Lögberg-Heimskringla - 07.05.1970, Blaðsíða 4

Lögberg-Heimskringla - 07.05.1970, Blaðsíða 4
4 LÖGBERG-HEIMSKRINGLA, FIMMTUDAGINN 7. MAÍ 1970 Lögberg-Heimskringla Published every Thursday by • NORTH AMERICAN PUBLISHING CO. LTD. Prinied by WALLINGFORD PRESS LTD. 303 Kennedy Sireei, Winnipeg 2, Man. Ediior: INGIBJÖRG JÓNSSON President, Jakob F. Kristjansson; Vice-President S. Alex Thorarinson; Secretary, Dr. L. Sigurdson; Treasurer, K. Wilhelm Johannson. EDITORIAL BOARD Winnipeg: Prof. Haraldur Bessason, chairman; Dr. P. H. T. Thorlakson, Dr. Valdimar J. Eylands, Caroline Gunnarsson, Dr. Thorvaldur Johnson, Hon. Phillip M. Petursson. Minneopolis: Hon. Valdimar Bjornson. Victoria, B.C.: Dr. Richard Beck. Icelond: Birgir Thorlacius, Steindor Steindorsson, Rev. Robert Jack. Subscriplion $6.00 per year — payable in advance. TELEPHONE 943-9931 "Second class mail registration number 1667". Kosningarnar í Quebec 29. apríl, 1970 Frakkarnir í Quebec hafa lengi verið canadískum stjórnarvöldum óþjálir. Þegar Liberalar komust að völdum fyrir tveimur árum undir forystu manns frá Quebec, Pierre Elliot Trudeau og hann skipaði all- marga menn af frönskum ættum í ráðuneyti sitt, vænti canadíska þjóðin þess, að samkomulagið milli Quebec og Ottawa myndi skána, en það fór á annan veg. Union Nationale flokkurinn sat við völd í Quebec — flokkurinn, sem Maurice Duplessis efldi þannig að hann varð sjálfur nokkurskonar einræðisherra í Quebec. Hann lét Quebec þingið samþykkja ýmislegaj löggjöf sem braut í bága við löggjöf landsins eins og t. d. hina alræmdu Hengilás löggjöf. Þegar hann féll frá fyrir allmörgum árum varð hann víst fáum harm- öauði. Eftir nokkra ára stjórn Lesage Liberal stjórnar- innar komst Union Naiionale flokkurinn aftur til valda í Quebec undir forystu Daniel Johnson og að honum iátnum, Jean-Jacques Bertrand. Þeir voru ekki eins harðir í horn að taka eins og Duplessis, en samt Virtist ávalt vera einhver urgur milli þeirra og Ottawastjórn- ar og þeir höfðu jafnvel í hótunum, að ef ekki væri tekið tillit til Quebec eftir því sem þeir óskuðu, gæti Quebec sagt skilið við Canada. Allir minnast þess þegar Charlies de Gaulle for- seti Frakklands kom til Quebec á hundrað ára afmæl- ishátíð fylkjasambands Canada, kom hann þar fram eins og Quebec væri sérstakt ríki, og var fagnáð með kostum og kynjum í Quebec, en virti stjórn landsins varla viðtals. Fyrir þessar ástæður var það ekki lítið fagnaðar- efni fyrir stjórnina í Ottawa þegar Union Na- tionale flokkurinn varð fyrir stórkostlegu tapi í kosn- ingunum á miðvikudaginn, 29. apríl. Þegar gengið var til kosninga átti hann 56 sæti af 108 á þingi en hefir nú aðeins 16 þingmenn, og fékk aðeins 20 prósent atkvæða í fylkinu. En nýlega komu önnur vandræði upp á tening- inn. Maður að nafni Rene Levesque, lýðæsingamaður mikill og ræðumaður góður, er lengi var Liberali sner- ist og varð alger aðskilnaðarmaður. Hefir hann ferðast um landið víða og flutt ræður um, að Quebec eigi að segja skilið við Canada. Hann stofnaði aðskilnaðar- flokk fyrir 18 mánuðum er nefnist Union Quebscois og hlaut flokkur hans 7 þingsæti af 108, en hitt er athygl- isvert, að eftir þennan stutta tíma fékk flokkur hans 23% af öllum atkvæðum, sem greidd voru, og munu þau öll vera frá frönsku fólki, því fólk af öðrum þjóðernum, sérstaklega brezkum, sem eru þar fjöl- mennir, munu sannarlega ekki hafa greitt þeim flokk atkvæði. Annars er það furðulegt, ef það er löglegt, að nokkur flokkur hafi rétt til, að hafa á stefnuskrá sinni, að sundra þjóðinni. Slíkt myndi talið til ættjarðar- svika annarsstaðar. Ekki er t. d. hægt