Lögberg-Heimskringla - 26.03.1970, Blaðsíða 6

Lögberg-Heimskringla - 26.03.1970, Blaðsíða 6
6 LÖGBERG-HEIMSKRINGLA, FIMMTUDAGINN 26. MARZ 1970 GUÐRÚN FRÁ LUNDI: NÁTTMÁLASKIN r Skáldsaga | ■ ------------------ » „Því varst þú ekki búinn að setja hringinn á hana. Þið voruð þó farin að búa saman. Og lík- lega hefurðu átt fyrir þeim í öllu þínu ríkidæmi,“ sagði Ingunn. „Það var nú þetta að það stóð svo illa á, þegar það var, og svo var pabbi gamli búinn að segja, að það væri ekki nein skylda að kaupa rándýran hring handa henni. Hún myndi áreiðanlega ekk- ert verða skárri á svipinn, þó að hún væri með hring. Hann þekkir hvernig er að búa með konu, maðurinn sá,“ sagði Siggi. „Kannski faðir Páls gefi honum sömu ráð,“ sagði Ingunn. „Værir þú ánægðari með Pál en mig handa frænku þinni?“ sagði Siggi og hló nú glettnislega. „Já, það yrði ég áreiðanlega. Páll er prýðis- maður,“ sagði Ingunn og aðgætti hlaðann þeim megin, sem hann var. „Mér sýnist nú að það sé að koma æxli út úr hlaðanum hjá þér. Ekki er það nú búmannlegt," sagði Ingunn. „Það er stelpuasnanum að kenna. Hún henti pokanum sínum þama, svo að það hrundi úr hleðslunni,“ sagði hann. „Ójá, árinni kennir illur ræðari. Það hefði ver- ið hægt að laga þetta betur,“ sagði hún. „Það er víst ekki neitt sérstakt gott að gera þér til hæfis. En mikið hefur nú gengið síðan ég fór að hlaða með þér, það verðurðu að viður- kenna,“ sagði hann. „Þó það nú væri að það sæist að fullorðinn karlmaður er kominn í vinnu, sem álítur sig áreiðanlega engan meðalmann,“ sagði hún. Þá hló gesturinn. „Þú ert svei mér talsvert nöpur í orðum, gamla mín,“ sagði hann lágmæltur. Svona jöguðust þau allan tímann, þangað til hlaðinn var orðinn fullhár. Þá fór Ingunn heim án þess að þakka honum vinnuna með einu orði. Sagði bara um leið og hún hélt heimleiðis: „Þið hafið það sjálfsagt af að mæla hlaðann. Svo skal ég hafa til kaffisopa handa ykkur, þegar það er búið.“ Það stóð líka full nýmjólkurkanna á búrborð- inu og rjúkandi kaffi með kleinum, þegar fólkið kom inn. „Ég kom heim með sjálfboðaliðann, vissi að þú mundir vilja hressa hann á kaffisopa," sagði Níels kímileitur. „Ég var svo sem búin að bjóða honum það, vegna þess að hann hjálpaði mér við hlaðann. Annars hefði mér ekki dottið í hug að bjóða hon- um þurrt eða vott,“ sagði Ingunn. „Hún segir þó sannarlega meiningu sína, þessi kona,“ sagði Siggi og hló dátt. „Ég felli mig vel við fólk, sem er hreinskilið,“ bætti hann við. „Það eru nú samt ekki allir, sem þola það,“ sagði Níels. „Er ekki Veigu-sonurinn orðinn stór og mynd- arlegur?“ spurði Ingunn glettnislega. „Það er hann víst. Hann er að minnsta kosti farinn að þjóta út um allt tún. Ég reyni að stilla mig um að horfa mikið á hann,“ sagði hann. „Svo þú ert þá álíka góður faðir og elskhugi,“ sagði Ingunn. „Hvaða svo sem kvenmanni skyldi detta í hug að búa með svona manni.“ „Fá færri en vilja, gamla mín,“ svaraði hann, en nú var hann orðinn dökkrauður í andliti. „Nú, þú ert þá ekki í miklum vandræðum með ráðskonuna eftir allt saiman,“ sagði Ingunn. „Nei, það er ég náttúrlega ekki. En ég er vandlátur og felli mig ekki við allar,“ sagði hann. „Það getur verið óþægilegt að vera of vand- látur,“ sagði Ingunn. Skömmu seinna kvaddi hann og fór. Jónanna kom heim eftir nokkra daga. Ingunni fannst hún óvanalega dauf og spurði því, hvort þetta hefði ekki gengið vel hjá henni eins og vanalega. „Jú, það gekk allt vel,“ svaraði hún. „Það komu nú heldur en ekki gestir, meðan þú varst í burtu,“ sagði Bergljót. „Ég veit að Sæja kom. Hún kom hlaupandi. ofan á Bakka til þess að kveðja mig og vildi láta mig koma heim. Sæmundur var kominn að sækja hana. En drengurinn, sem flutti mig, mátti ekk- ert vera að stanza, svo að Sæmundur kom ofan eftir til þess að heilsa og kveðja. Bessi kom líka hlaupandi ofan eftir. Það var svo tekið eftir því, að ég fór þar hjá,“ sagði Jónanna. „Það var leiðinlegt fyrir þig að geta ekki stanzað stundarkorn hjá þeim. Eru þau systkinin alveg á förum?