Lögberg-Heimskringla - 09.07.1970, Blaðsíða 4

Lögberg-Heimskringla - 09.07.1970, Blaðsíða 4
4 LÖGBERG-HEIMSKRINGLA, FIMMTUDAGINN 9. JÚLÍ 1970 Lögberg-Heimskringla Published every Thursday by NORTH AMERICAN PUBLISHING CO. LTD. Prinied by WALLINGFORD PRESS LTD. 303 Kennedy Sireei, Winnipeg 2, Man. Ediior: INGIBJÖRG JÓNSSON President, Jakob F. Kristjansson; Vice-President S. Alex Thororinson; Secretary, Dr. L. Sigurdson; Treasurer, K. Wilhelm Johannson. EDITORIAL BOARD Winnipeg; Prof. Haraldur Bessason, chairman; Dr. P. H. T. Thorlakson, Dr. Valdimar J. Eylands, Caroline Gunnarsson, Dr. Thorvaldur Johnson, Hon. Phillip M. Petursson. Minneopolis: Hon. Valdimar Bjornson. Victorio, B.C.; Dr. Richard Beck. Iceland: Birgir Thorlacius, Steindor Steindorsson, Rev. Robert Jack. Subscripiion $6.00 per year — payable in advance. TELEPHONE 943-9931 "Second class mail registration number 1667". Sameinuðu þjóðirnar 25 óra Miklar vonir voru bundnar við Sameinuðu þjóðirnar, þegar stofnað var til þeirra samtaka eftir síðari heimsstyrj- öldina, árið 1945. Eftir það mikla blóðbað sem staðið hafði yfir í 4 ár vonuðust margir þess, að samfélag þessara þjóða myndi geta orkað því, að koma >í veg fyrir styrjaldir í fram,- tíðinni. En voldugustu þjóðirnar höfðu mismunandi hug- sj ónastefnur, ef nota má svo fagurt orð um þær. Sovétríkin trúðu á kommúnistastefnuna en Bandaríkin á kapitalisman og hófst þegar togstreita á milli þeirra á þessum grundvelli. Báðar mynduðu þjóðafélög er nefndust Nato og Warsaw pact þjóðir. Þær tóku að vopnast á ný og nemur nú vopnafram- leiðslan 200 biljónum dollara á ári, en samtímis hafa 2/3 hlutar mannkynsins ekki nægilegt fæði, fatnað né húsnæði. Stórþjóðirnar sérstaklega hafa sniðgengið Sameinuðu þjóðimar í þeim málum sem eru lífsspursmál fyrir mann- kynið. Salt sem er stytting á nafninu á þeim málfundum, sem haldnir eru til að reyna að takmarka kappið um vopna- framleiðslu Bandaríkjanna og Sovétríkjanna voru ekki haldnir í sambandi við Sameinuðú þjóðirnar. Ekki var heldur leitað til Sameinuðu þjóðanna þegar reynt var að semja um samkomulag milli Nato og Warsaw pact þjóðanna. Þegar ófriður hófst milli Araba þjóðanna og ísraeí, þá var það vegna forustu Lester B. Pearson að Sameinuðu þjóðimar fengu að senda canadíska herdeild til að stilla til friðar og tókst með því móti að varna ófriði í nokkur ár eða þar til Arabar undir fomstu Nasser neituðu herliðinu um landsvist. Síðan hefir verið ófriður þar eystra; Sovétríkin láta Arabaþjóðunum vopn í té, en Bandaríkin Israelsmönn- um. Þannig eru þessar stórþjóðir óbeinlínis í stríði hvor við aðra. í Cyprus er enn fámennt herlið frá Sameinuðu þjóð' unum, sem stillir til friðar milli byggða Grikkja og Tyrkja þar á eynni. Sameinuðu þjóðirnar hafa engu megnað í Vietnam styrj- öldinni, enda hafa stórþjóðirnar þar einnig átt hlut að máli. Sovétríkin og Kommúnistaríki Kínverja hafa stutt Norður Vietnam með herbúnaði og Bandaríkin farið í stríðið sjálfir til að varna því að Suður Vietnarfi félli í hendur Kommúnista. Ekki er ólíklegt að eitthvað dragi úr þessum skoðanaofsa og valdastreitu á næstu ámm. Sovét valdhafarnir, sem tróðu niður frelsisviðleitni Ungverja og Tékka fyrir nokkrum ár- um, hafa nú viðurkennt að Juguslavar megi hafa sinn eiginn socialisma. Þeir óttast og mjög kínverska lýðveldið, en Kínverjar hafa nú sínar eigin kjamorkusprengjur og munu ekki láta nokkurn á sér troða, hvorki Sovétkommúnista né aðra. Mikið hefir dregið úr hræðslunni og ofstækinu gegn kommúnismanum, sem einkenndi utanríkisstefnu Banda- ríkjanna á dögum John Foster Dulles. Og nú hafa sumar þjóðimar