Lögberg-Heimskringla - 09.07.1970, Blaðsíða 2

Lögberg-Heimskringla - 09.07.1970, Blaðsíða 2
2 LÖGBERG-HEIMSKRINGLA, FIMMTUDAGINN 9. JÚLÍ 1970 Davíð Björnsson óttræður Framhald af bls. 1. Á ynigri árum dvaldist Dav- íð nokkur ár í Reykjavík við trésmíðar, en árið 1924 flutt- ist hann vestur til Manitóba og fékkst þar við veiðiskap á Winnipegvatni fyrsta kast- ið, en fluttist svo til Winni- peg. Þar sem hann hefur átt heima síðan. í Winnipeg minnast menn gjama á bókaverzlun Davíðs Bjömssonar, en bókabúðin hans Menzka var við lýði í nærri tvo áratugi, og er ekki of djúpt í árinni tekið, þótt sagt sé, að þau árin yrðu Dav- íð og baekur hans einn af brennipúnktum v e s t u r -ís- lenzks menningarlífs. „Blind- ur er bóklaus maður“ segir m á 11 æ k i ð . Sannleiksgildi málsháttarins hefir orðið Dav- íð hugstætt, og lagði hann því fram sinn drjúga skerf til þess að bægja hinu andlega sjón- leysi frá löndum sínum. Mjög hefir Davíð gefið sig að félagsmálum Vestur-fs- lendinga. Hann var ritari fs lendingadagsnefndar í 18 ár, en þeir sem hafa átt sæti í þeirri nefnd vita, að ritara- starfið útheimtir mikinn tíma og óteljandi snúninga. í þeirri nefnd má með sanni segja, að mjög mæði á ritaranum. Rit- ari Taflfélagsins íslenzka í Winnipeg var Davíð í 12 ár. Hann átti sæti í stjórnarnefnd þjóðræknisdeildarinnar Frón í Winnipeg í 16 ár og var bókavörður sömu deildar í 8 ár. Hann var um skeið í stjórn Sambandssafnaðar í Winnir peg, og í 20 ár var hann starf- andi meðlimur í Karlakór ís- lendinga í Winnipeg og árs- part ritstjóri Heimskringlu. Davíð er tvíkvæntur. Fyrri kona hans var Kristjana Guð- Framhald af bls. 1. sem fyrstur bar fram hug- myndina um félagsheimilið, nú fyrir meif en 50 árum síðan. Með komu félagsheimilisins mun starfsemi Fróns breytast all mikið. Ekki getur félagið á annan né betri hátt, þakkað þá velvild og traust, sem því hefir verið sýnd, en með því að taka upp á starfsskrána, ýmsar nýungar og þjónustu- starfsemi, sem í senn geta orðið til þess að sameina og e f 1 a þjóðræknislega kennd okkar, og um leið til varð- veizlu okkar menningarlegu arfleifðar. Framlög í byggingarsjóðinn ber að stíla á Chapter Frón c/o Jochum Ásgeirsson, 126 Lodge Ave., Winnipeg 12, Man. Bókasafnið er nú ólíkt bet- ur sett en áður var, og hillu- rými svo við vöxt að stór- auka má við safnið. Er það og heppilegt því stórar og góðar bókagjafir hafa borist brandsdóttir, og áttu þau tvo syni, sem nú eru löngu upp- komnir. Seinni kona Davíðs er Hallgerður Róslaug (Jóns dóttir) Bjömsson fædd í Dul- uth í Minnesota. Hún lauk kennaraprófi ung að árum og gerðist síðan kennari í Mani- tóba og hefir starfað þar við miklar vinsældir í ýmsum byggðarlögum og í Winnipeg í fjölda ára. Afskipta Davíðs af bókum er þegar getið, en þar var þó aðeins minnst á eina hlið þeirra afskipta. En sambúðin við bækurnar hefir náð langt út yfir svið verzlunar og kaupmennsku. Davíð hefir haft hið mesta yndi af góðum bókmenntum, ekki sízt kvæð um og ljóðum. Hefir hann og sjálfur fjölmargt ritað í blöð hér vestra, og ljóð hans eru mörgum kunn, og þó einkum ljóðasafnið bans, sem hann nefndi Rósviði og út kom í Winnipeg árið 1952. Davíð Bjömsson er bók- fróður maður, og fékkst lengi við það að safna bókum, eink- um ritum, sem út hafa verið gefin á íslenzku hér í Vestur- heimi. Fyrir nofckrum árum gaf hann Landsbókasafni Is lands þetta vestur-íslenzka safn, og varð sú gjöf eystri sporðurinn á þeirri brú menn- ingar og bókvits, sem Davíð Bjömsson myndi vilja að tengdi ísland við Vesturheim í lengstu lög. Davíð og konu hans árnum við heilla á