“ spurði Ingunn. „Þau fara í fyrramálið. Sæmundur er ríg- montinn yfir tvíburunum. Það er dengur og stúlka og þau eru bæði vel frísk,“ sagði Jónanna. „Þú mátt ekki gleyma hinum gestinum, sem kom meðan þú varst í burtu,“ greip Bergljót fram í. „Það var bara bóndasonurinn frá Barði. Hann vantar ráðskonu fyrir Háaleitsbúið,“ sagði Ingunn. „Datt honum í hug að ég hefði ráðskonu á boðstólum," sagði Jónanna. „Það var nú víst þú sjálf, sem hann hugsaði sér að fá. Við' vorum að byrja að taka saman taðið og hann snaraðist í það með okkur óbeðinn. Og það munaði sannarlega um hann. Svo hlóð hann með mér og við vorum allan tíman að kíta og jagast. En samt drakk hann kaffi hjá okkur á eftir. Ég fullvissaði hann um að þú myndir ekki kæra þig mikið um að búa með honum,“ sagði Ingunn. „Það verður víst heldur seint, sem við búum saman. Ég er hissa hvað hann er vongóður um að það geti orðið,“ sagði Jónanna. Siggi kom ekki aftur, en Þorkell kom með bréf, sem var brennt ólesið. Hann sagðist eiga að taka svar, en Níels sagði honum afdrif bréfsins og því væri ekkert svar. 19. „Hvernig er það, Jónanna mín,“ spurði Níels einn morguninn yfir kaffibollanum, „ertu búin að ráða nokkum kaupamann til þín og mín? Nú fer að styttast til sláttarins, eða hefur pabbi þinn vísan þann ágæta mann?“ „Nei, því er nú ver. Ég talaði aldrei um það við hann í vetur, þó að nógur væri tíminn. Ég gat ekki kvatt hann, bjóst við að hann kæmi hingað upp eftir einhvem daginn,“ svaraði Jón- anna og kafroðnaði. „Líklega væri bezt fyrir mig að eyðileggja þennan skepnustofn minn í haust, þá þyrfti ég ekki að vera að hugsa um neinn kaupamann.“ Gömlu hjónin önzuðu bæði samhljóða: „Það tekur nú bara enginn sllíkt og þvílíkt í mál. Þær eru of fallegar skepnumar þínar, til þess að þú farir að reka þær á blóðvöllinn.“ „Ég myndi líka sjá eftir þeim. En mér finnst þetta svo bjánalegt að vera að hugsa um þær, einhleyp manneskja,“ sagði hún. „Þú verður ekki alltaf einhleyp. Hanh væri til með að fóðra þær fyrir þig, bóndinn á Háaleiti,“ sagði Ingunn. „Þú veizt að það getur ekki gengið,“ sagði hún. „Ég hitti pilt niðri á Möl í gær, sem var að bjóða séra Sölva vinnu sína, en hann var þá bú- inn að ráða til sín mann. Mér datt margt í hug, en vildi ekki afráða neitt fyrr en ég talaði við þig. Það var nefnilega yngri bróðirinn frá Barði. Ég talaði við hann einslega. Hann sagðist ekki fá neitt kaup sem heitið gaeti hjá foreldnun sínum, en Sigurður bróðir hans færi suður og ynni þar fyrir hátt kaup og ætti þar til og með helmingi fleiri skepnur en hann. Það hefur víst eitthvað skorizt í odda með þeim, skildist mér,“ sagði Níels. „Náttúrlega er þetta satt. Þeir borga honum ekkert,“ sagði Jónanna. „Ég hef ekkert á móti því að fá hann fyrir kaupamann, svo sem þrjár eða fjórar vikur, en þú verður að hafa hann á þínu nafni. Ég skal borga honum. Ég efast ekki um að hann sé duglegur. Það er allt hans fólk.“ „En hvernig heldurðu að svipurinn á Hrólfi pabba verði, þegar hann heyrir þetta?