Lögberg-Heimskringla - 19.03.1970, Blaðsíða 5

Lögberg-Heimskringla - 19.03.1970, Blaðsíða 5
LÖGBERG-HEIMSKRINGLA, FIMMTUDAGINN 19. MARZ 1970 — Þér hafið oft sagt mér, að lög Guðs væru lög ástar- innar. — Slík ást er ekki það sama, sem nefnt er kærleikur. — Er það í gustukaskyni, sem þér elskið mig? — Nei, þú veizt það vel, Gertrude mín. — En þá viðurkennið þér, að ást okkar sé utan við lög Guðs? — Hvað áttu við? — Ó, þér vitið það vel, og það ætti ekki að vera mitt að tala um það." Árangurslaust reyndi ég að koma með vífilengjur. En hjartsláttur minn var öllum rökum yfirsterkari. Hamslaus hrópaði ég: , — ,,Gertrude, .... heldurðu að ást þín sé saknæm?" Hún leiðrétti mig: „Að ást okkar . . . Ég segi við sjálfa mig, að ég ætti að hugsa þannig. — Og hvað þá?" Ég heyrði, að það hljómaði eins og auðmjúk bæn í rödd minni, en hún sagði án þess að draga andann: — „En ég get ekki hætt að elska yður." Þetta skeði allt í gær. Ég hikaði fyrst við að skrifa þetta . . . Ég veit ekki enn, hvernig við komumst heim. Við gengum hratt, eins og við værum að flýja og ég þrýsti handlegg hennar fast upp að mér. Sál mín var svo fjarlæg líkamanum — að mér fannst að minnsti steinn í götunni mundi geta velt okkur báð- um um koll. 19. maí Martin kom aftur í morgun. Það er ráðlagt að skera Ger- trude upp. Roux læknir full- yrðir það og mælist til, að hún verði um tíma undir handleiðslu hans. Ég get ekki staðið á móti því, en svona er hugleysi mitt, að ég bað um að mega hugsa mig um. Ég bað um að fá að undirbúa hana varlega. Ég ætti að verða frá mér numinn af gleði, en þetta hvílir þungt á mér. þungt með ólýsanlegri angist. Við umhugsunina að verða að segja Gertrude, að hún fái kannske sjónina þá læt ég hugfallast. 19. maí um kvöldið. Ég hefi séð Gertrude og ég sagði henni ekki frá þessu. Þetta kvöld í La Grange, þar sem enginn var í stofunni, fór ég upp í herbergið til hennar. Við vorum alein. Ég hélt henni lengi fast í faðmi mínum. Hún gerði ekk- ert til að verja sig og þegar hún lyfti andlitinu til mín mættust varir okkar . . . 21. maí. • Er það okkar vegna, Herra, að þér hafið skapað nóttina svo endalaust djúpa og svo fagra? Er það mín vegna? Loftið er heitt og tunglið skín inn um opin gluggann, og ég hlusta á þögn hinna víðáttu- mikla himna. Frá gjörvöllum heimi rís óljós tilbeiðsla, sem gerir hjarta mitt frá sér num- ið af hrifningu, sem engin orð ná yfir. Ég get ekki lengur beðist fyrir rólega. Ef ást- inni er einhver takmörk sett, þá er það ekki yðar verk, Drottinn, heldur mannanna verk. Þó ást mín sé saknæm í augum mannanna, þá er hún það ekki í yðar augum. Ó! segið mér, að í yðar augum sé hún heilög. Ég reyni að hefja mig upp úr hugmyndinni um syndina, en syndin finnst mér óbæri- leg, og ég vil ekki afsala mér Kristi. Nei, ég viðurkenni ekki, að ég syndgi þó ég elski Gertrude. Ég get ekki slitið þessa ást úr hjarta mínu, nema með því að slíta hjartað úr brjósti mér, og hvers- vegna? Ef ég elskaði hana ekki nú, þá ætti ég að elska hana vegna meðaumkvunar, að elska hana ekki lengur, það væri að svíkja hana, hún þarfnast ástar minnar . . . Herra, ég veit ekki . . . Ég þekki ekkert lengur nema yð- ur. Leiðbeinið mér. Stundum finnst mér ég vera að sökkva í hyldýpi og sjónin, sem hún fær aftur, verði tekin frá mér. Gertrude var lögð inn á spítalann í Lausanne í gær, og hún fær ekki að fara út fyrr en eftir 3 vikur. Martin ætlar að koma með hana heim. Hún lét mig lofa sér því að reyna ekki að sjá hana fyrr en þá. 22. maí. Bréf frá Martin: uppskurð- urinn tókst vel. Lofaður sé Guð! Fimmtugasta og fyrsta ársþing Ræða forsela Þjóðræknisfélags íslendinga í Veslurheimi, Skúla Jóhannssonar, flult við þingsetningu: 24. maí. Sú tilhugsun, að hún sjái mig, sem fram að