Lögberg-Heimskringla - 11.06.1970, Blaðsíða 4

Lögberg-Heimskringla - 11.06.1970, Blaðsíða 4
4 LÖGBERG-HEIMSKRINGLA, FIMMTUDAGINN 11. JÚNÍ 1970 Lögberg-Heimskringla 4 Published every Thursday by NORTH AMERICAN PUBLISHING CO. LTD. A Prinled by WALLINGFORD PRESS LTD. 303 Kennedy Street, Winnipeg 2, Man. Ediior: INGIBJÖRG JÓNSSON President, Jakob F. Kristjansson; Vice-President S. Alex Thororinson; Secretary, Dr. L. Sigurdson; Treasurer, K. Wilheim Johannson. EDITORIAL BOARD Winnipeg: Prof. Haraldur Bessason, chairman; Dr. P. H. T. Thorlakson, Dr. Valdimar J. Eylands, Caroline Gunnarsson, Dr. Thorvaldur Johnson, Hon. Phillip M. Petursson. Minneapolis: Hon. Valdimar Bjornson. Victoria, B.C.: Dr. Richard Beck. Icelond: Birgir Thorlacius, Steindor Steindorsson, Rev. Robert Jack. Subscription $6.00 per year — payable in advance. TELEPHONE 943-9931 "Second class mail registration number 1667". Mikleyjarbyggð kvödd • Á laugardagskveldið 30. maí s. 1. var Mikley, þessi gamla byggð Islendinga formlega kvödd og leyst upp ef svo mætti að orði komast. íslendingar stofnuðu þessa byggð árið 1876 og hafa þeir búið þar mann fram að manni í 94 ár. Sum árin bjuggu þar hátt á fimmta hundrað manns. — Oft urðu miklar útflutningar sökum áflæðis Winnipegvatns en íólkinu fjölgaði jafnan aftur. Á síðustu árum fækkaði fólkinu fyrir sömu ástæð- ur og í öðrum smábyggðum. Unga fólkið sótti til borg- anna bæði til skólanáms og eftir atvinnu og kom ekki aftur, nema þá í stuttar heimsóknir sér til ánægju og skemmtunar því allir þeir sem hafa einhvern tíma átt þar heima á eyjunni þykir vænt um hana. Eyjan er yndislega fögur og fleiri hafa komið auga á það en Mikleyingar og hefir nú Manitobastjórn tekið óll lönd og hús á eynni eignarnámi og kveðst muna byggja þarna upp allsherjar skemmtistað fyrir fólk al- mennt. Var eigendunum greitt matsverð stjórnarinnar. Hvort það var nægilegt vitum við ekki, en hér sannast hið fornkveðna, ekki tjáir að deila við dómarann. Mikleyingar hafa jafnan verið stórir í sér. Þeir munu allir flytja smásaman í burt af eynni á næstu mánuðum og árum, og á ofannefndu kveldi efndu þeir til stórrar kveðjuveizlu og skemmtu sér konunglega. Fjöldi fólks, sem áður hafði átt heima í Mikley komu langt að, til að taka þátt í veizlunni. Munu hafa verið þarna um 4 til 5 hundruð manns. Samkomuhús eyjarinnar var fagurlega skreitt. Við háborðið sátu elztu Mikleyingarnir. Frú Anna Jones, bræðurnir Gestur og Bergþór Pálsson, Jóhann K. John- son, Hjörtur Ámundsson, Helgi Sigurgeirsson, Ernest Bell, Stefán Helgason og fleiri. Helgi K. Tómasson frá Winnipeg stýrði samsæt- inu skörulega. A þessari loka samkomu hafði verið ákveðið að heiðra Dr. Stein Thompson sérstaklega, en hann gat ekki verið viðstaddur sökum vanheilsu. Helgi minntist þess hve Dr. Thompson væri eyjarbúum ást- fólginn vegna umhyggju hans fyrir eyjunni og hinna mörgu ferða hans þangað hvernig sem viðraði, til að vitja sjúklinga á nóttu sem degi. Hann minntist og þess að sem þingmaður á Manitoba þingi hefði Dr. Thompson barist fyrir því að ferja fékkst milli lands og eyjar. Forstöðukonurnar höfðu látið gera skrautrit- að skjal, sem þær munu færa honum síðar. Mrs. Helgi Sigurgeirsson minntist sérstaklega fé- lagsins Hjálp í viðlögum, sem stofnað var fyrir 50 árum og átti því hálfrar aldar afmæli. Þetta var nokkurs- konar ,,Medicare“ stofnað í þeim tilgangi að veita fólki aðstoð ef það þurfti á læknishjálp að halda, og voru Mikleyingar þannig á undan öðrum í þessum efnum. Frumkvöðull og fyrsti forseti var Björn Fnjóskdal. — Joe K. Johnsoji var einn af stofnendum; þrjú ár forseti þess og síðustu 37 árin féhirðir