Lögberg-Heimskringla - 19.03.1970, Síða 4

Lögberg-Heimskringla - 19.03.1970, Síða 4
4 LÖGBERG-HEIMSKRINGLA, FIMMTUDAGINN 19. MARZ 1970 Lögberg-Heimskringla Puhlishad •▼•ry Thursday by JíORTH AMERICAN PUBLISHING CO. LTD. Printed by WALLINGFORD PRESS LTD 993 K*nn*dy Slraet, Winnipeg 2, Man. Edlior: INGIBJÖRG JÓNSSON Pr«sident, Jokob F. Kristjonsson; Vice-President S. Aleck Thororinson; Secretory, Or. L. Sigurdeon; Treoeurer, K. Wllhelm Johonneon. IOITORIAL BOARD WlMttfSf. Prof. Horaldur Beseoeory chatrmon, Dr. P. H. T. Thorlokton, Dr. Voldimor J. Eylonde, Coroline Gunnoreeon, Dr. Thorvaldur Johnson, Rev. Phlllip M. Petureeon. Vooeoever: Gudloug Johonneeson, Boai B)arnoson. Minneepolie: Non. Voldlmor Diorneorv Vkterlo, B.C.: Dr. Richord Beck. Icelend: Birgir Thor- locius, Stelndor Steindorteon, Rev. Robort Jock.. Subacription S6 00 per year — payable in advanca TELEPHONE 943-993’ "Second closs mail. registrotion number 1667". Orð af yztu nöf stundum ævinnar finnst manni stundum að allt, sem maður er að bisa við, sé unnið fyrir gíg. En Snæbjörn er, að því er mér bezt skilst, bjartsýnn maður, og ætti því ekki að hjálpa þessum níðhöggum dagblaðanna, sem gleðjast mest við það, að hirða spörðin en skilja berin eftir. íslendingar greina jafnan sundur skáldin með auknefnum. Þannig eru undirkomin orðin: Leirskáld, alþýðuskáld, níðskáld, kýmnisskáld, kraftaskáld, rímna- skáld, sálmaskáld, þjóðskáld og enn fleiri. Og allir eru þeir skáld — og leirskáldin eins. Aftur i svartri forn- eskju var skáld níð eða niðrunar orð, og kvað víst ramt að því, því lög voru sett gegn níði (skáldskap?). Finnast enn niðrunarmerki í nútíðarmáli. Ef hestur fellir hár í stórskellum, sem óefað stafar af illu og ónógu fóðri, segj- um við að hann sé skáldaður. Ef heitu vatni er að óvöru skvett á hendi eða fót, skáldast sá sem fyrir slysinu varð. Enskan heldur orðinu scald í sömu merkingu. En upprunalegra er að líkindum orðið scold, sem þýðir að Vísnakver Eflir Snæbjörn Jónsson Nýlega barst blaðinu nýtt ljóðakver eftir hinn al- kunna rithöfund og skáld Snæbjörn Jónsson, sem fyrir skemmstu flutti frá íslandi til Englands og býr þar í skjóli barna sinna. Bókin heitir Orð af yztu nöf, og bendir nafnið auðvitað til þess, að höfundurinn er kominn á efri ár, yfir áttrætt, og býst því varla við, að gefa út fleiri bækur. Ekki vildi ég þó þvertaka fyrir það, ef honum endast enn fáein ár, því áður hafa kom- ið út bækur eftir hann með titli, sem bendir í sömu átt. Sum skáld endast stundum býsna lengi. Þrímenn- ingarnir Gröndal, Steingrímur og Matthías komust allir yfir áttrætt og orktu fram í rauðan dauðann. Flest munu þessi ljóð vera kveðin á síðustu 10-15 árum, og bera þó engin hnignunarmerki. Áhuginn og hin knýjandi þörf eru enn hin sömu. Öll eru ljóðin í föstu rími og er það vel, hvað sem segja má um hinn nýrri skáldskap, sem hvorki virðist fylgja eða skeyta um rím eða rök. Við áttum hér vestra skáld sem var að sumu leyti á borð við Snæbjörn. Á ég þar við Sigurð Júlíus Jóhannesson. Hann orkti, eins og Snæ- björn, ljómandi þýð lýrisk ljóð, en aðaláhugann lagði hann samt á mannfélagsmálin. Hann vorkendi og fann til með þeim, sem lentu á lægstu hillu mannfélagsins og vildi að úr því yrði bætt. Snæbjörn hefir oftsinnis orkt og skrifað í sama anda, en stundum verður hann samt vandlætarinn — nokkurskonar Jóhannes skírari, sem fordæmir hiklaust. Sjá meðal annars „Móðurmálið í ánauð,“ í þessu kveri og sumar greinar hans í lausu máli. Ekkert tekur hann sárara en kæruleysið í ræðu og riti og það sem honum finnst úrkynjun og niðurlæging tungunnar. Snæbjörn barmar sér stundum yfir því að