Lögberg-Heimskringla - 16.07.1970, Blaðsíða 6

Lögberg-Heimskringla - 16.07.1970, Blaðsíða 6
6 LÖGBERG-HEIMSKRINGLA, FIMMTUDAGINN 16. JÚLÍ 1970 GUÐRÚN FRÁ LUNDI: NÁTTMÁLASKIN Skáldsaga Jónanna greiddi sér og drakk morgunkaffið, áður en hún fór inn til systur sinnar. Hún hafði búizt við að hún liti verr út. Sæja brosti, þegar hún sá systur sína. „Ég er búin að þrá þig mikið, Jónanna mín. Ég ligg hér og get ekkert gert fyrir þessa bless- uðu htlu dóttur mína, sem ég þurfti endilega að eignast. Það hafa víst verið forlög eins og Berg- ljót okkar var sífellt að tala um. Bara að það hefði ekki fæðzt lifandi, þá hefði það getað orðið mér samferða inn í eilífðina, því að þangað er mér víst ætlað að flytja.“ „Góða bezta, vertu ekki svona svartsýn. Þó að ég skilji þig vel, máttu ekki hugsa svona. Þú átt eftir að verða frísk og koma út í sveitina okkar og hugsa um litlu stúlkuna þína. Ef þessi kona getur ekki haft hana, fer ég með hana heim, þó að það verði til þess að þú getur ekki séð hana eins oft og ef hún væri hérna nær þér. Ingunn frænka hugsar um hana, þegar ég er ekki heima. Þú þekkir hana að því að hún gerir ekkert utan við sig.“ „Ég hef ekki séð litlu stúlkuna mína síðan hún fæddist, blessað bamið. Það hefur ekki verið veður til þess að fara með smáböm á milli húsa. Ljósmóðirin tók það og ætlaði að hafa það hjá sér. En það urðu ekki nerna fjórir dagar, því að hún var sótt upp í sveit. Þá vom engin önnur ráð en biðja aumimgja konuna móðir hans að taka það, meðan ljósan yrði í burtu. Þú ættir að líta inn til hennar. Ég efast ekki um að hún geri það sem hún getur, en þetta er síhóstandi vesal- ingur. Kannski með tæringu. Það lítur út fyrir að sá sjúkdómur sé að hertaka aðra hverja mann- eskju í byggðarlaginu. En Bjössi er ákaflega á- nægður yfir að hafa bamið á heimili sínu. Ég býst við að honum þýki vænna um það en mér.“ „Það ér skemmtilegt fyrir þig,“ sagði Jónanna. „Já, hamn hefur reynzt mér mikið betur en ég bjóst við. Hann kom oft til mín, meðan ég var hjá kaupmannshjónunum, og hann hefur komið hingað inn til þess að vita, hvort hann gæti ekki gert eitthvað fyrir mig. En ég finn að ég á það ekki skilið, því að ég hef verið óttalega kaldlynd við hann, enda hefur hamn ekki verið fegraður í mínum augum. Þau eru ekki hátt skrifuð for- eldramir hans hjá heldra fólkinu héma, bláfátæk og karhnn og strákurinn báðir drykkfelldir.“ „Þú skalt bara ekkert hugsa um, hvað um hann er sagt. Ef hann reynist þér og baminu vel, er hann ágætur. Hugsaðu þér bara að taka hann að þér fyrir fullt og allt og þá fer barnið ykkar ekki til vamdalausra. Þá hlýtur þér að fara að batna. Þetta er ég búin að taka að mér drykkju- mann, hvemig sem mér ferst að umbera breysk- leika hans.“ „Ó, hann Páll er svo indæll,“ greip Sæja fram í fyrir henni. „Það er hægt að fyrirgefa honum allt.“ „Ætli það sé ekki hægt að fyrirgefa allt, hverjum sem er, ef maður er nógu sáttfús,11 sagði Jónanna. „Páll fór fram að Bakka í gærkvöldi og sagði foreldrum okkar, að þú værir búin að eignast dóttur. Ég bauð móður minni að koma með mér inn eftir með skipinu, og var búin að minnast á það við hana, hvort hún vildi ekki taka krakkakrílið. En það var hvoru tveggja ómögulegt, enda gerði ég það bara til þess að henni fyndist ekki vera gengið fram hjá sér. Hún er svo ákaflega lítið fyrir börn. Það var faðir okkar, sem varð fyrir svörunum.