Lögberg-Heimskringla - 07.05.1970, Blaðsíða 2

Lögberg-Heimskringla - 07.05.1970, Blaðsíða 2
2 LÖGBERG-HEIMSKRINGLA, FIMMTUDAGINN 7. MAÍ 1970 DR. VALDIMAR J. EYLANDS: Sól og sumar | Erindi fluli í Fyrsiu lúiersku kirkju, í Winnipeg, sunnudaginn fyrsian í sumri, 26. apríl 1970. Texti: „Sjá, veturinn er liðinn, rigningarnar eru um garð gengnar, blómin eru farin að sjást á jörðinni, tíminn til að sniðla vínviðinn er kominn, kurr turtildúfunnar heyr- ist í landi voru. Ávextir fíkjutrjánna eru farnir að þroskast, ilminn leggur af blómstrandi vínviðnum. Stattu upp, — æ kom þú.“ Ljóðaljóðin 2:11-13. Eins og kunnugt er, ber sumardaginn fyrsta uppá fyrsta fimmtudag eftir 18. apríl, ár hvert og sunnudagurinn næsti á eftir, er oft nefndur fyrsti sunnudagur í sumri. Ekki er get- ið um þessa merkisdaga íslenzka almanaksins í ritningunni, sem ekki er heldur von, enda fagna engar þjóðir á jörðu sumri á sama hátt og vér. En þó er fagnaðarboðskapur sum- arsins túlkaður mjög fagurlega í hinni helgu bók, eins og sjá má af tilfærðum orðum texta míns. Það mætti ætla, af orð- anna hljóðan, að nokkrir menn hafi haft vetrarsetu á vissum stað, og verið næsta aðgerðalitlir. Á björtum vormorgni gá þeir til veðurs, og þá verður einum þeirra að orði um leið og hann ávarpar félaga sína: Sjá veturinn er liðinn, rigningarn- ar eru um garð gegnar, o. s. frv. Vér, sem hér dveljumst, tökum af alhug undir þessi orð. Vér getum að vísu ekki bent á ávexti fíkjutrjánna, enn sem komið er, vér getum ekki heldur heyrt kurr turtildúfunnar, eða andað að oss ilmi vínviðarins, en vér eigum fyrirheitið um allt þetta. Þetla er a3 koma. Það stendur oss nær en ella, vegna þess sem við bar í fyrradag, þá var sumardagur fyrsti, og þá var sumri fagnað allstaðar þar sem íslendingar dveljast. Það er oft ánægjulegra að lifa í von, en í vissu. Maður nokkur sagði við mig nýlega, líklega fremur í gamni en alvöru, að það væri meira gaman að lifa í tilhugalífi, en í hjónabandi. Það er sama hugsunin á öðru sviði: vonin get- ur stundum verið ánægjulegri en fullvissan, eða veruleik- inn. Fyrsti sumardagur hefir oft verið fyrst og fremst dagur vonarinnar og fyrirheitsins. Hann hefir ávalt verið Islend- ingum einkar kærkominn, eins og eðlilegt er um þjóð sem býr í fremur hrjóstrugu landi þar sem vetrarríki er mikið og þreytandi. Það er alkunnugt sálfræðilegt fyrirbrigði að árstíðir og veðurfar hafa mikil áhrif á upplag og skaphöfn manna. í harðbýlum og illviðrasömum löndum verða menn alla vega þunglamalegir og seinir til viðbragða. Það er engu líkara en að blóðrásin sé hægari á vetrum, að bæði líkami og sál sé haldin sljóleika sem hverfur fyrst með sól og sumri. Táp og fjör örvast með hækkandi sól, og menn segja hvorir við aðra, rpeð ýmsum hætti: Stattu upp, komdu nú. Fleygðu frá þér mussu myrkranna, og öllum kuldaklæðnaði, og gakktu hugumstór og vonglaður inní gróðraríki sumarsins. Það væri fróðlegt.að rannsaka íslenzka ljóðagerð, með tilliti til sumarkomunnar, og athuga hvernig íslenzku skáld- in hafa fagnað sumri. Eitt þeirra segir um sumarsólina: „Þú klæðir allt í gull og glans, þú glæðir allar vonir manns, og hvar sem tárin hvika á kinn, þau kyssir geislann þinn.“ Annar segir um sumarið: „Dauða vaknað allt er af, allt um loft og jörð og haf sannar sigur lífsins.“ Enn öðrum farast svo orð: „Nú er vortíð sæl í sál, með sumarmildum blæ, ég finn hve vex mín von og ást, og vökv- ast hulin fræ.