Lögberg-Heimskringla - 07.05.1970, Blaðsíða 5

Lögberg-Heimskringla - 07.05.1970, Blaðsíða 5
LÖGBERG-HEIMSKRINGLA, FIMMTUDAGINN 7. MAÍ 1970 5 fomi átti varla afturkvæmt til gaml'a landsins. En ég ’hmieigiist til að trúa Guðmundi Finnbogasyni þegar hann seg- ,ir um smáþjóðir í salma þætti, ‘hinum fyrsta í Landi og þjóð: „Sá sem ekki freistast af metnaði lafls og stærðar, leið- ist til að hugsa meira um giidi einstaklingsins.“ Þeir, sem kynna sér af al- hug Land og þjóð, fá næig umhugsunarefni. Þ a u e r u ekki öll bókmenntalegs eðlis. Á eimurn stað eru Norðlend- ingar og Sunnlendingar born- ir saman; á öðrum minnt á áhrif landslagsins á sálarlífið, og áhrif ægilegra náttúruvið- burða á mannfólkið; á þriðja spurt: Hvaða land er bezt? Bókaútgáfa Menningarsjóðs og , Þjóðvinafélagsins, hefur gefið út Land og þjóð með tilhlýðlegri virðingu. Bókin er snotur að allri gerð; kápan rauðkrítarmynd og Guðmundi Finnbogasyni fimmtugum, eftir Jóhannes S. Kjarval, og er myndin einig prentuð gegn titilsíðu. Hér er á ferðinni eiguleg bók, sem á erindi til æskumanna og reyndar allra þeirra, sem í alvöru nenna að hugsa um land og þjóð. Jóhann Hjálmarsson, Mgbl. 7. apríl. Á jarðhreinsunardeginum, 22. apríl, 1970 Til góðu vinanna, sem hugsa um, hvert leiðinni sé haldið, því nú á að gera tilraun á, að vekja samvizkur manna um ástand og framtíðarhorfur þessa geimskips, sem við köllum jörð. í gær tók ég úrklippu úr Los Angeles Times og læt hana fylgja þessari grein, en sú grein þarf ekki frekari út- skýringar af mér, enda mun ykkur enn í minni það, sem þið einu sinni lærðuð úr Biblíunni, sem segir um sköpun heimsins. Loksins eftir mikið erfiði og andvökur hefir mér tekist að festa í minni kvæðið hans Einars Ben um Svartaskóla, sem er ekki öllum auðlært né auðskiljanlegt. En hvers- vegna hefi ég gefið huganum slíkt verkefni? Kannske var þetta aðeins til þess að æfa þrótt heilans eða til að sefa þann æsing tauganna, sem fréttir þylja talandi og í myndum. Mér liggur við að halda, að námsmenn Svartaskólans séu enn á meðal vor og vinni að myrkraverkum, og getur þá léikið á efa hvort kjölfesta sé trygg gegn um alla vilp- una og óþrifnaðinn, sem rányrkjan skilar niðjum okkar í erfð. Þeirra verður leiðin afar örðug, ef ekki „Ferð án fyrir- heita“ eins og Steinar skáld kemst að orði. Einhver spekingur sagði forðum: „Enginn er sæll fyrir sitt endadægur“. Ég skil það svo, að eitthvað betra bíði okkar hinumegin. Líklega var sá ekki háður kreddum og kennisetningum, en það er mér ekki gleðiefni, að mér liðnum, að aðrir líði fyrir afbrot mín og annara með allan oþrifnaðinn. Ég vil ekki segja þeim til hneysu, mörgum mínum beztu vinum, sem ólu hjá mér trúarvissu um betri afkomu, en aðalgildi þeirra var, að þeir voru og vildu vera góðir menn. — Faðir minn sagði: „Vitið tómt og vizkan veldur köldu svari“. Ennfremur: „Sýn mér sólarfaðir sjónir hærra en þessar, málið mitt, er síðast miklar þig og blessar. Sýn mér sætt í anda sælu vina minna, blessun minna barna, burtför mína krýnda“. Að komast á rétta leið svo að þessari plánetu verði bjargað, gefur Einar Ben námsmönnum afturhvarfsvon með því sem hann segir í einu erindinu: „Hálfkuklarinn sálarseki sakleysis á hærra reki, — aftur svip síns guðs hann fær.