Lögberg-Heimskringla - 30.04.1970, Blaðsíða 7

Lögberg-Heimskringla - 30.04.1970, Blaðsíða 7
LÖGBERG-HEIMSKRINGLA, FIMMTUDAGINN' 30. APRÍL 1970 7 íslenzk skáld í Manitoba Framhald af bls. 5. „Hanin mætti henni á myrkum stað og mælti' „Ert þú það, elskan mín?“ „Ekki er nú svo, að það sé það, það er bara konan þín.“ Páll Guðmundsson, Guðmundur Kristján Jónatansson, dallur E. Magnússon — Margir sem eru hér frá Lundar ^unu muna eftir „Sveitaþorpið Lundar.“ — Og svo er Gísli onsson — vona ég að hann sé hér í kveld. Langar mig til lesa „Móðurmálið“ eftir hann. „Er vindur hvín um vog og land, er ólgar hrönn við hólm og sand, er ymur foss í fjallaþröng, er ljómar loft af lóusöng, er ghötrar ís, er gneistar bál, — ég heyri hljóm, ég heyri mál, er ómar hreint og hvelt sem stál: Það er vort móður mál.“ , Bið ég fyrirgefningar ef einhver hefur gleymzt — Verð að geta þess hér, að ég taldi ekki upp neina af öllum ^lenzku prestunum í Manitöba því það væri of mikið efni yrir mjg — Þeir voru allir meira og minnia skáld, bæði Va&ða- og söguskáld og bið ég einhvern mér færari að ann- ®st þeirra hlut. Mér koma í hug konur og karlar sem hafa skrifað gull- ^°gur ljóð — En fáir munu vita um allan þennan fjársjóð. Viðurkenningarskyni langar mig til að minniast á kvæði ®ein Bergþór Emil Johnson skrifaði — en eins og fyrr, þá e^ ég ekki tíma til að lesa það allt — „Hugskeyti". „Nú brýt ég í blað í bókina hér og legg svo á leið í leit eftir þér við lifum í ljósheim um líðandi stund og föðurnum felum, svo friðsælan blund.“ Jaeja blessað fólk, það er víst komiinn tími að ég slái °ín í þetta, en mig langar til að bjóða ykkur að koma með tTler norður til Gimli, inn í baðstofuna í húsi foreldra minna Kristjönu og Bergþórs —, þar sitjum við öll í kring Um kaffiborðið og þar er kominn góður gestur. Voru sam- j^ðurnar bæði fjörugar og fróðlegar þegar þessi maður eimsótti okkur. Passaði ég að sitja þar sem ég gat séð fram- 1 hann, því ég hef aldrei mætt nokkrum með eins svip- ^kið andlit, sem breyttist skyndilega og algjörlega eftir Vl sem umræðu efnið var. Hann segir, „Beggi minn, hefur Pu heyrt þetta“: Ég fór on í Main street með fimm dala cheque Og forty-eight riffil mér kaupti Og ride út á country með farmam fékk, Svo fresh út á brushin ég hlaupti. En þá sá ég moose, úti í marshi það lá, Ó my — eina sticku ég brjótti! Þá fór það á gallop, not good ainyhow, Var gone, þegar loksins ég skjótti. Já þetta var Gutti, þarf ég ekki að lesa meira af þessu 5ði þið kunnið það öll. Svo breyttist andlitið, eins og mJúk Ur blær á vor-morgni færðist yfir það, og hann sagði: ^yggðin ertu mesta, hin bezta og stærsta, yggðin ertu helzta, hin elzta og kærsta, egurst áttu kvæði og fræði og hljóma uglasöngvabólið og skjólið þíns blóma.“ Serhast a versið er svona: minn tengir tryggðin þér, byggðin mín bjarta, ®zt hefurðu lýst mér og þrýst þér að hjarta, a> sem víkur frá þér, en hjá þér er hálfur eiln til sín ei ratar og glatar sér sjálfur.