Lögberg-Heimskringla - 09.04.1970, Blaðsíða 1

Lögberg-Heimskringla - 09.04.1970, Blaðsíða 1
'M JODM I NJASAí N REYKJAVIK, I C £ L A N 0 . fltántéfermgla Síoínað 14. jan. 1888 Síofnað 9. sept. 1886 84. ÁRGANGUR WINNIPEG, FIMMTUDAGINN 9. APRÍL 1970 NÚMER 14 Hundrað ár í Vesturheimi Dr. Finnbogi Guðmundsson er vænianlegur iil Winni- peg 23. apríl og mun hann sýna myndir hér, er ieknar voru í borgum og byggðum Vesiur-íslendinga árið 1955. Eitt af mestu áhugamálum Dr. Finnboga Guð- mundssonar, meðan hann var prófessor í íslenzku og íslenzkum fræðum við Manitoba háskólann og ávalt síðan, hefir verið, að auka kynni og styrkja sambönd- in milli Islendinga austan hafs og vestan. Fram að fimmtugasta tug þessarar aldar þótti það tiðindum sæta, ef að einstaka Vestur-íslendingur fór í heimsókn til Islands, eða ef einhver af Islandi kom vestur. Nokkru eftir að Finnbogi kom vestur tókst honum að efna til hópferðar til Islands með fyrstu millilanda flugvél Loftleiða Heklu á fyrstu ferð henn- ar yfir hafið. Hún kom frá New York og lenti á flug- vellinum í Winnipeg og var Alfred Elíasson flugstjór- inn. Voru 10 farþegar um borð víðsvegar úr Banda- ríkjunum og 28 frá Canada bættust hér við. Hafði Finnbogi safnað saman þessum hóp og var fararstjóri hans. Þessi ferð var upphafið að mörgum hópferðum til íslands, sem hafa veitt Vestur-Islendingum mikla ánægju og fróðleik um ættjörð sína. í þessari fyrstu hópferð með flugvél kynnti fararstjórinn Vestur- Islendinga fyrir íslenzku þjóðinni í fyrirlestrum yfir útvarpið og þegar vestur kom sendi hann fréttabref um V.-lslendinga til Ríkisútvarpsins í Reykjavík, sem lesin voru fyrir alþjóð. — Svo sem kunnugt er hafa Islendingar hér vestra jafnan haft mikla ánægju af að sjá myndir frá Islandi og ferðaðist Dr. Finnbogi víða um byggðir þeirra og flutti fyrirlestra um Island, sögu þess og bókmenntir, og sýndi jafnframt myndir frá ættlandinu. En honum mun hafa fundist að tími væri komin til, að frændurn- ir á íslandi sæju einnig myndir af okkur hér vestra, og leyfi ég mér nú í því sambandi, að endurprenta kafla úr forsetaræðu Dr. Valdimars J. Eylands, er hann fiutti á þjóðræknisþinginu í febrúar 1956: Framhald á bls. 4. Þrír læknar frá íslandi sækja hcilbrigðismalaþingið í Winnipeg Bréf frá séra Robert Jack Tjörn, Vatnsnesi, V.-Hún., Iceland, 15. marz, 1970. Það er sunnudagskveld og á meðan ég skrifa þetta kem- ur lýsing á Ís-Hockey leikn- um. í gegnum útvarpið milli Montreal Canadiens og the Maple Leafs frá Toronto. Ég hefi verið í Ís-Hockey „Fan" síðán ég var í Manitoba. Héðan er allt gott að frétta; vildi aðeins að ég væri í Tor- onto í kveld að horfa á leik- inn. Úti fyrir eru miklar rign- ingar eftir mikla snjókomu og er mikið flóð um allt. Það er því erftt að ferðast um á veg- inum sem er mjög þungur af bleytu. Alltaf fæ ég bréf frá ykkur og hvetja þau mig til að halda áfram að skrifa þessi bréf mín. En mér finnst oft að þau séu svo fátækleg að það bara borgi sig ekki að láta þau frá mér fara. Nú fiska Islendingar vel loðnu og eru um 100,000 tonn komin í land sem er ágætt. Þessi fiskur, sem er nokkurs- konar smásíld, er góð finnst mér til matar, en hún er ým- ist brædd eða fryst til beitu. Ég hefi smakkað hana niður- soðna úr dós og er hún góð. Nú er hún góð björg í bú. Sjónvarpið (T. V.) er að koma nær okkur á Tjörn, því að á næsta bæ fyrir sunnan kom tæki um daginn og sézt sæmilega. Svonla eru breyt- ingarnar á gamla landinu og eins og er sagt „allt er breyt- ingum undirorpið". En T. V. hérna er aðeins á byrjunar- stígi með sína 18 tíma á viku. Á fimmtudagskveldið er ekk- ert og byrjar kvelddagsskráin, kl. 8 hin kveldin með frétt- um. Ég kæri mig ekkert um sjónvarpið. Ég kýs heldur út- varpið þar sem ég hefi frjálst val um stöðvar um allan heiminn. Ég hefi heyri að bróðurson- ur Einars Páls heitins, hann Frosti Sigurjónsson, skurð- læknir hafi fengið gott boð frá spítala í Canada og að hann sé á förum héðan vest- ur til að athuga málið. Frosti vann hátt í tíu ár við stóran spítala í Þýzkalandi og er John Carlisle Wilson, As- sociate of the Universily of Manitoba in Music (violin) received his Bachelor of Fine Arts degree, Jan. 25, 1970 from the University of Wis- consin in Milwaukee. He has enrolled again at this Univer- sity to study for his Master's degree. John Carlisle is the son of the noted wtfiísicians, Thelma and Kerr Wilson. His grand- mother is Mrs. B. Guitormson. Ánægjulegt er