Lögberg-Heimskringla - 23.04.1970, Blaðsíða 2

Lögberg-Heimskringla - 23.04.1970, Blaðsíða 2
LÖGBERG-HEIMSKRINGLA, FIMMTUDAGINN 23. APRÍL 1970 JÓN RÖGNVALDSSON: Um Vesrur-íslenzkar æviskrár og fleira Herra Erlendur Jónsson rit- grein í Morgunblaðið 2. annarra íslenzkra skálda ar grem í nóvember 1968 um Vestur- íslenzkar æviskrár III. bindi, sem séra Benjamín Kristjáns- son hefur tekið saman og vakti sú grein undrun margra eins og fleira, sem sá maður skrifar. Þetta mun eiga að heita ritdómur, en ritdómar- inn kemur fljótt upp um sig, að hann hefur ekki lesið svo mikið sem formálann að bók- inni. Það er stöðugt að böggl- ast fyrir brjóstinu á honum „handa hverjum eða til hvers" slíkar bækur eru skrif- aðar, en þessu er skilmerki- lega svarað í formála þessa bindis og enn betur er gerð grein fyrir. tilganginum í inn- gangsorðum 1. bindis. Hefði ritdómarinn því ekki þurft að vera eins utangátta í vanga- veltum sínum um þetta efni, ef hann hefði haft fyrir því að líta í bókina. Kemst hann endanlega að þeirri niður- stöðu, að æviskrárnar muni brátt rykfalla, gleymdar og grafnar í drungalegum bóka- geymslum. Þessi vísdómur minnir tals- vert á ritdóma þeirra, sem miklir spekingar þóttust vera um sl. aldamót er þeir voru að hneykslast á „rusli því ó- læsilegu", sem Bókmenntafé- lagið gæfi út, og nefndu þeir e i n k u m til dæmis Sýslu- mannaævir og íslenzkt forn- bréfasafn. Var því haldið fram um þessar bækur sér- staklega, að enginn lifandi maður læsi þetta, heldur væri því fyrir komið á skemmuloft- um til að rykfalla, unz það færi beina leið í eldinn. Svona voru ýmsir ritdómarar glap- sýnir þá, og sköruðu þeir þó langt fram úr því fólki, sem nú skrifar um bækur, enda þótt það geti naumast hnoð- að saman einni einustu vísu skammlaust, og leirskáld vaði uppi. Um þetta leyti var það líka í móð að skamma ýmis ágæt- ustu skáld landsins svo sem Grím Thomsen, Matthías Joch umsson, Stephan G. Stephans- son og jafnvel Einar Bene- diktsson. En þessi skáld héldu velli og fór orðstír þeirra vax- andi, en gagnrýnendururnir gleymdust. Þannig getur það reynzt erfitt að spá um það með vissu, hver bókin gleym- ist og hver lifir. Reynslan hef- ur þó yfirleitt orðið sú, að bækur um mannfræðilegan fróðleik hafa orðið eftirsóttar og dýrmætar því lengra sem liðið hefur frá útkomu þeirra. „Hið mikla geymir minningin, en mylsna og smælki fer." MARGT GLEYMIST Auðvitað gleymist ýmislegt og rykfellur. Ekki þori ég að fortaka nema ritdómar E. J. kunni að gleymast og ryk- falla, ef þá nokkur maður hefur fyrir því að líta í þá. Og mér er næst að halda, að ekki muni nú margir eftir hinu andríka ljóði hans um sálmaskáldið Hallgrím Pét- ursson: Hallgrímur orti um dapran dauða. Dritu hrafnar á burstir lágar. Eða hið háfleyga mannskvæði: vinnu- Ár: nítján hundruð og fjöru- tíu. Ég hrekk upp af löngum hófgum dvala, sparka emileraða koppnum út í horn; fúlsa við skyrhræringi, heimta rjómakaffi; segi húsbónda mínum til syndanna; mælist til, að bóndasonur sjái sjálfur um lappirnar á truntum sínum; klappa heimasætunni á sitjandann; treð löfrum mínum í strigapoka; kasta kveðju á hyskið og held mína leið suður. Menn skyldu halda, að önn- ur eins! snilld gleymdist ekki! En þó rakst ég nýlega á þenn- an gimstein Ijóðlistarinnar rykfallin í fornbóksölu og keypti hann af forvitni fyrir lítinn pening af einhverjum, sem ekki vildi eiga, til að sjá með eigin augum hvílíkur and ans maður það er, sem telur sig bæran að leggja dóm á ritverk annarra. En svona eru jafnvel vanmetin skáldverk stórspekinga, sem telja sig til þess kjörna sökum yfirburða sinna að lasta verk annarra. LASTARANUM LÍKAR EI NEITT Engan þarf að undra, að menn sem hafa það lundarlag að hafa ánægju af að sparka í emileraða koppa, hafi ekki síður nautn af að sparka í fólk, enda virðist