þessu elsk- aði mig án þess að sjá mig — er mér óbærileg tilhugsun. Mun hún þekkja mig? í fyrsta sinn á ævi minni lít ég kvíðau fullur í spegilinn. Ef ég finn að augnatillit hennar er ekki eins milt og hjarta hennar var, og ekki eins ástríkt, hvað verður þá um mig? Herra, stundum finnst mér ég þarfn- ast ástar hennar til þess að elska yður. 27. maí. Mikil vinna hefir hlaðist á mig og gert mér kleift að láta þessa síðustu daga líða, án þess að ég sé of óþolinmóður. Hvert það starf, sem upptek- ur mig, er mér blessun. En allan liðlangan daginn, og hvað sem kemur fyrir, er mynd hennar alltaf í huga mínum. Á morgun á hún að koma heim. Amelie hefur þessar síðustu vikur aðeins sýnt sína be'ztu hlið og virðist gera sér far um að láta mig gleyma Framhald úr síðasla blaði Því miður gat ritari félags- ins frú Hólmfríður F. Daniel- son ekki verið hér með okk- ur á fyrsta degi þingsins, frú- in, sem er mjög áhugasöm um leiklistarmál hefir undan- farna daga verið austur í Ont- ario, þar sem hún er dómari í mikilli leiklistarsamkeppni. Bað hún mig að færa þinginu kveðjur og heillaóskir, en gerði ráð fyrir að geta verið með okkur á morgun og tekið þátt í þingstörfum. Starf rit- ara í þessu félagi er afar um- fangsmikið, og er það mikið lán fyrir félagið að eiga á að skipa svo atorkusömum og af- kastamiklum ritara, sem frú Hólmfríður F. Danielson er. Rétt, sem smá dæmi um af- köst hennar vildi ég nefna að frúin samdi mjög ýtarlega s k ý r s 1 u um störf seinasta þings, og sendi til allra deilda félagsins. Skýrsla þessi var einnig birt í Lögberg-Heims- kringlu. Þá hefir ritari sent út yfir 150 bréf til deilda og einstaklinga. Hún hefir svar- að óteljandi fyrirspurnum um íslenzk efni, sem berast víðs- vegar að og úr öllum áttum. Þá hefir frúin kennt nokkrum unglingum íslenzku á heimili sínu í mörg ár. Eins og kunn- ugt er var þeim hjónum Hólmfríði og Hjálmi boðið heim til Islands sumarið 1968 í viðurkenningarskyni fyrir fjölþætt og ómetanlegt starf þeirra í þágu íslenzkra menn- ingarmála. Síðan hafa birst eftir frú Hólmfríði nokkrar greinar í íslenzkum blöðum og tvær smásögur í tímarit- inu Húnavaka. Hún hefir flutt þrjú erindi um ísland og ís- lenzk málefni síðan í fyrra fyrir hérlend félagasamtök. Grettir L. Johannson, sem í áratugi hefir verið féhirðir Þjóðræknisfélagsins, er einn hinna sístarfandi, enda er það margt, sem kemur til hans kasta bæði til að leysa og veita upplýsingar um, enda þótt það ekki heyri undir hans embætti innan stjórnar- innar. Það er mikil vinna að svara öllum þeim bréfum og fyrirspurnum, sem til hans berast árlega varðandi félags- starfsemi okkar og önnur mál er snerta Vestur-íslendinga. Þá hefir Grettir á liðnu ári haldið nokkur erindi um ís- land og íslenzk málefni bæði í útvarp og á vegum ýmsra félagasamtaka. Þá hefur fjármálaritari okk- ar frú Kristín R. Johnson, vissulega ekki farið varhluta af störfum. Það var jafnan þeirri, sem er fjarverandi. Hún undirbýr ásamt börnum mínum að slá upp veizlu til að gleðjast yfir heimkomu hennar. Framhald. talið ærna verk að sjá um út- sendingar á tímaritinu. Þó það sé ekki lengur í því formi, sem áður var, eru ótrúlega margar fyrirspurnir og pant- anir vegna eldri árganga, sem henni berast bæði frá söfn- um og einstaklingum. Hér er ekki aðeins u.m að ræða, að pakka inn og senda pantanir, heldur mun í flestum tilfell- um þurfa að skrifa bréf með. Þá eru mörg bréf að skrifa til deildanna og að sjá um innheimtu meðlimagjaldanna. Þá hafði frú Kristín ásamt Páli Hallssyni, en með aðstoð Grettir L. Johannsyni allan veg og vanda af hinu vel- heppnaða hófi, sem haldið var 4. desember s. 1. til heiðurs fyrrveranda forseta félagsins séra Philip M. Peturssonar og frú hans. Þá hefir Jakob