Lögberg-Heimskringla - 28.05.1970, Blaðsíða 1

Lögberg-Heimskringla - 28.05.1970, Blaðsíða 1
THJQDM I NJASAFM I0, KEYKJAVIK, ICELAND. líetmfifermgla Stoínað 14. jan. 1888 Stofnað 9. sept. 1886 84. ÁRGANGUR WINNIPEG, FIMMTUDAGINN 28. MAI 1970 NÚMER íl Síðustu Ijóð Sveins Björnssonar læknis Jón Laxdal sendi þessi ljóð með útskýringum: „Ég fann þetta litla ljóð til Marju ort á spítalanum eftir að hann var svo þjáður að hann gat ekki lengur gengið þessi fáu spor til hennar." TIL MARJU Mér finnst hver dagur eins og æfi löng án þín; en fyrir þig ég lifa vil, með þér vil heyra í laufi ljúfast spil, liðinna stunda; glaðan hörpusöng. í hljómi þeim býr alt sem á ég til, hann eldi slær á þrungið skýjafar og kveikir ljós þar dimman dimmust er og dögg við blómin vakna í geislans ýl. Hann vekur mig og vermir kalinn svörðurinn, sem vori nýju fagni gjörvöll jörðin. „Á spítalanum 28. febrúar, daginn sem hann sagði upp íbúð sinni í White Rock, orti hann þetta:" Illa er að mér sorfið, aldrei samur ég verð. Nú er mitt heimili horfið, og hér er ég einn á ferð. Síðasta daginn sem hann var með fulla rænu kvað hann: Mitt gjald er greitt, og tryggt mitt far Nú fær hver spurning loka svar, Ó mætti ég verða maður þar A meginlandi veraldar. Dr. Sveinn E. Björnsson VINARKVEÐJA Einn kemur á eftir hinum, Aldurs þegar fjölga sporin. Harmur kveðinn kærum vinum, kista þín til grafar borin. Löngum þú við læknisstörfin ljóðin festir stuðlabandi. Vel að starfa þess var þörfin, í þínu nýja fósturlandi. Þó að gerð sé vel ort vísa, verður aldrei skýrt með sanni. Það eru engin orð að lýsa; aðalstign hjá nokkrum manni. Eftir margann aldavininn erfiljóðin kvaðst þú slyngur. Hljótt er nú um hófadyninn hjá þér snjalli Vopnfirðingur. Við síðsta geisla sólarlagsins, söknuður er yfir vinarskarði. Góður orðstír ævidagsins er hinn bezti minnisvarði. P. S. Víst ei sköpum víkja má við það hlýt að una, Þitt að leggja leiði. á litlu ferskeytluna. Gunnbjörn Stefánsson. Fréttir frá Seattle Sumri fagnað Hvar sem landinn býr, fagnar hann komu sumars, minnist íslenzka vorsins, heið- ríkju loftsins og græna gróð- ursins. Hrífandi, einnig er söngur farfuglanna sem koma heim úr suðrinu sæla, ala upp unga sína við bjarta daga og nætur. Víðsvegar um Vestur- heim man íslenzkt fólk þetta mæta vel og oft og einatt efnir til hátíðarhalds um Ameríku frá háfi til hafs. Þannig hefur íslenzkt fólk, búsett í Seattleborg fagnað sumri um s. 1. 80 ára tímabil. Kvennfélagið Eining annaðist um skemmtisamkomu þarm 24. apríl s. 1. í Calvary Luth. Church, upphaflega Hallgríms safnaðar, ramm íslenzkur. Nýja kirkjan er veglegt hús og í henni er sérstakur sam- komustaður. Forseti Einingar, frú Emma S c h e v i n g , bauð gesti vel- komna með stuttu ávarpi. Tani Bjornson leiddi fólkið í söng og var sungið af krafti andans, ættjarðar kvæði og hressandi vorsöngvar. Jón M. Jónsson, ræðismaður, flutti stutta tölu. Svo sungu níu ís- lenzk börn nokkur létt íslenzk þjóðlög, Ungfrú Gróa Egg- ertsdóttir, sem er hér skipti- nemi frá íslandi, lék á hljóð- færið. Þótti öllum góð skemmtun í þessu. Þar næst lék Kristin Lee Bjarnason prýðilega á Cello. Hún er aðeins 14 ára gömul en er orðin fræg í þessari list. Og einu sinni enn skemmti Tani Bjomson er hann söng fagurlega bæði á íslenzku og ensku. Við hljóðfærið var Pamella Lindvall. Svo kom fram flokkur Norðmanna, í litklæðum og sýndi þjóðdansa sem voru upplífgandi. Jón Magnusson las frumsamdar vísur, ungfrú Sigrún Víking lék á fiðlu og gerði það vel. Þá lék Tani á guitar og með konu sinni Sigrid söng gam- anvísur. Loks lék hann á út- slitna fiðlu, að gamni sínu og lét fólkið hlægja. Séra John Green sagði nokkur orð og þakkaði fyrir þennan góða þjóðarsið, að fagna sumri. Endaði svo þessi skemmtun með ættjarðar ljóðasöng. Ofan á allt þetta, voru ljúf- fengar veitingar bornar fram af búrkonum Einingar. 