Lögberg-Heimskringla - 09.07.1970, Blaðsíða 6

Lögberg-Heimskringla - 09.07.1970, Blaðsíða 6
6 LÖGBERG-HEIMSKRINGLA, FIMMTUDAGINN 9. JÚLÍ 1970 GUÐRÚN FRA LUNDI: NÁTTMÁLASKIN Skáldsaga 34. Tíðindalítið skammdegi kom á eftir þessu góða sumri og hagstæða hausti. Loks kom þó logn og hlýviðri. Annan logndaginn sást, að skip var komið á Mölina. Þá hýmaði heldur en ekki yfir fólkinu því að margt þurfti að fá sér fyrir jóhn. Samt var nóg til af flestu á efna- og sparsemdar- heimilinu Bakka, svo að ekki þurfti að þjóta út eftir, þó að skipSkoma sæist. En bóndinn í Þúf- um sást fara út eftir á skíðum, því að talsverður þæfingur var að ganga öðruvísi. En hann fór fram hjá um kvöldið, án þess að líta inn. Hrólfur var gramur yfir því að hann skyldi ekki koma við til þess að segja fréttir úr kaupstaðnum, því að eitthvað hlaut þó að gerast þar, sem flytjandi væri milli bæja. Um kvöldið. þegar allir sváfu værum rökkur- svefni, nema Simmi, sem eitthvað var að þvæl- ast úti við, en kom allt í einu inn og einhver með honum, sem gekk beina leið inn í hjónahús, án þess að til hans væri sagt, því Síður að hann gerði vart við sig með því að banka. Stúlkunum heyrðist það vera málrómur Páls Bergssonar. Hann stóð mjög stutt við, án þess að fá nokkrar góðgerðir. Ráða hafði verið farin að hlakka til spilakvölds. „Hvað skyldi nú standa til?“ hvíslaði hún að Sigríði, 'sem var náttúrlega jafn ófróð og hún sjálf. „Kannski aumingja Sæja sé nú loksins dáin?“ „Kemur það enn ,í huga þinn,“ sagði Sigríður hálf stuttlega. „Það er víst vanalegt að prestur- inn tilkynni, þegar slíkt kemur fyrir.“ „Kannski Jónanna sé búin að slíta trúlofun- inni og Páll sé kominn til þess að segja þem það. Ekki yrði ég hissa á því,“ sagði Ráða. Þessu hafði Sigríður ekki fyrir að svara, held- ur hélt áfram að reyna að komast í værðina, sem hún var vön að njóta. Þegar búið var að kveikja, sýndist þeim hús- móðirin talsvert daufari en hún var vön. „Var ekki einhver gestur hér á ferli í rökkr- inu?“ sagði Ráða. „Eða ætli mig hafi bara verið að dreyma?“ „Nei, þig hefur ekki verið að dreyma. Það var hann Páll Bergsson." „Þú átt að segja tengdasonur,“ sagði Ráða og þóttist talsvert fyndin. „Hann er nú ekki orðinn það ennþá,“ sagði Friðgerður stuttlega og fór inn í húsið. „Hvað sagði ég, að það væri eitthvað á döf- inni núna. Ég er nú eldri en tvævetur og kannast við svipinn á fólkinu héma,“ sagði Ráða. Næst þegar Friðgerður gekk um baðstofuna, talaði Sigríður til hennar. „Mér sýnist þú eitthvað svo daufleg núna, Friðgerður mín. Ertu kann9ki lasnari en venju- lega?“ „ónei, ekki er það nú mikið. En samt þætti mér vænt um að þú mjólkaðir fyrir mig í kvöld,“ sagði Friðgerður. „Hvaða ógnsr asi var á Páli okkar blessuðum? sagði Ráða í sínum blíðasta málróm. „Var eitt- hvað að hjá honum?“ „Hvað ætti það nú að vera, og sem við getum bætt úr? Það er víst vaninn að leita hjálpar að Svelgsá en ekki hingað,“ var svarið. „Það er nú einu sinni svo, að það verður mörg- um fyrir að leita til foreldranna, ef eitthvað amar að, því að þar stendur ekki á hjálpinni," sagði Ráða. „Sem betur fer er ekkert að hjá honum,“ sagði Friðgerður. og fór inn í húsið. „Hún þarf nú ekki að segja mér undan og ofan af. Ég veit að það er eitthvað að, og það ekki lítið,“ sagði Ráða. „Kannski það hafi frétzt eitthvað af Sæju,“ sagði Sigríður. „Hvenær skyldi þetta blessað bam hennar koma í heiminn, sem sagt var að væri væntanlegt í sumar?