“ sagði Ing- unn brosandi. „Mig varðar ekkert um svipinn á honum. Býst ekki við að sjá hann öðru vísi en úfinn og fýldan,“ svaraði Jónanna. Svo kom nýi kaupamaðurinn tólftu sumarhelg- ina. Þá var alls staðar farið að slá. Sprettan var góð, þó að vorið hefði verið kalt. Jónanna talaði fátt við kaupamanninn. Ingunn spurði hann áð því, hvort faðir hans hefði ekki þurft að fá sér kaupakonu, fyrst hann hefði farið burtu, hvort ekki væri fáliðað við heyvinnuna heima hjá honum. „Ekki var nein kaupakona komin til þeirra, þegar ég fór. En nú sýnist mér einhver kven- maður vera hjá þeim. Þeir eru komnir út á Háa- leitistún. Ég gæti trúað að það yrði einhvern tíma bágt skapið í þeim feðgum, ef þeir þurfa að raka á eftir sér sjálfir. Mamma er svo bundin í bænum vegna litla stráksins, að hún getur það ekki. Þeir vildu endilega koma honum niður yfir sláttinn. En fáir kæra sig víst mikið um svoleiðis kaupamann. Einu sinni datt þeim í hug að koma honum hingað til þín.“ „Nei, það er af sú tíð að ég taki að mér börn,“ sagði Ingunn. Tíðin var ákjósanleg. Kaupamaðurinn var þar í þrjár vikur. Þá mátti heita að búið væri að hirða túnið og talsvert úthey komið í tóft. Sumarið leið tíðindalaust. Aldrei heyrðist Páll nefndur, nema ef Bergljót gamla spurði, hvort það vissi enginn hvar Páll væri niður kominn. Alltaf var svarið neitandi. Loks kom þó bréf frá Sæju. Hún var ekki vel ánægð á nýja staðnum. Tíðin hafði verið stirð á Suðurlandi. Hún var oft búin að óska þess, að hafa verið kyrr á Bakka, þó að eitthvað þætti þar að. Hún skrifaði meðal annars: „Aðallega fór ég þetta til þess að verða nærri Páli miínum, því að nú er svo komið að ég get ekki hugsað mér að lifa, nema að hafa hann fyrir augunum. En þegar suður kom, er hann í annarri sveit. Ég fór einu sinni á útiskemmtun, sem þar var haldin. Það var hans sveit. Það var verið að vígja þar brú. Þú getur hugsað þér, hvað ég hlakkaði til. En þá þurfti veðrið að vera svo and- styggilegt. Ég jagaðist í Sæmundi og Laufeyju um að fara þangað. Svo fóru þau með mér. Svo kom rigning og leiðindaveður. Það hafði verið smíðaður pallur, sem átti að dansa á, en það varð lítið af þeirri skemmtun. Ég gat aðeins einu sinni dansað við minn elskulega pilt. Það var náttúr- lega betra en ekkert. Ég segi þér meira af því, þegar við hittumst næst. Svo var það lakasta eftir, þegar við komum heim, hundblaut og glor- svöng, að þá var litli strákurinn hans Sæmundar týndur og allir voru famir að leita að honum. Loks fannst hann þó, en það voru allir komnir í svo leitt skap, að ég fer víst ekki fram á það að fara í annan skemmtitúr í sumar.“ Svona hafði það gengið fyrir Sæju, þegar hún fór að sjá sig um í heiminum. Alls staðar var eitthvað að. Ekki þurfti hún þó að yfirgefa föður- húsin vegna kulda og kærleiksleysis eins og ég, hugsaði Jónanna, þegar hún hafði lokið lestrinum. Hún hefði víst getað minnst eitthvað meira á Pál, því að alltaf var gaman að heyra hann nefndan. Ef hún hefði ekki neitað honum um samfylgdina, þegar hann minntist á hana vor- nóttina ógleymanlegu, hefði kannski öðru vísi farið. Já, hvernig hefði þá verið ástatt, fyrst Sæja getur ekki lifað, án þess að vera í návist hans. Það væri kannski nokkuð mikið sagt. En hvernig skyldi allur sá fjöldi kvenna og karla geta lifað, sem fá ekki notið ástar sinnar? Erfitt var það að vísu, en þó ekki svo alvarlegt að hætta væri á, að það endaði með dauða.

x

Lögberg-Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg-Heimskringla
https://timarit.is/publication/160

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.