að hugsa sér það, að nokkurt ríki nágranna þjóðar okkar, Banda- ríkjanna, myndi dirfast að krefjast aðskilnaðar. Fjöldi fólks af frakkneskum ættum býr í hópum annarsstaðar í Canada — í New Brunswick, St. Boni- face, Edmonton, B.C. og víðar og ber ekki á öðru en að því komi vel saman við aðra íbúa landsins og sam- kvæmt fréttum, virðist þessu fólki hafa létt fyrir brjósti þegar hvorugur ofannefndra flokka náðu litlu fylgi á^ þingi í Quebec. Annars virðast Quebec búar taka lítið tillit til Frakka, þeirra er búa utan fylkisins. Liberal flokkurinn undir forystu Robert Bourassa j vann mikinn sigur; hreppti 72 þingsæti af 108, en fékk þó ekki fleiri en 45 prósent af öllum greiddum atkvæðum. Social Credif flokkurinn, sem nú í fyrsta sinn tók þátt í fylkiskosningum í Quebec hlaut 7 þingsæti, og er sá flokkur algerlega andstæður öllu aðskilnaðar- vafstri. — NDP flokkurinn kom lítið við sögu í þessum kosn- ingum þótt hann hefði nokkra menn í framboði til málamyndar en enginn þeirra náði kosningu. Forsætisráðherra Quebec fylkis, sem nú tekur við völdum, Roberi Bourassa, er aðeins 36 ára að aldri. Hann er hagfræðingur — economist — að menntun. Ekki veitir af, að maður, sem hefir þekkingu á hag- fræði, taki við völdum, því framkvæmdir í fylkinu hafa um skeið staðið í stað og efnahagur þess í bágu ástandi og um 9 % af vinnulýðnum er atvinnulaus. Svo var mikill óttinn við afleiðingar, ef að að- skilnaðarmenn kæmust til valda, að nokkru fyrir kosn- ingarnar fluttu fimm eða sex stálbrynjaðir Brinks flutningabílar veðbréf og önnur verðmæti úr bönkum í Montreal til banka í Toronto — ef hægt er að taka trúanlegar frásagnir dagblaðana. — Ekki er líklegt að þessum verðmætum verði skilað aftur fyrst um sinn, því langt er frá, að Frakkar í Quebec láti af aðskilnaðarlöngun sinni. — Að frá- dregnum atkvæðum frá enskumælandi kjósendum í fylkinu fékk Aðskilnaðarflokkurinn 610,000 atkvæði og Únion Nationale 500,000, en Liberalar 800,000 og Creditisiar 300,000 en þeir síðastnefndu eru federalist- ar, eða sambandsmenn. Aðskilnaðarmenn fengu mest sitt fylgi í Montreal og öðrum borgum, og er því hætt á því, þegar kjör- dæmaskiptingar eru endurskoðaðar, og kjördæmum breytt samkvæmt mannfjölda, að aðskilnaðarmenn nái fleiri sætum á þingi í næstu kosningum. En, er á meðan er, og vænta nú margir mikils af hinum nýja forystumanni í Quebec, að hann geti greitt svo vel úr vandræðum í fylkinu á næstu fjórum árum að meginhluti frönskumælandi íbúa fylkisins sætti sig við að verða góðir og gegnir Canadamenn. — I. J. Land og þjoð Eftir Guðmund Finnbogason: Ný útgáfa með efiirmála Sigurðar Þórarinssonar. Bókaútgáfa Menningarsjóðs og Þjóðvinafélagsins, Reykjavík 1969. í bók Guðmundar Finn- bogasonar Land og þjóð, heit- ir lengsti og ítarlegasti þátt- urinn Landslag. Þar segir m. a.: „Vér höfum nú vikið nokkuð að helztu atriðum landslagsáhrifanna og eftir föngum leitt vitni úr bók- menntunum. Tilgangurinn hefur verið að rifja upp reynslu manna í þessum efn- um, eins og hún birtist í nátt- úrulýsingum, og vekja þar með íhugun lesandans, svo að hann beri það, sem sagt hefir verið, samap við sína reynslu og geri sér gleggri grein hennar en áður.