Lögberg-Heimskringla - 26.03.1970, Page 1

Lögberg-Heimskringla - 26.03.1970, Page 1
THJOOMI NJASAFN I 0 , REYKJAV I K , ICELAND. i Xö gber g - Hetmöfer tngla Slofnað 14. jan. 1888 Stofnað 9. sept. 1886 » 84. ÁRGANGUR WINNIPEG, FIMMTUDAGINN 26. MARZ 1970 NÚMER 12 Stradivarius fiðla seld fyrir 50 þúsund dollara Stefán Kolbeinson leikur á Stradivarius fiðlu sína Það þótti til tíðinda teljast, að íslenzkur bóndi í Kinder- sley, hefði selt nýlega fiðlu sína, sem hann lék á daglega, fyrir $50,000, og voru sýndar s t ó r a r framsíðumyndir af honum með fiðluna, í dag- blöðum stórborga í Canada. S t e f á n Kolbeinson var fæddur í Brandon, Manitoba, sonur Þórðar Kolbeinssonar og Guðrúnar konu hans. Hann keypti lönd í Kindersley, Sas- katchewan, þegar landið var á lágu verði 1930 og næstu árin, og átti á tímabili 5 sec- tions af landi, en hefir nú lát- ið mikið af þessum löndum sínum til barna sinna. Á unga aldri fór Stefán, þegar tími gafst, að leika á munnhörpu, hörpu og fiðlu og lærði tilsagnarlaust, að leika á þessi hljóðfæri. Bú- skapurinn mun hafa gengið vel því með tíð og tíma gat J hann keypt Amati og Guar- j neri fiðlur og 1965 gat hann veitt sér þá miklu gleði að eignast Stradivarius. Var þessi fiðla gerð af Stradivari- us 1721 og segja þeir, sem til þekkja að hún sé ein af 6 þeim beztu, af þeim 500 Stradivarius fiðlum, sem vit- að er að til séu í heiminum. Stefán Kolbeinson keypti Stradivarius fiðluna af Jac- ques Francais umboðsmanni félags í New York 1965. Hann reyndi að selja hana í Can- ada, því hann óskaði þess að hún færi ekki úr landinu, en honum heppnaðist það ekki, og þá kom Mr. Francais frá New York og bauð honum $50,000, tíu þúsund hærra verð en hann seldi Stefáni hana fyrir 5 árum, og lét Stef- án til leiðast. Hann sagðist vera að eldast, en hann er 82 ára — og ekki gæti hann skipt fiðlunni mdU,barnabama sinna, sem eru tuttugu að tölu. En það gleður hann að hafa flutt inn í landið fleiri fágæt og dýrmæt hljóðfæri en nokkur annar. Mr. Kolbeinson hefir enn heila section af landi og telur hann ræktun jarðarinnar á- nægjusturíkasta starf, sem hægt sé að kjósa sér, og að leika á góð hljóðfæri í frí- stundum veiti mesta gleði. Bréf fró Norður-Kaliforniu Hið árlega þorrablót íslend- ingafélags Norður-Kalifomíu var haldið 21. febrúar s. 1. í American Legion Hall í Red- wood City. Um 150 manns sóttu skemmtunina, sem fór mjög vel fram. Salurinn var sérlega fallega skreyttur og aðbúnaður allur smekklegur. Mikill og góður íslenzkur og amerískur matur var á borð borinn, t. d. einstaklega gott hangikjöt, kæfa, flatbrauð, harðfiskur o. fl. o. fl. innflutt frá Sláturfélagi Suðurlands. Eins og vanalega brugðust margar íslenzkar konur vel við og bökuðu pönnukökur, jólakökur, kleinur og vínar- tertu og allt þetta góðgæti sem við njótum svo að fá að smakka á þorrablótinu. Við voriim einstaklega lánsöm að hafa hjálp í eldhúsinu frá Þórjr Gunnarssyni matreiðslu- manni og Ragnari Gunnars- syni bryta, sem bóðir eru ný- fluttír hingað frá Islandi. Við, sem stóðum fyrir matarnefnd- inni kunnum vel að meta þá hjálp. Skemmtunin b y r j a ð i kl. 6:30 bg var setzt að borðum um átta leytið. í þetta skipti voru e n g i n ræðuhöld, en hljómsveitin byrjaði að spila kl. 9 meðan enn var setið við borðhald, og var strax byrjað að stíga dans. Það var ánægjulegt að sjá margt ungt fólk viðstatt, m. a. hafði ég tal af ungum manni sem ávarpaði mig á ágætri ís- lenzku, en það kom upp úr kafinu að hann hafði verið skiptinemi á Islandi 1968-69 og bjó hjá Hjalta Gestssyni á Selfossi, sem hann kallar fóst- urpabba sinn. Piltur þessi heitir Kenneth Woody frá Redwood City, segist hafa gengið undir nafninu Kalli á íslandi, og lét mjög vel yfir dvöl sinni þar. Yngsti gesturinn á sam- komunni og efladst yngsti gestur sem nokkumtíma hef- ur komið á þorrablót var 10 vikna gamall sonar-sonur Joe Sveinsson, Mayor Pro Tem frá Gonzales, California, fyrr- verandi formaður Islendinga- félagsins hér og án efa mörg- um lesendum vel kunnur sæmdarmaður. Hann kom með konu sína, tvo syni og tengdadóttur á s a m t littla Kenmen Lyf. Nýkomnir innflytjendur frá Islandi voru Þorsteinn Jóns- son flugmaður frá Reykjavík og