félagsins. Hann var og sá maður, sem mest vann að því að setja á svið leikrit til að afla fjár fyrir félagið og var hann ágætur leikari sjálfur. Mrs. Matthildur Torfason var skrifari félags- ins síðustu 24 árin og þakkaði Mrs. Sigurgeirson þeim báðum fyrir þeirra ágætu störf og færði þeim smágjaf- ir til minja. Helgi Jones kom færandi hendi í veizluna. Flutti hann kveðjur frá Manitobastjórn og afhenti heiðurs- gestunum við háborðið Red River Carts frá stjórninni. Þau voru í líkingu tvíhjóla vagna, sem notaðir voru fyrrum á sléttunum og þótti Helga að það hefði átt betur við, að þeir hefðu sent þeim smábáta eða segl- skip, því Mikleyingar hefðu lítið haft með þessa vagna að gera á landnámsárunum. — Benti Helgi á að þarna var viðstaddur William Uruski þingmaður, fyrir St. George kjördæmi Manitobafylkis, en Mikley er í því kjördæmi og var ekki seinna vænna, því kjósendur á eynni eru allir í þann veginn að hverfa úr kjördæmi hans. Mrs. Emily Williams minntist Kvenfélags Mikl- eyjar og rakti sögu þess frá því að það var stofnað árið 1886, í þeim tilgangi að hjálpa þeim sem bágt áttu, til að styðja kirkjuna og önnur góð málefni og fór hún fall- egum orðum um Önnu Jones sem var skrifari félagsins í þrjátíu ár samfleytt. Þess má geta, að Kvenfélagið stofnaði Lestrarfélagið og hlynnti að því, þar til það varð sjálfstætt félag. Þá rakti Emily sögu Mikleyjar safnaðar og hafði viðað að sér miklu efni um þá sögu. Öll erindin voru skemmtileg og einkar fróðleg. Laurier Tómasson frá Souris talaði bráðskemmtilega um æskuminningar sínar. Þá var og mikið um söng og hljóðfæraslátt eins og fyrrum í Mikley: Almennur söngur; píanó Duet, Signý Austfjord og Sigrid John- son; trío söngur, Maxine, Loraine og faðir þeirra systra Stefán Helgason. Sólo Miss Sigurborg Davidson frá Winnipeg, Mrs. Christine Jefferson frá Selkirk annað- ist undirleik. Þegar gestir höfðu notið allra kræsinganna, sem konurnar höfðu undirbúið, var borðum hrundið og danz- að fram eftir nóttu. Þess skal getið með þakklæti, að ferjumennirnir, sem venjulega hætta vinnu sinni um tíu leytið á kveldin fluttu, af góðsemi sinni, allt það fólk, sem þurfti að komast til meginlandsins um nótt- ina. Þeir sem aðrir Mikleyingar voru samtaka um að gera þessa síðustu samkomu á eyjunni sem ánægju- ríkasta. Morguninn eftir þetta skilnaðarhóf lagði ég leið mína niður að vatninu; það er ekki oft að Winnipeg- vatn er kyrrt, en þennan morgun var það svo slétt að hvítir skýhnoðramir spegluðu sig í því og Blackeyjan handan við það stóð eins og á höfði í vatninu. Grasvell- irnir kringum húsin voru að grænka og skógurinn að baki þeirra var að laufgast. Mikley er fögur. — I. J. DR.. RICHARD BECK: Hugþekk sveitarlífslýsing Þorbjörg Árnadóttir: Öldurót. Útgefandi: ísafoldarprentsmiðja. Reykjavík, 1969 Við lestur þessarar bókar hafa mér hljómað í eyrum eftirfarandi ljóðlínur úr kvæðinu fagra og vinsæla „Sveitin mín“ eftir Sigurð Jónsson frá Arnarvatni, er ól aldur sinn einmitt á þeim slóðum, þar sem þessi saga gerist: Engið, fjöllin, áin þín — yndislega sveitin mín! — heilla mig og heim til sín huga minn úr fjarlægð draga. Átthagaþráin er aflvakinn og örlagavaldurinn í lífi aðal- persónunnar, söguhetjunnar, er svo mætti vel kallast, því hetjuleg var sú barátta, sem hann og aðrir, er hér koma við sögu, háðu í umbótavið- Ieitni sinni og framsókn. Sagan á rætur sínar beint í raunveruleikanum, og verð- ur það eigi í stuttu máli skil- greint betur en í þessum orð- um úr lýsingunni á efni sög- unnar á kápu bókarinnar: „Sagan telst til heimilda- sagna, styðst við sanna at- burði og gerist á sömu slóð- um og Sveitin okkar, eftir sama höfund. Sú fyrri lýsir lífinu á stóru sveitaheimili í velþekktri sveit á öðrum tug þessarar aldar; sú síðari ger- ist í ölduröti síðustu áratuga (1920-1960) og greinir frá bar- áttu ungs manns, sem snýr heim til átthaganna með tvær hendur tómár.