaðsíður. Verð árgangurinn í Canada $3.2S. Greiðist fyrirfram. Þeir sem vildu gerast fastir kaupendur, skrifi til blaðsins. Óskum eftir umboðsmönnum í Canada. BarnablaSiS Æskan, Box 14 Reykjavík ísland.

x

Lögberg-Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg-Heimskringla
https://timarit.is/publication/160

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.