Lögberg-Heimskringla - 16.07.1970, Blaðsíða 1

Lögberg-Heimskringla - 16.07.1970, Blaðsíða 1
ICEIAND. ?|etmö^ríngla Síofnað 14. jan. 1888 Slofnað 9. sept. 1886 84. ÁRGANGUR WINNIPEG, FIMMTUDAGINN 16. JÚLÍ 1970 NÚMER 28 Hörmulegur arburður (Því miður hafði blaðið ekki handbærar myndir af frú Sigríði Björnsdóiiur og Benediki liila Vilmundarsyni). Sá hörmulegi atburður varð á íslandi aðfaranótt þess 10. júlí, að forsætisráðherra íslands, dr. Bjarni Benedikts- son, frú Sigríður Björnsdóttir kona hans, og tveggja ára dóttursonur þeirra Benedikt Vilmundarson, fórust í elds- voða, er sumarbústaður forsætisráðherra við Þingvallavatn brann til grunna. Á íslandi ríkir nú þjóðarsorg, og hvar sem ísland eða íslendingar eiga ítök í hugum fólks eru menn harmi slegnir vegna þeirra válegu skeyta, sem nú hefir verið stefnt að íslenzkri þjóð. A þetta ekki sízt við um íslendinga í Vestur- heimi, sem eru bundnir íslandi margvíslegum böndum. Þess er skemmst að minnast, að dr. Bjarni forsætisráð- herra og kona hans, frú Sigríður, þekktust boð íslendinga^ dagsnefndarinnar í Manitóba um heimsókn til Kanada sum- arið 1964. Islendingadagsnefnd átti samvinnu við Þjóðrækn- isfélagið um þá heimsókn, og að loknum íslendingadegi ferðuðust þau hjónin og Björn sonur þeirra í fylgd með aðalræðismanni Gretti L. Johannson og frú um vesturhéruð Kanada. Þau voru aufúsugestir alls staðar og merkir full- trúar þjóðar sinnar, og tókust á ferðum þeirra um Kanada mörg og ánægjuleg kynni, sem héldust síðan. Mjög var eftir- tektarvert, hve glöggur forsætisráðherrann var á sléttu- Islendingana gömlu, þessa römmu íslendinga á þá gömlu og góðu vísu, en þessa menn hafði hann í óeiginlegum skiln- ingi átt að fornkunningjum lengi, svo innlifaður var hann íslenzkri þjóðarsál eins og hún var á síðasta fjórðungi aldar- innar sem leið. Eftir heimkomuna lét svo forsætisráðherr- ann ekkert tækifæri ónotað að tala máli vestanmanna bæði í ræðu og riti, og sýndi í þeim efnum bæði drengskap og góðgirni. Dr. Bjarna Benediktssonar verður minnzt á Islandi sem eins einarðasta stjórnmálamanns aldarinnar. Hann hlaut mi'kl- ar gáfur í arf, og hann ólst upp á rammíslenzku heimili, þar sem stjórnmálaleg farsæld íslands var jafnan ofarlega á baugi, en faðir hans Benedikt Sveinsson var á sínum tíma> þjóðkunnur stjórnmálamaður. Ungur að árum lauk Bjarni embættisprófi í lögfræði og eftir framhaldsnám erlendis gerðist hann prófessor í lög- fræði við Háskóla Islands, einn af yngstu mörnnum, sem nokkurn tíma hafa hlotið þá nafnbót við Hásikóla Islands, en hann var þá aðeins tuttugu og fjögra ára gamall. Arið 1940 varð Bjarni borgarstjóri Reykjavíkur og síðar gegndi hann ýmsum embættum í Ríkisstjórn Islands sem utanríkisráð- herra, dóms- og iðnaðarmálaráðherra, menntamálaráðherra, og síðast sem forsætisráðherra frá 1963. Um árabil hafði hann og verið formaður stærsta stjórnmálaflokks þjóðarinn- an, Sjálfstæðisflokksins. Óvenjulega staðgóð þekking og glæsilegur námsárangur dugðu Bjarna Benediktssyni til prófessorsembættis tæplega hilfþrítugum. Fræðilegar athuganir hans sem prófessors voru mjög bundnar starfsögu Alþingis, og liggur eftir hann merkilegt ritverk byggt á þeim athugunum. Aðallífsstarf Framhald á bls. 2. Bréf fró Séra Robert Jack Tjörn, Vainsnesi, V.