Lögberg-Heimskringla - 09.07.1970, Blaðsíða 5

Lögberg-Heimskringla - 09.07.1970, Blaðsíða 5
LÖGBERG-HEIMSKRINGLA, FIMMTUDAGINN 9. JÚLÍ 1970 5 ÍSLANDSFRÉTTÍR Tíminn 1—3 júlí einu sinni getað haldið mig skammlaust í mat. Riihöf.: (áhugalítið) Jæja, er það virkilega svona mögur at- vinna að vera bókaútgefandi? Bókaútg.: Að maður ekki tali um að geta klætt sig. Ég varð fyrir því óláni, að yfirhöfninni var stolið frá mér í haust. Og síðan hef ég orðið að vera yfirhafnarlaus, hverju sem viðrar, því að ég hef ekki haft efni á að fá mér aðra. Riihöf.: (stendur á fætur og gengur að klæðaskápnum) Ég get bætt úr því, Auðbjöm minn. Hér á ég vandaðan vetrar- frakka, sem ég er hættur að nota. Gerðu svo vel, ég ætla að gefa þér hann. Að vísu er hann í það stytzta á þig, en ég hygg hann sé næstum nógu víður á þig, af því að þú hef- ur lagt af. En það er altént skljól í honum. Bókaúig.: Kærar þakkir. Hann kem- ur sér vissulega vel fyrir mig undir veturinn eins og nú stendur á fyrir mér — en — en. . . . Riihöf.: (grípur fram í) Og nú á ég von á formanninum í félagi okkar svo að ég hefi ekki meiri tíma að sinni. Bókaúig.: (vonleysislega) Já, ég skal fara. Riihöf.: (um leið og hann fylgir gesti sínum til dyra) Það er bara eitt, sem ég skil ekki, nefnilega að þið skulið ekki snúa ykkur að öðrum störf- um en bókaútgáfu, úr því að svona lítið er upp úr henni að hafa. Bókaúlg.: Þetta er eitt af því, sem ekki verður ráðið við. Það er eitt- hvað hið innra með rnanni, sem knýr á, svo að maður verður óhjákvæmilega að fást við að gefa út og gefa út. Riihöf.: Jahá. Er hún svona áleitin útgáfuhugsjónin. Víst ætti ég að geta skilið það. En allt um það, þá verða menn að lifa. Það er ekki hægt að komast fram hjá þeirri staðreýnd, að menn þurfa í sig og á. Bókaútg.: Ég segi fyrir mig, að ég vil heldur svelta en segja Skilið við það lífsstarf, sem mér er helgara en allt annað. Riihöf.: Jahá, það er einmitt það. Virðingarvert að vera svona staðfastur í trúnni á köllun sína. Bókaúlg.: Og þó að þær stundir komi, að mér finnist ég verða að gefast upp, þá veit ég, að ég mun aldrei gera það. Riihöf.: Ágætt! Karlmannlega mælt. Það er ekki hægt annað en hrífast af þessum kjarki, sem lætur andstreymið stæla sig í stað þess að bogna. Því segi ég það, bara halda áfram að gefa út og gefa út. Einhvern tíma kemur að því, að þú hlýtur viðurkenningu . . . Um leið og rithöfundurinn tekur í hönd bókaútgefandans í kveðjuskyni, myrkvast svið- ið og tjaldið fellur. Þegar það er dregið upp aftur, birtist hið raunverulega. SVIÐ: , Rithöfundurinn 1 i g g u r í rúmi sínu undir bláröndóttri fiðursæng í litlu fátæklegu þakherbergi sínu. Húsgögn: Lítið borð með skrifuðu hand- riti, stóll, hvar á liggja föt skáldsins, bókahilla full af bókum og á gólfinu hjá henni standa tveir kassar, einnig fullir af bókum. Rithöf.: (opnar augun) Draumur! Já, auðvitað hlaut það að vera draumur. Auðvitað var óhugs- andi, að slíkt væri veruleiki. Æ, bara ég gæti haldið áfram að sofa og lifa í þessum heimi — sofa — sofa. (Þögn nokkur andartök) Nei, það tekst ekki. (Honum verður litið á fötin á stólnum) Og þama eru þessi andskotans föt, sem