Lögberg-Heimskringla - 30.04.1970, Blaðsíða 5

Lögberg-Heimskringla - 30.04.1970, Blaðsíða 5
LÖGBERG-HEIMSKRINGLA, FIMMTUDAGINN 30. APRÍL 1970 5 oSéra Magnús settist uppó Skjóna" Fyrir áttatíu og níutíu árum sungum við strákamir, eins °§ svo margir aðrir í þá daga, þéssa vísu hástöfum undir gomlu grallaralagi, sem vísast er í sumra minni enn. Um ^artga tíð hafði vísan verið liðin mér úr minni. En núna þessa dagana datt ég ofaná hana í Sunnudagsblaði Tímans. bar er hún prentuð ásamt danskri þýðingu. Set ég þær hér °rðréttar: „Vanfundinn mun sá íslendingur, sem ekki kannast við Pennan kviðling, þótt fáfenglegur sé: Séra Magnús settist upp á Skjóna, sá var ekki líkur neinum dóna: Hann var glaður. hátt aktaður höfðinlgsmaður. Honum ber að þjóna. Magnús Stephensen sneri vísunni á dönsku, og var hún Pa á þessa leið: Præsten Magnus satte sig op at ride, han var ingen Dompap, maa I vide: Han var mægtig, stor og prægtig, tyk og vægtig. Derpaa kan I lide.“ Ekki er tilgangur minn að rengja þessa frásögn Tímans. y^sta línan í þýðingunni bendir meira að segja mjög til Vlnnuaðferðar Magnúsar. Hann var aldrei mjög smámuna- s6mur um rímið. Eitt atkvæði — of eða van — truflaði ekki sðlarrósemi hans. Sálmabókin hans er óræktur vottur um Pað. Þjóðskáldið séra Jón .Þorláksson kallaði hana Leirgerði 7~ af tveimur ástæðum — fyrst af því að hún var prentuð * Leirárgörðum og í öðru lagi af því honum gramdist leir- urðurinn og líklega ekki sízt af því að Magnús breytti ^um sálmum séra Jóns í leyfisleysi. Um þá sálmabók ^Vað séra Jón meðal annars þetta: „Farvel Leirgerður drambsöm drylla, drottnunargjörn og öfundsjúk. Þú skalt ei fleiru frá mér spilla." osfrv. Magnús var frjálstrúaður fraimfara maður síns tíma, en ekki var hann skáld að sama skapi. Hann ýtti samt djöflinum Ul úr sálmabókinni, og hefir hann víst aldrei komist þangað 11111 síðan. En séra Jóni þótti þar of langt gengið. Um það °rL hann: ' a „Esthersbók nefnir aldrei Guð, enn þótt í ritning standi; en þú af sálmum uppstoppuð ei greinir neinn sé fjandi“. M. Letta kann nú að vera þjóðsaga, að einhverju leyti um ^agnús og vísuna, sem enginn hefir vissu um hver orti. En er kemur þá önnur þjóðsaga, sem gerir nýtt babb í bátinn. ^ Fyrir eða um síðustu aldamót heyrði ég eða sá ein- ^Verstaðar þessa dönsku þýðingu með dálitlum orðamun. ar hún þar kend danska skáldinu Grundtvig, sem stund- gluggaði í íslenzk fræði. Fylgdi það sögunni, að Pál elsted hefði kent honum íslenzku vísuna. En svona lærði dönskuna þá. Presten Magnus skulde ud at ride, han var ingen Dompap, maa I vide, men stormægtig, stiv og prægtig, tyg og vægtig. Derpaa maa I lide. » það máttu hengja þig upp á, gæti síðasta línan hljóð að { lslenzkri þýðingu. Hér kemur svo, í gamni, þriðja útgáfa vísunnar. Reverend Magnus went out horseback riding. His importance was not kept in hiding. He was very proud, but merry, drank his sherry wise and law-abiding. G. J. íslenzk skóld í Manitoba Erindi fluit á Icelandic Canadian samkomu í vetur My friends: This is a greeting I like best — Becáuse we are all friends with a common bond of interest and love of our Icelandic background. I have always enjoyed the idea of reading to you — but tonight I’m a bit scared — Yes, I am — but I think what is going to save me — is, when I read in Lögb.-Heimskr. last night — that I was going to give a “selected reading in English and Icelandic — both at the same time” I had a mental picture of Icelandic “streaming out” of one side of my mouth and English on the other. I am breaking all rules Mr. President, I beg forgiveness! As a matter of faet, I just couldn’t find a comic poem that appealed to me. And secondly, those “wheels” of mine started going around — and looking back. — After all, this is Manitoba’s lOOth birthday. Have you ever thought of how many Icelandic poets we have in Manitoba? This then is my theme and I hope you will enjoy it. I have to apologize, and ask your forbearance — those of you who do not understand Icelandic — I’m breaking another rule of the Icelandic Canadian Club — but it is impossible to talk about our poets in any other language. Before I start — I would be very remiss if I did not thank Hrund Skulason for her very valuable assistance, co-operation and constructive criticisrri, — If you ever want any information about things Icelandic — ask Hrund! Við lítum um öxl! Hundrað ár eru liðin síðan Manitoba komst í tölu fylkja Kanada. Má ég skjóta þessu hér inn • Eftir fimm ár — verða það 100 