Lögberg-Heimskringla - 23.04.1970, Blaðsíða 6

Lögberg-Heimskringla - 23.04.1970, Blaðsíða 6
LÖGBERG-HEIMSKRINGLA, FIMMTUDAGINN 23. APRÍL 1970 GUÐRÚN FRÁ LUNDI: NÁTTMÁLASKIN Skáldsaga '. ^ * * * A ¦» ^ A ,Á>,A ^,,*- ^^-^-^^.^^J. Fyrir sunnan tún steig hann á bak. Hún fylgdi honum með augunum alla leið fram að Bakka. Skyldi Sæja taka jafn alúðlega á móti honum og hún hafði sjálf gert, þegar hann kom í hlaðið um daginn? Skyldi það geta skeð að hann kyssti hana eins elskulega og hana? Hún þægi það sjálfsagt, aumingja flónið litla. Þetta var náttúrlega ekki mjög skemmtilegt nafn, sem hún nefndi litlu syst- ur. En hvernig stóð á því að hún kom aldrei út að Svelgsá? Það voru liðnar þrjár vikur síðan hún kom heim að Bakka. Náttúrlega var þar svo mikið annríki eins og alls staðar á þessum tíma. Eftir hádegi talaði Níels um að það væri bezt að fara í taðið. Þó að ekki liti neitt vætulega út, var það orðið svo þurrt, að það voru engrn vand- ræði að hlaða því. „Ójá, líklega fæ ég ekki annan eins dugnaðar- fork til að jagast við eins og í fyrra," sagði Ing- unn og hló glettnislega til bónda síns, sem sagð- ist búast við að það kæmist saman án hans hjálp- ar, þess leiða manns, enda væri hann víst fluttur úr nágrehninu. Þeir Barðsfeðgar höfðu gugnað á því að búa á tveim jörðum, þegar Steindór og Ráða höfðu farið frá þeim. Nú var það Jónanna, sem hlóð með frænku sinni. Níels og Ella báru taðið til þeirra.. Jónanna reyndi að stilla sig um að horfa öðru hvoru í suð- urátt, en það gekk ekki vel. Allt í einu gall í Ellu: „Nei, sko hvar Páll kemur neðan af Möl." Allir litu þangað. ,pjá, þarna kemur hann þá," sagði Níels og brosti. Jónanna bjóst við að hann væri að hugsa um að bæta við: og hefur líklega fengið sér í staup- inu. En það heyrðist ekki, enda væri slíkt ólíkt Níelsi, þeim orðvara manni. Það voru bara henn- ar kjánalegu hugmyndir. Henni sárnaði við sjálfa sig. Níels var ekki með svona kerskni, og svo var honum vel við Pál. Hverjum skyldi vera öðru vísi en vel til þessa manns? Nú var hann kominn heim í hlaðið og farinn að skrafa við Bergljótu gömlu, sem sat sunnan undir bænum með prjónana sína. Svo festi hann hestinn við hestasteininn og fór inn í bæ. Hvað skyldi hann nú hafa fyrir stafni? hugs- aði sú, sem alltaf fylgdi honum með augunum, þegar hann var í augsýn hennar. En það leið ekki á löngu, þar til hann kom út aftur og kom til þeirra með berbaka klárinn til þess að sleppa honum út fyrir túngarðinn. Hann heilsaði þeim í sínum glaðasta tón. Nú var hann kominn í önnur föt. „Það verða víst engin vandræði með að fá vinnu hér það sem eftir er dagsins," sagði hamn. „Það er nú alveg óþarfi að fara að vinna hér þessa fáu daga, sem þú stanzar hjá okkur," sagði Níels. „Ég brá mér út á Möl. Þar átti ég vinnuföt hjá Kristínu, kunningjakonu minni. Ég þykist sjá að það sé eftir að taka upp mó á þessu heimili, svo mér datt í hug að hjálpa eitthvað til við það. Það verður eitthvað að puða fyrir hann Rauð minn, þó að ekki sé annað. Honum þótti hann líta þolanlega út, bóndanum á Bakka." „Hann hefur nú verið léttur á fóðrunum, klár- inn sá, því að hann var vel feitur í haust," sagði Níels. „Hvað segirðu í fréttum frá Bakka? Maður hefur lítið heyrt þaðan í vor, þó að ekki sé langt á milli bæja," sagði Ingunn. „Það var ekki neitt skemmtilegt að koma þangað. Ég stanzaði stutt. Það vantaði tvær eftir- lætiskonurnar mínar, Bergljótu og þá, sem aldrei er hægt að gleyma. Þú veizt hvað hún heitir," sagði Páll. „Var' ekki Sæja heima?" spurði Ingunn. Jónamna hafði ekki augun af andliti Pális. Það var