-Hún., 2. júlí. 1970. Kluikkan er rétt rúmlega 12 að miðnætti. Miðnætursólin skín í allri sinni dýrð og Húnaflói er spegilsléttur. Nóttin minnir mig á orð Step hans G. Stephanssonar: Fjarst í eilífðar útsæ vakir eylendan þín. Nóttlaus voraldar veröld, þar sem víðsýnið skín. Þegar ég hugsa um lönd og og borgir þeirra, nú í myrkri, er þessi fegurð náttúrunnar sérstaklega dýrleg, sem orð geta varla lýst. Og nú á þessum tíma er Manitoba í þann veginn að halda upp á hundrað ára af- mæli sitt. Og bráðum halda íslendingar upp á afmæli ¦— 100 ár frá því að þeir námu land á Gimli. Ég hlustaði í gærkveldi, eða fyrir tveimur tímum á drottn- ingu Englanc#; flytja ræðu stjórnarinnar í Lávarðardeild brez^ka þingsins. Hún byrjaði á því að segja, að hún og maður hennar myndu ininan skamms ferðaist til Manitoba og North West Territories til að halda upp á hundrað ára afmæli þess. Það minnti á samtal, sem ég átti við eigin- mann drottningar, hertoginn frá Edinborg. Það var á Ak- ureyri þegar forseti íslands, Ásgeir Ásgeirsson kynnti okk- ur. Hertoginn spurði mig hvenær ég hefði komið til Is- lands. Ig sagði honum það. Ég sagði honum ennfremur af hverju ég hefði komið hingað, nefnilega til að kenna Soccer bótbolta. „En rúna", spurði hann, „Hvað gírið þér nú?" „Ég e" prestur í kirkju á íslandi" svaraði ég. Hann hikaði dálítið og þá sagði hain, „þér komið hing- að til a5 kenna íslendingum að sparca bolta, en nú eruð þér að sparka þeim inn í himnarki." Vel ; minnst; skal ég að- vaía Mmitobabúa, að óleyfi- legt erað skála fyrir drottn- ingunn í vatni, að minnsta kosti hfa landar gert það á meirihttar siamkomum sín- um. Ég K frá mér fara í gær grein il Wilhelms Kristján- son, sm á að birtast í Ice- landicCanadian í ágústlok. Hún f auðvitað á ens'ku og eitthvð á skozku með. Hún er ekli merkileg grein; fann eitthvð létt, sem ég vona að Framhald á bls. 2. Vestur-íslenzk skáldkona látin Frú Lára Goodman Salver- son, Toronio, hin víðkunna skáldkona lézt 13. iúlí 1970. Hún hlaui verðlaun og varð v í ð f r æ g fyrir skáldsöguna, The Viking Heari. Hún skrif- aði alls ellefu skáldsögur og fjölda smásagna. Hana lifa maður hennar, George Salv- erson og sonur þeirra George, sem geiið hefir sér orðsiírs fyrir ritsiörf við C.B.C.; enn- fremur sysiir hennar Halldora (Dora) ekkja Sieindórs Jak- obssonar. Skáldkonan var fædd 9. des. 1891, dóttir Lár- usar Goodman. PÁLL SKÁLD GUÐMUNDSSON KVADDUR Nú er hljóðnuð harpa Páls, hans var óður tíðum snjall. Hitar ljóðaleiftur máls logans glóð, er undir svall. Richard Beck. Winnipeg-born Miss Laura Arnason, 18, of Vancouver, has been named 1970 Princess of ihe Icelandic Canadian Club of B.C. Shown wearing a iradiiional Icelandic costume, she is ihe iwenty-ninth Princess of the club since ihe post was established in 1940, and succeeds Miss Janice Henrikson. Miss Arnason is the daughter of Olgeir (Al) and Shirley Arnason, boih native Winnipeggers who moved to Vancouver in 1953. The B.C. club has existed under a varieiy of names since 1908

x

Lögberg-Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg-Heimskringla
https://timarit.is/publication/160

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.