losað nokkuð um Nato bönd sín t. d. Frakkland, Pakistan og Canada. En það sem mestu skiptir er, að Banda- ríkjaþjóðin sjálf, sérstaklega yngri kynslóðin er að snúast algerlega gegn þátttöku þjóðarinnar í Vietnam stríðinu og er nú forsetinn, Richard Nixon smámsaman að kveðja herinn heim. Þótt Sameinuðu þjóðirnar hafi ekki getað spornað gegn ófriði milli þjóða á þessum 25 árum, þá er ekki þar. með sagt að ekki hafi ýmislegt gott af þeim leitt. Sérstakar deildir innan þessara samtaka vinna að því að veita van- þróuðu löndunum fjárhagslega aðstoð; senda matvæli til þeirra, sem hungraðir eru; koma á stofn allskonar skólum, sem hafa orðið þessum þjóðum til blessunar. Tveggja daga hátíðahöld í tilefni 25 ára afmælis Sam- einuðu þjóðanna fóru fram í San Francisco, dagana 25 og 26 júní. I aðalræðu sinni minntist aðalforstjóri S. Þ., U Thant, á ýmislegt, sem þ.yrfti að gerast til þess að blása nýju lífi í þessa alþj óðastofnun: • Fyrst og fremst yrðu stórþjóðirnar að finna til sameigin- legrar ábyrgðar gagnvart mannkyninu, og hætta öllum erjum vegna mismunandi pólítískra skoðana sinna. • Það væri ekki skynsamlegt né réttlátt að leyfa ekki Kommúnistaríkjum Kínverja inngöngu í S. Þ. bandalagið. • Að greiða yrði sem fyrst úr ósamlyndinu milli ísrael og Araba. • Að rannsaka gaumgæfilega kenningar sem valda ófriði, eins og hatrið milli Kommúnista og Kapitalista. Ekkert er eins hættulegt eins og að fólk skiptist í flokka og hver um sig þykist vita allan sannleikann. Slíkt orsakaði langvinnar trúarbragða styrjaldir fyrr á öldum. U Thant sem hefir verið aðalforstjóri Sameinuðu þjóð- anna í 8% ár minntist á margt fleira, sem þarf að kippa í lag í samfélagi þjóðanna og varaði hann þjóðirnar gegn því að tíminn væri að styttast og fólkið væri að missa þolinmæðina. Aðalfulltrúi íslands á þingi Sameinuðu þjóðanna, Hann- es Kjartansson og konsúll Islands í San Francisco, séra Octavius Thorlakson sátu ásamt konum sínum þessi hátíða- höld á 25 ára afmæli Sameinuðu þjóðanna. — I. J. FRIÐJÓN STEFÁNSSON: Leikrit í einum þætti (tveimur atriðum). Hillingar Framhald úr síðasta blaði. Bókaútg.: Ég veit ekki, hvernig fer fyrir mér, ef ég fæ ekkert hjá þér. Rithöf.: O, bara að vera bjartsýnn. Allt fer það einhvern veginn. Bókaútg.: Heldurðu, að þú veitir mér ekki einhverja úrliausn, þótt ekki veeri nema smákver upp á fimm arkir? Hér er um líf eða dauða að ræða fyrir mig. Rithöf.: Það er bara, að þú ráðir við það fjárhagslega. Það er þegar búið að greiða mér fyr- ir allt, sem möguleiki er á, að ég skrifi á þessu ári. Nú næsta ár. Ég veit svei mér ekki, hvort ég skrifa nokkuð á því herrans ári. Annars liggja fyrir tilboð í það í tuga tali, sem hugsazt geti, að ég skrifaði á næsta ári. Bókaútg.: Já, ef þú gætir látið mig sitja fyrir bók, kannske fyrstu bók, sem þú skrifar á næsta ári? Rithöf.: Það er þetta með fjárhags- hliðina. Ef ég gæti þér loforð uha að. sitja fyrir bók, sem ég kynni að skrifa á næsta ári, þá yrði samkvæmt regl- um okkar í Félagi fyrsta flokks höfunda að greiða rit- laun nú þegar. Og lágmarks- taxti er núna þrjátíu þúsund á örk af Ijóðum og fimmtán þúsund á prósa. Auk þess er öll ábyrgð útgefanda megin, þ. e. a. s. hann fær ekki endur greitt, þótt höfundur skili ekki handriti á umsömdu ári, svo fremi að fyrir hendi séu ástæður, sem félag ráð höf unda tekur gildar, svo sem veikindi höfundar, vinnuleiði eða eitthvað annað. Sannast að segja eru slíkar ástæður oft fyrir hendi. Því skil ég það vel, að útgefendur þurfa að hafa nokkurt fjármagn til umráða. Bókaúlg.: En væri ekki hugsanlegt, að ég fengi gjaldfrest, þangað til ég hefði