ár síðan íslendingar fyrst stigu fæti á land í þessu fylki. — Megum við sannarlega fara að undirbúa okkur fyrir það gleðimót — og þá er margs að minnast, ekki einungis skálda vorra, heldur og lækna, hjúkrimamema, dómara, kennara, hljómlistarmanna, og þannig gæti skráin orðið óendanleg. Þá er að telja ljóðskáldin frá Manitoba eftir því sem minnið leyfir. Gaman væri að geta lesið sumar perlumar úr verkum þeirra — en tíminn er takmarkaður. Ég nefni Guttorm J. Guttormsson, Jóhann Magnús Bjarnason, Einar Pál Jónsson, og tók ég að vísu úr bók hans „Öræfaljóð“, sem gefin var út 1915. „UNGLINGS-ÞRÁ Heim til blárra himin-fjalla hugur unga sveininn ber. Þar sem ástadrauma dísin drottin-fögur unir sér Eins og heilög móðurminning munarklökk og þýð og hlý. Brosir landið ljúft í óði — laugað sólskins-draumum í.“ Svo má nefna Kristinn Stefánsson, Magnús Markússon Vigfús Guttormsson, Þorstein Þ. Þorsteinsson, Sigurð Júlíus Jóhannesson. Hef ég valið kvæðið hans „Heim“ — Það er svo margt sem mig langar til að lesa eftir Sigga Júl. — en það er nú ekki að tala um það! „HEIM Mig dreymir það stundum ég horfinn sé heim, og hugglaður uni ég á stöðvunum þeim, sem lék ég mér áður — frá æskunniar dögum, ég ógrynni man af svo gullfögrum sögum. Þar elska’ ég hvern einasta stein og hvert strá, og strengir í hjarta mér tíðara slá er hugsa ég þangað — já, þar á ég heima, og þar er það flest, sem mig langar að dreyma.‘‘ Svo má telja Friðrik Pétur Sigurdsson, Jónas Stefáns- son (frá Kaldbak), Pál S. Pálsson, Kristján Pálsson, Sigur- björn Jóhannesson, Jakobínu Johnson (Finnst mér hún eiga hér heima, bjó hún í Argyle byggðinni, fór á kennaraskóla hér í Winnipeg og kenndi í Manitoba. Veit ég ekki hvað vesturstrandabúar segja um þetta.) Næst má telja Sigfús B. Benedictson, Bjarna Thorstein son, Dr. Svein E. Björnsson, Lúðvík Kristjánsson (gaman væri að lesa „Brennubraginn") svo Gunnsteinn Eyjólfsson og Jón Runólfsson — Margar sögur kann ég um Jón. Munið þið eftir vísunni „I myrkri“. — Framhald á bls. Fréttir frá íslandi Morgunblaðinu hefur borizt aréf frá Ásu Guðmundsdóttur Wright, sem búsett er á Trini- dad og rekur ASA WRIGHT NATURE CENTRE þar sem hún lýsir áhyggjum sínum y f i r afdrifum gæsarinnar, verði Efri-Þjórsá virkjuð. Það var enski fuglafræð- ingurinn Peter Scott, sem fyrst sagði mér frá þessu al- varlega máli,“ segir Ása í bréfi sínu. „Síðan hefur fjöldi fuglafræðinga heiimsótt mig hér í Spring Hill og lýst á- lyggjum sínum yfir framtíð gæsastofnSins.“ Hún segir ennfremur: „Eng- ínn vill standa í vegi fyrir uppbyggingu íslands og efna- lagsþróun, en hins vegar spyrja margir vinir mínir, ivort við íslendingar ætlum að láta „big business“ eyði- ’ eggj a náttúru landsins. Enn iá er nóg af óvirkjuðum stór- ám víðsvegar um landið (t.d. Jökulsá á Fjöllum) og óþarft/ er að láta gróðasjónarmið ráða.“ Frú Ása G. Wright leggur með bréf, sem Peter Scott hefur ritað henni vegna fyrir- lugaðra framkvæmda við Þjórsá og afleiðingar þeirra fyrir framtíð gæsarinnar. íslenzka vandamálið er mjög alvarlegt, og þarfnast stuðnings náttúruverndar- manna um allan heim,“ segir Scott í bréfi sínu til Á. G. Wright. ,,í því skyni að út- vega raforku fyrir nýju ál- verksmiðjuna hyggjast þeir virkja Þjórsá á þremur stöð- um. Neðsta stíflan hefur þeg- ar verið byggð, og fram- kvæmdir eru að hefjast við aðra stífluna. Þriðja stíflan — upp undir Hofsjökli — mun flæða yfir þriðjung Þjórsár- vera, sem er heimsþekktur staður, enda verpir þar rúm- ur helmingur allra heiðar- gæsa sem finnast í veröldinni. Þessar gæsir koma svo allar til Englands og Skotlands yfir vetrartímann. Annar áfangi verksins mun svo hækka yf- ir borð vatnsins um tíu metra, sem hefur í för með sér, að þessi einstaki staður Mið- tslands fer algjörlega undir vatn og eyðileggst. Enn sem komið er hafa framkvæmdir við þriðju stífl- una ekki hafizt. Afla þarf fjármagns frá erlendum pen- ingastofnunum, en það mun aðeins verða lítið eitt kostn- aðarsama að láta gera þessa stíflu við aðra á, þar sem hún eyðir ekki þessum einstaka og heimsfræga stað, og mundi geta séð fyrir allri raforku- þörfinni. Mér er annt um álit íslands út á við, ferðamannastraum- inn til landsins, framtíðar- gæði þess, líffræðilegan skiln- ing og orðstír þann, sem fer af íslandi sem menningar- þjóð. Allt þetta höfðar til Framhald á bls. 7.

x

Lögberg-Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg-Heimskringla
https://timarit.is/publication/160

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.