Lögberg-Heimskringla - 27.08.1970, Blaðsíða 1

Lögberg-Heimskringla - 27.08.1970, Blaðsíða 1
TMJQDM|NJASAfN10, REYKJAVIK, ICEIAND. Jtemtéktngja Siofnað 14. jan. 1888 Siofnað 9. sepi. 1886 84. ÁRGANGUR WINNIPEG, FIMMTUDAGINN 27. ÁGÚST 1970 NÚMER 30 Alda Pálsson píanisti látin Þessi glæsilegi píanisti og ágæti hljómlistarkennari lézt snögglega langt fyrir aldur fram í Toronto, á miðvikudag- inn 10. júní 1970. Hún var fædd í Winnipeg, dóttir Jón- asar heitins Pálssonar músík kennara og Emily Helgu Baldwinsdóttur, ekkju hans. Alda fluttist með foreldrum sínum vestur að Kyrrahafi þar sem Jónas varð prófessor í músík við Columbian Col lege í Westminister, B.C. og lærði hún fyrst hjá honum og hlaut A.T.C.M. og L.R.S.M. (London) stig í músík. Árið 1943 fór hún til Tor- onto og stundaði nám hjá hin- um heimsfræga píanista Mad- ame Lubka Kolessa og hlaut L.T.C.M. gullmedalíu 1945 og síðar R.C.A.D. — Royal Con- servatory Artist Diploma, sem er æðsta stig er músík deild (Senior School) Toronto há- skólinn veitir. Auk þess sem hún kenndi píanóleik við Havergal Girl's Private School, efndi Alda Pálsson til hljómleika í mörg- um borgum í Canada og hlaut jafnan mikið lof hjá hljóm- listardómurum. Hún var kennari við háskól- ann í 19 ár og hafa gamlir nemendur hennar — „The Old Girls of Havergal" ákveðið að stofna músík bókasafn þar í minningu um hana, en móðir hennar og systur munu gefa safninu grammophone (hi-fi) og hljómlistarplötusafn henn- ar. Alda sáluga var að búa sig til skemmtiferðar til íslands og annara landa í Evrópu þegar hún veiktist snögglega og innan tveggja daga var hún farin í ferðina miklu og síðustu. Hún var yndisleg stúlka, sem öllum þótti vænt um, er henni kynntust. Hún var lögð við hlið systur sinn- ar, Helgu, í grafreitnum í Geralton. — Auk móður sinn- ar lætur hún eftir sig tvær systur, Mrs. Clemens Wagner (Svala) í Geralton, Ontario og Mrs. Jay Simms (Olga) í Los Angeles, California. — I. J. n Eyrarbakki skaltu heita" 100 ára afmæli íslendingabyggðar í Bandaríkjunum haldið hálíðlega á Washingtoneyju EFTIR INGVA HRAFN JÓNSSON Washingtoneyju og Kleita- eyju, Wisconsin 18-19. júlí. Hundruð Islendinga og Is- landsvina eru samankomnir hér á Washingtoneyju í norð- austasta hluta Wisconsin til að halda upp á 100 ára afmæli íslendingabyggðar í Banda- ríkjunum. Líklega hafa aldrei jafnmargir íslenzkumælandi menn og konur gist þessa litlu eyju, ekki einu sinni þegar íslendingabyggð var hér í mestum blóma. í sumar eru nákvæmlega 100 ár liðin frá því að fjórir ungir Eyrbekk- ingar stigu hér á land eftir 43 daga svaðilför yfir hafið f r á Frón. Vegalengdin frá Reykjavík til Washingtoneyju er rúmlega 6000 kílómetrar, en eyjan mun liggja nær alveg miðja vegu milli heim- skautabaugs og miðbaugs, að því er gamall íslenzkur fiski- maður sagði mér í dag. Veðrið hér í miðvesturríkj- um Bandaríkjanna hefur ver- ið mjög heitt og rakt undan- farnar vikur, 35—40 stiga hiti á hverjum degi, en það er eins og veðurguðirnir hafi viljað leggja sitt af