“ Egill heitir hann hinn ungi máður, búfræðingur að ménnt un, er, knúinn átthagaþrá og umbótahug, segir upp góðri stöðu í höfuðborginni, kvæn- ist unnustu sinni af sömu slóðum og hann er, og gerast þau síðan einyrkjar í heima- sveitinni. Lýsir sagan síðan farsælu hjúskaparlífi þeirra og búskap, en Egill reynist dugnaðarmaður mikill og um allt hinn bezti þúþegn, og liðsmaður góður í félagsmál- um sveitarinnar. En þótt ferill þeirra hjóna sé meginefni sögunnar, koma margir aðrir fram á sjónar- sviðið, því að hér er sveitar- lífinu lýst á breiðum grund- velli á því umbrotatímabili, sem sagan tekur yfir, innan lands og utan. Gjörbreytingar verða í húsagerð og búnaðarháttum, vegir eru byggðir og vatnsafl- ið virkjað. Rafljós, sími og bílar koma í sveitina, og flug- vélar leggja þangað leið sína. Ekki er erfitt að gera sér í hugarlund, hvert öldurót all- ar þessar breytingar yekja í hugum fólksins og l'ífshátt- um, að ógleymdum öðrum öfl- um, sem að verki voru í lífi » þeirra og þjóðarinnar allrar á þessum örlagaríku árum. Kreppan leggur lamandi hönd á atvinnulífið, fjárpest geisar víða um sveitir, og landið sog- ast inn í hringiðu heimsstyrj- arldarinnar síðari. Ekkert af þessu fer fram hjá sveitarbúum, og hefir sín áhrif á líf þeirra og viðhorf, beint og óbeint. Öldurnar af þeim fagnaðar- arríku atburðum í sögu þjóð- arinnar, sem gerðust á þess- um árum, náðu einnig til sveitarbúa; af Alþingishátíð- inni með þeim byggðarbúum, er hana sóttu, og með óvæntri heimsókn konungs og drottn- ingar íslands og Danmerkur í sveitina, er var þar að von,- um stórviðburður, og lýst er af m i k i 11 i nákvæmni í skemmtilegum kafla í sög- unni. Hrifningin, sem fór um hjörtu sveitarbúa, eins og a n n a r r a landsmanna, með stofnun lýðveldisins, kemur mjög vel fram í kaflanum „Fjötrar leysast“. En ekki er þeási sveitarlýsing einungis gleðisaga. Tækninni fylgdi ekki þar, fremur en annars staðar, hamingjan ein í spor. I kaflanum „Brotnir vængir“ segir frá hörmulegu flugslysi, og þungbærri sorg hans, sem þar átti á bak að sjá unnustu sinni. Sú lýsing er gerð af nærfæmi og skilningi. Segja má, að kjama sög- unnar sé að finna í upphafs málsgrein lokakafla hennar „Strengurinn slitnar11: „Egill lá í hálfgerðri leiðslu og undarlegu draumamóki og fann ekki lengur stingandi verkinn í síðunni, merkilegt hvað honum gat liðið vel, eftir allar þrautirnar. Hann var farinn að halda að hann væri alveg á förum, reyndar var hann ánægður með það, fannst hann vera búinn að ljúka dagsverkinu, búinn að lifa tvær heimsstyrjaldir, kreppu, innreið vélanna og tækninnar, stórstígar breyt- ingar í þjóðlífinu, sannkallað öldurót.“ Líður nú að ævilokum Eg- ils, og um leið að sögulokum, en henni lýkur með því, að kona hans beygir sig, með tárvotum kinnurn, yfir hann látinn í rekkju sinni. Streng- urinn sterki var brostinn. Þessi sveitarlífslýsing Þor- bjargar Ámadóttur er riaun- sönn og hugþekk að sama skapi. Geðþekk og sámúðarr- rík er sú mynd, sem þar er brugðið upp af sveitarfólkinu. Næm tilfinning skáldkonunn- ar fyrir fegurð hinnar ytri náttúru lýsir sér ágætlega t.d. í upphafskafla bókarinnar, og fallegar náttúrulýsingarnar falla þar, og annars staðar, vel inn í umgerð sögunnar,

x

Lögberg-Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg-Heimskringla
https://timarit.is/publication/160

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.