Lögberg-Heimskringla - 07.05.1970, Blaðsíða 1

Lögberg-Heimskringla - 07.05.1970, Blaðsíða 1
THJODMINJASAFUID, REYKJAV I K , I CCLAND • Hö gberg - ^eimsfer tngla Slofnað 14. jan. 1888 Slofnað 9. sepi. 1886 84. ÁRGANGUR WINNIPEG, FIMMTUDAGINN 7. MAÍ 1970 • NÚMER 18 Gullbrúðkaup Mr. og Mrs. Th. (Leifi) Skagfjord, 433 McLean Avenue, Selkirk, Manitoba áttu fimmtíu ára hjúskaparafmæli 11. marz, 1970. Séra Níels Steingrímur Thorlakson gaf þau saman í hjónaband í Selkirk og hafa þau átt þar heima síðan. Vinir þeirra og frændfólk efndu til veizlu þeim til heið- urs í Parish Hall, Selkirk, 8. marz 1970, sem var mjög fjöl- sótt, því þau hafa tekið mikinn þátt í félagslífi þar í bæ, sérstaklega í félagslífi íslendinga. Tvær dætur og menn þeirra komu, Mr. og Mrs. Charlie Empson frá Winnipeg og Mr. og Mrs. Lloyd Gregory frá Vancouver og kveðjur frá þriðju dóttur þeirra og manni henniar, Mr. og Mrs. Robert Schnerch í California. Ennfremur bárust þeim kveðj- ur frá vimum í Reykjavík, Long Beach, Calif. og frændfólki i Toronto, Capreol og í Norfolk, Virginia. Við árnum þessum mætu hjónum heilla. í tilefni aldarafmælis Manitobafylkis (A Cenlennial Project) Vegna aldarafmælis Manitobafylkis, sem nú er minnzt í ár, hefir íslenzkudeild Manitobaháskóla gert saimning við sjónvarpsstöðvar víðs vegar í Canada um flutning fyrirlestr- arflokks um íslenzka sögu og bókmenntir. Fyrirlestrar þessir bera eftirgreinda titla: I. The Discovery and the Settlement of Iceland II. The Ancient Religion of the North III. The Origins and Development of the Old Icelandic Liíeraíure IV. The Viking Age and Early Exploralions of the Western Heimsphere V. Iceland and Canada Hver sjónvarpsstöð mun flytja einn fyrirlestur á viku, og nær þannig fyrirlestrarflokkurinn í heild yfir fimm vikur a hverjum stað. Fyrirlestrar þessir eru samdir og fluttir af próf. Haraldi Bessasyni og verða í dagskrárliðnum Univer- sity of the Air’. Fyrirlestrarflokkurinn hefst eftirgreinda mánaðardaga á eftirgreindum sjónvarpsstöðum: í Manitoba (CJAY TV) fyrsti fyrirlestur 12. maí. í Saskatchewan (CKCK TV) Regina, fyrsti fyrirlestur 19. maí. 1 Alberta (CTRN TV) (Edmonton), fyrsti fyrirlestur 26. maí; í Calgary (CFCN TV), fyrsti fyrirlestur 12. maí. í British Columbia (CHAN TV) (Vancouver), fyrsti fyrirlestur 19. maí. í austanverðu Canada er stundaskrá þannig: Toronto (CFTO TV), fyrsti fyrirlestur 31. marz, Ottawa (CJOH TV), fyrsti fyrirlestur 7. apríl; Kitchener (CKCO TV) 14. apríl; Moncton (CKCW TV), fyrsti fyrirlestur 21. apríl; Montreal (CFCF TV), fyrsti fyrirlestur 31. marz; St. Johns, Nýfundnalandi, fyrsti fyrirlestur 14. apríl. Hundrað ér í Vesturheimi sýnd í Vancouver Dr. Finnbogi Guðmundsson mun í næstu viku skreppa vestur til Vancouver og í þeirri ferð sýna kvikmyndina HundraS ár í Veslurheimi að Höfn í Vancouver miðviku- dagskvöldið 13. maí kl. 8. Er þess að vænta, að íslendingar í Vancouver og nágrenni noti þetta tækifæri til að sjá þessa stórfróðlegu mynd um íslendinga í Norður-Ameríku og byggðir hennar. Islenzkc í þingsal Manitobafylkis H o n . Philip M. Pétursson menningarmálaráðherra Mani tobastjórnar flutti aðalræðu sína á Manitobaþinginu á fimmtudaginn og gerði grein fyrir starfi og áformum sinn- ar deildar. Eitt af mörgum verkefnum þeirrar deildar er undirbúningur og fram- kvæmdir í sambandi við hundrað ára afmælis hátíða- höld Manitobafylkis. Fer vel á því, að þingmenn séu minntir á, að fleiri tungu- mál en enska og franska, eigi rétt á sér í þessu landi og lauk menningrrmálaráðherr- ann ræðu sinn:. 