Helga Babcock sem býr nú í Big Sur. Gestkomandi voru t. d. herra og frú Jack Annis og dóttir þeirra Betty sem er gift Snorra Ólafssyni læknir. Hann hefur stundað nám í Winnipeg og í Bandaríkjun- um, bræður hans Sveinn og Ingi eru báðir búsettir hér við San Francisco flóann. Vigfús Jakobsson fyrrver- andi formaður íslendingafél- agsins hringdi frá Blaine, Framhald á bls. 3. ÍSLANDSFRÉTTIR Loftleiðahótelið verður stækkað Bráðlega verður boðin út bygging á viðbótarálmu við Hótel Loftleiðir, sem byggð verður við suðurenda núver- andi hótels, þannig, að skeifa myndast um bifreiðastæðin. Með nýju byggðingunni eykst gistirými um meira en helm- ing og þegar veitingasölum hefur einnig verið breytt, mun hótelið hafa veitingaað- stöðu fyrir rúmlega 800 manns í sætum samtímis. Áætlað er, að byggingu nýju álmunnai' verði að fullu lokið 1971. Á fundi með fréttamönnum skýrði formaður stjórnar Loftleiða, Kristján Guðlaugs- son frá því, að nú væru yfir- bókaðir á hótelið rúml. 2000 gestir, sem þyrfti að koma fyrir úti í bæ. Á því sæist til dæmis, að ekki veitti af að hyggja meira hótelrými og þessi viðbygging við Loft- leiðahótelið væri ekki gerð til að keppa að neinu leyti við hin hótelin, heldur aðeins með það fyrir augum, að auka og e f 1 a ferðamanníastrauminn hingað til lands, en í nýju álmunni verða 111 ný gisti- herbergi, þar af 9 stór. Álm- an verður 9 hæðir og kjallari |og tengist hótelgöngum í nú- Íverandi hóteli. Á fyrstu hæð verður m. a. Jsérstaklega búin ráðstefnusal- jur með 140 sætum á hallandi gólfi. Mun þessi salur vænt- anlega verða búinn öllum tækjum til ráðstefnuhalds, til dæmis heyrnartækjum við hvern stól, fyrir túlkun o. fl., sem nú er nauðsynlegt á al- þjóðlegum fundum. Þá verður annar fundarsal- ur fyrir 150 manns, sem hægt er að breyta á svipstundu í 3 minni fundarsali. Einnig verð- ur þar samkomu- og danssal- ur fyrir hótelgesti. Varðandi breytingu á nú- verandi veitingasölum hótels- ins, sagði Kristján, að í ráði væri að stækka Víkingasalinn með því að færa Caféteriuna í nýbygginguna og Vínlands- barinn inn í núverandi Leifs- búð. Munu þá sætum í Vík- ingasal fjölga um 100, upp í 250. Teiknistofan s. f., Ármúla 6 gerir allar teikningar og hef- ur yfirumsjón með allri bygg- ingu nýju álmunmar. Kostur- inn við, að einn aðili sjái um allt, er sá, að með því minnk- ar byggingartímann, þar eð til dæmis pípulagningarmenn og Framhald á bls. 2. Charles E. Dojack Fjöldi vikublaða í Canada eru gefin út á öðrum tungu- málum en ensku og frönsku, og eru þau flest gefin út í Winnipeg og Toronto. Til- gangur þeirra er vitaskuld sá, að vern<ia tumgur sinna þjóð- erna og menningarerfðir, og að kynna lesendum landsmál- in í Oamada. Þess var og er mikil þörf, því meir en canadísku þjóðarinnar er af öðrum ættum en brezkum og frömskum. Árið 1942 átti Hon. Walter J. Lindal, Q.C. frumkvæði að því, að þessi blöð smærri þjóð- arbrota í Winnipeg sameinuð- ust í félag, sem nefnt var Canada Press Club og var hann forseti félagsins til árs- ins 1958, að Charles Dojack tók við embættinu, en hann er forstjóri Natiomal Pub- lishers Ltd. hér í borg, sem gefur út ein þrjú blöð auk þess sem hann prentar fyrir aðra. Síðar var myndað samskon- ar félag í Toronto og samein- aðiist það nokkru síðar Canada Press Club og nefndist — samsteypan C a n a d a Ethnic Press Federation og var Mr. Dojack forseti þess um all- langt skeið. Yfir 70 blöð, flest vikublöð tilheyra þessu félagi. Elzta blaðið í félaginu er vikublaðið Lögberg-Heims- kringla, en fyrsta blaðið, sem stofnað var hér í landi á öðr- um tungum en frönsku og ensku var Framfari tveim ár- um eftir að Islendingar sett- ust að í Nýja Islandi og er víst óhætt að segja að enginn þjóðflokkur í landinu hafa stofnað eins skyndilega viku- blað eins og þeir, aðeins tveim árum eftir að þeir hófu land- nám sitt þar. Öll áðurnefnd vikublöð eiga Walter J. Lindal dómara mik- ið að þakka fyrir framtak hans, að stofna Canada Press Club og hafa blöðin notið Framhald á bls. 3.

x

Lögberg-Heimskringla

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Lögberg-Heimskringla
https://timarit.is/publication/160

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.