áttræðisafmæli húsbóndans og væntum þess, að þau megi enn koma við sögu um mörg ókomin ár. — H.B. til safnsins að undanförnu. Ber þar auðvitað fyrst og fremst að nefna hina merku bókagjöf, sem fröken Hall- dóra Bjarnadóttir, gaf safninu í fyrra, en nú alveg nýlega hefir safnið móttekið enn aðra bókasendingu frá fröken Halldóru. Aðrar góðar bóka- gjafir hafa safninu borist frá Mrs. W. Jonasson, 530 Spence Street, Dr. Guðrúnu Helga- dóttur, skólastjóra í Reykja- vík og Þjóðræknisfélagi ís- lendinga í Vesturheimi. Þá hefir hinn góði velunnari okk- ar, Rósmundur Arnason, El- fros, Sask. tilkynnt okkur um b ó k a g j ö f, sem hann mun senda okkur á næstunni. Er hér um að ræða bæði margar og merkar bækur. Bókasafnið er opið til útlána fyrsta og þriðja laugardag hvers mán- aðar frá kl. 1—3 eftir hádegi og ókeypis öllum Vestur ís- lendingum til afnota. Hefir stjórn Fróns hug á, þá næsta starfsár hefst í scptcmber n.k., að koma á fót sérstakri út- lánastarfsemi til annara deilda Þjóðræknisfélagsins. Þá vill stjórn Fróns vekja at- hygli Vestur-íslendinga á að láta ekki íslenzkar bækur fara forgörðum, en muna að bókasafn Fróns tekur fegins hendi á móti, og að sérhver góð bók eykur við gildi þessi arar menningarstofnunar. Formaður bókasafnsnefnd- ar er frú Hrund Skúlason, 10-578 Agnes Street, sími: 786-4579. Minjagripasafnið hafa roarg- ir ánægju af að skoða. En þama er nokkur hluti af safn- munum Þjóðræknisfélagsins til sýnis, og hefir Jakob F. Kristjánsson skjalavörður fé- lagsins k o m i ð mununum smekklega fyrir í hinum nýju sýningarskápum. Tal- og hljómplötusafn fé lagsins verður opnað fyrst í september n. k. og opið á sama tíma og bókasafnið. Það verður að telja það upphaf safnsins, að í tilefni af 50 ára afmælis Fróns á s. 1. ári, sendi Haraldur Ólafsson forstjóri Fálkans í Reýkjavík félaginu að gjöf tvær rausnarlegar plötusendingar, var þar meðal annara ágætisverka hið stór- merka leikrit Davíðs Stefáns- sonar „Gullna hliðið“. Þá hef- ir hollvinur okkar Ágúst Guð- mundsson prentsmiðjustjóri í Reýkjavík enn á ný fært okkur að gjöf margar ágætis tal og hljómplötur. Það er ó- hætt að segja, að hainn er orð- inn drjúgur skerfurinn, sem Ágúst Guðmundsson h e f i r lagt til Fróns. Þá hefir enn einn heimalandi sýnt okkur vinsemd og rausn, en það er Svavar Gests hljómlistarmað- ur í Reykjavík, en frá honum mun félaginu berast góð plötusending á næstunni. öll- um þessum góðu vinum okk- ar þakkar stjórn Fróns af heilum hug, sem og öðrum góðum gefendum. Formaður Tal- og hljóm- plötunefndar f é 1 a gs i n s, er Reynir Magnússon, 21-694 Sherbrook Street, sími: 775- 1379. Tafl og spilakvöld. Það var svo hér fyrr á árum, að all fjölmennur hópur landa kom saman, og í sömu húsakynn um og félagsheimili Fróns er nú. Áttu margir þar ánægju- legar stundir, ekki aðeins við spila- og skákborðin, heldur og jafnvel ennþá meir við að rabba og spjalla saman. Stjómarnefnd Fróns er þess fullviss, að ennþá eru margir landar, sem gaman hafa af að spila og tefla, og eins hafa nokkrir tjáð okkur að þeir mundu fagna, ef þama gæfist tækifæri tilsögn til þess, að kynnast og nema undirstöðu- atriði skákarinnar. Það er því einlæg von stjómamefndar Fróns, að þá næsta starfsár hefst í september n. k. að landar noti sér þetta, hús- næðið er þeim ókeypis, Frón hefir ekki aðeins upp á ný og góð spilaborð að bjóða heldur er nóg áf úrvals spilum, sem Sigurthor Sigurdson færði fé- laginu að gjöf. Kvöldvökur. Stjórnarnefnd Fróns hefir í hyggju, að þá næsta starfsár hefst, verði kvöldvökur haldnar og eins oft og möguleikar leyfa. FjöL- breytni