grafalvarlegt. „Jú, hún er heima. En hún lítur nú bara út eins og frosið blóm, skal ég segja þér. Ég gat aldrei látið hana brosa, hvernig sem ég reyndi að gaspra við hana. Það er áreiðanlegt að hún gengur ekki heil til skógar eins og sagt var í minni sveit. Það er kannski talað öðru vís hér." Hvað ertu að segja?" sagði Ingunn. „Ég er líka alveg hissa á því að hún er ekki ennþá farin að heimsækja mig." Jónanna sagði ekkert, en hugsaði margt. Hvað gat gengið að Sæju og hvernig var æfin hennar, ef hún var lasin? Það var nú einu sinni sá siður á Bakka, ef einhver gat ekki unnið, var hann tæplega virtur viðlits, hvað þá viðtals. „Lítur hún illa út?" spurði Ingunn. „Svona eins og sjúklingar líta út vanalega, holdlaus og blóðlaus. Mér heyrðist heldur ekki vel ánægjulegt hljóðið í bróður þínum. Hann kann nú betur við að vinnan gangi eitthvað á heimili hans," sagði Páll. „Skyldi maður kannast við það," hnussaði í Ingunni. „En þar sem hann hefur Sigríði, þessa bráðduglegu konu, og Ráðu líka, sem ég veit þó raunar ekki hvort er þar enn, þarf hann ekki að kvarta." „Ráða er þar ennþá, ákaflega kát og kjassmál, eins og hennar er vandi. En það er bara þetta með hana, þó að hún sé blíð, er hún hálfgerð norn inn við beinið, þegar maður snýr að henni bak- hliðimni. Hún sagði að Sæja hefði alltaf þennan bölvaðan hósta, að það væri ekki hægt að sofa fyrir honum. Seinast hefði hún farið fram í stofu og svæfi þar. Þú hefðir átt að sjá hvað hún var ógerðarleg á svipinn. Aumingja stúlkan, mér þótti leiðinlegt að sjá hana," sagði sá góði mað- ur Páll. „Það verður önnur hvor okkar að fara yfir um að vitja um hana," sagði Ingunn við Jónönnu um kvöldið. Bergljót gamla tók líka í þann strenginn. Það yrði líklega ekki mikil nærgætnin, sem henni yrði sýnd, er hún væri lasin. „Hún hefði. víst getað komið út eftir, ef hún hefur ekki verið rúmföst," sagði Jónanna stuttlega. Ingunn skyldi ekkert í þessu fálæti, en hugs- aði sér að fara yfir um næsta sunnudag. Þá yrði búið að taka upp móinn. 24. Ráða var úti, þegar húsmóðirin á Svelgsá reið i hlaðið á Bakka. Ingumm heilsaði henni ákaflega vingjarnlega og spurði eftir, hvernig hún sækti að heimilinu. „Svona og svona. Það er nú ekki allt eins á- kjósanlegt og það ætti að vera," sagði Ráða. Þá kom Sigríður til dyra og fór að tala við gestinn og spretta söðlinum af klárnum, en Ráða flýtti sér inn til að segja hver kominn væri. „Það er óvanalegt að hún heimsæki okkur, nema hún sé beðin þess, því að alltaf er flúið til hennar, ef eitthvað er að," sagði húsmóðirin. „Mér dettur nú bara í hug að kerlingarstráið sé nú dáin og hún sé að tilkynna það," sagði Ráða, talsvert drjúg yfir skynisemi sinni sem oftar. „Hvað skyldi okkur svo sem varða um hana lífs eða liðna," hnussaði í Hrólfi bónda. „Það væri þá líklega nær að tilkynna prestinum það. Ekki nema það þó." „Skárra væri það nú, að þú sæir henni fyrir sæmilegri líkkistu, manneskjunni, sem búin er að vinna hjá þér.hálfa æfina," sagði Ráða um leið og hún snaraðist út talsvert hnakkakert. „Það er aldrei að það sé munnferð á henni," sagði Hrólfur bóndi. „Þetta hefur hún lært á Barði. Þar er nóg frekjan og ókurteisin." Ingunn var í bæjardyrunum, þegar Ráða kom fram aftur. Henni gekk illa að krækja frá sér reiðpilsinu. Ráða var fljót að hjálpa henni. „Þakka þér fyrir, Ráða mín. Maður fer nú að verða hálfstirðbuisalegur, þegar sjaldan er farið í reiðfötm," sagði Ingunn. „Þú ert nú bara farin að lifa eins og í traf- öskjum, enda líturðu út éins og blómi í eggi síð- an þú hættir að sitja yfir," sagði Ráða. „Það er ekki undarlegt, því að nú er