að þrír læknar frá íslandi munu sækja Alþjóða heilbrigðis- málaþingið, sem haldið verð- ur í Manitoba Centennial Concert Hall í Winnipeg 26- 30 apríl 1970, en þeir eru þessir: Kristjana Helgadóttir, barnalæknir í Reykjavík. Hún kemur í fylgd með manni sín- um, Dr. Finnboga Guðmunds- syni og dóttur Helgu Lauf- eyju. Eggert Sieinþórsson, skurðlæknir í Reykjavík og kona hans, frú Gerður Jónas- dóttir. Bæði þessi hjón dvöldu svo árum skipti hér vestan hafs og eiga hér marga vini. Þriðji læknirinn frá íslandi hefir víst ekki komið til Winnipeg áður, en hann er Pétur Jakobsson yfirlæknir fæðingardeildar Landsspítal- ans. Við fögnum komu þess- ara gesta af heilum hug. Dr. P. H. T. Thorlakson er forystumaður og driffjöðrin, að stofnun þessa Alþjóðaheil- brigðismálaþings. Hann hefir ferðast víða um heiminn á síðustu tveim árum og unnið viðurkenndur skurðlæknir í sinni grein. Kona hans, Guð- rún er af miklum skáldaætt- um, því föðurbróðir hennar var Davíð Stefánsson, og er Guðrún barnasérfræðingur í uppeldi. Montreal Canadiens hafa nú þrjú mörk yfir og verð ég að hætta þessu og hlusta á síð- asta þátt leiksins. 16. marz. 1 kveld um kl. 7 hringdi síminn og mér var sagt að Reykjavík væri að biðja um mig. Eftir stutta stund heyrði ég konu tala. Hún var Dr. Guðrún P. Helgadóttir, skóla- stjóri Kvennaskólans í Reykjavík og var hún nýkom- in heim frá Winnipeg. Guðr- ún sagði mér strax að hún væri með góðar fréttir fyrir mig. „Jæja, svaraði ég, hvað eru þær"? Þá tjáði hún mér Framhald á bls. 2. KÖNNUN Á VABPSVÆÐUNUM í ÞJÓRSÁRDAL Peter Scott, hinn þekkti enski fuglafræðingur, tjáði Morgunblaðinu, að stofnunin „The Wildfowl Trust" hafi í undirbúningi könnun á varp- svæðum heiðagæsarinnar í Þjórsárverum í sumar. Verð- ur væntanlega leigð þyrla í því skyni, en hentugasti tími til könnunarinnar er síðari hluti júlímánaðar og í byrjun ágúst. að undirbúningi þess. Hann hefur heimsótt Japan, Hong Kong og Thailand; helztu Clinic og heilbrigðisstofnanir í Canada og Bandaríkjunum. í síðustu ferð hans til útlanda átti hann viðtöl við lækna og forystumenn heilbrigðismála í London, París, Bonn og Osló. Honum þótti fyrir að honum vanst ekki tími til að heim- sækja menn í Vienna, Kaup- mannahöfn, Stokkhólmi, Moskvu og Reykjavík, en hann hefir haft bréfa sam- bönd við menn í þessum löndum og fl. Þess er vænst að um 800 til 1000 fulltrúar sæki þingið, en salurinn í Manitoba Cen- tennial Concert Hall rúmar um 2,500 manns og verða því gerðar ráðstafanir til þess að almemningur geti sótt þingið. Þar verða tæki sem útvarpa jafnóðum enskum þýðingum á ræðum, sem fluttar eru á öðrum tungumálum. Frekari upplýsingar ufn þingið birt- ast seinna. — I. J. MÍNIR VINIR FARA FJÖLD Mínir vinir fara fjöld. Feigðin þessa heimtar köld; Ég kem eftir, kannske í kvöld, með klofinn hjálm og rofinn skjöld, Brynju slitna sundrað sverð og syndagjöld. Hjálmar Jónsson. ÞÝÐING My friends are faring fast away, As fate denies them longer stay; I follow hence perhaps today, With helm and shield lost in the fray; With armor shattered, sundered sword and sins to pay. A. E. K. Peter Scott sagði, að hann og fjölmargir aðrir hefðu miklar áhyggjur vegna fram- tíðar heiðagæsarinnar, sem verpir, ef af fyrirhugðum virkjunarframkvæmdum verð ur í Þjórsá, sem hefðu í för með sér að varplönd gæsar- innar færu undir vatn. Scott kvaðst vonast til þess, að unnt yrði að finna arrnan stað til virkjunnar í því skyni að bjarga varplöndunum í Þjórsárveri, sem væru ein- stæð í heiminum. Nú stæði yfir náttúruverndarár í Evr- ópu og kvaðst hann vonast til þess, að þeir íslenzkir aðilar, sem fjölluðu um virkjunar- málin, áttuðu sig á mikilvægi Þjórsárvera. Peter Scott sagði, að Al- þjóðabankinn hefði fallizt á, að lána ekki til framkvæmda án þess að könnun hefði fyrst farið fram á afleiðingum þeirra á unmhverfið og nátt- úru þess. Allar framkvæmda- áætlanir yrðu kannaðar á því ljósi og væri Alþjóðabankinn um þessar mundir að koma á fót nefnd sérfræðinga til að fjalla um þessi mál. Peter Scott sagðist vera mikill aðdáandi íslands og ís- lenzkrar náttúru og það væri von sín, að einhver leið finn- ist til að koma í veg fyrir að Þjórsárver hverfi undir vatn og þar með eyðilögð varp- lönd yfir helmings heiðagæsa stofnsins. Mgbl. 21. marz.

x

Lögberg-Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg-Heimskringla
https://timarit.is/publication/160

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.