Lögberg-Heimskringla - 19.03.1970, Blaðsíða 1

Lögberg-Heimskringla - 19.03.1970, Blaðsíða 1
THJOOMINJASAFNIO* REYKJAV I K, I C E L A N - . ?|etmökrmsla Slofnað 14. jan. 1888 Stofnað 9. sept. 1886 84. ÁRGANGUR WINNIPEG, FIMMTUDAGINN 19. MARZ 1970 NÚMER 11 Rætt við sendiherra íslands Úr borg og byggð Magnús Vignir Magnússon, sendiherra Islands í Washing- ton, er tiltölulega nýkominn þangað. Hann er einnig sendi- herra Kanada og var nýkom- inn þaðan, er Mbl. hringdi til hans. Þar hafði hann afhent landstjóranum í Ottawa trún- aðarbréf sitt sem ambassador íslands. Kvaðst hann hafa verið viku í ferðinni, og ekki komið til mestu íslendinga- byggðanna í þetta sinn. En hann kvaðst gera ráð fyrir að fara þangað einhvern tíma á þessu ári. Þess má geta að Manitobafylki, þar sem mest er um V e s t u r-lslendinga, heldur upp á 100 ára afmæli sitt á þessu ári. Við spurðum sendiherrann í Washington hvort nokkuð væri að frétta af íslendingum og íslenzkum málefnum þar. — Ekkert sérstakt, svaraði hann. Ég veit ekki betur en allt gangi vel hjá öllum. Hið nýstofnaða íslendingafélag hér í Washington efnir til þorrablóts 7. marz. Og er það fyrsta samkoma félagsins eft- ir stofnun þess. Ég hefi ekki nákvæma tölu um félags- menn. En ætli þeir séu ekki á annað hundrað. Það eru Is- lendingar búsettir hér og ís- lenzkar konur, giftar Banda- ríkjamönnum, og svo nokkrir Islandsvinir. íslendingar eru nokkuð margir. En ekki hef- ur fyrr verið stofnað Islend- ingafélag. Þá sagði sendiherrann, að við Alþjóðabankann og Al- þjóða gjaldeyrirsjóðinn störf- uðu nokkrir Islendingar, fjór- ir talsins. — En hvað er að frétta af viðskiptamálum Islendinga við Bandaríkin. Er ekki eitt- hvað í gangi á því sviði, sem er í frásögur færandi. — Ekkert sérstakt. Eins og þið hafið séð í fréttatilkynn- ingu frá utanríkisráðuneyt- inu, þá eiga að fara fram um- ræður í næsta mánuði í sam- bandi við það að Loftleiðir eru að taka í sína þjónustu þotur á Atlantshafsleiðinni og á að ræða viðhorf, sem skap- ast við það. Það koma hingað fulltrúar frá ríkisstjórninni og f a r a umræðurnar fram í Washington. — Búist þið við erfiðum umræðum? — Það er lítið hægt að segja um það á þessu stigi. En mað- ur vonast til að þetta gangi sæmilega. — Nokkuð að segja um inn- flutning á fiski til Bandaríkj- anna. — Nei, salan hingað hefuv gengið ágætlega og verið mjög hagstæð. Að lokum sagði sendiherr- ann okkur frá flugslysi, sem orðið hafði nýlega, er íslenzk- ur maður, Hermann Helga- son, týndi lífi, við að lítilli flugvél hans hlekktist á i lendingu. En Hermann hafði verið búsettur skammt frá Washington. Mgbl. 18. febr., 1970. UPPLÝSINGAR 'ÓSKAST Halldór Vilhjálmsson, Lag- arfelli í Nurður-Múlasýslu lóskar efir upplýsingum um frændfólk sitt hér vestra. ÍBjörn Hallgríms Björnsson og Margrétar konu hans á Ekkju- felli fluttust vestur um haf frá Seyðisfirði, árið 1900 og Björn sonur þeirra fór mörg- I um árum síðar. Upplýsingar sendist til: Mrs. A. R. Hawkins, Box 1060, Jamestown, N. Dakota, 58401. Skemmtisamkomur Þjóðræknisfélagsins Séra S. Oclavius Thorlak- son, aðalræðismaður íslands í San Francisco, hlakkar mjög til ferðar sinnar á Expo 70 í Japan og fleiri staða þar, því þar var hann trúboði í 25 ára skeið. Nefnir hann það afmæl- isferð sína, því hann verður áttræður 27. maí, en leggur af stað til Japan 29. marz. Við óskum