Lögberg-Heimskringla - 28.05.1970, Blaðsíða 4

Lögberg-Heimskringla - 28.05.1970, Blaðsíða 4
4 LÖGBERG-HEIMSKRINGLA, FIMMTUDAGINN 28. MAÍ 1970 Lögberg-Heimskringla Published every Thursday by NORTH AMERICAN PUBLISHING CO. LTD. Printed by WALLINGFORD PRESS LTD. 303 Kennedy Street, Winnipeg 2, Man. Edilor: INGIBJÖRG JÓNSSON President, Jakob F. Kristjansson; Vice-President S. Alex Thororinson; Secretary, Dr. L. Sigurdson; Treasurer, K. Wilhelm Johannson. EDITORIAL BOARD 'Winnipcg: Prof. Haraldur Bessason, chairman; Dr. P. H. T. Thorlakson, Dr. Valdimar J. Eylands, Caroline Gunnarsson, Dr. Thorvaldur Johnson, Hon. Phillip M. Petursson. Minneapolis: Hon. Valdimar Bjornson. Victoria, B.C.: Dr. Richard Beck. Iceland: Birgir Thorlacius, Steindor Steindorsson, Rev. Robert Jack. Subscriplion $6.00 per year — payable in advance. TELEPHONE 943-9931 ''Second class mail registration number 1667". DR. FINNBOGI GUÐMUNDSSON: „Enn eru þínir allir góðir andlegu sparisjóðir#/ Sliklað á nokkrum ljóðum Einars Páls Jónssonar Árið 1913 bar svo við, að Vestur-íslendingurinn Páll Bjamason flutti hingað til lands fyrsta Ford-bílinn. Þegar Páll hins vegar sneri vestur aftur, varð samferða honum héðan skáldið Einar Páll Jónsson frá Háreksstöðum á Jökul- öal. Mætti því segja með nokkrum hætti, að þjóðin hafi þarna fengið bíl, en látið skáld í staðinn. Ég skal ekki ræða frekara um þau skipti, en rifja heldur upp, hvað varð um þetta skáld og hvernig það galt íslandi fósturlaunin. Vort lífstré er eitt, þó að afkvistað sé, og árin það styrkja i rót. Og lim þess ber úi, yíir aldir og rúm hið eilífa, norræna mót. Það rýrir ei afrek hins útflutta manns, og útsýnið hýrnar við það, að samstofna eining á eins fyrir því sinn íslenzka stöngul og blað. Já, hið íslenzka útsýni hefur ekki hýrnað lítið við þær myndir úr Vesturheimi, er íslenzk skáld þar hafa brugðið upp. Og skáldin trúa því, hvert með sínum hætti, að þau hafi ekki ort til einskis, að í ríki andans skili sér allt heim um síðir. Einar Páll lýkur umræddu kvæði á þessa leið: Úr vestrænni firð leitar hugur vor heim, þó haustað um sléttuna sé, og vitjar þess elds, sem að árdegis brann um æskunnar gróandi vé. I lýðríki andans býr eilífð þess manns, er algræðir þjóðanna sand. Þeim kvistum, sem atvik og útfiri greip, með aðfalli skolar á land. Hér kennir sömu trúar og í lokaerindi kvæðis Stephans G. Stephanssonár um Skagafjörð, þar sem hann segir: Getur, fagri fjörðurinn, minna beztu kvæða kraftur hvorfið heim í faðm þinn aftur, þegar munnur þagnar minn, komið aftur eitthvert sinn yngri, stærri, endurskaptur? AFMÆLISRIT DR. STEFÁNS EINARSSONAR jFramhald af bls. 1. Study of Diction and Style in Three Anglo Saxon Narra- tive Poems,“ og Sven B. F. Janson, Stokkhóhnsháskóla skrifar um nýuppgötvaðan rúnaistein í Vasteljung, t Söd- ermanland. George S. Lane, við University of North Caro- lina, skrifar grein, sem heitir: „The Use of Hittite and Toch- arian Materals in Germanic Etymologies.“ Stith Thomson við Indiana University skrif- ar grein, sem heitir: „Icelan- dic Parallels among the Northeastem Algonquins: A Reconsideration.“ Dag Ström- back, Uppsalaháskóla, skrifar grein, sem heitir: Some Re- marks on Learned and Novel- istic elements in the Icelandic Sagas. W.P. Lehmann, Texas- háskóla, skrifar: „Post-Con- sonantal 1 m n r and Metrical Practice in Beowulf.“ Síðasta ritgerð bókarinnar er eftir Richard Beck, North Dakota háskóla, og heitir: Hans Hylen — a Pioneer Norwegian Translator of Icelandic Poet- Einar Páll Jónsson settist við vesturkomuna brátt að í Winnipeg og varð 1917 aðstoðarritstjóri Lögbergs. Þá um sumarið á íslendingahátíð flutti hann þetta fagra kvæði, er hann nefndi ísland. Enn ertu bæði ung og fríð, Egils og Snorra móðir. Leikur um vog og laufga hlíð ljóminn áf þinni sögutíð. Enn eru þínir allir góðir andlegu sparisjóðir. Hrein sem norðrið skal hugsun hver heill þinni yfir vaka. Þú barst oss kornung á brjóstum þér, blessaðir það, sem liðið er. Gafst okkur allt — tókst aldrei til baka, — um ekkert er þig að saka. Geymir í helgi hugur vor heimalands þrastakliðinn. Fennt er í okkar frumlífs spor. — Fóstrað í vestri íslenzkt