verður þar milkil og fyrst og fremst keppt að því, að gera þessar kvöldstundir ánægjulegar. Mætti nefna, sem dæmi Upplestra, bæði bundið og óbundið mál, stutta fyrirlestra og erindi allskonar íslenzk hljómlist og leikrit, svo og upplestur íslenzkra góðs/kálda (af hljómplötum) og fleira og fleira mætti nefna. íslenzkunám. Hin síaukna aðsókn að Íslenzkudeild Mani- tobaháskóla gefur fyllilega til kynna, að nú sé vaxandi á- hugi meðal yngri Vestur ísi- lendinga að nema tungu feðra og mæðra. Má að vísu þakka íslenzka-stólnum og hinum merku menningarfrumuðum, sem veitt hafa þeirri stofnun forustu frá upphafi, þeim Dr. Finnboga Guðmundssyni og prófessor Haraldi Bessasyni, að þessi hugarfarsbreyting er nú að eiga sér stað. Hér má og þákka ritafa Þjóðræknis- félagsins, frú Hólmfríði F. Danielson, sem í mörg und- anfarin ár hefir kennt ungl- ingum íslenzku á heimili sínu. Það, sem vakir fyrir stjórnar- nefnd Fróns, er fyrst og fremst að kanna hvað áhugi fyrir íslenzku-námi er al- mennur, og treystir hér auð- vitað á fyllsta samstarf við aðrar deildir Þjóðræknisfé- lagsins, svo og einstaklinga er áhuga kunna að hafa fyrir þessu. Talað hefir verið um að koma á fót námskeiðum, bæði fyrir núbyrjendur og svo hina, sem nokkra þekk- ingu hafa á málinu. Um fyrir- komulag þessara námskeiða verður ákveðið síðar, enda byggist hér allt á hvað þátt- taka verður almenn. Stjórn Fróns vill hvetja, sem flesta til að ljá þessu máli lið og tekur fegins hendi á móti til- lögum og ábendirtgum er gætu orðið þessu máli til framdráttar, og þá vinsamleg- ast að hafa samband við pró- fessor H. V. Lárusson, 1173 McMillah Street, sími: 452- 7381. Málfundir. Hér er um enn eina nýbreytni að ræða, sem stjórrtarnefnd Fróns hefir hug Garlic-laukur er heilnaemur Garlic-laukur er sóttvamarmeðal, sem hreinsar blóðið og hamlar gegn rotnunarsýklum. í Adams Garlic Pearles er serstök Garlic-olía er notuð hefir verið til lækninga árum sam- an. Milljónir manna hafa um aldir neytt Garl'ic-lauks sér til heilsubótar og trúað á hollustu hans og lækningamátt. Eflið og styrkið heilsu ykkar. Fáið ykkur í dag í lyf jaibúð einn pakka af Adams Garlic Pearles. Ykkur mun líða betur og fininast þið styrkari, auk þess sem þið kvefist sjaldnar. Laukurinn er í hylkjum, lyktarlaus og bragðlaus. 0NLY $100 ROUND-TRIP T0 ICELAND! From New York Lowesl fares ever! New jei servicel In 1970, ihere's a new low fare io Iceland for everyone — young, old, studenls, groups! There's an Iceland for everyone ioo. The beauiifuí Iceland you remember. The modem Iceland you never imag. ined. The exciling Iceland you've heard aboui from family and friends — and ihat you can iell about when you gei home. NEW FARES FROM NEW YORK — only $100* round-irip in groups of 15 or more. Or for individuals, only $120* round- irip for 29 to 45 days in Iceland; only $145* round-trip for up io 28 days. Only $87* one-way for studenls who go lo school in Iceland for 6 months or more. Many oiher low fares to meei your needs! *Low Season. Add up to $50 for high season, June 1 - August 9. LOWEST AIR FARES TO ICELAND, SWEDEN, NOR- WAY, DENMARK, • ENGLAND, SCOTLAND AND LUXEMBOURG. ICELANDIC airlms & wFwmmm 630 Fifih Avenue, New York, N.Y. 10020; Phone (212)757-8595 37 South Wabash Avenue, Chicago, 111. 60B03; Phone (312) 372-4792 For full details folder, contact your lravel agent or Icelandiic Airlines. Félagsheimili Fróns

x

Lögberg-Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg-Heimskringla
https://timarit.is/publication/160

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.