honum til hamingju með þetta merkisafmæli og ferð hans á fornar slóðir. Fréttir fró Sameinuðu þjóðunum FENEYJUM ÓGNAÐ AF TORTÍMINGU Aðeins fáir af þeim þúsund- um ferðamanna, sem árlega koma til Feneyja, hafa nokk- urn grun um þá alvarlegu hættu, sem nú steðjar að borginni. En staðreyndin er sú, að áður en 100 ár eru lið- in gætu Feneyjar verið eilíf- lega glataðar — sokknar í lónið. Litkvikmynd í enskri út- gáfu, sem nýlega var send á markaðinn af Menningar- og vísindastofnun Sameinuðu þjóðanna (UNESCO), gefur ljósa hugmynd um, hvað er í húfi og í hverju vandinn er fólginn. Æ fleiri flóð af völd- um storma, hægfara hækkun vatnsborðsins vegna þess að eyjan sem borgin stendur a er að smásökkva, skemmdir á grunnum húsa og halla, og mengun andrúmsloftsins frá n á 1 æ g u m Iðjuverum sem spillir marmaranum — öll þessi atriði fela í sér dauða- dóm, nema gerðar séu skjótar og víðtækar ráðstafanir. ítalska stjórnin hefur þeg- ar í samvinnu við UNESCO skipað alþjóðlega ráðgjafar- nefnd fyrir Feneyjar, sem er byrjuð að kljást við vandann með því að gera uppdrætti að og búa til ný síki, öldubrjóta og flóðgáttir til að hafa hemil á vatnsmagni síkjanna. Venice in Peril er 16 mín- útna kvikmynd, sem panta má frá upplýsingaskrifstofu Sameinuðu þjóðanna í Kaup- mannahöfn, H. C. Andersens Boulevard 37. VELDUR MINNKANDI FISKAFLA EGYPTA Fiskafli Ai.i 1 m..k.i sambands lýðveldisins hefur farið sí- minnkandi síðustu árin, að nokkni leyti vegna Assúan- Framhald á bls. 3. FRÁ EDMONTON (Scandinavian Centre News) íslendingafélagið í Edmon- ton vonast til að fá tækifæri til að taka aftur á móti Hon. J. T. Thorson, en hann er væntanlegur þangað vestur innan skamms. * * * M i s s Mattie Halldorson, Winnipeg, dvaldi nýlega í viku heimsókn hjá Bill bróður 'sínum og Thoru konu hans. * * * Mrs. Margret Cameron og Mr. Herb Vigfússon voru ný- lega kosin í stjórnarnefnd Scandinavian Centre. DÁNARFREGN Mrs. Sigrún Olson. Marker- iville, Alberta lézt 27. janúar j 1970. Eiginmaður hennar, John Andi^ew, dó árið 1934. Eftirlifandi eru tvær dætur, Mrs. Regina Jóhannson í Markerville og Mrs. Kristine Mueller í Olds; tveir synir, Kári og Frederick, báðir í Markerville; t v e i r bræður, Franklin Sigurdson að Sylvan Lake og Jœ Sigurdson í Bald- ur, Man.; 20 barnabörh - barna-barnabörn. Kvcðjuathöín fór fram í Markervillo. Hin látna hvílir í Tindastól grafreit. Ekki má ljúka svo frásögn- um um þjóðræknisþingið, að ekki verði minnst á kveld- skemmtanirnar þrjár. Ávalt er unaðslegt að hlýða á listakonurnar — söng Evel- yn Allen við undirleik Snjó- laugar Sigurdson, og svo var á Frónsmólinu. Sænski karla- kórinn virtist ekki eins ör- uggur og venjulega — senni- lega „flúnni" að kenna. Ungu píanóleikararnir, Helga Stef- ansson og Heiða Kristjánsson nemendur Snjólaugar voru á- kveðnar í að láta sér ekki skeika og léku með æskufjöri. Lenore Borgfjörð, nemandi í íslenzku deildinni við Mani- toba háskóla, kann vel að meta kennara sinn eins og allir hans nemendur og bauð hún öllum að rísa úr sætum í virðingarskyni við hann, og flutti síðan kvæði eftir Hann- es Pétursson, eitt af vinsæl- ustu skáldum Islands nútím- ans og tókst vel. Dr. Richard Beck aðalræðu- tnaðui kveldsins vakíi, efni, sem átti vel við þetta hundrað ára afmælisár Manitoba — fyrsta landnám íslendinga í þessu fylki og mun hin ágæta ræða hans