Lögberg-Heimskringla - 16.04.1970, Blaðsíða 1

Lögberg-Heimskringla - 16.04.1970, Blaðsíða 1
THJODMINJASAFN »0, REYKJAVIK, ICCLANO* lögberg^^etmófermgla Stofnað 14. jan. 1888 Slofnað 9. sept. 1886 84. ÁRGANGUR WINNIPEG, FIMMTUDAGINN 16. APRÍL 1970 NÚMER 15 MINNING: Dr. Sveinn E. Björnson Fæddur 13. okt. 1885 — Dáinn 5. apríl 1970 Dr. Sveinn E. Björnson lézt á sjúkrahúsi í Vancouver í fyrstu vikunni í apríl á þessu vori. Með honum er okkur horfinn óvenjulega sterk- byggður maður í hvers konar merkingu sem við kjósum að nota það orð — maður sem vegna margvíslegra mann- kosta verður lengi minnis- stæður þeim, sem áttu þess kost að kynnast honum. Er gott til þess að vita, að vina- og kunningjahópurinn varð stór á löngum æviferli. Kom og sá, er hlut á að máli, víða við sögu og í mörgum stöð- um, allt frá Vopnafirði á norðaustanverðu Islandi og vestur á Kyrrahafsströnd, og varð öll sú vegferð honum sjálfum til sóma og þeim til gæfu, sem skipti áttu við hann. Fyrstu kynni okkar dr. Sveins læknis líða mér ó- gjarna úr minni. Ég var ný- kominn frá íslandi, dauð- hræddur við alla útlenzku og útlendinga, og sá þá dr. Valdi- mar Eylands þann kost vænstan að aka með mig í bifreið sinni norður til Ar- borgar rakleiðis á sjúkrahúsið hjá Sveini, og varð úr ein skemmtilegasta sj úkrahús- vist, sem ég mun kunna að segja frá. Læknirinn bauð af sér óvenjulega góðan þokka, var broshýr og mildur og sneri talinu strax að bók- menntum íslendinga í fortíð og nútíð. Leyfði hann mér að heyra ljóð, lausavísur og sög- ur og kvað úr mér heimþrána og leiðindin rétt eins og kraftaskáldin fyrrum. Úti var rigning og hauststormur, en inni hjá Sveini austfirzkur fjallaþeyr og sólskin. Læknir- inn gekk um stofu sína tein- réttur og lipur í hreyfingum. Var hann þó kominn á átt- ræðisaldur og búinn að vaka heila nótt yfir sjúklingum. Eitt m e ð a 1 annars, sem Sveinn sagði mér áminnzt októberkvöld, var, að heyrn hans væri tekin að gefa sig. Sagðist hann þó heyra all- sæmilega, þegar til sín væri talað á íslenzku, einkum ef sú íslenzka væri í skorðum stuðla og ríms. Mér þótti þetta undarlega til orða tekið af lækni, en þó voru hér að orðanna baki tvær af hinum ábærilegri persónueigindum mælandans. í fyrsta lagi var það gamansemin, þessi létti Framhald á bls. 2. Bréf frá Chicago Kæru landar. Hér eru helztu fréttir úr sveitinni. EMBÆTTIS VEITING Þann 19. febrúar veitti ís- lenzka Utanríkismálastjórnin herra Paul S. Johnson lög- fræðingi, embætti ræðismanns Islands hér í Chicago. Paul var fæddur 20. nóv. 1921 í Grand Forks, N. Dakota. Foreldrar hans voru hjónin Sveinbjörn Jónsson (fæddur á íslandi) og Ester Slette, (af norskum ættum). Hann útskrifaðist í lögum frá Illinois University of Ur- bana, 1948 og hefur síðan unn- i<N við lögfræðis störf í Chicago. Vara ræðismaður varð hann 1953. Giftur er Paul íslenzkri konu, frú Áslaugu, (fædd í Reykjavík) og eiga þau hjón- in 3 böm, Birgir 9 ára, Peter 4 ára og Sonju Leff 16 mán- aða. Þau eru búsett í Evainston, 111. Til hamingju með embætt- ið. íslendingaielagið í Chicago hélt sína árlegu reisu febrúar 