æfin önnur og mér líður vel, þvílík blessuð heimilis- hjálp, sem hún Jónanna mín er mér." Þá komu hjónin fram í dyrrtar. Hrólfur kyssti systur sína og bauð hana velkomna. „Ég sagði nú bara að það væri óvanalegt að þú kæmir, án þess að sent væri eftir þér," sagði kona hans. „Mér datt nú svona í hug að koma á hestbak. Það fara að minnka vorannirnar. Sauðburðurinn má heita búinn og taðið komið saman. Þá verður vanalega dálítið hlé, þangað til farið verður að hreinsa og rýja." „Það gengur allt eins og í sögu hjá ykkur. Ekki erum við búin að taka saman taðið," sagði Hrólfur. Þau fylgdust að inn í hjónahúsið. Það var engin manneskja í baðstofunni eða húsinu. „Ósköp er fátt um manninn hjá ykkur," sagði Ingunn. „Það er víst messudagur hjá okkur hér í sókninni, þó að ég væri ekki svo myndarleg að fara til kirkju. Ég sé að þið hafið Ráðu ennþá. Hún hefur ekki lagt í það aftur að hafa vista- skipti." „Nei, hún er talsvert ánægðari en hún var áður," sagð Friðgerður. „Þú hefur eitthvað af fólki í kringum þig eins og vant er." „Það er ómögulegt að hafa þessa krakka- í vor. Þú veizt hvað olli því. Það er nú komið út eftir og búið að koma sér sæmilega fyrir. Það var erfitt fyrir okkur báðar og við urðum fegnar að skilja." „Það er ómógulegt að hafa þessar krakka- hrúgu í kringum sig," sagði Friðgerður. „Það hefur líklega gengið bærilega sauðburð- urinn hjá ykkur eins og vant er," sagði Hrólfur. „Já, hann hefur gengið vel, og margt tví- lembt," sagði Ingunn. „Ég spyr nú ekki að. Það er meiri búsældin hjá ykkur," sagði Hrólfur. „Varla held ég það hafi verið hægt að kalla það blómabúskap. Náttúrlega er það að verða gott núna." „Það var alveg undur hvað það gekk vel hjá ykkur, þar sem þú varzt svo oft utan heimihs- ins. Það var mikill munur eða hjá mér, þó að konan væri alltaf heima," sagði Hrólfur bóndi, svolítð öfundsjúkur að vanda. „Það er einmitt það, sem fylgir blessuðu líkn- arstarfinu, og svo átti ég þennan ágæta fjármann, sem gat líka hugsað um heimilið ininanbæjar," sagði Ingunn. „Svo er Svelgsá ágæt jörð. Það hefur öllum búnazt þar vel," sagði Friðgerður. „Já, víst er hún það," sagði Ingunn. „En mig er nú farið að langa til þess að sjá Sæju mína. Ég hef vonast eftir henni á hverjum degi, síðan ég frétti að hún væri komin heim. En það hafa nú verið nógar annirnar hér eins og annars stað- ar. En svo segir Páll að sér hafi hreint og beint ekki litizt á hana. Hún sé svo grá og guggin, alveg eins og frosið blóm, svo að ég hafi það rétt eftir honum." „Það er nú svo sem ekkert álitlegt með heils- una hennar," sagði Friðgerður og stundi erfiðlega. „Það er nú svoleiðis," sagði Hrólfur, „að hún kemur heim grindhoruð og síhóstandi, selur upp mestu af því, sem hún lætur ofan í sig, liggur svo í bólinu heilu og hálfu dagana. Þvílíkt bölvað ólán, sem yfir mér er með þessar dætur mínar. Ég má ekkí sleppa þeim út af heimilinu, svo að þær lendi ekki í einhverri bölvaðri vitleysu, sem eyðileggur þær til sálar og líkama." „Hafið þið ekki leitað læknis? Látið þið hana bara kveljast svona viku eftir viku, án þess að leita læknishjálpar?" sagði Ingunn og augu henm- ar urðu nokkuð hvöss. „Hún hefur ekki viljað það," flýtti Friðgerð- ur sér að segja. „Það eru nú ein vandræðin, hvað hún er erfið til lundarinnar," bætti hún svo við og stundi mæðulega. „Ójá, það eru sumir svoleiðis gerðir," sagði Ingunn. „Við þá verður maður að vera þolin- móður."

x

Lögberg-Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg-Heimskringla
https://timarit.is/publication/160

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.