F. Kristjáns- son, skjalavörður vissulega haft annríki á síðastliðnu starfsári. Fyrst var það eins og ég hefi áður áminnst það, sem honum var falið að at- huga og semja um í sambandi við komu leikflokksins frá Þjóðleikhúsi Islands, bæði hér í Winnipeg og víðar. Þá hefur Jakob F. Kristjánsson unnið afar mikið starf í sambandi við minjasafnið, bæði hvað skrásetningu snertir og eins að koma nokkrum hluta þess smekklega fyrir í þartilgerð- um sýningarskáp í félags- heimilinu. Þá var og mikið verk að sundurgreina, telja og koma fyrir í hinum nýju geymsluskápum félagsheim- ilisins öllum fyrri árgöngum tímarits félagsins. Þá hefur Jakob F. Kristjánsson unnið mikið verk fyrir hönd stjórn- arinnar bæði hvað athuganir og viðræður snertir, við for- ráðamenn Manitoba Museum og Man and Nature, en stjórn- in hefur hug á að korna nokkr- um hluta safnsins þar fyrir til varanlegrar geymslu, þar- eð um þetta mál verður rætt hér síðar á þinginu ræði ég það ekki frekar hér. Á síðasta þingi var lögum félagsins breytt all mikið, var ein breytingin sú að kosnir voru formenn þriggja nefnda, fjármálanefndar, menningar- málanefndar og félagsmála- nefndar. Eru formenn þessar- ar nefnda jafnframt í aðal- stjórninni, en þeim var falið að velja sér, sem samstarfs- menn tvo í hverja nefnd. Jó- hann Th. Beck, sem áður var vara-féhirðir var kosinn for- maður fjármálanefndar, var hann fljótur til að velja sér meðnefndarmenn og hefur nefndin unnið mikið og ágætt starf, eins og þið munið sann- færast um þá Jóhann Th. Beck flytur skýrslu nefndar- innar síðar hér á þinginu. Sýnir þessi skýrsla á ljósann hátt, hversu miklum verk- þunga nefndirnar geta tekið af aðalstjórninni, og að þessi skipulagsbreyting geti orðið til þess að auka á afköst aðal- stjórnarinnar. Páll Hallson, sem áður var vara-ritari er nú formaður menningarmálanefndar, Páll hefir starfað með ágætum á starfsárinu, og þó að honum hafi láðst að skipa sér nefnd- armenn, hefir hann sjálfur leyst mörg mál, sem ella hefði verið vísað til nefndarinnar. Þá hafði hann ásamt frú Kristínu R. Johnson eins og áður hefur verið á-minnst með að gera undirbúninginn að hófinu 4. desember. Auk þess aðstoðaði hann svo Jak- ob F. Kristjánsson dyggilega við að koma tímaritunum fyr- Framhald á bls. 7. Nýkominn til Canada? Það sem þú þarft að vita um lekjuskalt? Það eru tvennskonar tekju- skatts form í Canada og formið sem þú notar fer eftir því hverskonar tekjur þú færð. Upplýsinga bæklingurinn, sem fylgir forminu, gefur til kynna hver sé sá rétti. Flest Canadafólk, sem vinnur fyrir kaupi, notar Tl Short tekju- skatts form. Ef þú fékkst ekki þetta form í pósti, getur þú fengið það á pósthúsinu; fyll- ið í eyðurnar og leggið í póst fyrir 30. apríl. Ekki eru allir peningar, sem þú færð skattaðir. Youth and Family Allowances, Unemployment Insurance Benefits, Workmen's Compensation og viss áfalla eftirlaun eru skattfrjáls. Upp- lýsinga bæklingurinn útskyrir þetta. Flestar aðrar tekjur eru skattaðar, jafnvel ef þær koma utanlands frá. Þú verður að framtelja þjórfé og greiðslur fyrir aukavinnu. Allt er þetta hl'uti af skattskyldum tekjum þínum. Upplýsinga bæklingur- inn geymir svör við flestum spurningum. Ef þú þarfnast frekari leiðbeindnga, getur þú fengið þær ókeypis frá skattgreiðslu skrifstofu. Þú getur farið þangað, símað eða skrifað. Margt af skrifstofu- fólkinu kann önnur. tungumál — eða, ef þér sýnist, getur þú komið með vin til að túlka fyrir þig. Þarfnist oðstoöar? notið leiðbeininga bæklinginn $ ff\ Department of National S/ Revenue The Hon. Jean-Pierre Cöté, Minister

x

Lögberg-Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg-Heimskringla
https://timarit.is/publication/160

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.