“ Burt, burt með Svartaskóla og þá menningu, sem skóp Frankenstein, en treystum á þá, sem sluppu eins og Sæm- undur, „Fullnuma 1 ormsins list“. Mér leikur í huga Umbi í sögu Laxness, sem er að leita að þjóðbrautinni, eftir að konan, sem þó aldrei var til og hafði gufað upp. — Það er líka hægt að vaða í villu á þjóðbraut og sjá ekki æfintýrið handan hennar. Svo segir Jóh. Hjálmarsson í Lesbókinni. Gunnar Matthíasson. Man Cries Out to God fro , Forgive These Trespasses BY ART BUCHWALD In the beginning, God cre- ated man, which according to all the latest birth control statistics was a big mistake. And God said, “Let there be light,” and there was light, and man called this light fire, and at first it was used to warm him and let him cook his food, and protect him from the wild animals. But the man discovered you could use fire to burn down a forest or bum some one else’s hut or tree house, or a witch at stake, or soft coal or oil, which made the air turn dark grey and black. And this made ma-n start to cough and his eyes to run and his sinuses to hurt. And man finally said, “God, what are you doing to me?” And after God made the rivers and lakes and streams and oceans, man dumped all the refuse from the earth into the waters and it killed the fish and the plants and even the oxygen, and the waters turned muddy and brown and smelled and no one could drink from them or bathe in them, or even sail in them, and finally man shook his fist at the heaven and said, “For God’s sakes knock it off.” And man created the wheel, and this was good because man no longer had to walk through the forests or up and down the mountains or to school. And then man created the engine which turned the wheels and man no longer had to depend on animals to pull him on the roads and paths. And man called the new creature an automobile and it changed the face of the earth, for man was forced to cut down the trees and flowers and pour concrete on the land to accommodate the automobile, a-nd drill into the earth and the sea to fuel it, a n d sometimes the ocean turned black and the air turned brown, and as the aut- omöbile multiplied there was less space to park it, and it was unable to move any faster than a horse, and man behind the wheel screamed, “Good God, am I ever going to get home?” And man created the plastic ba-g and the tin and aluminum can and the collophane wrap- per and the paper plate and the disposable bottle and this was good because man could then take his automobile and buy his food all in one place and he could save that which was good to eat in the refrig- erator, and throw away that which had no further use. And pretty soon the earth was covered with plastic bags and a 1 u m i n u m cans and paper plates and disposable bottles a-nd there was no- where left to sit down or to walk, and man shook his head and cried, “Look at all this God-awful litter.” ★ And man learned to split the atom and then he took what he learned and he put it in a bomb to defend him- self from other men, and he set off the bomb to see if it would work and it did and man was very pleased with himself because he was safe I from other men and this was - good. But other men learned to split the atom too and they put it in their bombs and so man had to make bigger bombs, and the other men had to make bigger bombs and the explosions put radio- active material in the air which got into man’s food and water and made that which was nourshing ined- ible, and that which would quench t h i r s t undrinkable. And again man became very frightened and said. “God help us all.” i But by this time God had had it and he sent down word to his loyal servant, Ralph Nader: “Now Ralph, the first thing I want you to do is build an ark and then . . .” Los Angeles Times, April 21. 