Lögberg-Heimskringla - 19.03.1970, Blaðsíða 7

Lögberg-Heimskringla - 19.03.1970, Blaðsíða 7
LÖGBERG-HEIMSKRINGLA, FIMMTUDAGINN 19. MARZ 1970 1 FIMMTUGASTA OG FYRSTA ÁRSÞING Framhald af bls. 5. ir. Þá má geta þess að Páll er jafnframt ritari Fróns og formaður byggingarnefndar félagsheimilisins en þar hef- ur hann unnið frábært starf. Formaður fálagsmálanefnd- ar, Baldur H. Sigurðsson, var áður vara-fjármálaritari. Því er ver vegna anna gat Baldur H. Sigurðsson ekki sótt stjórn- arfundi eins reglulega og æskilegt hefði verið, hinsveg- ar vann hann ágætt starf við að safna auglýsingum í sein- asta tímaritið, og á seinasta starfsári að innheimta það, sem útistandandi var fyrir þær. Þá er rétt að geta þess að Baldur H. Sigurðsson vann vel fyrir Frón, en þar hafði hann yfirumsjón og sá um útsendingu dreifibréfa vegna fjársöfnunarinnar til félags- heimilisins. Um vara-forseta, Skúla Jó- hannsson, er að segja, að ekk- ert gerðist sérstakt eftir að honum var falið að gegna störfum forseta til næsta þings. Þó mætti geta þess að hann fór ásamt prófessor Har- aldi Bessasyni til Lundar á landnemahátíðina, sem þar var haldin hinn 6. júlí s. 1. hélt prófessor Haraldur Bessason þar prýðilegt erindi, en um ræðu vara-forseta var það helzt markvert, að þar kom fram hugmyndin um Vinafélag Lögbergs-Heims- kringlu. Hefir sú hugmynd mætt sæmilegum skilningi og velvilja Vestur-íslendinga og mun nú þátttaka vera komin á annað hundraðið. En hug- myndin er sú, að allir sem vilja tilheyra þessu Vinafélagi gefi eitt cent á dag, umfram venjulegt áskriftargjald til styrktar blaðinu. Snemma á s. 1. starfsári samþykkti stjórn Þjóðræknis- félagsins að veita 500 dollara styrk Lögbergs-Heimskringlu, og á seinasta stjórnarfundi hinn 14. þ. m. var aftur sam- þykkt að veita jafnháa upp- hæð til styrktar blaðinu. Þá var um það talað að hafa þennan styrk árlega og að upphæð allt að 1000 dollur- um, svo framarlega að fjár- hagur félagsins leyfði. Verð- ur að telja þetta hyggilega hugsað, því vart gæti Þjóð- ræknisfélagið á annan eða betri hátt varið því takmark- aða fjármagni, sem það hefir yfir að ráða. Við verðum að g e r a okkur ljóst að það er einmitt blaðið Lögberg- Heirnskringla, sem er okkar fjoregg og okkur ber að varð- veita umfram allt annað. Þó að kaupendahópur blaðs- ins sé ekki stór, fer það ótrú- lega víða og til hinna fjarlæg- ustu og afskekktustu staða, í nokkrum borgum og heilum byggðarlögum er það svo að aðeins er um einn kaupenda 'að ræða. Það fer því ekki á milli mála, að það er blaðið Lögberg-Heimskringla, s e m bindur okkur betur saman en nokkuð annað, bæði hér í þessari álfu og við heimaland- ið. Hugsjónamálum okkar hefir blaðið alltaf verið trúttv enda skyldan okkar nú að slá skjaldborg um blaðið og tryggja áframhaldandi útgáfu þess. Þareð síðar hér á þinginu, verður sérstaklega rætt um á hvern hátt L.-H. geti fyllt það skarð, er varð þá tímaritið hætti að koma út ræði ég þetta ekki nánar hér. Að lok- um vildi ég svo þakka útgáfu- nefnd blaðsins og ritnefnd þess, fyrir okkar hönd, ágætt starf á liðnu ári, en um fram allt vildi ég þó þakka ritstjór- anum frú Ingibjörgu Jónsson, hið frábæra starf, sem hún hefir unnið fyrir blaðið. Hinn 17. júní á s. 1. ári varð íslenzka lýðveldið 25 ára, það fór vel á að fulltrúi Þjóðrækn- isfélagsins á þessum merkis degi, var fyrrverandi forseti þess Dr. Richard Beck. Flutti hann þar kveðjur okkar og árnaðaróskir til íslenzku þjóð- arinnar. Rómuðu íslenzku blöðin mjög ræðu Dr. Becks, enda er hann jafnan kærkom- inn og aufúsugestur þá hann beimsækir gamla landið. Þá ferðuðust þau Beeks hjónin all víða um ísland