28 1970 í „Dania Club", Ked- zie Bl. Y f i r 120 manns sóttu skemmtunina, komu margir þeirra frá Madison, Wisc, Detroit, Mich., Milwaukee, Wisc, og frá nágranna bæj- um, sem var okkur til mik- illar ánægju. Athöfnina setti formaður félagsins, Dr. Valur Egilsson og bauð hann gestum og fé- lagsmönnum velkomna. Sýnd var ný litmynd frá Islandi, sem Ragnvald How- den framkvæmdastjóri Loft- Framhald á bls. 2. Skúla Sigfússonar minnst Á Manitobaþinginu 24. marz var Skúla Sigfússonar minnst á virðulegan hátt, en hann gegndi þingmennsku fyrir St. George kjördæmi í Manitoba í hartnær 30 ár. Þeir, sem tóku til máls, voru Hon. Ed Schreyrer for- sætisráðherra, N.D.P. stjórnar Manitoba, og forustumenn hinna flokkanna, Mr. Weir, Conservative; Mr. Froese, So- cial Credit og Mr. Molgat for- ustumaður Liberal flokksins, en þeim flokki fylgdi Skúli Sigfússon alla tíð. Fleiri tóku til máls og voru ummæli allra ræðumanna á einn veg: Að Skúli hefði með áhrifum sín- um byggt upp svæðið milli vatnanna í Manitoba, á marg- ann hátt og að afkomendur hans hefðu fetað í fótspor hans með störfum sínum og afrekum við að opna og hefja sambönd við nyrstu hluta Manitoba fylkisins, og minnt- ust þeir sérstaklega Sveins sonar Skúla í því sambandi. Það fór vel á því, að Skúla Sigfússonar var minnst á þennan hátt; Enginn annar Islendingur hér vestra hefir eins lengi átt sæti á þingi eins og hanm og áhrif hans voru mikil og góð. Fréttir fró North Dakota (Frá Mrs. Alvin Melsied, Edinburg) Jónas Jónasson, fyrrum til heimilis í Mountain, N. D., lézt að heimili sínu í San Francisco, 19. febrúar 1970. — Hanin var fæddur í Eyford- byggð 17. okt. 1916, sonur Mr: og Mrs. G. J. Jn.iasson, Moun- tain, og hlaut þar menntun sína. Hann flutti til San Francisco haustið 1939 og stundaði þar smíðar og húsa- byggingar auk þess var hann um skeið í herþjónustu. — Hann kvæntist Agnes Thrush 1940 og missti hana 1964. Eft- irlifandi eru tvær dætur og fimm synir, foreldrar hans og tvær systur, Louise — Mrs. Valdi Olafson í Edinburg og Ellen — Mrs. Albert Thrush í San Francisco; tveir bræður Moritz í San Francisco og Palmer að Mountain. Séra Octavius þjónaði við útför hans í San Francisco og kveðjuathöfn fór fram í Þing- valla kirkjunni að Mountain. tain. * * * Ernest Johnson lézt 10. marz 1970, 36 ára að aldri. Hann var sonur Mr. og Mrs. O. L. Johnson að Garðar N. D. Auk þeirra lætur hann eftir sig konu sína Lenore (Christ- enson) Johnson og fimm börn; tvo bræður Fred og William og eina systur, Mrs. Joseph Sturlaugson, Minneapolis, Út- förin frá lútersku kirkjunni í Garðar. * * * íslenzki skemmtigarðurinn, Icelandic Slate Park sem er fjórar mílur vestur af Cava- lier, N. D. hefir nýlega hlotið $7,000 fjárveitingu frá ríkinu til umbóta í garðinum. Þar skemmtir fólk sér við útiveru, fiskveiðar, sund og fl. * * * Framhald á bls. 2. íslenzk stúlka hlutskörpust — varð nr. 1 í táningakeppni í Japan — fékk 3000 dala verðlaun og hefur borizt fjöldi lilboða og gjafa H e n n ý Hermannsdóttir, danskennari úr Reykjavík hefur nýlega sigrað í táninga- samkeppni Miss Young In- ternational Beauty Pageant, sem fór fram í Tókíó í Japan. Henný er dóttir hjónanna U n n a r Arngrímsdóttur og Hermanns Ragnars Stefáns- sonar danskennara og er 18 ára gömul. Þátttakendur frá 42 þjóðum tóku þátt í keppninni, sem er einn liður í hátiðinni „Young Festival" sem haldjnn var í Tókíó dagana 23.