út- gefendaþrjóturinn gaf mér og gera mið að aumingja í hvert sinn, sem ég klæðist þeim! En það er víst ekki um anm að að ræða, hin eru í hreins- un og hamingjan má vita, hvenær ég get leyst þau út ... (Barið að dyrum) Rithöf.: (stundarhátt) K o m i n n . (Hann sezt framan á og teyg- ir sig eftir buxunum og smokkar sér í þær). (Barið aftur og mun ákaf- ar). (hátt) Já, já, kom inn! (Lægra) Hvaða bölvuð læti eru þetta. Húseigandinn, frú Jónxna: (miðaldra kona, mikil á velli og hnarreist): Já, ég átti von á því, að þú værir ekki kom- inn á fætur, þótt komið sé fram undir hádegi. En eins og ég var búin að segja þér, þá eru síðustu forvöð fyrir þig að borga þessa þriggja mánlaða húsaleiguskuld þína í dag. Að öðrum kosti verð ég að láta bera þig út. Rithöf.: Æjá, húsaleigan. En ég skal segja þér, kæra frú, að ég á bara enga peninga. Það er dágsatt. Ég skyldi borga strax ef ég bara gæti. Frú Jónína: (hörkulega) Jæja, þá flytur þú burt með góðu eða illu eft- ir hádegið í dag. Rithöf.: Kæra frú Jónína, ég treysti þér til að hafa biðlund með mér örlítið lengur. Ég má til að eiga einhvers staðar inni með dótið mitt. Jónína: (kuldalega) Það er mér ó- viðkomandi. Mér ber ekki að sjá fyrir þér. Ég hef skyldur við fjölskýldu mína en ekki þig. Og svo viltu ekki einu sinni vinna, þótt þú eigir kost á því! Rithöf.: Jú, víst vil ég það. Ég get bara ekki unnið erfiðisvinnu eins og þú veizt, vegna baks- ins. Jónína: Huh! Ég veit ekki betur en þú ættir kost á því í síðustu viku — og það fyrir mína til- stuðlan — að gerast blaða- maður hjá tímaritinu Sannar afbrotasögur, en þú hummað ir það fram af þér. Nei, ég hef enga meðaumkvun með fólki, sem nennir ek'ki að vinna. Rithöf.: En mér var ómögulegt að fá mig til þess. Þetta er svo viðbjóðslegt ri't. Þetta er sorprit. Jónína: Heyr á endemi! Ætli það sé nokkuð meira sorp en þessi ókvæði, sem þú og þínir lík- ar eru að setja saman og eng- inn maður vill lesa. En fólk vill lesa þessi rit og alveg sér- stakega þetta. Það er allur munurinn. Og úr því að þú heyktist á að verða blaðamað- ur við ritið, þá gætirðu svo sem lfka unnið þér inn pen- inga með því að selja það í hús. Ég skal segja þér það, að hann Geiri frændi minn, sem er í iðnnámi, hann hefur ver- ið í þessu á kvöldin að selja Sahnar afbrotasögur og Fjöl- skylduritið — og hann hefur stundum haft upp á annað hundrað krónur á kvöldi. Það kalla ég dugnað og framtaks- semi. Rithöf.: Nei, ég get ekki unnið við þessi rit, mér er það með öllu ómögulegt. Ég skal reyna að útvega mér einhverja aðra at- vinnu — bara þegar ég er bú- inn að ljúka handritinu mínu, sem ég vona að verði alveg á næstunni. Jónína: (háðslega) Á næstunni! Nei, karl minn, þú ert búinn að segja þetta of oft áður. Þolin- mæði mín er á þrotum. Haf- irðu ekki borgað klukkan 2 í dag, þá læt ég bera þig út. Rithöf.: (eftir nokkra þögn Ég kemst þá víst ekki hjá því að selja eitthvað af bókunum mínum. Jónína: Þú um það. En þetta stend- ur, sem ég hef sagt — fyrir klukkan tvö í dag — annars útburður. (Skellir hurðinni aftur á eftir sér um leið og hún fer). Rilhöf.: (stynur þungan) Að maður byrjaði með póet, en endaði sem fornbókasali, var