Lögberg-Heimskringla - 28.05.1970, Blaðsíða 3

Lögberg-Heimskringla - 28.05.1970, Blaðsíða 3
LÖGBERG-HEIMSKRINGLA, FIMMTUDAGINN 28. MAÍ 1970 3 Hvers á sauðkindin að gjalda Er ±il oí mikils mælzl að borgin útvegi landssvæði utan Reykjavíkur fyrir þá sem vilja eiga og umgangast sauðfé? Ég er einn þeirra, þó enga i eigi ég sauðkindina, sem j finnst það lágkúrulegt af borgarstjórn Reykjavíkur að finna ekki einhvern stað í ná- grenní Reykjavíkur, þar sem sauðfé fær að hafaist við og þar sem eigendur þess geta hugsað um það, rétt eins og aðrir borgarbúar mega þjóna lund sinni við heilbrigð störf í tómstundum. H v e r s á þetta fólk að gjalda? í Reykjavík úir og grúir af alls koníar köttum — selskaps- köttum af virðulegum upp- runa er halla sér að skauti virðulegra frúa og ungfrúa. Þeir eru stroknir í bak og fyrir og njóta að sögn oft og iðulega meiri umhyggju en börn á beztu heimilum, en hvort þeir eru sótthreinsaðir, eða baira hreinsaðir, áður en þeir lenda í faðmi bama og unglinga, skal ósagt látið. Eitt vitum við, sem höfum garð við hús okkar, að þessi lævísu dýr, selskapskettir rétt eins og villikettir, sitja um það seint og snemma að drepa fugsunga jafnóðum og þeir koma úr hreiðrunum. Fugl- amir em áreiðanlega fleimrn til yndisauka en kettirnir, en menn horfa upp á þessi smá- fuglamorð þurrum. augum. Ef ég man rétt er hunda- hald bannað í Reykjavík. Sá vísi maður Gunnlaugur Class- en, læknir, beitti sér fyrir því í þökk margra er kynni höfðu af sullaveikinni, en óþökk fárra í þá tíð. Ég sofna á kvöldin frá himdgá í næstu húsum. Af því að ég er gamall kann ég þessu ekki illa í sjálfu sér, en þegar ég vakna á morgnanna við sams konar gá frá sömu ólöglegu himdunum, finnst mér það ofrausn af hálfu borgaryfirvaldanna. Á heilsu- bótargöngum mínum mæti ég þessum útilegudýrum í fylgd með eigendum eða fulltrúum þeirra. Þeir eru að fá sér frískt loft eins og ég. Sá er munurinn á mér og þeim, að ég á heima í þessari borg, greiði minn skatt og greiði einnig fyrir líkamlega þjón- ustu, en hundamir gera sín stykki hvar sem er, og átölu- iaust. En öðru máli myndi gegna um sauðkindina — það er vargur sem hvergi á grið- land! Við megum hafa hér kýr og vild hér í borginni, reykja, tyggja skro og taka í nefið. Við megur hafa hér kýr og þarfanaut, og alls konar hross — allt frá stóðmerum til grað- fola, að ógleymdum reiðhest- um fyrir mig og konuna og alla aðra fjölskyldumeðlimi. Hrossataðið er hreint í aug- um borgarstjórnar, ’en forði okkur allir heilagir frá sauða- taðinu! Hrossaíbúðir reisulegar má byggja í borgarlandinu ekki of langt frá eigendum hrossa. Olíu- og benzínsölur hljóta virðingarstaði í borgarland- inu, sízt lakari staði en valdir hafa verið undir þau fáu líkneski sem til eru í borg inni. En þetta heyrir nútíma- menningunni til og er í sér stakri náð hjá borgarstjóm- inni. Þegar á allt þetta er litið, og ótalmargt annað, sem ekki er rakið hér, er þá til of mik- ils mælzt að borgarstjórn Reykjavíkur finni, eða kaupi landssvæði í næsta nágrenni Reykjavíkur þar sem hinir mörgu menn, er hafa ánægju af að umgangast sauðfé, geti eytt tómstundum sínum í samneyti við þetta meinlausa og trygga dýr. Margir þessara manna eru fullorðnir, þeir leiðbeina æskulýðnum í um- gengni við dýrin og gefa hon- um innsýn í nauðsynleg tengsl manns og nátturu. Setja mætti skilyrði um útht fjár- húsa og umgengni, og gera samtök fjáreigenda ábyrg gagnvart borginni hvað snert- ir eftirlit og umhirðu. Er þ e 11 a til of mikils mælzt? — Örn. Alþýðubl. 