Lögberg-Heimskringla - 23.04.1970, Blaðsíða 1

Lögberg-Heimskringla - 23.04.1970, Blaðsíða 1
THJODMINJASAFN10, R £ Y K J A V I K , ICCLANO. ILöSberg-^etméfermsIa Stofnað 14. jan. 1888 Stoínað 9. sept. 1886 84. ÁRGANGUR WINNIPEG, FIMMTUDAGINN 23. APRÍL 1970 NÚMER 16 Hcilbrigóismalaþingiö í Winnipeg í tilefni þessa mikla heilbrigðismálaþings, sem haldið verður í Centennial Hall dagana 26-30 apríl birti Winnipeg Tribune heilsíðu frásögn í laugardagsblaðinu um þingið og um frumkvöðul þess, Dr. P. H. T. Thorlakson. Fréttaritar- inn, Manfred Jager, hefur haft tal af ýmsum um Dr. Thor- lakson og komst að því, að hann hefir ávalt staðið í ýmis- konar stórræðum og uninið með lífi og sál að öllu því, sem hann hefir beitt sér fyrir, þannig að allir undrast yfir starfs- þreki bans. „Það sem ég hefi áhuga fyrir þreytir mig ekki" hefir hann eftir lækninum. „Hann er stórbrotinn eins og Island, landið, sem honum þykir svo vænt um og er íslendingur í húð og hár þótt hann sé fæddur í Norður Dakota. Það er ekki auðvelt að skilja hið norræna eðlisfar hans en allir sem kynnast honum vel bera djúpa virðingu og aðdáun fyrir honum." Fréttaritarinn segir frá hinni ríku kímnisgáfu læknisins og fleira skemmtilegu en þegar hann skellur á hann heitinu „Grand old man of medicine" þá skeikar honum hraparlega, þVí engum mun detta aldur í hug, sem þekkir Dr. Thorlak- son; því hugmyndaflugið, áhuginn, starfsgleðin, kímnin og jafnvel útlit hans hefir engum breytingum tekið. Á síðastliðnum tveim árum hefir Dr. Thorlakson átt sambönd við um 20 iörtd, sem senda munu 500 fulltrúa á þingið, og um 500 manns frá borgum og byggðum í Canada eru væntanlegir, og svo fjöldi fólks úr Winnipegborg og umhverfi. Svo sem skiljanlegt er, er mikill kostnaður við þetta heilbrigðismálaþing, en margir munu vilja sækja það þótt þeir hafi ekki sambönd við heilbrigðismál. Er gert ráð fyrir að ýms stórfélög kaupi fjóra aðgöngumiða fyrir $120 sem er $30 fyrir hvern og geta þeir svo sótt þingið eftir vild — allt nema lokasamsætið, sem er vitaskuld aðallega fyrir fulltrú- ana. Victor B. Anderson lórinn Victor Björn Anderson lézt að heimili sínu í Campbell River, B.C., 14 apríl 1970, 88 ára að aldri. Hann kom mikið við sögu Winnipegborgar; var bæjarráðsmaður í 23 ár. Ber það vott um vinsældir hans hve oft hann var endurkosinn. Lengi var hann virkur með- 1 i m u r í verkalýðsfélaginu, Trade and Labor Board í Winnipeg. Hann var prentari að iðn og var um langt skeið Bréf fró Séra Robeit Jack Tjörn, Vatnsnesi, V.-Hún., Iceland, 14. apríl, 1970. Kæra Ingibjörg og lesendur L.-H. Marzmánuður k\raddi okk- ur eins og ljón með hríðar- veðri og kulda. Apríl heilsaði okkur með þýðu og hita þó að snjórinn sé ekki alveg far- inn af túninu, er hann samt að hverfa smátt og smátt, því hann var mikill. En því mið- ur er ísinn ekki mjög langt frá, en ef vinuú: imi heldur áfram að sunnan má búast við að hann fari. Þessi mikli hafís hefur ver- ið bændum, og jafnvel öðr- um, til bölvunar síðustu ár og vonandi að hann láti okk- ur í friði núna. Frostið er nú að fara úr jörðinni og eru vegirnir ákaflega blautir og mjúkir að erfitt reynist að aka á þeim. Við höfum hér starfandi á Vatnsnesinu slysavarnarfélag sem heitir Vorboðinn og var aðalfundur þar haldinn í gær á Illhugastöðum. Frú Jónína sem er nú blind og ekkja Guðmundar Arasonar 'afkom- andi Natans, sem var myrtur á Illhugastöðum árið 1888, minnir mig er formaður fé- lagsins. Frú Jónína geymir marga merkilega hluti á Illhugastöð- um, og meðal þeirra er karfa sem Fjalla Eyvindur bjó til á sínum tíma. Á veggnum í stofunni hanga margar gaml- ar myndir, og er ein þeirra af manni nokkrum sem Eyj- ólfur hét og sem fór frá Vatnsnesi með konu sinni og ellefu börnum um 1870 til Utah. Þessi Eyjólfur var sonur Guðmundar Ketilssonar, bróður Nathans. Börn þeirra hjóna voru eiginlega tólf og var eitt eftir á Vatnsnesi, stúlkubarn sem síðar var móðir Gests Guðmannssonar Framhald á bls. 5. formaður í prentsmiðju Col- umbia Press félagsins, sera prentaði Lögberg. Það mun hafa verið árið 1953 að Victor lét af störfum og fluttu þau hjónin þá vest- ur að hafi. Auk konu hans, Nellie, lifa hann þrír synir, Cecil í Winnipeg, Victor O. í Campbell River og Claude í Victoria, B.C. Barnabörnin eru átta og barna-barnabörn- in tíu. Ennfremur systir hans, Mrs. Emily Thorson, sem lengi veitti forustu í stjórnar- nefnd heimilisins Höín. Hundrað ár í Vesturheimi Þessi stórmerka kvikmynd, sem Dr. Finnbogi Guðmundsson, fyrrv. prófessor við íslenzku deildina í Manitoba háskóla, en nú Landsbókavörður í Reykjavík, lét gera verður sýnd í Manitoba eins og hér segir: Selkirk, April 23, (Icel. Hall beside Luth. Church) Gimli, April 24 (George Johnson Gymnatorium) Arborg, April 25 — Federated church Lundar, April 29th, Community Hall Morden, May lst, 1 — 6 Hall Mountain, May 2, Community Hall Winnipeg, May 5th, Parish Hall F. L. Church. Kvikmyndin er í litum Og hel'st á kafla frá íslandi, þar sem sýnd er fjölskylda, sem er að týgja sig til vesturfarar, eins og maður getur hugsað sér, að það hafi gerzt á hinni öldinni. Sá kafli er tekin norður í Skagafirði. Myndin fékk sérstaklega góða dóma, þá hún var sýnd á íslandi, enda þar talin algjört listaverk. — Skúli Jóhannsson. Þrír úr Fálkaliðinu fræga, er sigraði í ísknattleik á Olympíuleikunum í Antverpen 1920 — (sjást í kvikmyndinni).

x

Lögberg-Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg-Heimskringla
https://timarit.is/publication/160

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.