“ „Ég man að Bergljót sagði mér það, að amrna hefði sofið með okkur fyrsta og annað árið. Hún er víst lítið fyrir smáböm, hún móðir okkar,“ sagði Sæja. Jónönnu fannst hún hafa orðið talsvert hress- ari við það eitt að tala við sig þessa stund. Seinna þennan sama dag gekk hún heim að húsinu, þar sem foreldrar Sveinbjarnar bjuggu. Það var lítill torfbær með þilstafni á suðurhlið og bæjarþili. Gamall maður kom til dyra og horfði undrandi á gestinn. Jónanna sagði til nafns síns og bætti því við, að hún ætti systur hér á sjúkrahúsinu, sem Sæunn héti. Síðan spurði hún, hvort ekki væri komabam þar hjá þeim, sem systir sín ætti og sig langaði svo mikið til að sjá. Gamli maðurinn bauð henni inn. Þau fóm um hálf dimman gang og inn í baðstofu með tveim rúmum. Þar sat kona, sem varð jafnhissa á komu þessarar bráðókunnugu stúlku, sem kom inn með manni hennar, og hann hafði orðið við dymar. Jónanna kynnti sig í annað sinn. Konan var þreytuleg, en góðleg á svip. Hún spurði strax eftir, hvemig systur hennar liði. „Hún er vel málhress. Ég er búin að sitja hjá henni dágóða stund og tala við hana. Þetta er sjálfsagt frænka litla, sem er undir þessari stáss- legu sæng þama,“ sagði Jónanna. „Já, hún er nú þama ennþá. Það gengur ekki vel að koma henni fyrir,“ sagði konan. Þá tók húsbóndinn til máls: „Það er nefínilega svoleiðis að konan mín er sárlasin og getur ekki hugsað um barnið, þó að hún sé að reyna það. Svo er líka kíghósti að stinga sér niður hér í nágrenninu. Við hann erum við hrædd. Það hfa víst fá börn það af að fá hann. Gamla konan tók af honum orðið. „Við emm alveg í vandræðum. Sveinbjöm okkar var að hugsa um að fara þama út eftir til foreldra hennar. Það er sagt að þar séu nóg efni og góðar ástæður. En ég treysti á ljósmóðurina, en hún lætur aldrei sjá sig.“ „Það eru þó áreiðanlega alls staðar skárri ástæður en hér,“ andvarpaði gamli maðurinn. „Ég kom nú einmitt til að bjóðast til þess að taka hana að mér, ef faðirinn væri því ekki mót- fallinn. Ég get lofað því að það verður gert allt sem hægt er til þess að henni líði vel,“ sagði Jónanna. „Ég segi nú bara guði sé lof,“ sagði gamla konan. „Ég hef verið miður mín af kvíða yfir því, sem fram undan er. Þá kemur þú eins og engill sendur af guði til þess að táka þennan blessaða kropp að þér. Áttu mörg böm sjálf?“ „Ég á ekkert bam. Ég er nýbúin að setja upp hringinn,“ sagði Jónanna. „Svo þú átt ekkert bam. Það gæti ég hugsað mér að aumingja móðirin, sem hggur við dauð- ans dyr, sé ánægð yfir því að þú tekur bamið hennar að þér,“ sagði konan. Armæðusvipurinn var að mestu horfinn af andhti hennar. „Ég vona að hún eigi eftir að hressast, bless- unin hún systir mín,“ sagði Jónanna. Þá kom ungur piltur inn, án þess að banka. Það hlaut að vera þessi Sveinbjörn, þó að hann væri helzt til ungur til þess að vera faðir. Hann leit spumaraugum til móður simnar. Hún sagði áður en Jónanna gæti sagt honum nafn sitt og erimdi: „Hér er komimn góður gestur, Sveinbjöm minn. Það er systir Sæunnar. Hún er að hugsa um að taka bamið í fóstur, ef þér hefur ekkert orðið ógengt með að koma því niður.“ Hann heilsaði Jónönnu með hlýju hamdtaki og góðlátlegu brosi á drengilegu andlitinu. „Það er fallega hugsað,“ 9agði hann. „Það er alls staðar kíghósti hér í nágrenninu. En ég get ekki látið hana þangað sem hann er. Hefurðu fundið systur þína?“ „Já, ég er búin að sitja góða stund hjá henni. Hún er vel ánægð með að ég fari með litlu stúlk- una með mér. En þá ert það þú, sem átt eftir að samþykkja það. Ég skal reyna að láta henni líða vel,“ sagði Jónanna. „Mér þykir vænt um það,þó að það verði til þess að ég sjái hana kannski aldrei. En mamma er engim manneskja til þess að hugsa um hana,“ sagði hann. „Það er ótrúlegt að þú getir ekki farið út eftir öðm hvom til þess að sjá hana. Þetta er eklki svo langt fyrir ungan mann að ganga það,“ sagði móðir hans. p „En hvemig ætlárðu að flytja hana?