hafa ekki getað sagt hugsanir sínar eins vel og hann hefði óskað, en samt er þar ekkert ,,holtaþokuvæl“, eins og Jónas nefndi það. Hversu margir hafa ekki sömu sögu að segja? St. G. kvartar á einum stað yfir, að öll sín beztu ljóð fari með sér í gröfina, og eru það að vísu ýkjur. Flest skáld verða til eins og dagurinn og nóttin, án þess að nokkur ýti þeim af stað. Hvernig stendur t. d. á því, að átta eða níu ára krakki tekur upp á því, að hnoða saman vísum áður en hann er full læs eða skrifandi, jafnvel þótt bræður hans og systur hlæi að honum? Ef til vill kemst hann aldrei hærra en í leir- skáldatöluna, en hann er samt skáld, af því að það lá í eðlinu. Snæbjörn hefir verið síyrkjandi lengst ævinnar. Hann er ekki alþýðuskáld — þau yrkja jafnan um dag- inn og veginn, og oft snildarlega. Hann á jafnan áhuga- mál, sem setur hann í annan flokk. Hann á heima vel miðja vega í sínum eigin „skáldaflota“, Hann nær kannske aldrei „hæstu tónunum“, en hversu margir ná þeim? Og hverjir eru svo óskeikulir dómarar í þeim efnum? • Séra Benjamín Kristjánsson skrifar undurhlýjan og greinargóðan inngang að bókinni og leggur þar sterka áherzlu á að höfundurinn sé sannarlegt skáld, sem í fyrstu sýnist óþarfi, þar sem hann hefir sýnt það svo oft í verkinu. En ástæða séra Benjamíns er, að mótmæla lítillæti og minnimáttar kennd höfundarins sjálfs, sem efar of oft sitt sæti meðal skáldanna. Við Snæbjörn höfum um margra ára skeið verið í andlegri nálægð hver við annan, og hefir mér sann- ast að segja oft fundist það sama, að hann hafi aldrei þurft neitt að afsaka. Annað er það, að á myrkustu atyrða eða skamma. Snemma á öldum, og þó seinna, varð orðið skáld að sérheiti þeirra, sem lært höfðu og tamið sér að fella orð sín og hugsanir í stuðla og rím, og varð þá hrósið eins títt eða tíðara en níðið. Úr því varð svo til orðið hirðskáld um þá sem gerðu sér það til fjár og frama að yrkja hrós um frægðarverk konunga og jarla við erlendar hirðir. — Með tíð og tíma urðu hættirnir fleiri og rímið dýrara, unz það útaf fyrir sig varð að hreinni list á rímnaöldinni. Nú er öldin önnur. Fast rím og hættir er nefnt „hefðbundið“, og er ekki laust við að í því felist broddur af niðurlægingu. Öll er bókin hin snyrtilegasta að frágangi, en í þess- um nýrri stíl. Fyrirsagnir kvæðanna eru allar efst á síðu og í sömu leturstærð og lesmálið, og stundum smærra. Ekki er ég alveg viss um að mér líki það betur en eldri stíllinn. En svo vona ég að hálf-tíræðum upp- gjafa prentara vorkennist, að hann vill heldur halda sér við gamla móðinn. — G. J. Hljómkviða náttúrunnar (La Symphonie Pasiorale.) EFTIR ANDRÉ GIDE: Frú Gerður Jónasdóííir þýddi 18. maí. Núna þegar góða veðrið er komið á ný hefi ég aftur byrj- að að fara í gönguferðir með Gertrude. Það hefi ég ekki getað gert í langan tíma (því það er stutt síðan að það var snjókoma og göturnar hafa verið afleitar fram að þessu.) Það er einnig laingt síðan, að ég hef verið einn með henni. Við gengum hratt og hið svala loft kom roða fram í kinnar hennar og ljósa hárið flaxaðist án afláts um andlit- ið. Þar sem við gengum fram hjá mómýri, tíndi ég dálítið af spanskr e-y r, sem var í blóma og smeygði leggjunum undir alpahúfuna hennar, og svo fléttaði ég þá með hárinu til þess að þeir héldust fastir. Við höfðum varla yrt á hvort annað ennþá, við vorum svo undrandi yfir að vera einsöm- ul, þegar Gertrude snéri sér allt í einu að mér og spurði snögglega: „Haldið þér, að Jacques elski mig ennþá? — Hann hefir tekið ákvörð- un um að hætta við þig, svar- aði ég samstundis. — En haldið þér að hann viti að þér elskið mig?