17. JÚNÍ SAMKOMAN Fullveldisdagur íslendinga verður hátíðlega haldinn með samkomu þann 20. júní í Framhald á bls. 3. Afmælisrit dr. Stefáns Einarssonar Nordica et Anglica: Studies in Honor of Siefán Einarsson. Edited by Allan H. Orrick. 1968. Mouton. The Hague. Paris. DG 50: —. Stefán Einarsson prófessor varð sjötugur í júní 1967, en u. þ. b. ári síðar kom út í Hague vísindarit helgað hon- um. Er það myndarlegt rit, tæpar tvö hundruð blaðsíður í stóru broti. Ritstjórn annast Allan H. Orrick, en í ritið skrifa sextán vísindamenn um margvíslegustu efni. í bókar- lok er síðan skrá yfir rit Stef- áns Einarssonar og tekur hún yfir rumar 20 blaðsíður. Fremst í bókinni er grein eftir John G. Allee við George Washington háskólann um dr. Stefán Einarsson. Rekur hann þar æviferil dr. Stefáns og störf og segir að lokum, að ást hans á íslandi og íslend- ingum kristallist í þeim mæt- um, sem hann hafi á þremur stórmennum lands síns, Sig- urði Nordal, Þórbergi Þórð- arsyni og Halldóri Laxness. Fyrsta vísindaritgerðin er eftir starfsbróður Stefáns við Johns H o p k i n s University, Kemp Malone, og nefnist: „The Franks Casket and the Date of Widsith." Næst ritar G. Turville Petre í Oxford grein um íslenzkt afbrigði af Somniale Danielis. Karl Sch- neider v i ð Munsterháskóla skrifar um fornar enskar rún- ir og Archer Taylor við Berk- leyháskóla í Kaliforniu ritar grein, sem hann n e f n i r : „When Wine is in, Wit it out." Margaret Schlauch við Var- sjárháskóla skrifar um fyrstu pólsku útgáfu íslenzku Edd- anna og Einar Haugen við Harvard háskóla skrifar um framburð á norrænu máli til forna. Dorothy Whitelock við Cambridge h á s k ó 1 a skrifar grein, sem heitir: „WuKstan Cantor and A n g 1 o-S a x o n Law," og Didrik Arup Seip frá Oslóarháskóla á þarna grein um athuganir á máli Magnúsarlegendunnar í Orkn- eyingasögu. Arthur G. Brode- ur frá Berkley háskólanum í Kaliforníu ritar greinina: „A Framhald á bls. 4. ÍSLANDSFRÉTTIR FÆKKUN BANKA í ræðu sinni á ársfundi Seðlabankans vék dr. Jóhann- es Nordal seðlabankastjóri nokkuð að uppbyggingu bankakerfisins og taldi að gera þyrfti á því viðamiklar breytingar, er gengju í þá átt að bankarnir hættu þeirri sér^- hæfingu, sem hingað til hef- ur tíðkazt, þar sem hver banki leggur aðaláherzlu á þarfir ákveðinnar atvinnugreinar. í staðinn verði stefnt að því að þeir geti allir veitt alhliða þjónustu og dreifi jafnframt fjármagni sínu jafnar á at- vinnugreinarnar en nú er gert. Jafnframt þessu sé ó- hjákvæmilegt að fleiri bankar fái réttindi til gjaldeyrisverzl- unar, en um leið verði unnið að því að fækka bönkunum, þannig að þeir verði ekki nema þrír eða fjórir í stað þess að nú eru þeir sex. — FENGU MÓTTÖKUR SEM ÞJÓDHÖFÐINGJAR Þegar minkurinn kom til landsins í fyrsta sinn í 20 ár, var heilmikið tilstand á Reykjavíkurflugvelli. Þar var komin lögregla bæði úr Rvík. og Haf narfirði vopnaðir menn, sem skyldu vera til taks, ef einhver minkurinn dirfðist að brjótast út. Flug- vellinum var lokað fyrir öðru fólki en hluthöfum Loðdýrs hf. sem unnu við affermingu vélarinnar. Sex stórir flutn- ingabílar biðu á vellinum og gekk fljótt og vel, að koma minkakössunum í þá. Síðan fengu bílarnir leyfi til að aka e f t i r flugbrautinni, til að stytta leiðina. Reykjavíkurlögreglan og skotmennirnir voru i lestiaini, en þegar komið var upp fyrir borgarlandið, tók Hafnar- fjarðarlögreglan við. Við Minkabúið, var bílun- um hleypt inn um dýrheldu girðinguna einum og einum í senn, afferming þeirra gekk fljótt fyrir sig og síðan voru bílarnir hreinsaðir og allt rusl, sem í þeim var, brennt, samkvæmt skipun yfirdýra- læknis. Þegar m i n k a r n ir voru komnir inn og voru vel geymdir á framtíðarheimili sínn, létu norskir minkarækt- armenn, sem þarna voru stadd ir, þau orð falla, að einn galU væri á þessu minkabúi — sem sagt, að það væri of fínt! Framhald á bls. 7.

x

Lögberg-Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg-Heimskringla
https://timarit.is/publication/160

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.