11. marz. FRÉTTIR FRÁ SEATTLE Framhald af bls. 1. Norway Center, undir umsjón Icelandic Club of Gr. Seattle. Aðal ræðumaður v e r ð u r Próf. Haraldur Bessason frá Winnipeg. Að sjálfsögðu mun Fjallkonan ekki vanrækja sitt þýðingar mikla hlutverk. Góð skemmtiskrá, framúrskarandi veitingar og fjörugur dans. Allir velkomnir. Úíiskemmtun — Icelandic Picnic, undir umsjón félags ins, Icelandic Club of Gr. Seattle, verður haldin úti- skemmtun (picnic) í Norm’s Resort hjá Cottage Lake, þann 19. júní n. k. “Isíendingar vilj- um vér allir vera” með ætt- ingjum og vinum. DÁNARFREGNIR (Nánar minnst síðar) Óskar Sigurdson, þann 19. febr. 1970, andaðist á sjúkra- húsi í Seattle, 79 ára gamall, ættaður af Seyðisfirði. Hann lifa eiginkona, Sena og þrjár giftar dætur. * * * Erna Dolan, þann 5. marz, 1970, lézt í Seattle, 48 ára að aldri. Hún var eiginkona Ro- berts Dolans, móðir Roberts Jr. og David’s, einnig dóttur, Mrs. Dóru Cheever, sem öll eru búsett í Seattle. Thorbergur Sigurdson, þann 29. apríl, 1970, andaðist í Seat- tle, 77 ára gamall, fæddur 1 N. D. Hann lifa eiginkona, Ruth, og 15 börn, flest búsett í Seattle. * * * Bjarni O. Johannsson, þann 10. maí, 1970, lézt í Seattle, 94 ára að aldri. Hann var fæddur í Skagafirði á íslandi. Hann eftirskilur eiginkonu, Aleph, þrjár giftar dætur og einn son, öll í Seattle. * * * Runy Olson, ekkja Munda Olson’s dó á sjúkrahúsi í Seattle, þann 15. maí 1970, 67 ára að aldri. Hún var fædd í Manitoba, Can. Einn sonur, giftur er búsettur í Seattle. Jón Magnússon. Sumarhugur Sumardagur sólskinsfagur, signir vötnin skygð. Vaxtar vorið djarfa vekur menn til starfa út um breiða bygð. Vestur flúinn, við því búinn. var í þetta sinn. Augljóst undan haldið er hann misti valdið — hrós fær himininn. Sumarhugur, sannöflugur, svífur loftið blátt, finnur fjalla blæinn, fyrsta sumardaginn, anda af réttri átt. þegar skeður, þetta gleður þjóð, er vaknar frjáls. þá skal hefjaist handa, hrinda burtu vanda — það er mergur máls. Áfram betur, unnið getur orðstírinn af dug. Fólkið fast skal trúa, að framtíðinni snúa — allt af heilum hug. Jón Magnússon, (Seattle). ICELAND - CflLIFORNIfl C0. Bryan (Brjann) Whipple Import and Sale of lcelandíc Woolens, Ceramic, Etc. 1090 Sansome, San Francisco CA94111 Wanted for cash: Older lcelandic Stamps and Envelopes VIKING GIFT SHOP 698 SELKIRK AVENUE WINNIPEG Importers of Wooden Shoes and Scandinovian Articles Business Hours Monday to Thursday: 1 p.m. to 6 p.m. Friday—1 p.m. to 9 p.m. Saturday—9 a.m. to 6 p.m. Business and Professional Cards ÞJÓÐRÆKNISFÉLAG ÍSLENDINGA í VESTURHEIMI Forseti: SKÚLI JÓHANNSSON 587 Minto Street, Winnipeg 10, Manitoba Styrkið félagið með þri að