í þessari ferð, og kom Dr. Beck víða fram á mannfundum og flutti kveðjur okkar. Það kom í hendur stjórnar- innar, að úthluta f yrir hönd menntamálaráðuneytis íslands, styrk, sem ætlaður er erlendum stúdentum til náms við Háskóla íslands. Varð herra Richard Hurdal, fyrir valinu, samkvæmt tilmælum ráðgjafa félagsins um menn- ingar og menntamál prófess- ors Haraldar Bessasonar. Ég vildi svo að lokum, fara nokkru morðum um Félags- heimili Fróns. Stjórn Þjóð- ræknisf élagsins gaf f y r i r nokkru 200 dollara í bygging- arsjóðinn, en til þessa hafa safnast um 4 þúsund dalir aí þeim 5 þúsund, sem stjórn Fróns fór fram á þá hún hóf fjársöfnunina, er hún og þess fullviss að það, sem á vantar muni fljótlega berast svo hægt verði að ljúka við verk- ið. Það var sérstaklega á- nægjulegt í sambandi við þessa söfnun, hversu margar og góðar gjafir bárust að, frá fjarlægum borgum og byggð- arlögum og sýndi á. ljósann hátt hversu sterkum böndum við Vestur-íslendinar erum bundnir, og rausn þeirra og fórnfýsi frábær þá er góð mál kalla. Með komu Félagsheim- ilisins er að rætast hálfrar aldar hugsjónamál, en það var á einum af fyrstu fund- um Fróns, sem séra Adam Thorgrímsson ræddi um hús- næðismál okkar og hversu það væri nauðsynlegt félag- inu að hafa húsnæði til um- ráða, til þess að það gæti hald- ið uppi þróttmikilli starfsemi. Okkur er ljóst að allt er þarna í minni stíl en frumherjarnir hefðu kosið. En ég vildi segja, að þó að þarna sé ekki hátt til lofts né vítt til veggja, er öllu vel fyrir komið, við höf- um eignast fundarsal, sem rúmar yfir 50 í sæti, um bóka- safnið og tímaritin fer nú bet- ur en áður var, og nokkur h 1 u t i minjasafnsins er nú kominn í smekklega sýninga- skápa. Næstu ár munu sanna hvílík lyftistöng þessi bætta aðstaða á eftir að vera félag- inu, og er það von mín að starfsemin fái nú blómgast betur en nokkru sinni áður. Að lokum vildi ég svo þakka starfsmönnum mínum innan nefndarinnar þeirra á- gætu störf fyrir félagið, en persónulega þakka ég fyrir mjög ánægjulegt samstarf. Ég þakka svo fyrir góða á- heyrn, og vona að þetta þing og störf þess megi bera giftu- ríkan ávöxt, og bið svo þing- fulltrúa að taka til starfa. Minnist BETEL í «rfðaskrám yðar \ VIKING GIFT SHOP 698 SELKIRK AVENUE WINNIPEG Importcrs of Wooden Shoes and Scandinavian Articles Business Hours Monday to Thursday: 1 p.m. to 6 p.m. Friday—1 p.m. to 9 p.m. Saturday—9 a.m. to 6 p.m. "Ég er canadízkur ríkisborgari af eigin hvötum!" „Mér finnst sómi og ánægja að vera canadízkur ríkisborg- ari þó ég sé ekki fæddur hér." „Síðan ég gerðist ríkisborgari í fósturlandinu sem ég kaus mér, hefi ég notið meðvitundar um að eiga rétt til að taka fullkominn þátt í þróun þessa feikna frelsis- og framtíðar- lands." „Canadízka flaggið er nú mitt eigið flagg og ég nýt með fögnuði míns trausta jafnréttis við alla sem það blaktar fyrir, til að njóta kosta landsins og rækja skyldur mínar við það." Áttu rétt til að mjóta fríðinda, og ertu reiðubúinn að taka á þig skyldur sem canadízkur ríkisborgari? Ráðgastu um það við næstu skrifstofu Canadian Citizenship Court. Þar verður þér fúslega hjálpað, hvort sem það er í: HALIFAX, MONCTION, MONTREAL, OTTAWA, SUDBURY, TOR- ONTO, HAMILTON, ST. CATHERINES, KITCHENER, LONDON, WINDSOR, WINNIPEG, REGINA, SASKA- TOON, CALGARY, EDMONTON, eða VANCOUVER. Þú getur einnig skrifað til: Registrar of Canadian Citizenship, Secretary of State Department, Ottawa. COVERNMENT OF CANADA

x

Lögberg-Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg-Heimskringla
https://timarit.is/publication/160

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.