Lögberg-Heimskringla - 16.04.1970, Blaðsíða 7

Lögberg-Heimskringla - 16.04.1970, Blaðsíða 7
LÖGBERG-HEIMSKRINGLA, FIMMTUDAGINN 16. APRÍL 1970 7 Kópar mér að drepa ekki seli, nema kópa, sem lægju fyrir dauð- anum uppi á fjörunni, móður- lausir. Ég hugsaði því til und- an'bragða og bar því við, að ég væri engin skytta. Frændi minn kvað mig oft hitta vel í mark. Ég sagði lítið fara fyrir því og mér væri illa við að særa selinn. „Særa selinn!“ át hann eftir mér, „honum þarf ekki að hlífa. Hugsaðu um, hvernig hann rífur á kviðinn lifandi fiskinn og slít- ur úr honum hfrina.“ Ég þagnaði og tók við byss- unni. En heppnin var ekki með mér og ég fór margar fýluferðir. Loks fór ég um Jónsmessuleytið á fjöruna. Hitti ég þá á látur og voru þar nokkrir selir saman. Svo hag- aði til þar, sem þeir lágu, að lón M með fjörunni og fyrir utan það kom upp rif (eyri), sem ekki kom á ljós nema um stórstraumsfjöru. Höfðu því selimir þarna mikið öryggi, þar sem annars vegar var sjórinn og hins vegar lónið. Líkur til að ná þarna í sel sýndust engar. Samt batt ég hestinn við staur á fjörunni og gekk síðan í áttina til lát- ursins. Ég fór fyrir botni lóns- ins út á rifið. Fjarað var af því á talsvert breiðu svæði milli lónsins og sjávarins. selimir lágu við lónið og stungu þeir sér í það, er þeir urðu mín varir. Þetta voru fjórar kæpur, og hver með sinn kóp. Syntu þær með þá út eftir lóninu og hurfu. Veður var hið bezta og mér lá ekkert á. Vindur, sem var mjög lítill, stóð af landi, og sól var nýkomin upp. Ég lagð- ist niður á rifið skammt það- an, sem selimir höfðu legið og kom ekki í bæli þeirra. Var mér forvitni á að vita, hvort þeir kæmu aftur, er hækkaði í sjó með aðfalhnu. Hugsaði ég mér að vera kyrr á rifinu, meðan eigi félli svo að, að mér væri hætta búin af flóð- inu. Loks með flóðinu sá ég að kæpurnar komu inn eftir lón- inu, reistu sig og skimuðu. En, þar sem þær höfðu beint í sól að sjá, þegar þær nálguðust mig, urðu þær mín eigi varar. Ég var því eins vel settur og hugsazt gat, því að vindinn höfðu þær eigi af mér heldur. Ég sá þær stefna beint að bælunum þar, sem þær lágu áður. Þær höfðu sýnilega sannfært sig um að hætta væri þeim eigi búin, því að þær skriðu rakleitt upp á land, hver af annarri. Kæp- urnar voru fjórar, sem fyrr, og kóparnir jafnmargir. Selirnir hófu þegar að velta sér( og baða sig í sólskininu. Kóparnir tóku að sjúga mæð- ur sínar. Þeir voru fallegir og skinhin á þeim gljáðu í sól- skininu. Framhald á bls. 3. Kæpurnar sneru höfðum að lóninu og frá mér. Þær lágu illa við skoti. Ég hugleiddi, hvort mér mundi heppnast að hiaupa upp og rota kópana, áður en þeir fengju ráðrúm til undamkomu. Eigi þótti mér það öruggt, svo að ég afréð að hleypa skoti af á einn kóp- inn. Hann steinlá, en kæpurn- ar renndu sér í lónið. Ég lá grafkyrr og kóparnir ætluðu ekki að fara frá þeim, sem dauður lá. Kæpurnar rifu í þá og hálfdrógu þá út í lón- ið. Þá reið af annað skot, en það hæfði ekki betur en svo, að ég óttaðist um, að kópur- inn raknaði við og kæmist í lónið. Hljóp ég því til og farg- aði honum. Lögðu þá allar kæpurmar á flótta, en annar kópurinn, sem enn lifði, varð eftir í lóninu eigi langt frá landi. Ég lagðist niður hjá dauðu kópunum og lék