Lögberg-Heimskringla - 14.05.1970, Blaðsíða 4

Lögberg-Heimskringla - 14.05.1970, Blaðsíða 4
4 LÖGBERG-HEIMSKRINGLA, FIMMTUDAGINN 14. MAÍ 1970 Lögberg-Heimskringla Published every Thursday by NORTH AMERICAN PUBLISHING CO. LTD. Prinied by WALLINGFORD PRESS LTD. 303 Kennedy Sireei, Winnipeg 2, Man. Ediior: INGIBJÖRG JÓNSSON President, Jokob F. Kristjansson; Vice-President S. Alex Thorarinson; Secretary, Dr. L. Sigurdson; Treasurer, K. Wilhelm Johonnson. EDITORIAL BOARD Winnipeg: Prof. Haraldur Bessason, chairman; Dr. P. H. T. Thorlakson, Dr. Voldimar J. Eylands, Caroline Gunnarsson, Dr. Thorvaldur Johnson, Hon. Phillip M. Petursson. Minneopolis: Hon. Valdimar Bjornson. Victorio, B.C.: Dr. Richard Beck. Iceland: Birgir Thorlacius, Steindor Steindorsson, Rev. Robert Jack. Subscripiion $6.00 per year — payable in advance. TELEPHONE 943-9931 ''Second class mail registration number 1667". Hundrað ár í Vesf-urheimi Ég minnist þess, að frá barnsaldri hafði ég mesta skemmt- un a-f því að lesa og hlýða á sögur frá íslandi, einkanlega þjóðsögurnar. Ég stafaði mig fljótlega fram úr þjóðsögum' Jóns Arasonar einmitt vegna þess hve mér þótti þær „spennandi" og var því orðin lesandi á íslenzku á unga aldri. Allgott bókasafn var á heimilinu og meiri hluti bókanna íslenzkar. Þar var og sungið mikið voru það aðallega íslenzk- ir ættjarðarsöngvar. Það var því eðlilegt að mig langaði til að fara til íslands og þangað komst ég sumarið 1934. Ég komst að því að ekki hafði verið afsögum sagt af fegurð landsins. Mér var og tekið opnum örmum af vinum, sem dvalið höfðu hér vestan hafs og kynnst höfðu Vestur- íslendingum en af hinu var ég furðu lostin, hve fólk al- mennt þekkti lítið til íslendinga vestan hafs, enda birtust sjaldan fréttir af V. íslendingum hvorki í dagblöðum né 'vikublöðum landsins. Dr. Finnbogi Guðmundsson gerir grein fyrir því í eftir- fylgjandi ræðu hversvegna íslendingar heima, virtust fyrr- um tómlátir í garð Islendinga vestra. Þetta er nú allt að breytast með vaxandi kynnum milli íslendinga austan hafs og vestan og hefir Dr. Finnbogi átt stóran þátt í því með ræðum sínum og myndasýningum. Hann hefir sýnt mynd sína Hundrað ár í Vesiurheimi um allt Ísland auk þess sem hann hefir flutt ótal ræður og gefið út bækur um okkur hér vestra. Hann hefir nú sýnt þessa ágætu litmynd á átta stöð- um hér vestan hafs við mikla aðsókn, og við erum í mikilli þakkarskuld við hann. — I. J. DR. FINNBOGI GUÐMUNDSSON: Ræða á Álfaskeiði fluii á úlisamkomu Ungmennafélags Hrunamanna 25. júlí 1954. Ég geri ráð fyrir, að menn búist við einhverri hugleið- ingu um Vestur-íslendinga, þar sem ég hef nú að undanfömu verið starfandi meðal þeirra. Enda verður sú og raunin á. En efni það, er ég vildi ræða hér í dag, er viðhorf íslendinga þeirra og þá einkum Vestur-íslendinga, er fjarvistum eru við föðurland sitt, með hverjum hætti það er og í hverju helzt frábrugðið viðhorfi hinna, er heima dvelja. Ég hef orðið þess var, að margir þeir, er aldrei hafa hleypt heimdraganum, eiga erfitt með að skilja sjónarmið vesturfaranna, finnst það ögfakeftint og næstum hjákátlegt á stundum. Þeir segja sem svo, að þessir góðu landar vorir vestan hafs hafi tapað trúnni á island og horfið þaðan brott, lofgjörð þeirra um landið komi því úr hörðustu átt o. s. frv. En hér er það einmitt, sem