“ Jónas kvað fyrir meira en hundrað árum: Höfundur, faðir alls sem er um allan geiminn hvar sem fer þú sem skapar Ijós og líf, landinu vertu sverð og hlíf. Myrkur og villu og lyga lið láttu nú ekki standa við, sumarsins góða svo að vér sannlega njótum rétt sem ber. Vorblómin sem þú vekur öll vonfögur nú um dali og fjöll og hafblá alda og himinskin hafa mig lengi átt að vin. Leyfðu nú Drottinn, enn að una eitt sumar mér við náttúruna. Kallirðu þá, ég glaður get ^ gengið til þín, ið dimma fet. En þótt vér Islendingar fögnum sumri í ríki náttúrunn- ar, er oss það ljóst að fimbulvetur stendur enn yfir í lífi mannanna víða um heim. Hvar sem litið er, virðist mannfélagið vera í upplausn. í stað þess að sjá blóm bróðurkærleikans spretta á jörðinni sjáum vér lönd og álfur hulinn jökulbreiðum eigingirni og mannhaturs; í stað þess að hlusta á kurr turtildufunnar heyrum vér sprengju- þyt og vopnagný í nálægum og fjarlægum austurlöndum og víðar; í stað þess að anda að oss ilminum af blómstrandi vorgróðri, erum vér til *þess neydd að ganga yfir eyðilegt hjam þar sem engin vex rós; í stað þess að heyra menn segja: Stattu upp, og gakktu lífsglaður og vondjarfur á móti Ijósi og lífi, segja menn: Varaðu þig, það situr ein- hver á svikráðum við þig. Líf þitt og lán eru í veði, mannorðsþjófar og morðingjar eru á hverju strái; almennur eignarréttur er afnuminn, eiturlyf eru í hvers manns vasa, heimilishelgin er horfin, allt skipulag er í upplausn, gamlar dyggðir eru orðnar úreltar og hlægilegar. „Myrkur, villa og lyga lið“ hafa komið, ekki aðeins til að standa við“ um stund, en hafa haslað sér varanlega völl í viðskiftum manna á flestum sviðum. Er þetta árangurinn af tvö þúsund ára kristindómi? Nei, það er ávöxturinn af því að sniðganga og vanrækja kristindóminn. Einhverstaðar las ég dæmisögu sem fjall- aði um sérvitring einn sem tók það fyrir að byggja glugga- laust hús, af því að hann taldi að það yrði auðveldara að halda því sæmilega hlýju. En er til kom reyndist ekki vist- legt þar inni. Var svartamyrkur, og um nætur riðu púkar og illir andar þar röftum svo að hrykkti í hverju tré. Tók því maðurinn það ráð að reyna að bera dagsbirtuna inní pokum. En það gekk ekki vel. Auðvitað er þetta dæmisaga, og dæmisögur má ekki taka bókstaflega. En sagan bendir á sínu líkingamáli á þá raunalegu staðreynd að menn reyna enn í dag að bera dagsljósið í pokum eigin hyggjuvits inní must- eri mannlegs lífs, og telja að það eitt nægi. Nú dettur engum manni í hug að gera lítið úr hyggju- viti og tækni mannsandans. Hún er vissulega á háu stigi, og hefir skapað oss fleiri þægindi en svo að hægt sé upp að telja í fljótu bragði. Talið er t. d. að ný tímamót séu fram komin í mannkynssögunni við það að menn stigu í fyrsta sinn fótum á yfirborð tunglsins. Allur heimurinn stóð á öndinni á dögunum er þremenningarnir voru á heimleið úr sinni slysalegu fýluför til tunglsins. í landi eins og Norður Ameríku, þar sem hundruð manna farast daglega á þjóð- vegum er hæpið að menn hafi verið svo hörundssárir útaf þessum þrerrvur mannslífum sem voru í bráðri hættu. En aðalspumingin virðist hafa verið þessi: Skyldi nú tæknin bregðast? Það skall að vísu hurð nærri hælum, en tæknin brást ekki í það sinn. Mun það líklegt að henni heppnist að bjarga heiminum frá æ vaxandi vitfyrringu? Nærtæk dæmi úr fortíð og nútíð eru neikvæð. Vonarsnauða vizkan veldur köldu svari. Það er ekki hægt að hugsa sér sumar án sólar. Grútarlampamir gömlu voru góðir í myrkr- inu, en þegar dagur rann vom þeir að engu nýtir. Mannlegt hyggjuvit er dásamlegt og gott að vissu marki, en það nægir ekki til að lýsa vegferð mannanna. Það sem sólin er í ríki náttúmnnar, það er Kristur í mannlífinu. I pistillexíu dagsins í dag