birtast seinna í því eintaki blaðsins, sem helgað verður þessum áfanga fylkis- ins. — Samkoma Icelandic Cana- dian Club verður sérstaklega minnisstæð vegna systkina söngflokksins, barna Dr. og Mrs. Bjarka Jakobson frá Neepawa. Virtust systkinin — 4 stúlkur og 3 drengir — vera á aldrinum 7-17 ára og sungu þau svo yndislega að allir urðu stórhrifnir, Stóð ég úti í tunglsljósi og Sofðu unga ástin mín bæði á íslenzku og ensku og fleiri lög. Barna- raddirnar voru svo mjúkar, hljómfagrar og vel æfðar að unun var á að hlýða. Fjöl- skyldan kom alla leið frá Neepawa til að veita okkur þessa gleði. Hafi hún þökk fyrir það. Eins komu fiðluleik- arinn Sigmar Martin og móð- ir hans, Lilja Martin, alla leið frá Brandon. Lilja er þegar kunn fyrir píanóleik sinn og sonur hennar spilaði af list eins og hann á ætt til. — Brian Bjorklund við undir- spil Vivian Laurie söng á þann hátt sem gert er í „night clubs" og munu yngstu áheyr- endur hal'a kunnað bezl aí meta það. Mrs. Lára Sigurdson minnt- ist margra Manitoba skálda íslenzkra og fór mcð ljóð eft- ir nokkra. Er hún kona mjög ljóðelsk, en hún bað afsökun- ar á því að verða að mæla á íslenzku í 10 mínútur, og höf- um við aldrei skilið það, að ekki virðist mega mæla orð á íslenzku í þessu félagi, þó flestir í Icel. Can. Club kunni íslenzku mætavel. Hafi hún þökk fyrir að brjóta skarð í þann múr. Höfðu allir mestu skemmtun af ræðu hennar og ljóðaframsögn, og vonum við að ræðan verði birt. Þessi samkoma var fjöl- mennust, vegna þess að 14 eða 15 íslenzkunemendur áttu að taka á móti verðlaunum fyrir nám sitt, og í fylgd með þeim komu foreldrar, afar og ömm- ur, systkini og annað frænd- fólk. Walter L. Lindal dómari. átti frumkvæðið að þessum verðlaunaveitingum og hefir afhent þau ár eftir ár, og er þetta virðingarvert og hvatn- ing til nemenda að stunda vel nám sitt. Þvi miður hefir dómarinn verið á spítala nokkrar undanfarnar vikur vegna lungna veikinda — af- leiðingar af herþjónustu hans í fyrri styrjöldinni — og var því ekki víst að hann gæti komið. Gestir fögnuðu honum því mæta vel þegar hann gekk inn og upp á pallinn með lækni sínum og stóð teinrétt- ur við ræðustólinn, flutti á- gæta ræðu styrkum rómi og afhenti verðlaunin. Kjarkur- inn og viljaþrekið höfðu ekki bilað, en að þessu loknu fór hann þó strax aftur til spítal- ans. Munu allir óska að hann nái heilsu aftur til að halda áfram störfum sínum. Ræða Heimis Thorgríms- sonar var skemmtileg eins og honum er lagið og væntum við þess að hún verði birt í Icelandic Canadian ritinu. — S k ú 1 i Jóhannsson átti í miklu annríki þessa þrjá daga þingsins og í tvö kvöld. Hann stjórnaði þingi og bæði Fróns- og lokasamkomunni og gerði það skörulega. Söngkonan og söngstjórinn, Elma Gíslason kom með söng- krafta frá Arborg og Riverton og hafði hún æft söngflokk- inn frá Arborg — 4 konur og 3 karlmenn — og annaðist sjálf undirleik við píanóið. Tókst söngurinn vel og var eitt lagið frumsamið af John Hornfjord; hafði hann samið það í t i 1 e f n i aldaramælis Manitoba og verður það vænt- anlega birt seinna í hátíðar- blaði L.-H. Laura Lynn Dal- man söng einsöng og var gerð- ur góður rómur að söng henn- Framhald á bls. 3.

x

Lögberg-Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg-Heimskringla
https://timarit.is/publication/160

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.