sel. Kópurinn tók þá að færast nær mér og það sáu kæpurn- ar. Kom ein þeirra og reyndi að ná honum til sín. Mér þótti skotfærið of langt og vildi fá hamn nær. Stóð svo um hríð, að eigi mátti á milli sjá, hvort ég eða kæpan yrði hlutskarpari að lokka til sín kópinn. Loks sá ég að hún var farin að rífa óþyrmilega í hann, svo að ég hleypti skot- inu af upp á von og óvon. Skotið hæfði og kópurinn flaut á lóninu. Sjórinn litað- ist þegar blóði umhverfis hann. Kæpan stakk sér í kaf við skothvellinn, en kom brátt upp aftur og skimaði. Síðan renndi hún sér í burtu á fleygiferð og hvarf. Þegar ég hafði náð kópnum á land úr lóninu, sem var djúpt, hraðaði ég mér eftir hestinum og færði kópana upp á hann í hnakkinn. Tvo þeirra festi ég saman og lét hanga hvorn á móti öðrum, en þann þriðja lét ég þvers í hnakkinn ofan á milli. Mátti ég ekki öllu seinni vera, því að sjórinn var að því kominn að falla yfir rifið. Nú fannst mér ég væri bú- inn að sýna, að ég væri góð selaskytta og kynni að leika á selinn. Ég varð að ganga heim og teyma hestinn, því nóg var á hann lagt. Samt var. ég í góðu skapi og var glaður og hróð- ugur, þegar ég kom heim í hlað með kópana þrjá. Ég fór að heiman um kvöldið daginn áður og var búinn að vera ó- venjulega lengi í ferðinni. Konan fagnaði mér himinlif- andi yfir því fyrst og fremst, að ég var kominn heim, en jafnframt lét hún í ljós undr- un sína yfir því, hve góð ferð mín hefði orðið. Ég slengdi kópunum öllum í senn úr knakknum niður á hlaðvarpann. Runnu þá mjólkurstraumar f r a m úr kópunum, sem höfðu verið nýbúnir að sjúga mæður sín- ar, er þeim var bani búinn. Svipur konu minnar breytt- ist við þessa sjón og augu hennar flutu allt í einu í tár- um. Inni við beiinið var ég haldinn sömu viðkvæmni og hún gagnvart örlögum kóþ- anna og mæðra þeirra. • Drykklanga stund stóðum við í sömu sporum og horfð- um hvort á annað. Fögnuður okkar var horfinn og kóparn- ir, sem lágu fyrir fótum okk- ar, minntu á barnalík, sem ég hafði svikizt að og myrt. Hrollur fór um mig. Nú fannst mér það níðingsvert, er ég áður fyrir stundu var hreykinn af. Loks rauf konan þögnina og sagði. „Þarf maður að vera svona harðbrjósta og miskunnarlaus til að geta lifað í þessari ver- öld?“ „Ég mun aldrei framar drepa sel,“ svaraði ég. Samstundis glaðnaði yfir konu minni og angurvært, bros leið henni um varir. Heima er bezt. Winnipeg F!yín§ Club L. F. HOFFMAN, CHIEF FLYINQ INSTRUCTDH W. FELLER, CLUB HOUSC MANAGER WINNIPEQ INTERNATIQNAL AIRPORT WINNIPEB, MAN. TELEPHONI 774-5536 ^EMBER ROYAL CANAOIAN FLYINQ CLUB9 ASSOCIATION Fyrir erindi og skemmtun Þið getið lært að fljúga, til þæginda og ánægju, hjá Low coach fares f rom CP Rail WINNIPEG TO THUNDER BAY $16.00 One Way WINNIPEG TO REGINA $13.65 One Way Comfortable air-conditioned coaches. Reduced fares also available between intermediate stations. Contact yourTravel Agentorany CP Rail office. CP Rail HOT WATER \ • ANDLOTSOFIT! GET A CASCADE 40 ELECTRIC WATER HEATER PURCHASE: $2.25 monthly (added to your electric bill) 405 PORTACE AVE. TELEPHONE 946-0201

x

Lögberg-Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg-Heimskringla
https://timarit.is/publication/160

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.