“ spurði hamn. » „Ég kom með skipimu í morgun og fer með því aftur annað kvöld. Svo kemur uppskipunarbátur- inn á Mölinni í leið fyrir okkur, og þá er allur ^vandinn leystur,“ sagði Jónanna. „Þú ert svei mér ráðagóð kona,“ sagði gamli maðurinn. „Ég er ekki alveg ein í ráðum,“ svaraði Jón- arma. „Ég er hrædd um að það hefði orðið heldur lengri heimanaðbúningurinn, ef ég hefði ekki verið búin að eignast góðan ferðafélaga á lífsleiðinni." „Það er nú það,“ sagði gamli maðurinn. „Það er alltaf gott að hafa góða og trausta samfylgd.“ Jónanna bað konuna að taka til fötin litlu stúlkunnar, svo að henni yrði ekki að vanbúriaði, þegar lagt yrði af stað. Svo kvaddi hún og bauð góða nótt, því að nú var orðið áliðið kvölds. „Þetta er ótækt að þú farir alein út í skamm- degismyrkrið, öllum ókunnug. Hann fylgir þér, drengurinn. Það lítur úr fyrir að þú ætlir að gera meira fyrir hann,“ sagði gamli maðurinn. Hún þáði samfylgd hans. Hann bauð henni handlegginn til stuðnings, því að hún var á út- lendum skóm og færðin ekki sem ákjósanlegust. Hún þáði það. Hann var ákaflega skrafhreifinn og talaði um, hvað veðrið væri gott. Hún fengi svei mér bærilegt ferðaveður, litla dóttirin. Jónanna samsinnti það. „Finnst þér ekki viðkunnanlegra að hún yrði Skírð áður en hún flytur sig burtu?“ 9agði hann. „Jú, víst væri það skemmtilegra,“ sagði hún. Henni féll pilturinn vel í geð og það var auð- heyrt á málrómi hans, að honum þótti vænt um bamið. „Þá gætum við látið 9kíra hana í stofunni hjá Sæju, því að þangað verðum við hvort sem er að fara með hana,“ sagði hann. Jónönnu varð það allt í einu á að gera saman- burð á þessum pilti og Sigga á Barði, þegar hann var að sækja litla drenginn sinn út að Háaleiti. Þá hafði hún séð hans lakasta innræti og ljótasta tuddasvip. Þegar þau voru komin heim að húsinu, þar sem Jónanna ætlaði að gista, bauð hann góða nótt og sagðist ætla að verða duglegur í fyrramálið. Jónanna var snemma á fótum næsta morgun. Nú varð hún að finna Sæju strax og hún hafði lokið því að skreppa í búðir, því að þarna fékkst margt, sem hana vanhagaði um og ekki var til á Mölinni. Svo varð hún að hitta Sveinbjöm og foreldra hans. Hún rataði þangað. Gamla konan ætlaði að fara að þvo baminu, þegar Jónanna kom. Hún tók það af henni. María, en svo hét gatmla konan, horfði á bana undrandi. „Þú ert fljótvirk á þetta,“ sagði hún. „Ótrúlegt að þú eigir ekki bam.“ „Það er nú þess vegna að ég er ljósmóðir og því alvön að þvo barnskroppa,“ sagði Jónanna. „Það varð að vera. Ég var að dást að því hvað þér léti þetta eðlilega, ef þú værir óvön við böm,“ sagði gamla konan. Svo fór hún að heimsækja Sæju. Hún var talsvert hressari en daginn áður. „Þér er talsvert að batna, Sæja mín. Kannski þú þurfir ekki að fara suður,“ sagði Jónanna. „Og nú hef ég þá frétt að færa þér, að þau em öll ánægð með að ég fari með litlu stúlkuna. Svo datt piltinum þínum í hug, að það væri viðkunn- anlegra að hún yrði skírð áður en hún færi.“ „Þá verðið þið að koma með hana hingað, svo að ég fái að sjá hana. Ég er viss um að læknir- inn og hjúkrunarkonan leyfa það, að hún verði 9kírð héroa inni hjá mér. Einhvers staðar verður hægt að fá lánaðan skímarkjól. Drottinn minn góður, hvað það væri gaman að vera orðin heil- brigð,“ andvarpaði Sæja. „Þú verður það bráðum, elsku Sæja mín. Reyndu bara að vera vongóð. Og ef þér yrði boðið að koma að Bakka, þá hafðu ekki á nióti þvf. Það er svo leiðinlegt hvað þú ert langt frá okkur,“ sagði Jónanna.

x

Lögberg-Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg-Heimskringla
https://timarit.is/publication/160

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.