'slenzku: Herra þingstjóri: Mér var sagt, að vinur minn, þingfull- trúinn frá .Rock Lake kjör- dæmi, hafi flutt nokkur orð á íslenzku á þingfundi þessa þings fyrir fáeinum dögum og vil ég nú fylgja eftirdæmi hans. Hér, eins og menn vita, sitja á þessu þingi menn af mörg- um mismunandi þjóðflokkum og þessvegna af mörgum mis- munandi tungum. Forsætisráðherran t a 1 a r sjálfur fjögur mismunandi tungumál og í þingsetningar- ræðu hans flutti hann nokk- ur orð á þeim fjórum tung- um, nefnilega ensku, frönsku, þýzku og úkrainízku. En þar sem þrír íslendingar sitja á þessu þingi i er viðeigandi að það mál heyrist líka, ekki sízt þar sem er verið að halda upp á hundrað ára afmælis þessa fylkis, og þar sem íslendingar hafa nú búið þessi s. 1. níutíu og fimm ár. Fyrir níutíu og fimm árum settust þeir hér að á bökkum Winnipegvatns og þar hafa þeir átt sinn þátt í því, að byggja þetta land. Hér hafa börn þeirra alizt upp, — — böm þeirra og bamabörn og hafa þau gerst góðir borgarar þessarar þjóðar og þessa fylkis. Og nú eiga þau sinn þátt í því að halda upp á aldar- afmæli fylkisins, sem hefir verið heimili þeirra öll þessi ár, í samfélagi við fólk af öðmm þjóðflokkum og öðmm uppruna. En tilgangi mínum er náð með þessum fáu orðum, nefni- lega að láta heyrast íslenzkt mál í þessum sal, íslendingum til viðurkenningar. Að svo sögðu, herra þing- stjóri, enda ég mál mitt og þakka fyrir góða áheyrn. fSLANDSFRÉTTIR Mgbl. 1. til 7. apríl. HLÝTUR FRAMA í AMERÍSKTJM BANKA Fyrir nokkru var Thor Thors jr. skipaður aðstoðar- bankastjóri (Vice President) í First National City Bank í New York. Þessi banki er einn stærsti banki í Banda- ríkjunum og hefir skrifstofur út um allan heim. Thor er 35 ára, sonur Ág- ústu og Thor Thors, sem var sendiherra Islands í Washing- ton. — Thor útskrifaðist frá i Harvard University 1956 og stundaði síðan framhaldsnám í alþjóðalögum og bankamál- um við Georgetown Univer- sity og Rutgers University. Thor er kvæntur amerískri konu, Virginia Averill Fincke, og eiga þau hjónin 3 börn. HANDRITAMÁLIÐ Síðdegis á föstudag var kveðinn upp dómur í hand- ritamálinu í Eystra landsrétti í Danmörku. Dómur féll á þá Iund, að danska ríkið skyldi ekki vera skaðabótaskylt Ámasafni vegna afhendingu handritanna til íslands. Baráttan í handritamálinu milli danskra stjórnvala ann- ars vegar og Arnasafns hins vegar hefur staðrð allt frá ár- inu 1965 er danska þingið samþykkti lög um afhendingu handritanna. Hófust þá þegar málaferli, sem staðið hafa allt fram á þennan dag en mun nú senn lokið. Er því loksins farið að hilla undir það, að við íslendingar fáum handrit- in heim. íslenzka þjóðin hefur búið sig vel undir að veita hand- ritunum verðuga móttöku og búið þeim stað í glæsilegum húsakynnum þar sem ekkert verður til sparað að veita vís- indamönmum í norrænum fræðum sem bezta starfsað- stöðu. íslendingar bíða því þeirrar stundar með mikilli eftirvæntingu er þessi dýr- mætustu menningarverðmæti þjóðarinnar koma aftur heim úr lamgri útlegð og færir í s 1 e n z k a þjóðin dönskum stjórnvöldum og dönsku þjóð- inni sínar einlægustu þakkir fyrir vinarhug þeirra og vel- vild og skilning á því hversu mikilvægt það er í augum ís- lendinga að fá handritin aftur heim. Alþýðublaðið, 16. marz. FRUMÚTGÁFA HEIMSKRINGLU Á bókauppboði Sigurðar Benediktssonar verða seldar nokkrar fágætar og eftirsótt- ar bækur, m. a. frumútgáfa af Heimskringlu Snorra Sturlu- sonar, er gefin var út í Stokk- hólmi 1697. Mun sú bók vera orðin mjög fáséð núna, ekki sízt svo heilt og vel með far- Framhald á bls. 3. Aworded a Cenfrennial Medal At the Manitoba Historical Society dinner held at Fort Garry Hotel on the 27 of April 1970, His Excellency, Govem- or-General Roland Michener presented Historical Society Centennial Commemoration medals to nineteen prominent and representative Manito- bans. One of the nineteen was Judge W. J. Lindal. Because^ he is at present confined to Deer Lodge hospital, his med- al was received on his behalf by his daughter Ruth — Mrs. D. W. Hilland of Calgary.

x

Lögberg-Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg-Heimskringla
https://timarit.is/publication/160

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.