móttekið handritið? Bara í þetta eina skipti? Rilhöf.: (óþolinmóðlega) Útilokað. Þetta eru reglur, sem við höf- um sett í félaginu, og ég fer ekki að brjóta þær og svíkja þannig félaga mína. Bókaúíg.: Ég myndi borga strax, ef ég bara sæi til þess nokkra leið. En mér er lífsnauðsyn að fá að gefa út eitthvað eftir þig eða einhvem af hinum and- rífcari höfundum. Takist mér það ehki, sé ég ekki„ hvemig ég fer að komast af. Rilhöf.: Ætli þú kljúfir það ekki einhvern veginn hér eftir eins og hingað til að framfæra þig og fjölskyldu þína. Bókaúlg.: (dapurlega) Ég á ekki leng- ur neina fjölskyldu. Konan mín fór frá mér í fyrra og tók litlu telpuna okkar með sér. Rithöf.: Æ, hvað er að heyra þetta! Er hún Kristín farin frá þér? Þessi glæsilega kona, mér famnst hún a. m. k. vera það — og ég man ég var afspymu feiminn við hana. Sennilega af því að hún var kona eins merkasta bókaútgefandans. Bókaútg.: Þú hefðir ekki þurft að vera það. Rlthöf.: Nei, líklega ekki. En ég var það nú samt. Hún gekk í afar fínni loðkápu og hefur sjálf- sagt notað úrvals ilmvatn, því ég man ennþá hve góð mér þótti lyktin af því. Ég get enn í dag kallað þá lykt fram í huga mér. En hvers vegna var hún anniars að fara frá þér? Bókaútg.: Hún sagði, að ég gæti ekki séð fyrir henni og telpunni, a. m. k. tilfærði hún þá ástæðu, þegar hún fór fram á skilmað. Og óneitanlega héf ég verið fjarskalega fátækur upp á síðkastið. Rithöf.: A-ha, gerði hún það? Ætli hún hafi bara ekki verið hætt að elska þig? Bókaútg.: Ég veit það ekki. Konum gengur að öðm jöfnu erfiðleg- ar elska menn, sem ekki geta séð fyrir þeim, heldur en ef þeir hafa miklar tekjur. Kannske ékki láandi, Fólk, sem er vant allsnægtum, sætt- ir sig illa við fátækt og skort. Rithöf.: Þetta var nokkuð fallega sagt hjá þér, að konurn gangi að öðm jöfnu erfiðlegar elska menn, sem ekki geta séð fyrir þeim. Ég ætla að skrifa þetta hjá mér til mimnis. En hvað varð svo af konunni þinni? Bókaúig.: Ég heyri sagt, að hún ætli að fara að giftast Konráði Konráðssyni ljóðaskáldi. Rithöf.: Heyri ég rétt? Honum Kon- ráði? Bókaútg.: Já, það er víst þannig. Rithöf.: Sjáum Konna? Ég minnist þess, að á niðurlægingartím- unum, þegar hann svalt eins og önnur góð skáld, þá var hann vanur að segja, að eig- inkona væri sá munaður, sem hann myndi velja sér síðast af öllu. Það er því ánægju- legt að vita til þess að hann getur eftir því að dæma veitt sér allan hugsanlegan munað. Hins vegar samhryggist ég þér af heilum hug að missa jafn eigulega konu og hana Kristínu. Ég skil það vel að þú munir sjá eftir henni. Bókaútg.: Já, ég sé eftir henni og telp- unni minni. En um það þýðir ekki að sakast. Kristín er frjáls borgari í frjálsu landi og hefur auðvitað leyfi til þess að yfirgefa mig, ef hún telur sig ekki geta búið leng- ur með mér. Rithöf.: Alveg rétt, alveg rétt. Það er að sjálfsögðu skynsamleg- ast að taka þessu svona. Bókaútg.: Ef ég bara fengi loforð hjá þér fyrir handriti á næsta ári, þá myndi ég fá lán út á það til þess að komast úr verstu kröggunum. Rilhöf.: (óþolinmóðlega) Ég er bú- inn að segja þér, að ég get það ekki nema með þeim skil- yrðum, sem við höfum sam- þykkt í félaginu. Og þótt ég vildi gjarnan gera þér greiða, þá kemur ekki t;l mála, að ég gerist félagsskítur. Bókaútg.: (eymdarlega) M é r þykir leiðinlegt að vera að þylja þér þessar raunatölur mínar. En ég sé bara ekki, hvernig ég á að fara að komast af. Ég segi þér satt, að ég hef ekki

x

Lögberg-Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg-Heimskringla
https://timarit.is/publication/160

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.