“ „Það hefur víst verið ein sanna sagan úr því í Þúfum. Auðvitað hefur það verið búið til vegna útlitsins, sem á henni var þá. Sem betur fer er það efcki svo hörmulegt fyrir henni. Nóg er nú að ganga með tæringarpestina. Það er svona viss- ara að hafa ekki illt eftir, sem það hvíslar að manni, þama í Þúfum,“ sagði Ráða. Friðgerður hallaði sér upp í rúmið, þegar hún kom að framan. Henni hafði ekki orðið vel við gasprið í Ráðu, að það stæði sjaldan á hjálpinni frá foreldrunum, ef til þeirra væri leitað. Það hefði verið heldur lítið, sem þau gátu gert í því sambandi, sem Páll hefði verið að erinda um. Jónanna var nýbúin að fá bréf frá Sæju. Hún var búin að eignast dóttur, sem nú var orðin vikugömul. Hún væri hjá foreldrum hans. Hana langaði mikið til þess að tala við Jónönnu, svo að hún ætlaði að drífa sig með skipinu, sem nú lægi á Mölinni og koma með því aftur. Það stanz- aði sjálfsagt einn sólarhring ef ekki tvo inni á Fljótshöfh. Jónönnu hafð því dottið í hug, að Friðgerður vildi kannski fara líka. Þetta væri svo ákjósanleg ferð og liti út fyrir gott sjóveður. Svo hafði henni líka dottið í hug, að hún vildi kannski taka litla krílið með sér og hafa það hjá sér, þanlgað til Sæja yrði svo hress að hún gæti farið að hugSa um það sjálf. En undirtektirnar höfðu verið heldur stirðar eins og vanalegt var, ef Hrólfur væri beðinn bónar, en það var hann, sem réði á þessu heimili. Hún var ekki svoleiðis heilsan hennar Friðgerðar, að hún gæti farið að hugöa um hvítvoðung, manneskja sem lifði mest á meðalagutli og væri sjálfsagt búin að eyðileggja sig með því. Um sjóferð var heldur ekki að tala. Hún mætti aldrei koma nálægt sjó, þá yrði henni óglatt. Hann væri sjálfsagt bezt að því kominn að útvega krakkanum dvalarstað, þesSi strákbósi, sem væri faðir að því. „Hann hefur víst ekki um marga staði að velja,“ sagði Páll. „Móðir hans hefur víst tekið það. En hún er vesalingur til heilsunnar eins og húsmóðirin á Bakka. Hún væri svo sem ekki sú eina, sem laSburða væri í þessari veröld. Svo er það svona með okkur karlmenmina, að okkur er lítið gefið af því að hugsa um börnin. Það eiga konumar að gera. Hann er kannski eitthvað svip- aður okkur hinum, ungi bamsfaðirinn.“ Svo kastaði hann kveðju á tengdaforeldranna og bar því við, að hann þyrfti að koma Jónönnu út í skipið fyrir klukkan tíu þá um kvöldið. Hún hefði bara viljað láta móður sína vita, hvemig ástatt væri fyrir aumingja Sæju, ef hún vildi eitthvað hjálpa henni. Og nú ásakaði samvizkan hana fyrir að hafa ekki gert neitt annað en vola um sinn eigin lasleika. Ekki svo mikið að hún hefði beðið að heilsa dætrum sínum. Út frá þessum raunalegu hugleiðingum sofn- aði hún. ' , Næsti dagur var lygn og hlýr. Það var þungt yfir innanbæjar á Bakkaheimilinu. Ráða var alltaf að óska þess að einhver kæmi, sem gæti sagt því eitthvað, sem gæfi einhverja skýringu á komu Páls og hamaskiptum húsbændanna. Loksins sást til nágrannans í Þúfum. Hann var aftur á leiðinni út á Möl á skíðum og með sleða- kubb í togi. Á kvöldvöku kom harui heim í hlaðið á Bafcka og hafði sleðann í taumi. Ráða var þá að ná í eldivið úti í skemmu. Hún var fljót að heilsa upp á gestinn og bauð honum að 9etja sig inn og hvíla sig. Hún vissi að það yrði ekki tekið illa upp, þó að hún kæmi inn með þann gest, því að alftaf var heldur gott nágrenni á milli. Það var líka tekið ágætlega á móti honum og borinn fyrir hann matur fram í búri. Svo var hann