“ hélt hún áfram. Síðan samtalið fór fram, sem ég skýrði frá hér á und- an, er liðið meira en hálft ár, án þess að (sem mig undrar mjög) minnsta ástarorð hafi farið okkur í milli. Við vor- um aldrei ein, og eins og ég hefi sagt — var bezt að það væri þannig . . . Ég fékk svo mikinn hjartslátt við spurningu Gertrude, að ég varð að hægja dálítið á göngu okkar. „En allir vita, Gertrude, að ég elska þig“, hrópaði ég. En hún lét ekki gabba sig. „Nei, nei, þér svarið ekki spurningu minni.“ Og eftir andartaks þögn sagði hún niðurlút: „Amelie frænka mín veit það, og ég veit að það gerir hana hrygga. — Hún væri samt |döpur, mótmælti ég ódjarflega. Hún er þunglynd að eðlisfari. — Ó! þér reynið alltaf að gera mig rólega, sagði hún æst. En ég kæri mig ekkert um, að það sé alltaf verið að gera mig örugga. Ég veit, að það er margt, sem þér haldið leyndu fyrir mér, af því þér haldið að það geri mig óró- lega og hrygga. Það er svo margt, sem ég þekki ekki, svo að stundum . . .“ Rödd hennar lækkaði meir og meir, hún stanzaði eins og hún næði ekki andanum. Ég tók upp eftir henni síðustu orðin og spurði: „Svo að stundum? . . . Svo að stundum, endurtók hún hrygg, finnst mér, að öll sú hamingja, sem ég á yður að þakka, sé byggð á fáfræði. — En Gertrude . . . — Nei, lofið mér að segja yður þetta: Ég kæri mig ekki um þesskonar hamingju. Skiljið þér, að ég . . . Ég kæri mig ekkert um að vera ham- ingjusöm. Ég vil heldur fá vitneskju. Það er margt áreið- anlega hryggilegt, sem ég get ekki séð, en þér hafið engan rétt til að halda þessu frá mér. Ég hefi mikið hugsað þessa vetrarmánuði, og ég er hrædd um, að heimurinn sé ekki eins fagur og þér viljið láta mig halda, prestur, og jafnvel að það sé mjög langt frá því. — Það er rétt, að maðurinn hefur oft gert jörðina ljótari“, sagði ég ódjarflega, því ákafi hugsana hennar gerði mig hræddan, og ég reyndi að snúa huga hennar að öðru, þó ég væri vonlaus um, að mér tæki'st það. Það virtist sem hún biði einmitt eftir þessum orðum, því að hún greip þau strax eins og maður gerir, þegar týndi hlekkurinn, sem vantar í keðjuna, kemur í leitirnar. „Einmitt, hrópaði hún: ég vildi vera viss um, að ég bætti ekki við hið illa.“ Lengi héldum við áfram og gengum hratt og þögul. Allt, sem ég hafði viljað segja henni, rak sig á það, sem ég fann að hún hugsaði. Ég óttaðist að hafa orð á því, sem gæti haft áhrif á örlög okkar beggja. Og þegar mér varð hugsað til þess sem Martin læknir hafði sagt við mig, að ef til vill tækist að láta hana fá sjónina þá greip mig mikil sálarangist. „Ég vildi spyrja yður, hélt hún áfram að lokum, en ég veit ekki hvemig ég á að koma orðum að því . . .“ Hún þurfti áreiðanlega á öllu sínu hugrekki að halda, eins og ég sjálfur til að hlusta á hana. En hvernig gat ég séð fyrir spurninguna, sem kvaldi hana: „Fæðast börn blindrar konu alltaf blind?“ Ég veit ekki hvoru okkar þetta samtal þjakaði meir, en nú þýddi ekki annað en halda áfram. „Nei, Gertrude, sagði ég, minnsta kosti ekki nema í sér- stökum tilfellum. Það er jafn- vel engin ástæða til þess.“ Henni virtist létta mikið við þetta. Ég hefði viljað fyrir mitt leyti vita, hversvegna hún spurði mig að þessu, en mig brast kjark og ég sagði klaufalega: „En Gertrude, til þess að eignast börn verður maður að vera giftur. — Segið mér það ekki, prestur. Ég veit, að það er ekki satt. — Ég sagði þér það vegna velsæmisins, andmælti ég. En í raun og veru leyfir lögmál náttúrunnar það sem lög manna og Guðs banna..

x

Lögberg-Heimskringla

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lögberg-Heimskringla
https://timarit.is/publication/160

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.