miðla þarf málum, ef hvorir- tveggja eiga að njóta sannmælis. Mér dettur í hug frásögn Alexanders sögu af því, er Alexander mikli sigldi með liði sínu af Grikklandi í her- förina frægu til Asíu. En þar segir svo m. a.: „Þá láta kon- ungsmenn skip sín úr festum, og þar mátti heyra mikinn lúðragaing og þjóðsýnlegt ákall. Þar mátti þá marka, hversu mikið flestir unna sínu fósturlandi. Þeir Grikkimir voru nú fúsir til að fylgja konungi og berjast með honum sér til íjár og metnaðar. En allir af þeim í svo miklum her nema einn þá settu augu sín aftur um skut, meðan þeim máttu nokkurn vita sjá til fósturjarðar sinnar." Einmitt þannig var því farið um þá, er vestur héldu héðan á síðustu öld, þeir settu og hafa sett augu sín aftur um skut, meðan þeir hafa nokkurn vita mátt sjá til sinnar fóstúrjarðar. Hinir, sem fylgdu þeim niður á sjávarbakkann, veifuðu til þeirra, meðan þeir vom að róa frá landi, en héldu síðan hver heim til sín. Auðvitað hefur sársauki viðskilnað- arins verið gagnkvæmur, en hann leið fljótar frá hjá þeim, er eftir urðu, en hinum, sem fóru. Þegar því vesturfarinn jafnvel áratugum síðar yrkir| tregablandið ljóð um brottför sína, er heimlendingurinn varla lengur með á nótunum og veit ekki alls kostar, hvaðam a sig stendur veðrið. Og þó mætti benda honum á góða hlið stæðu, þar sem eru átthagafélögin í Reykjavík og ræður þær allar, sem fluttar eru í mannfögnuðum þeirra til lofs og dýrðar einstökum byggðarlögum. Mannlegt eðli er undarlegt, svo sem sá háttur að minn- ast eftir liðinn dag, og þá ekki sízt ef hann er löngu liðinn, fremur sólskinsstundanna en hinna, sem daprari voru, öfugt við það, sem vér gerum um það, sem næst er oss og nýliðið, því að þá vill því miður of oft rætast á oss hið fomkveðna, að „fár bregður hinu betra, ef hann veit hið verra.“ Landarnir flúðu kuldann og skammdegið á íslandi, en varð þó minnisstæðari, þegar frá leið, ylurinn og birtan. Eða eins og Stephan G. kemst fagurlega að orði í einu kvæða sinna: Við ýttum vesturálfu til frá Islands köldu ströndum. Og margur flutti minni yl frá miklu hlýrri löndum. Við fundum, að í hörkum, hag var hlýjuna að geyma frá ljósaaukum við lágan dag og langeldunum heima. Og á sama hátt og þeir fluttu ylinn með sér að heiman, vildu þeir flytja — eða geta flutt — yl og gæði hins nýja lands heim aftur. Man ég eftir því, að gamall landi vestra sagði, er ég hafði orð á veðurblíðunni eitt sinn snemma vors: Já, bara ef hún væri nú komin heim. Og í sama anda er þetta dæmi úr einu Íslandsminni Stephans G.: Legg þú, auðna, ár og frið íslands ver og grundum, — hitt veit enginn eins og við, að oss langar stundum: hörpu að lokka Oreif af, inn á frónska móa syngja austur yfir haf akra vora og skóga. . Þó að margir íslendingar, er vestur fóru uppkomnir, hafi oft dvalizt í huganum á Islandi, er ekki með því sagt, að þeir hafi ekki unað hag sínurn vestra né fest þar yndi. Sumir halda t. d., að Stephani G. hafi stórleiðzt alla sína tíð vestra og ort meginið af kvæðum sínum út úr leiðindum. Og fyrst hann sneri ekki til íslands aftur í lifanda lífi, væri þó réttara að flytja bein hans heim. Vesturheimur eigi þar ekkert tilkall til, Stephan sé slíkur Islendingur lífs og dauð- ur. Ég býst ekki við, að þessi kenning sé mjög almenn, en ég hef orðið hennar var og vil því ræða hana ögn. Stephan