“ (Nýja ísland). ver-írum við að glata öllum þessum helgidóm, sem hefur Sej^ - *a§ður okkur upp í hendur af öllum þessum mönnum, eg hef minnzt á, sem og af mörgum öðrum íslendingum. • Kæra þökk fyrir áheyrnina, Lára B. Sigurdson. Helga Bjönsdóttir frá Borgarnesi, níræð Heiðurskonan f r ú Helga Björnsdóttir frá Borgarnesi, kona Jóns Björnssonar frá Bæ, verður níræð í dag. Helga fæddist að Svarfhóli í Stáfholtstungum 1. apríl 1880, dóttir Þuríðar Jónsdótt- ur, ljósmóður og Björns hrepþstjóra Ásmundssonar, og var ein hinna tólf Svarf- hólssystkina. Hún giftist árið 1905 hinum umsvifamikla at- háfnam'anni, Jóni kaupmanni Björmssyni. Þeim varð fjög- urra bama auðið, en þau eru Björn, hagfræðingur, starfs- maður Landsbanka íslands; Guðrún (Blaka) lengi starf- andi í skrifstofu forseta ís- lands, nú í utanríkisráðuneyt- inu, Halldór, húsameistari og Selma, dr. phil, forstjóri Listasafns ríkisins. Þau Helga og Jón bjuggu í farsælu hjónabandi á fimmta tug ára, unz Jón hvarf af þess- um heimi árið 1949. Heimili þeirra í Borgarnesi var ann- álað fyrir frábæra gestrisni. Var þar oft svo gestkvæmt, að undrun sætti, að hægt væri að hýsa og fæða jafn marga gesti samtímis. Húsráðendur og börn þeirra voru svo sam- hent um gestrisni og glað- værð, að svo var sem einn hugur væri að verki. En allt mótaðist af hönd og hjarta húsfreyjunnar. A 1 d r e i var fengizt um, þótt önn væri og erill, hið hlýja bros hvarf ekki af vör. Frú Helga var bæði Marta og María. Hin milda reisn, hinn tígulegi alþýðleiki em einkenni hennar og aðal. Hún er væn kona og kurteis, bæði að fornu máli og nýju. Þeir munu margir, sem í dag minnast frú Helgu Björnsdóttur og taka undir orð Bjarna Ásgeirssonar á sextugsafmæli hennar: Þér fylgi allar heillir, Helga mín, og hjartans þakkir fyrir liðn- ar stundir. Gunnar Thoroddsen Mgbl. 1. apríl, 1970. Tímanleg sjúkdómsgreining nauðsynleg Um það bil 6% allra kvenna fá einhvern tíma um ævina krabbamein í brjóst. Þessi til- tölulega háa tíðni hefur leitt til þess að Alþjóðaheilbrigðis- stofnunin (WHO) hefur átt frumkvæði að alþjóðlegum rannsóknum með það fyrir augum að finna áreiðanlegar aðferðir til að sjúkdómsgreina og meðhöndlá krabbamein í brjósti. í hinni alþjóðlegu baráttu við krabbamein er litið á krabbamein í brjósti sem á- kaflega lærdómsríkt vanda- mál. Líffræðilegt eðli þessa meins, möguleikarnir á að uppgötva það í tæka tíð og aðferðirnar sem beitt er til að vinna bug á því hafa vakið sérstakan áhuga vísindamanna á þessu sviði, og þess vegna hefur Alþj óðaheilbrigðisstofn- unin komið upp rannsókna- kerfi sem lýtur stjóm alþjóð- legrar upplýsingamiðstöðvar. Alhliða starfsemi Alþjóða- heilbrigðisstofnunarinnar til að háfa hemil á útbreiðslu krabbameins leggur sérstaka áherzlu á vamiarráðstafanir. Önnur mikilvæg hlið þessa máls — límanleg uppgötvun krabbameins — er talin svo mikilvæig, að hún var megin- umræðuefni alþjóðaheilbrigð- isdagsins 7. apríl 1970. ALLSHERJAREFTIRLIT Nýjustu skýrslur gefa til kynna, að hægt sé að lækna um helming allra krabba- meinssjúklinga, ef sjúkdóm- urinn er uppgötvaður í tæka tíð og sjúklingurinn með- höndlaður á snöggan og réttan hátt. Skýrsla frá sérfræðinga- nefnd Alþj óðaheilbrigðis- stofnunarinnar um tímanlega sjúkdómsgreiningu krabba- meins hefur nýlega verið birt. í skýrslunni er varpað ljósi á þær ráðstafanir sem gera þurfi og lögð sérstök áherzla á allsherjareftirlit með íbúum hvers lands. Sérfræðingarnir leggja á- herzlu á, að tilteknar tegund- ir krabbameins séu fátíðari en áður vegna þess að tekið hafi verið upp allsherjareftir- lit. Það