Lögberg-Heimskringla - 19.03.1970, Blaðsíða 2

Lögberg-Heimskringla - 19.03.1970, Blaðsíða 2
2 LÖGBERG-HEIMSKRINGLA, FIMMTUDAGINN 19. MARZ 1970 Svefninn Þegar maður nær sjötugsaldri, hefur hann eytt rúmum tuttugu árum ævinnar í þetta dularfulla meðvitundarleysi er við nefnum svefn. Til hvers er svefninn? Vísindamenn geta útskýrt til- gang og nauðsyn mestalirar hinnar flóknu starfsemi sem á sér stað í líkama okkar, en enginn hefur enn uppgötvað hvers vegna við þurfum á þessum löngu svefntímabilum að halda og hverfum úr vökuveröld okkar inn á svið svefns og drauma allt upp í þriðjung eða meir af hverjum sólar- hring. Ýmislegt hefur þó komið í ljós af rannsóknum á eðli svefnsins. Við vitum, að hann er misdjúpur, að draumarnir fylgja sérstökum reglum og eru síður en svo truflun á góðri hvíld, heldur þvert á móti mikilvægasti þáttur svefnsins, og að það er mögulegt að gera fólk bókstaflega talað viti sínu fjær með því að svipta það draumasvefni sínum. Fiöaur síig skipiast á Það er hægt að mæla og rannsaka ýmis stig svefnsins með því að taka línurit af raf- bylgjum heilans meðan mað- urinn sefur, æðaslætti hans, hjartaslögum, andardrætti og blóðþrýstingi. Fyrst er byrjunarstigið við þröskuld svefnsins þegar lík- aminn slakar á smátt og smátt, og um hugann renna skrítnir hálfdraumar og óljós- ar myndir. Tímaskynjunin hverfur. Þetta er ekki full svefn, en færist æ nær hon- um. Á þessu stigi er mjög algengt (75% fólks verður fyr- ir því), að maðurinn hrekkur skyndilega upp og glaðvakn- ar jafnvel stundum. Það er samfara sterkum rafstraumi sem heilinn sendir allt í einu frá sér. Þá kemur það fyrsta stigi hins raunverulega svefns. En maðurinn v e i t ekki hvar markalínan liggur, því að hann hefur misst meðvitund. Hjartaslátturinn hægist, and- ardrátturinn v e r ð u r dýpri, það slaknar á öllum vöðvum. Svefninn er þó mjög léttur enn sem komið er og auðvelt að vekja manninn. Eftir nokkrar mínútur tek- ur annað stigið við. Líkam- inn verður enn máttlausari, og augunum er rennt til, hægt og reglubundið. Þá kemur að þriðja stiginu. Líkamshitinn lækkar að mun og sömuleiðis blóðþrýstingur. Eftir það ték- ur við fjórða stigið þar sem svefninn er dýpstur. Maður- inn liggur algerlega hreyf- ingarlaus, og hkamsstarfsem- in er komin niður í lágmark. Á þessu stigi er erfitt að vekja manninn, og ef það tekst, má vera, að hann hggi eins og lamaður, svo slakir eru vöðv- ar hans orðnir. Þegar svefninn er eðlileg- ur, skiptast þessi fjögur stig á alla nóttina. Það er meira um fjórða stigs svefns á fyrri hluta hennar, svo að ef til vill á sú gamla trú við nokkur rök að styðjast, að betra sé að sofa einn klukkutíma fyrir miðnætti en tvo eftir. Þegar líða tekur að morgni, sýnir línuritið æ tíðari umskipti frá djúpum í grunnan svefn. Draumar á 90 mínúlna fresti Þá kemur að draumunum. Rannsóknarmennirnir h a f a gengið úr skugga um, að á' vissum tímabilum fyrsta stigs svefnsins — það er léttur eða grunnur svefn — gerist ein- kennilegt fyrirbæri. Augu mannsins sem sefur taka að hreyfast hratt og snöggt frá einni hlið til annarrar, rétt eins og hann væri að horfa á tenniskeppni. Þetta er geró- líkt hægu augnhreyfingunum á öðru stiginu. Og sé maður- inn vakiinn meðan á þessu stendur, kemur í Ijós hjá níu- tíu af hundrað að þá hefur verið að dreyma. Meðan okkur dreymir, verð- ur hjartslátturinn hraðari og einnig andardrátturinn. Ef til vill fylgjumst við með draumnum eins og mynd á sjónvarpsskermi. Þessar hröðu augnhreyfingar k o m a ekki fram hjá fólki sem hefur ver- ið blint frá fæðingu. Fyrsta draumatímabil næt- urinnar er venjulega stutt — um það bil 10 mínútur — og hefst að jafnaði um einni og hálfri klukkustund eftir að maðurinn sofnar. Draumtíma- bilin koma með 90 mínútna millibili alla nóttina, en verða æ lengri, og seinasta drauma- tímabilið varir oftast klukku- tíma að minnsta kosti. Það er því rangt, að