þor dreymir títt eftir daginn liðinn dagbjartra nátta friðinn. Tuttugu árum síðar flytur hann íslendingadagsljóð á Hnausum í Nýja-íslandi og byrjar það á þessa leið: Áttavilltur íslendingur enginn sé í dag. Æðaslögin enn hin sömu, undirspil og lag. Við oss blasir móðurmyndin minjadjásnum sett. Þennan dag er austrið eina áttin, sem er rétt. Þau urðu mörg, áður en lauk, ættjarðarljóðin, er Einar Fáll orti og lesin voru á samkomum/ íslendinga vestra. En vestrið og landnám og lífsbarátta íslendinga vestan hafs varð honum einnig hugstætt yrkisefni. í kvæði, er hann nefnir Rödd úr vesíri og flutt var yfir millilandaútvarp 1. desember 1938, segir hann m. a.: Einar Páll varð ritstjóri Lögbergs 1927 og gegndi því starfi til æviloka 1959. Varðveizla íslenzkrar tungu vestan hafs hlaut að verða honum sem ritstjóra íslenzks vikublaðs mikið áhugamál, enda er víða að finna í blaðagreinum hans og ljóðum hvatningarorð til liandanna vestra að týna ekki tungunni. Kvæði, er hann orti 1944 á 25 ára afmæli Þjóð- ræknisfélagsins, lýkur hann með þessu erindi: Hópur trúrra Birkibeina ber sitt merki hátt í dag. Þessi fylking þétt á velli þyrlast ei við rammaslag. Glatið eigi göfgi málsins, góðar konur, vaskir menn. Þó að liggi leið á brattann, langt er fram til nætur enn. Þremur árum áður hafði hann eggjað landa sína í kvæði, er hann nefndi Varðmenn tungunnar og helgaði prófessor Watson Kirkconnell, er kunnur er m. a. að þýðingum sín- um á íslenzkum ljóðum. Fyrsta og síðasta erindi þessa kvæðis hljóða svo: Meðan deyr í syndum sínum svipsljó værðarhjörð, nýir vökuvinir bætast vorri fósturjörð, er um málsins stoltu stofna standa traustan vörð. Þeim sé greidd, er vaka á verði, verkalaun í dag. Hundasúra hæruskotin hinna merkir flag. Orðsins list á enn í sköpun Islands mesta brag. Þó að taumlétt tapi áttum tvíveðrunga kyn, ísland finnur út um heiminn alltaf nýjan vin, sem að döggvar mildum muna málsins græna hlyn. ry- Þessi upptalning gefur bet- ur til kynna en langt mál hverrar virðingar dr. Stefán Einarsson nýtur í hópi fremstu fræðimanna víða um heim. Margar ritgerðanna í bók- inni fjalla um afmarkað sér- svið og eiga því ekki erindi til alls þorra manna. En þarna er líka að finna ritgerðir um efni, sem margir íslendingar hljóta að láta sig miklu varða. Nefni ég þar til grein Dag Strömbacks um lærð og skáldsagnakennd atriði í ís- lendingasögum, en Dag Ström back er ásamt þeim Sigurði Nordal og Einari Ól. Sveins- syni í hópi upphafsmanna bókfestukenningarinnar. Þá er grein þjóðsagnafræðingsins heimskunna, Stith Thomsons, um íslenzk þjóðsagnaminni hliðstæð þeim, sem fyrir koma hjá Algönquianindíán- unum, mjög athyglisverð, og hlýtur að skipta íslendinga miklu máli. Þar er komið enn eitt atriði, sem rennir stoðum undir ferðir norrænna manna til Norður-Ameríku til forna. Ritskráin í bókarlok nær frá 1920 til 1965. Þar er að finna 492 rit, ritgerðir, rit- dóma og umsagnir. Þó er þessi ritskrá ekki tæmandi, því að dr. Stefán b i r t i eftir sig nokkrar ritgerðir eftir -1965. Eigi að síður er ómetanlegur fengur að ritskránni, sem ger- ir grein fyrir verkum höfund- arins frá ári til árs. Oss brennir ei þörf fyrir útfararóð, því enn er hér landnám í gerð; í liðsbón ei heldur vér leitum til neins né lögsögumanna á ferð. Vér spinnum hér einir vom örlagaþráð, þó allt sé með nýlendubrag. En framundan eygjum vér, íslenzkir menn, hinn andlega fullveldisdag. Einar Páll orti sem vonlegt var fjölda tækifærisljóða og tókst þá oft prýðilega upp. Hér verður birt eitt slíkt kvæði, brúðkaupsljóð, er hann orti sumarið 1933, þegar stúlka af íslenzkum ættum í Winnipeg, dóttir framkvæmdastjóra prentsmiðju þeirrar, er prentaði Lögberg, giftist John David Eaton, síðar forstjóra hinna kunnu Eatons-verzlana í Kanada. Afmælisrit dr. Stefáns Ein- arssonar er ánægjulegur vott- ur þess, hverrar virðingar h e 1 z t u hugvísindaimenn ís- lands njóta hvarvetna í hin- um menntaða heimi. Jón Hnefill Aðalsieinsson. Framhald á bls. 5. Mgbl. 16. apríl.

x

Lögberg-Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg-Heimskringla
https://timarit.is/publication/160

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.