“ Sigurður Þórarinsson held- ur því fram með réttu í eftir- mála, að Guðmundur Finn- bogaison, sem hann kallar gáf- aðan, víðlesinn og fjörmikinn menningarfrömuð, sé núlif- andi kynslóð ókunnari en skyldi. Að vekja íhugun les- andans; er það ekki einmitt sjálfur galdur ritgerðarhöf- undarins, essayistans, sem Guðmundur Finnbogason hef- ur á valdi sínu, að minnsta kosti í Landi og þjóð. Bókin er full af tilvitnunum og það er ekki á færi meðalskussa! að búa heilt verk úr garði j með þeim hætti, en ekki leiddist mér að fylgja Guð- mundi Finnbogasyni um land- ið og þeim fjölmörgu rithöf- undum, vísindamönnum og ferðalöngum, sem hann kall- ar til vitnis. Fyrri útgáfa Lands og þjóðar, kom út 1921, en Sigurður Þórarinsson tel- ur hana enn hugvekjandi og hressilega, líkt og væri hún nýsamin. Efni bókarinnar er í stórum dráttum á þessa leið og er þá stuðst við þáttaheit- in: Lega landsins og stærð, Landkostir, Loftslag, Lands- lag, Landskjör og Land og þjóð. Lokaorð Guðmundar Finn- bogasonar sem forseti Íslands gerði að sínum í nýársávarpi til þjóðarinnar um seinustu á r a m ó t, eru eftirfarandi: „Markmið vort verður því að vera það að haga lífi voru í öllum efnum þannig, að þjóð- in eflist sem bezt af landinu og landið af þjóðinni, en menningin af hvoru tveggja." Þetta eru fögur orð og allir Islendingar hljóta að taka heilshugar undir þau. En að- f e r ð Guðmundar Finnboga- sonar er ekki sú, að varpa fram alhæfingum og láta þær nægja, ef þær eru vel orðað- ar. Hann rökstyður mál sitt, veltir ýmsu fyrir sér, rær síst' af öllu einn á báti á sömu mið, heldur leitar víða fanga^ innanlands og utan. Ég er ekki í neinum vafa um, að núlifandi kynslóð, einkum rithöfundar og stjóm- málamenn, gætu margt og m i k i ð lært af Guðmundi Finnbogasyni. Dalgleg um- ræða í blöðum er oft á lágu plani og ef til vill af skiljan- legum ástæðum; hraðinn kall- ar á skýra, og afdráttarlausa skoðun, en úthýsir þeirri hljóðlátu yfirvegun, sem er fyrir mestu og þarf helzt að sitja í fyrirrúmi. En þó list ritgerðarinnar haf'i verið nokkuð vanmetin hjá okkur upp á síðkastið, hef ég þá trú, að hún eigi eftir að eflast. Guðmundur Finnbogason er í hópi þeirra, sem hollt er að lesa til að læra að semja læsi- legan texta og hugsa rökfast, en fleiri en hann eru „lítt kunnir“, eða allt að því gleymdir. Við berjumst við tímann, en hann gerir okkur líka þann greiða að koma aft- ur og segja okkur þau sann- indi, að hann sé blekking; það liggi ekkert á. Bókmenntamaðurinn Guð- mundur Finnbogason dylst hvergi á blöðum Lands og þjóðar. í þættinum Lega landsins og stærð, ræðir hamn um einangrunina, fjarlægðina frá öðrum þjóðum og víkur að viðhorfum Sigurðar Nor- dals um upptök íslenzkrar sagnritunar, se-m Nordail setti fram í bók sinni um Snorra Sturluson, árið 1920. Nordal talar um, að „óhamingjusöm ást á Noregi, gamla landinu, sé dýpsta rót hennar“, og bætir við: „Fjarlægðin frá því, sem menn unna, kennir þeim að muha.“ Guðmundur Finnbogason segir: „Fjarlægð- in kennir þetta með tvennu móti. Annars vegar magnast þráin og þar með umhugsun- in við fjarlægð þess, sem maður ann“, og til glöggvun- ar birtir Guðmundur brot úr Sólarljóðum: „Seglum — / verðr síðhlaðit / þeim er á þráreipum þnuna.“ S í ð a n heldur hann áfram: „Hins vegar verður hver sá, er satt vill vita frá fjarlægum stað, því gjörhugulli um fregnir þaðan sem fjarlægðin gerir honum erfiðara að afla sér vitneskju af sjón og raun.“ Við þekkjum þetta af ýmsum dæmum úr okkar þjóðlífi, og h v a ð skáldskapinn varðar gildir sama um nítjándu ald- ar skáldin íslenzku, sem bjuggu fjarri íslandsströndum á manndómsárum sínum, eins’ og til að mynda Jónias Hall- grímsson, og þá, sem fyrst rituðu sögu hér fjarri alfara- leið, sviptir uppruna sínum. Þessu verður þó ekki samain jafnað án þess að hafa í huga að Jónas var gestur í Kaup- mannahöfn, en sagnritarinn

x

Lögberg-Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg-Heimskringla
https://timarit.is/publication/160

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.