draum- ar taki ekki nema sekúndu- brot. Og það er jafnrangt, að sumt fólk dreymi aldrei neitt. Okkur dreymir öll — en það eru ekki allir sem muna drauma sína. Maður sem vaknar ekki í miðju drauma- tímabili eða rétt eftir að því lýkur, man kannski ekkert af þesisu einkabíói sínu sem hann hefur horft á að minnsta kosti fjórðung tímans er hann eyddi í sinn átta stunda svefn. Hafa draumar mifcla þýðingu? Geysimikla. Rannsóknir hafa sannað, að það hefur afar nei- kvæð áhrif á fólk ef það er svipt draumatímabilium sín- um í svefninum. Algerlega heilbrigt og normalt fólk fer að sjá ofsjónir af hinu hrylli- legasta tagi ef það fær ekki að hafa sína drauma í friði. Það sér óhugnanlegar ófreskj- ur lcoma út úr veggjunum, heyrir raddir og ógnvekjandi hljóð. Þetta minnir á ofskynj- anir þær sem drykkjusjúkl- ingar verða fyrir í delirium tremens. Sé tilraunum haldið lengi áfram með draumsvipt- ingu (fólk er vakið um leið og hröðu augnhreyfingarnar byrja), gengur það nærri geð- heilsu mannsins. Og „heila- þvottur“ reynist mun auð- veldari þegar fórnarlömbin fá ekki að n j ó t a svefns og drauma. Enginn veit með vissu hvers vegna draumamir eru svona mikilvægir fyrir geðheilsu mannsins. Sálfræðingar og geðlæknar telja þá vera tján- ingu á ómeðvituðum löngun- um og óttakenndum sem mað- urinn s t a n d i andspænis í svefni. Það er sannað mál, að dýr- in dreymir engu síður en mennina. Og dýr sem hafa verið svipt draumalífi sínu, hafa sýnt merki um hetila"- skemmdir og dáið eftir 20 daga draumsviptingu. Slíkar tilraunir hafa ekki verið gerð- ar á mönnum, en álykta má af þeim geðtruflunum sem menn hafa orðið fyrir af 1 a n g r i draumsviptingu, að hún gæti einnig dregið þá til dauða. Er hægl að læra í svefni? Hugmyndin er vissulega að- laðandi, og margar tilraunir hafa verið gerðar í þá átt. En niðurstöður virðast benda til þess, að ekki sé um raunveru- legt nám að ræða í svefni, þótt heilinn geti tekið við setningum á stangli og mun- að þær. Hvað snertir sögur af stórkostlegum vísindaupp- götvunum sem gerðar hafi verið í svefni, er sennilegra, að undirvitundin hafi unnið úr upplýsingum og staðreynd- um sem maðurinn heyjaði sér í vöku, og síðan hafi hug- myndin komið þegar heilinn var endurnærður eftir djúp- an og hollan svefn. Hvers vegna orsakar of mikill svefn þreyíu? Það er rétt, að sumir finna til þreytu og magnleysis eftir óvenju langan nætursvefn — en trúlegast er, að orsökin sé hið langa föstutímabil. Ef blóðsykurinn lækkar mjög mikið, gerir þreyta vart 'við sig og stundum velgja eða jafnvel hneigð til yfirliðs. En þetta lagast undir eins þegar neytt er matar. Er betra að sofa lengi í einu en smáblundur við og við? Það er ómögulegt að gefa fastar reglur um svefnþörf eða hvernig bezt er að haga svefnvenjum sínum. Sumt fólk virðist dafna ágætlega með því að fá sér smáblund öðru hverju, aðrir þola það illa. Og sumir þurfa sína 8— 9 tíma á sólarhring, en aðrir komast af með 4—5. Flestir sofa þó bezt með því að hafa svefntímabilið langt og trufl- analaust. Er svefnleysi hættulegt heilsunni? Ef svefnleysi er einkenni geðsjúkdóms eða líkamlegra meinsemda, þarf að lækna or- sökina fyrst og fremst. En oftast eru áhyggjurnar af svefnleysinu miklu skaðlegri en það sjálft. Staðreyndir varðandi svefni: 1. Um það bil 70% manna sofa minna en átta klukku- stundir á sólarhring. 2. Svefnþörfin minnkar á aldrinum 20—50 ára, en eykst síðan aftur. 3. Gamalt fólk sefur meira en átta stundir á sólar- hring, en styttri blund í einu — þess vegna heldur það oft, að það sofi minna. Framhald á bls. 3. HEILSIÐ UPP A KÆRANN VIN, SEM ER LANGT I BURTU Fjarlægðin skerpir vináttuna. Langsímatalið kemur frá hjörlunum. YOUR MANITOBA TELEPHONE SYSTEM ^243A

x

Lögberg-Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg-Heimskringla
https://timarit.is/publication/160

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.