settur inn í baðstofu. Þar sagði hainn frétt- irnar, sem ekki voru margbrotnar. Það var þá helzt tíðinda, að Jónanna dóttir þeirra Bakkahjónanna hafði farið með skipinu, hafði honum verið sagt. Ekki hafði hún þó litið þesslega út, að hún væri að fara í yfirsetutúr. Sumir gátu þess til, að þau hefðu ætlað að fara að gifta sig. En það var borið til bafca. Hann hafði ekki verið nógu fínn til þess. „Hún hefur víst ætlað að fara að vitja um Sæju. Við höfum lítið frétt af henni nú um tíma,“ sagði Friðgerður. „Einhver sagði um daginn, að hún væri komin aftur á spítalann. Hún hefði verið komin af honum. Það er svo margt sagt, sem ekki er satt,“ sagði gesturinn. „Það er 9att. Hún var allan nóvembermánuð í húsi þama í kaupstaðnum, því að það var svo mifclu ódýrara að vera þar en á spítalanium. En nú er hún víst komin þangað aftur,“ sagði Friðgerður. „Þarna kom það/‘ hvíslaði Ráða og hnippti í Sigríði. „Þess vegna eru þau svona daufleg á svipinn. Það var náttúrlega eðlilegt.“ Næsta fréttin var að heyrzt hefði að þau ætl- uðu að fara að búa á Svelgsá í vor, Páll og Jón- anna. Það væri víst álitlegur bústofn hjá þeim. Hann væri alltaf að kaupa lífgimbrar og væri me fjölda fjár. Þá hýrnaði svipurinn á Hrólfi bónda. „Það er svei mér ekki óefnilegur maður, hann Páll. Það er lífca sagt að hann sé stórefnaður, þó að flestir hér hefðu talið hann ráðleysingja.“ Já, þetta em svo sem álitlegar fréttir. En nú var eins og þær hrifu þennan hagfróða mann ótrúlega lítið. Nágranninn hvíldi sig góða stund, því að æki hans var þó nokkuð þungt og færðin ekki sem bezt. Hann vonaðist líka eftir að talað yrði utan að því, að dregið yrði í spil, því að slíkt var al- vanalegt. Honum fannst hann tæplega þekkja þetta gamalkunna heimili. Svo breytt fannst hon- um það orðið. Það bætti talsvert úr þessum tómleika, að Sigríði datt í hug að hita kaffi frá sér og koma með það inn. En þó vaknaði spilalöngunin ekki við það. Þegar gesturinn var farinn og hjónin komin inn í húsið sitt, sagði húsbóndinn þreytulega: „Hvað skyldi maður þá frétta næst af aum- ingja Sæju minni?“ » Þá langaði Friðgerði ákaflega mikið til að gráta við hlýjan vinarbarm, en hann hafði hún ekki þekkt um sína daga. Um þetta höfðu þau hjónin verið að hugsa, síðan Páll kom og færði þeim þessar hræðilegu fréttir. Bæði hefðu þau gjarnan viljað gera betur. En nú var það of seint. Hrólfur gekk nokkmm sinnum fram og aftur um gólfið. Loks staðnæmdist hann og sagði: „Ef hún kemst einhvern tíma til heilsu og drengnum okkar og öðrum stafar ekki hætta af því, tökum við hana heim og reynum að láta henni líða vel.“ 35. Jónanna gekk beina leið heim að litla húsinu gömlu kunningjakonunnar, einu manneskjunnar, sem hún þekkti í þessum kaupstað, sem var 1 aug- um sveitafólksins þó nokkuð myndarlegur bær. Kunningjakonan var við sömu heilSu, feit og glaðleg. Hjá henni hafði systir hennar verið til húsa síðan hún kom af 9júkrahúsinu. „En gaman að fá gest í morgunfcaffið,“ sagði sú gestrisna kona Jónanna faðmaði hana að sér og þafckaði henni fyrir öll gæðin við Sæju. „Það var gaman að hafa hana hjá sér. Hún er svo kát. Ég ætlaði að láta litla angan fæðast hérna hjá mér, en hún varð svo lasin af influensu eða slæmu kvefi, að læknirinn vildi heldur fá hana á spítalann.“

x

Lögberg-Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg-Heimskringla
https://timarit.is/publication/160

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.