1970. Fimm íslendingar í sfrjórn Árnasafns Berlingske Aftenavis birtir fregn þess efnis, að ísland muni nú skipa þá fjóra menn í stjóm Árnasafns, sem Is- landi var heimilt að gera með konunglegri tilskipan 25. maí 1936. í 32 ár hefur ísland ekki viljað skipa þessi fjögur sæti í stjórninni þannig, að hún hefur verið skipuð sex dönsk- um mönnum auk Jóns Helgai- sonar prófessors. I s 1 a n d hefur tilnefnt í stjómina þá Einar ölaf Sveinsson, prófessor, Halldór Halldórsson, prófessor, Magn- ús Má Lárusson, prófessor og Ármann Snævarr prófessor. Berlingske Aftenavis segir, að eftirleiðis mimi hin þjóð- lega skipting innan Árnasafns verða 6 á móti 5, þar eð blaðið gerir ráð fyrir að Jón Helga- son, prófessor muni æskja þess, að vera talinn til hins íslenzka hluta stjórnarinnar. Þá heldur blaðið því fram, að hinir íslenzku stjómarmenn muni geta haft veruleg áhrif í stjórn Árnasafns yfirleitt, og þó einkum er málaferlum vegna fyrirhugaðar afhend- ingar handritanna lýkur og velja skal þau handrit, sem afhendast eiga Islandi. Hið íhaldsama dagblað, sem þekkt er fyrir andstöðu sína gegn afhendingu handritanna telur einnig, að íslendingarn- ir í stjórninni muni hefja þar eins konar stríð á annan hátt. Náist ekki samkomulag um, hvaða handrit skuli afhendast, segja- lögin, sem danska þing- ið samþykkti, að velja skuli a-lþjóðlegan oddamann. Stjóm Ámasafns eigi að skila áliti um val þessa oddamanns, en Berlingske Aftenavis telur „að stjórnin muni nú ekki geta komizt að samhljóða samkomulagi um slíkan al- þjóðlegan fræðimann. Þeir eru fáir og fyrirfram er vitað um aðstöðu þeirra til afhend- ingar,“ segir blaðið. i * Mbl. bar þessa frétt undir Magnús Má Lárusson há- skólarektor. Til skýringar gerði hann grein fyrir því, hvemig menn hafa verið skip- aðir í stjóm Árnasafns. Kos- in af háskólaráði Hafnarhá- skóla er Jón Helgason, pró fessor, kosnir af háskólaráði Háskóla fslands em prófessor Einar Ólafur Sveinsson og Halldór Halldórsson, prófess- or, kjörinn af Dansk Islandsk Fond er Arne Noe-Nygaard, kjörinn af stjórn Sáttmála- sjóðs prófessor Ármann Snævarr, og loks eru skipaðir af kennslumálaráðherra- Dana prófessor Christian Wester- gaard Nielsen, formaður, pró- fessor Magnús Már Lámsson, rektor, cand. mag. Becker- Nielsen deildarstjóri, Palle Birkelund, ríkisbókavörður og Ole Widding lektor. Sjálf- ur hefur Magnús Már Láms- son skipunarbréf í stjórnina frá Helge Larsen kennslu- málaráðherra Dana, dagsett 14. febrúar. Þessi upptalning sýnir að stjórnin er ekki skip- uð eftir þjóðemi. Þá benti Magnús Már Lár- usson á, að sá hluti Árnasafns, sem hingað mundi koma, væri milliríkjasamningi milli ís- lands og Danmerkur, eftir sem áður samkvæmt dönsk- um lögum og hluti af Áma- safni, bæði handrit og pen- ingaeign. Þess vegna væri of- ur eðlilegt þegar mál hefðu nú skipazt á þennan veg fyr- ir v e 1 v i 1 d og umhyggju manna í báðum löndum, að stjómarnefnd Árnasafns væri með þessum hætti. — Mér er óhætt að fullyrða fyrir mitt leyti, sagði Magnús Már rekto-r, að ég ætla mér ekki að fyrra bragði að heyja neinar styrjaldir. Fyrir því er enginn grundvöllur. Loks má geta þess að þessi almenna skipun í stjórn Áma- safns gildir til septemberloka 1973. En auk stjórnarinnar er eftirlitsnefnd, sem í eru pró- fessoramir Arel E. Christien- sen og C. J. Becker. Morgunblaðið. GRÍMISVARAÐ Ásgrímur (Magnússon) Ás-' grímsson frá Sleitustöðum í Skagafirði, 1 e n g i bóndi í Henzel, skrifaði mér, skjallaði mig og sagði að ég hefði ver- ið „þarfur maður þjóð og landi.“ — Svar mitt: „Þarfur maður þjóð og landi“, það eru fyrn að heyra slíkt, hvað hann Grímur getur ýkt, — án þess þó að í honum standi. Á. G. E.

x

Lögberg-Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg-Heimskringla
https://timarit.is/publication/160

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.