gerail maðlimir. Ársgjald — Einslaklingar $3.00 — Hjón $5.00 Sandiat til fjármálarilara MRS. KRISTIN R. JOHNSON 1059 Dominion St., Winnipag 3, Maniloba. Pkone 789-3971 Building Mechanics Ltd. Pelntleg - D.coretlng - Con.tructlon Ronovetlng - Rool (.teto K. W. (BILL) JOHANNSON Monager 938 Elgln Avenue Wlnnlpeg 3 A. S. BARDAL LTD. FUNERAL HOME «43 Sherbrook Steret Selur likkistur oe annast um útfarir. Allur utbúnaBur sá bezti StofnaO 1894 SPruee 4-7474 Goodman and Kojima Electric ILKTRICAL CONTRACTORS 770 ELLICI AVE„ WINNIPEG 10 774-5349 M. KOJIMA LE 3-6433 tvenleg. en« Holldey* ARTHUR GOOOMAN SP 2-5341 SPruoe 4-785S EITIMATES FREE J. M. Ingimundson R. roof, Aapholt Shlngle., Roof Repairt, Inatoll Vent., ln»ulotlon ond iave.trouohlng. 774-7855 «12 Slmce. S*., Wlnnlp»g S, Men. Selkirk Funeral Chapel Ltd. Director: GARTH CLARY Licensed Embalmer Servinq Selkirk ond Intertoke areos Ambulance Service % Coll Selkirk Phone 482-6284 Collect 209 Dufferin Ave. Selkirk, Monitobo S. A. Thorarinson ■errlrte. 4 foll«tter 2nd Ftoor, Crown Tru.t Bldg. 344 MAIN STREET OHicd WHIteholl 2-7051 Re»l4enee HU 9-6498 Skúli Anderson Custom Jewellery Engraver. 810 PARIS BLDG. 259 PORTAGE AVE. Office: 942-5756 Home: 783-6688 Dlvintky, Blrnboim & Company Chartered Accountonte 707 Monlreal Trust Bldg. 213 Notre Dame Ave. Winnipeg 2, Telephone: 943-0526 Benjaminson Construction Co. Ltd. 1425 Erin Street. Winnipeg 3, Ph: 786-7416 CINIRAL CONTRACTOaS L BINJAMINSON, Meeeger Lennett Motor Service Oporatod by MICKEY LENNiTT IMPERIAL ESSO PRODUCTS Horgrove 8» Bannatyne WINNIPEG 2, MAN. Phone 94J-8157 HALLDOR SIGURDSSON AND SON LTD. Lathing and Plastering Controctors H. Mel Sigurdson, Manager Office and Warehouse: 1212 St. Mary's Road, Winnipeg 8 Ph. 256-4648 Res. 452-3000 FRÁ VINI TALUN, KRISTJANSS0N PARKER & SMITH Barristers & Solicitora, 210 Osborne Streel North, WINNIPEG 1, MANITOBA, Area Code 204, Telephone No. 775-8171. The Western Palnt Co. Ltd. 321 HARORAVK ST. WINNIPIO jfJRY BROTHEJj "Ousi PAlH' "THE PAINTERS' SUPPLY HOUSE" SINCE 1908 WH 3-7391 J. SHIMNOWSKI, PlMld.nt A. H. COTK, TrMlur.r Minnist BETEL í arfðaskróm yðar Asgeirson Paints & Wallpapers Ltd. BUILDING MATERIALS 696 Sargent Avenue Wlnnipeg 3, Manltobe • All types of Plywood 0 Pre-finish doors and windows • Aluminum combination doors • Sashless Units • Formica • Arborite • Tile Boards • Hard Boards etc. • Table Legs Phones SU 35 967 SU 34-322 FREE DELIVERY RICHARDSON & COMPANY Barri.t.ra ond Sollcitors 274 Gorry StrMt, Winnip.g 1, Manitoba Tel.phon. 942-7467 6. RICHARDSON. Q.C. C. R. HUBAND, LL.B. W. NORRIE, B.A., LL.B. 6. M. KRICKSON, B.A., LL.B. J. F. R. TAYLOR, LL.B. W. S. WKKHT, B.A., LL.B. W. J. KKHLKR, B.A., L.L.B. E. C. 8EAUDIN, B.A., L.L.B. "GARTH M. ERICKSON of the firm of Richord*on 6 Company attend* ot the Gimli Credit Union Office, Gimli, 4:00 p.m. to 6:00 p.m. on the first ond thlrd Wedne*day of eaeh month."

x

Lögberg-Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg-Heimskringla
https://timarit.is/publication/160

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.