—29. marz í sambandi við Expó. Eins og áður hefur komið fraim í Morgunblaðinu í viðtali við Henný þá var hér á ferð skömmu eftir áramót maður að nafni Charlie See og valdi hann Henný til fararinnar sem fulltrúa Islands, en Char- lie ferðast um alla Evrópu og Norður Afríku til þess að velja fulltrúa til keppninnar, sem er hin fyrsta í röðinni. Aldurstakmark í keppnina er 20 ár. 1 gær hafði Morgunblaðið tal af foreldrum sigurvegar- ans og sögðust þau vera him- inlifandi yfir velgengni dótt- urinnar og að hamingjuósk- unum rigndi yfir þau hvað- anæva að, sem þeim þætti mjög vænl um. Hermann Ragnar sagði að þeim hefðu fyrst borizt fréttirnar seint á föstudagskvöldið er þau komu heim úr stuttu ferðalagi. Þeg- ar þau sáu skeyti frá Tókíó liggjandi í forstofunni héldu þau að eitthvað alvarlegt hefði komið fyrir, því Henný hafði verið rúmliggjandi tvo síðustu dagana fyrir keppni vegna magakvilla, en í stað slæmra frétta stóð aðeins: „Til h a m i n g j u með dótturina, Henný varð númer 1 í sam- keppninni." Skömmu síðar náðu foreldrar Henmýjar sam- bandi við hana í síma og sagð- ist hún þá ekki enn vera far- in að trúa þessu, en hins veg- ar væru blóm, heillaóskir og tilboð þegar farin að streyma til hennar. Henný fór utan hinn 13. marz sl. og var hún komin til Tókíu 15. marz. Hinn 23. hófst „Young Festival" og urðu fulltrúar allra landanna að koma þar fram þrisvar á dag í þjóðbúningum landa sinna og kynna lönd sín, en hátíðin fór fram í stórum sýningar- sal þar sem sífellt var eitt- hvað um að vera fyrir ungt fólk frá kl. 10 að morgni til kl. 10 að kvöldi. í keppninni sjálfri var síðan tekið tillit til framkomu 'stúlknanna þegar þær komu fram á Young Festival, auk þess var farið eftir persónuleika stúlknanna, listtúlkun og útliti. í samtali við foreldra sína eftir að krýningin, sem fram fór á skírdag var afstaðin sagði hún að 15 stúlkur hefðu verið valdar í úrslit og síðan Framhald á bls. 2. DR. BECK LISTED IN REGISTER Dr. Richard Beck, professor emeritus of Scandinavian Languages and Literature at the University of North Da- kota recently received from the Research Center at Sara- sota, Fla., notice of his elec- tion and listing in the Na- tional Register of Prominent Americans. The Research Center serves as a clearing house of re- quested information concern- ing those listed in the Na- tional Register. Selection is made on the recommendation of an Executive Advisory Council consisting of noted Americans in various fields of achievement. Dr. and Mrs. Beck are now making their home in Vic- toria, B.C., Canada. » Grand Forks Herald, April 3. 1970.

x

Lögberg-Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg-Heimskringla
https://timarit.is/publication/160

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.