grein þessi ekki sízt skrifuð í því skyni að ónotast við Vestur-íslend- inga. Tónninn er sá, að okkur komi fólk þetta ekkert við, það hafi vanrækt þjóðerni sitt og uppruna, gleymt tungu sinni og sýnt óartir til Islands. Ekkert er ómaklegra, enda hélt ég að svona lagað nöld- ur væri úr sögunni fyrir löngu. Þéir sem dvalizt hafa vest- an hafs, vita hvernig ástin og treginn brann í sál landnem- anna langa ævi, þó að örbirgð og umkomuleysi neyddi þá til að flýja land. Um þetta vitna ættjarðarljóð Stephans G. Stephanssonar og margra vestra. Þeir „köstuðu ekki kveðju á hyskið", eins og vinnumað- urinn, sem kvaddi átthagana allshugarfeginn og hélt suður. Þeir innrættu börnum sínum ástina til ættlandsins í austri, og studdu þau og hvöttu til að vinna afrek í sínu nýja fósturlandi vegna þjóðernis síns, eins og St. G. kemst svo fallega að orði: Ég óska þér blessunar, hlýlega hönd þó héðan ei rétt geti neina. En hvar sem ég ferðast um firnindi og lönd, ég flyt með þá vonina eina: Að hvað sem þú, föðurland, fréttir um mig sé frægð þinni hugnun — Ég elskaði þig. Ég þori að fullyrða, að þessi fölskvalausa tilfinning sé rétt lýsing á hugarþeli landa vorra vestan hafs enn í dag og hafi orðið þeim drjúg hvöt til dáða, Jafnvel í augum þriðju kynslóðarinnar, sem dregur þá til sín í stórum hópum ár- lega. Furðu margt af þessu fólki talar ennþá sæmilega ís- lenzku og flest skilur hana allvel, enda þótt skiljanlega sé við ramman reip að draga að varðveita tunguna, þar sem kynstofninn er nú dreifður um víðáttumikla heimsálfu innan um milljónir ensku- mælandi fólks, þar sem það heyrir íslenzku sjaldan eða aldrei talaða. Samt má árang- urinn teljast undraverður af þjóðræknisstarfi landa vorra vestra og ræður því mest ætt- jarðartryggð þeirra, enda hafa þeir nú í hartnær heila öld barizt við. að halda uppi ís- lenzkri kirkjustarfsemi og út- gáfu íslenzkra blaða og bóka, þó að stöðugt hafi sá róður verið að þyngjast. En skarð væri í bókmenntir vorar, ef V e s t u r - íslendingar hefðu aldrei lagt neitt af mörkum í því efni, og ættum við með varúð að lasta þjóðernisbar- áttu þeirra og vanþakka þann ræktarhug, sem þeir hafa margsinnis sýnt heimaþjóð- inni. Því að óneitanlega höfum við sýnt allt of mikið tóm- læti í þeirra garð og hreint afskiptaleysi langtímum sam- an í þessum þýðingarmiklu málum, sem varða kynstofn- in allan, en um það bil fjórð- ungur þjóðarinnar býr nú vestan hafs. Ef til vill eigum vér nokkra skuld á því, hvernig komið er í þessum efnum. Ef vér hefðum ekki látið það drag- as< of lengi að rétta löndum vorum vestra örvandi hönd, svo sem með því að styrkja blöð þeirra og sjá þeim fyrir íslenzkum prestum, þá hefði íslenzk tunga verið þar betur á vegi stödd. Hefði oss ekki staðið nær að mennta íslenzka presta til að senda Vestur- Islendingum og styrkja þar með þjóðræknisstarf þeirra en ala upp og mennta sæg af læknum fyrir Svía. LANDNÁMA OG ÆVISKRÁRNAR Ég hygg að Vestur-íslenzk- ar æviskrár sé langstærsta framlagið í þjóðræknismálum frá okkar hendi á seinni ár- um til að efla sambandið og styrkja frændsemina milli ís- lendinga, sem heima eru og þeirra í dreifingunni. Þetta hafa ættingjar vorir vestra skilið og metið. Merk kona af þriðju kynslóðinni, sem heim- sótti ísland síðast liðið sumar, komst þannig að orði um ævi- skrárnar, að þetta væri ekki aðeins eljuverk, það væri „Work of Love". Með því átti hún við það, að unnið hefði verið að þessu verki með ást og alúð. Enginn legði slíkt verk á sig nema hann elskaði þjóð sína, hvort sem hún byggi austan hafs eða vestan og með þessu vildi hann reyna að tengja þjóðarbrotin saman á ný báðum til ánægju og ávinnings. Hygg ég að þetta sé rétt skilið, að tilfinn- ing bræðralagsins hafi ráðið því að höf. réðst í þessa bók- argerð. Einu sinni var skrifuð bók, sem hét