er mikilsvert m. a. af eftirtöldum sökum. —í mörgum tilvikum byrj- ar illkynjaður sjúkdómur á skeiði, sem getur varað mán- uði eða ár, þegar hann er á því stigi, að hægt er að lækna hann: — Flestir krabbasjúkdómar byrja með staðbundinni mein- semd, sem hægt er að fjar- lægja, sé hún uppgötvuð í tæka tíð: — í mörgum löndum eiga um 75% af öllum tegundum krabbameins upptök sín í þeim hlutum líkamans, sem eru auðveldlega tilkvæmi- legir: — Þó að tíðkanlegar lækn- ingaraðferðir séu ekki óskeik- ular, eru þær einatt mjög ár- angursríkar, ef þeim er beitt nægilega snemma. Sérfræðingarnir nefna ýms- ar aðferðir til að fást við krabbamein. Ein þeirra er sú að rannsaka frumur í vefjum, sem t e k n a r eru t. d. úr lungnapípum eða legi. Aðferð- in, sem nefnd er „Pap-próf- unin“ eftir dr. G. Papani- kólaú, er meðal hinna beztu sem nú eru þekktar. Hún ger- ir læknum kleift að uppgötva sjúkar frumur í vefinum og sýna þannig fram á krabba- mein á byrjunarstigi. BJÖRTU HLIÐARNAR Til að gera varnarráðstaf- anir gegn krabbameini sem árangursríkastar mælia sér- fræðingamir með því, að hvert einstakt land komi sér upp áætlunarmiðstöðvum með sérþjálfuðu starfsliði. Einnig er mikilvægt að rekin sé víðtæk, öflug og ósleiti- leg upplýsingarstarfsemi. Þeir menn, sem hafa slíka starf- semi á hendi, verða að vera vel kunnugir menningarleg- um og félágslegum sérkenn- um hlutaðeigandi þjóðar eða þjóðarbrots, og þeir verða einnig að taka tillit til hins djúpstæða ótta, sem einatt tálmar raunhæfum og árang- ursríkum ráðstöfunum. ÖT1 upplýsingarstarf semi verður að leggja áherzlu á björtu hliðarnar á baráttunni við krabbameinið. Það er allt- of algengt, að fólk hafi ekki trú á því, að nokkuð verði að gert að gagni, jafnvel þótt sjúkdómurinn sé uppgötvaður á byrjunarstigi. Menn verða að gera sér ljóst, að krabba- mein er ekki aðeins einn sjúk- dómur, heldur hópur sjúk- dóma, sem sumir eru erfiðir greininigar og viðfangs, en aðrir auðgreinanlegir og auð- veldir viðfangs. Vert er að taka það sérstak- lega fram, að jafnvel margir læknar eru ákaflega bölsýnir að því er varðar krabbamein. Því miður eru þeir oft illa að sér um nýtízku lækningar- aðferðir og þær mjög svo b æ 11 u sj úkdómsgreiningar, sem margir sjúkdómar njóta góðs af. Þegar svartsýnn sjúklingur leitar til bölsýns læknis, er varla við því að búast að honum verði með skjótum og bjartsýnum hætti vísað til næstu krabbameins- rannsóknastöðvar. Sérfræðingar segja að lok- um: — Á því leikur enginn vafi, að sjúklingar, sem þjást af til- teknum tegundum krabba- meins og fá viðeigandi með- ferð, g e t a vænzt svipaðs fjölda æviára og venjulegur, heilbrigður einstaklingur af sama kyni og á sama aldri í salma umhverfi. Það er ekki rétt, að einungis sé hægt að meðhöndla krabbamein þann- ig, að sjúkdóminum sé slegið á frest, og að eina gagnið að tímanlegri sjúkdómsgrein- ingu sé í því fólgið að lengja líf sjúklingsins um nokkra mánuði eða ár. Sannleikur- inn er sá, að því fyrr sem sjúkdómsgreiningin er gerð, þeim mun meiri líkur eru til að sjúklingurinn fái fullan bata. Fréiiir frá S.Þ.

x

Lögberg-Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg-Heimskringla
https://timarit.is/publication/160

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.