það ekki einmitt það, sem hann sagði? Tjaldið. LÍFFRÆÐILEGAR HANNSbKNIR Á MÝVATNI OG LAXÁ Líffræðilegar rannsóknir á Laxá og Mývatni hófust um miðja s. 1. viku. Rannsóknir þessar eru á vegiun Náttúru- gripasafnanna á Akureyri og Neskaupstað. Fjórir líffræð- ingar vinna við rannsóknirn,- ar, sem væntanlega munu standa í 3 vikur. Rannsóknar- mennirnir gera sér vonir um, að þesSar rannsóknir geti jafnvel orðið upphaf að fastri náttúrurannsóknarstöð v i ð Mývatn. FARMANNAVERKFALL BANNAÐ MEÐ LÖGUM I dag voru sett bráðabirgða- lög, sem banna verkfall stýri- manna, vélstjóra, loftskeyta- manna og bryta, á íslenzka kaupskipaflotanum, en verk- fall þeirra hefur staðið í rúma viku. Samkvæmt bráðabirgðalög- unum fá yfirmenn 15% kaup- hækkun og fullar vísitölubæt- ur, eins og aðrir hafa samið um, en að öðru leyti er kjara- deila þeirra sett í garðardóm, sem ljúka á störfum fyrir 1. október næstkomandi. Y f i r m e n n höfðu fyrir nokkrum dögum fengið fregn- ir af því, að bráðabirgðalög væru væntanleg, og ákváðu því að segja upp störfum hjá skipafélögunum. — Munu um 140 yfirmenn, eða 70—80'/í starfandi yfirmanna, þegar hafa sagt upp störfum, en verið er að hafa samband við þá yfirmenn, sem eru erlend- is. Taldi Ingólfur Ingólfsson hjá Vélstjórafélagi íslands, að uppsagnir færu hátt í 100%. Uppsagnir taka gildi frá 10. október. Nokkur skip, þar á meðal Gullfoss, áttu að fara úr Reykjavíkurhöfn í kvöld eða nótt. Þótt verkfall yfirmanna hafi aðeins staðið í viku, þá hafa mörg skip verið bundin lengur í höfn vegna verkfalls verka lýðsfélaga. Framhald á bls. 7. The Canadian —þægilegasti vegurinn til að sjó Canada Hvolfþak úr gleri; músík, bezti matur, ágætis sæti og hvíiur. Þú færð þetta og fleira á Canadian. Á hverjum degi fara lestirnar austur og vestur. Farðu um borð og njóttu hvíldar. Finnið ferðastjóra þinn eða ein- hvern í Canada Pacific skrifstofu. Pantið farmiða strax. CP Rail f f PROVINCE OF CANADA PUBLIC NOTICE CENTENNIAL HOLIDAY - JULY 15 In order that citizens may observe the province’s lOOth birthday, The Manitoba Centennial Day act has been passed declaring that Wednesday July 15, 1970 be a specia'l holiday in Manitoba, in which employees shal'l have the day off with pay. Those required to work on that day are to receive pay at the rate of time and half, or as otherwise stipulated in eollective agreements conoerning work on general holidays. Those in special categories — such employees in con- tinuously-operating plants, restaurants, service stations, hotels, hospitals and the like — who work on that day are to receive either overtime rates or compensatory time off within 30 days, or at a time mutually agreeable to the employee and employer. For further information of clarificatidn, contact: The Director, Employment Standards Division, Manitoba Department of Labour, Room 608, Norquay Building, Winnipeg. Phone 946-7521. Hon. A. R. Paulley, Minister of Labour Hon. Edward Schreyer, Premier of Manitoba

x

Lögberg-Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg-Heimskringla
https://timarit.is/publication/160

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.