Landnáma, og þótti sú bók allgóð að minnsta kosti þangað til sú kenning komst á loft, að landnáms- mennirnir hefði ekki verið annað en fjallahnjúkar og önnur náttúrufyrirbrigði. Þá var og auðvitað öllu logið, sem frá þeim er sagt. En þangað til þeim fræðum var hreyft þótti þessi bók ein hin merkasta í víðri veröld, enda fá eða engin þjóðlönd, sem áttu slíka skrá yfir frum- byggja sína. Hefði nú tæknin verið komni svo langt, er bók sú var tekin saman, að unnt hefði verið að láta ljósmynd- ir fylgja af landnámsmönnun- um eins og t. d. Ingólfi Arnar- syni og Helga magra, myndi sú bók þykja stórmerkileg nú, þótt ekki væri fyrir annað en varðveizlu myndanna, enda mundi þá enginn efast um, að hér hefði verið um menn að ræða en ekki tilbúnar lyga- sögur. Engan hef ég heyrt blöskrast yfir því, þó að margt væri smátt tii týnt í þessari bók eins og t. d. frá- sögnin um hrafnana hans Hrafnaflóka og vísan sú arna. Bersi brunninrassi beit geit fyrir Herjólfi, en Herjólfur hokinrassi hefndi geitr á Bersa. HVER VILDI EKKI EIGA MYND AF AGLI SKALLAGRÍMSSYNI? í Vestur-íslenzkum ævi- skrám eru þúsundir af mynd- um af fólki, sem flutti héðan til að byggja Vesturheim og mundi þetta eitt gera þessa bók harla forvitnilega fyrir afkomendur þess er stundir líða fram. Auk þess geymir hún sannar heimildir um at- burði úr lífi þessara land- námsmanna. Hvar og hvenær þeir voru fæddir, hvaðan þeir komu af Islandi, hverjir voru forfeður þeirra þar og hverjir nánustu afkomendur vestra. Þar s e g i r frá námsframa þeirra, embættum og afrek- um, svo sem tíðkanlegt er í æviskrám um víða veröld. Engir djúpskyggnir gagnrýn- endur þurfa eftir þúsund ár að efa ættir þeirra né brjóta heilann um, hvort þetta hafi ekki verið fjallahnjúkar. Þeir eru ættfærðir eftir kirkjubók. Og hvað mikið mundum við nú í dag vilja gefa fyrir að e i g a fæðingarvottorð Egils Skallagrímssonar eða hafa í höndum* ljósmynd af honum? Þegar við förum að hugsa um spurningar eins og þessa verður oss Ijóst hvaða gildi svona lagaðar bækur hafa, þegar aldir líða. Og furðuleg- ur aulaskapur er það, þegar ritdæmandinn þykist vera að hæðast að því, að þess sé get- ið um nafnkunna söngkonu vestan hafs, að hún hafi sung- ið við góðan orðstír í útvarp. Hvers átti fremur að geta um hana? Með milljónaþjóðum er ekki hverjum sem er hleypt í útvarp. Samkeppni er mikil og sannar þetta bein- línis, að mikið hafi þótt koma til hæfileka söngkonunnar, Hkt og Landnáma tilfærir vís- una um þá Herjólf og Bersa, af því að það þótti afrek af átta ára gömlu bami að drepa skógarbjörn. En þessu líkar eru aðrar athugasemdir rit- dæmandans um æviskrárnar, og sýna það eitt, hvað hann er úti á þekju. ÁHRIF VESTURFERÐ- ANNA Á ÍSLENZKT ÞJÓÐLÍF Þeir sem ala á óvild í garð Vestur-íslendinga fyrir það, að þeir flúðu land í stað þess að veslast hér upp af hungri og harðrétti, eins og áður tíðkaðist, hugsa aldrei út í það, hvaða þýðingu vestur- ferðirnar hafa haft fyrir menningu og hagsæld heima- landsins. Drepið hefur verið á andleg afrek St. G. St., sem varð stórskáld þar, en hefði sennilega aldrei orðið meira en snjall hagyrðingur, ef hann hefði alla ævi kúldrazt við þröngbýlið sem vinnumaður í Bárðardalnum. Og Hkt má segja um fleiri íslenzk skáld vestra. Öll þeirra andlega iðja kom ættlandinu fyrst og fremst til góða. Þetta er þeirra stærsta gjöf til íslands, sem ber að þakka. En í öðr- um efnum hafa þeir einnig sýnt frábæran ræktarhug til íslands. Þeir áttu góðan hlut að stofnun Eimskipafélags Islands, og hafa gefið fé til skógræktar á Islandi. Þeir hafa gefið sjóði til að styrkja íslenzka námsmenn vestra og Framhald á bls. 3.

x

Lögberg-Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg-Heimskringla
https://timarit.is/publication/160

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.