varð að vrsu að nema land þrisvar sinnum áður en hann kunni við sig. Og var það ekki fyrr en hann var kominn vestur til Alberta, en þá fannst honum líka sem hann væri kominn heim. Ég ætla að lesa hér eitt kvæði og úr öðru þessu til staðfestingar. Heitir hið fyrra Veslur í frumbýli og er ort árið 1891, eða aðeins tveimur árum eftir að Stephan fluttist vestur til Alberta af hinum sólbrenndu sáðlöndum Norður-Dakota. • Úr ferðaflækings sveim mér finnst ég kominn heim í kotin yngri ára, við afrétt, heiðageim. Og komumanni kemur að hvíla sig hjá þeim, af ferðalúr og flakki hann fengið hefir nóg um sáðlöndin sólbrennd og svartviðaskóg, því lífið þar varð leiði, hann lengi aldrei bjó við sáðlöndin sólbrennd og svartviðaskóg. En hér er allt svo auðvelt og æskuvingjarnlegt, og kotin sitja sveipuð í sveitalífsins spekt. Sko, hérna undir hólnLun sést hús í grænum blett, við ána, sem ég unni, grær eyrargrundin slétt. Dreifð bæjabyggð og þétt í bláfells umgjörð sett, sýnd heiðslétt, hólagrett, ÍSLANDSFRÉTTIR Framhald af bls. 3. BYGGING STRAUMSVÍKURHAFNAR NÆR LOKIÐ Bygging Straumsvíkurhafn- ar er að mestu lokið. Þó er eftir að Steypa hluta af þekju á hafnarbakkanum og byggja hafnarhúsið. Á vegum Hafn- arfjarðarbæjar hefur verið greitt nú þegar um kr. 300 milljónir fyrir framkvæmd- irnar en búast má vjð þegar lokið verður að gera upp vaxtakostnað á byggingartím - anum, semja um greiðslu fyr- ir viðbótarverk o. fl. kunni heildarkostnaður að verða um eða yfir 400 milljónir. Samkvæmt ákvæðum Ál- bræðslusamningsins er það Hafnarfjarðarbær sem byggir höfnina, en ísal ber að greiða allan byggingarkostnað henn- ar. I sambandi við uppgjör á byggingarkostnaðinLun v i ð verktakann, það er Hochtief— Véltækni, en hann hefur m.a. talið sig eiga rétt á tímafram- lengingu v e g n a óviðráðan- legra afla (force majeure), hef- ur verið óskað eftir við ísal, að félagið setti frgim hugsan- legar kröfur vegna tafa verk- takans við að ljúka verkinu, svo hægt verði að taka slíkar kröfur er kæmu inn í upp- gjör á hafnarkostnaðinum. ísal hefur nú sett fram kröfur um bætur að fjárhæð um það bil 7 milljónir, vegna afhendingardráttar á höfninni. Telur það sig hafa þurft að nota hafnirnar í Hafnarfirði og Reykjavík við uppvskipun byggingarefnis og það hafi haft í för með sér aukinn kostnað við byggingu Ál- bræðslunnar. Ennfremur tel- ur félagið sig af sömu sökum hafa haft aukinn kostnað af löndun súráls úr fyrsta súr- álsskipinu, sem kom til Straumsvíkur í byrjun júní 1969. Afstaða til krafa þessara verður að sjálfsögðu tekin við uppgjör við byggingarverk- takann Hochtief — Véltækni, en persónulega telur bæjar- stjóri Hafnarfjarðar að kröf- ur þessar fái ekki staðizt m.a. með tilliti til ákvæða ál- bræðslusamnings — Hafnar- áætlun — en þar segir að ísal skuli leyft að afferma í Straumsvíkurhöfn skip hlaðin vörum til byggingar fyrsta á- fanga bræðslunnar jafnskjótt og bygging hafnarmannvirkj- anna leyfir og við það hefur verið staðið. Mgbl. 19. apríl. ÁRNI HELGASON RÆÐISMAÐUR ‘ Hörð eru dauðans handtök enn, höggnir grænir hlynir, alltaf deyja mætir menn miklu fremur en hinir. Framhald á bls. 5. Á. G. E.

x

Lögberg-Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg-Heimskringla
https://timarit.is/publication/160

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.