segir: „Sérhver góð gjöf, og sérhver fullkomin gjöf kemur frá föður ljósanna. . . . Dásamlegasta gjöfin frá föður ljósanna, er hann, sem þegar hann dvaldist á jörð, nefndi sig heimsins ljós. Þegar mannlífið breiðir sig á móti Kristi þá fyllist hjartað vorfögnuði, þá fyrst taka blóm að springa út, og lífið tekur á sig blæ fegurðar og yndisleika. Hverskyns eru þau blóm sem spretta í akurlendi mannlegs hjarta fyrir áhrifin frá föður ljósanna? Það em blóm kristilegra dyggða, urnfram allt blóm trúar, vonar, og kærleika til Guðs og samferðamannanna hvað sem líður hörundlit þeirra, trúarbrögðum eða tungutaki. Þegar vér því á þessum dögum óskum hvorir öðrum gleðilegt sumars, þá felast í þeim orðum ekki aðeins hin hefðbundna ósk um sólbjairta sumartíð næstkomandi mán- uði, heldur og bæn um meira Ijós og blessun Guðs fyrir alla menn. Sumarmálafagnaður Það var bjart í samkomu- sal hinnar Fyrstu lútersku kirkju hér í borg þann 24. apríl er ungmenni safnaðar- ins ásamt presti kirkjunnar, Pastor Arvidson, efndu til sumarmálafagnaðar. Það hafði viðað að sér prýðilegri skemmtiskrá enda á það sjálft úr miklu að velja. Eldri kynslóðin fyllti samkomusal og allir voru í sólskinsskapi. Þar sem samkoma þessi var lítt auglýst út á við, finnst mér skylt að geta þeirra atr- iða er voru á skemmtiskrá er hegluð voru bæði íslenzku og ensku. Samkomustjóri, Gerry Hall- son, ávarpaði gesti með lipr- um myndugleik og bauð fólk- ið velkomið. Mrs. V. Thorlak- son þakkaði, fyrir hönd hinn- ar eldri kynslóðar. Að því loknu hófust aðal skemmtiatr- iðin. Ungmenna söngflokkur kirkjunnar söng nokkur sígild lög sem hljómuðu þýtt í eyr- um okkar eldri, er höfðum lært þau í æsku. Ung stúlka las kvæði, Óð* til vorsins; Reg Fredrickson söng þrjú lög — valdi þar alla T gamla ástvini okkar þeirra miðaldra og eldri. Vakti söng- ur hans mikla hrifningu á- heyrenda. Dr. V. J. Eylands er staddur var á samkomunni flutti kveðjur og ávarpaði mannfjöldann og óskaði öll- um gleðilegs sumars. Brian Björklund söng þrjú lög, hann hefur hlotið í vöggugjöf undur þýða og hljómfagra rödd. Ungmenna k ó r i n n söng „Stóð ég úti í tunglsljósi11. Var ánægjulegt að heyra hvað hinn íslenzki framburður þeirra var skír. Mrs. I. Goodridge söng tvö lög, Ó, leyf mér þig að leiða, og gamansönginn „Spinn, spinn“ leysti þau af hendi með glaðværð og lipurð. Jóhann Beck las tvö kvæði, annað eftir Davíð Stefánsson frá Fagraskógi, þá söng eldri söngflokkur kirkjunnar nokk- ur íslenzk lög, endaði með „Vorið er komið og grundim- ar gróa“. Var ekki frítt við að sumir gestanna rauluðu undir. Þær Björg ísfeld og Sylvia Storry aðstoðuðu söngfólkið við slaghörpuna. Prestur safn- aðarins, P a s t o r Arvidson, þakkaði gestum fyrir komuna, lét ánægju sína í ljós yfir góðri aðsókn, bauð öllum að ganga í neðri sal kirkjunnar og þiggja kaffi og kræsingar. Þar beið gesta alíslenzkar veitingar; gengu ungmenni um beina með myndarbrag. Þær Guðrún Blöndal og Kristín Johnson skenktu kaff- ið, klæddar íslenzkum bún- ingi. Þessi skemmtun var öllum til sóma er að henni stóðu og sýndi hvað býr í okkar ungu kynslóð ef góður leiðtogi finnst. Þökk sé ungmennum Fyrstu lútersku kirkju og þökk sé presti safnaðarins fyrir þessa hugulisemi við gamlar íslenzk- ar erfðir og skilníng á til- finningum okkar eldri íslend- inga, og því meir þar sem prestur safnaðarins er ekki kvistur af íslenzkri rót. Valdheiður Thorlakson.

x

Lögberg-Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg-Heimskringla
https://timarit.is/publication/160

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.