mörkum til að gera hátíðahöldin reglulega íslenzk, því að hér er nú NA- gola og þægilega svalt loft, þó að hitinn sé samt um 23 stig í heiðríkju og sólskini. Einn landinn sagði við mig, „þetta líkist einna helzt 17. júrií hátíðahöldunum í íslenzku sjávarþorpi." „KAUPSTAÐUR" Lífið á Washingtoneyju er í dag anzi ólíkt því, sem það var, er íslendingar voru hér flestir. Þá drógu menn fram lífið af fiskiveiðum í Michig- anvatni og búskap og var hvort tveggja sótt af "hörku. I dag lifir eyjan nær eingöngu af ferðamannastraumnum, að- eins 3 aðilar stunda fiskiveið- ar og aðeins einn eyjarskeggi stundar búskap svo nokkru nemi. Þetta er það fyrsta sem mætir auga ferðalagsins, því að á ferjustaðnum, þar sem maður tekur bílferjuna frá Gillskletti yfir á Washington- eyju, eru skrautlegar auglýs- ingar, sem hvetja fólk til að heimsækja elzta landnám Is- lendinga og þá einkum Kaup- stað, sem er minjagripaverzl un og selur norræna muni, en því miður er nær ekkert ís- lenzkt þar að finna. Eigandinn, Roger Gunnarsson, sagði mér, er ég spurði hann hvernig á þessu stæði, að það væri svo erfitt að fá upplýsingar um vörur frá íslandi og auk þess væru þær svo dýrar. Ég spurði hann hvort hann hefði ekki heyrt um gengisfelling- arnar og hið hagstæða verð á þessum vörum í dag, en svo var ekki. Þó hafði hann nú heyrt frá einhverjum aðila, að þetta væri nú að batna og átti von á að fá eitthvað af íslenzk um munum áður en langt um liði. Það væri ekki úr vegi að benda íslenzkum aðilum sem um framleiðslu ..^ ..ölu minja- gripa sjá, að hér er mikill og góður markaður fyrir slíkar vörur, því að gífurlegur fjöldi ferðamanna kemur til eyjar- innar á hverju ári og flestir góðum efnum búnir, ef dæma má af öllum lúxussnekkjun- um hér í nágrenninu. Þetta er sannkölluð paradís bandaríks borgarbúa, því að hér er tært loft, tært vatn, fallegir skóg- ar og nóg um kröftugan vatnafisk til að takast á við. En það er ekki réttlátt af mér að vera með þetta nöld- ur, það eina, sem ég er að segja, er, að það er ekkert ís lenzkt við Washingtoneyju nema íslendingarnir, sem hér eru í heimsókn í dag og nokkrir afkomendur íslend- inga og sú staðreynd að fyrir einni öld settust 4 íslenzkir piparsveinar hér að og ásamt fleirum sem á eftir komu áttu börn og buru. Það þurfti meira að segja að lána eyjar- skeggjum íslenzkan fána til að gera þetta alls svolítið ís lenzkt, því að Washington- eyja er bandarískur ferða- mannastaður og rándýr þar að auki, svona álíka og Ba hama eyjar, sem kollega minn Jóhanna Kristjónsdótt- ir skrifaði um í Mbl. ekki alls fyrir löngu. Þrátt fyrir allt þetta hefur heimsóknin hingað verið af- skaplega ánægjuleg og ný- stárleg að mörgu leyti. Það var gaman að hitta fólk, sem heitir íslenzkum nöfnum og e i n k u m eldra fólkið, sem gjarnan reyndi að halda uppi samræðum á íslenzku og tókst sumum mjög vel upp, eink- um eftir því sem aldurinn h æ k k a ð i, og Albert Guð- mundsson, 82 ára, sem er son>- ur eins af Eyrbekkingunum f j ó r u m , Guðmundar Guð- mundssonar, talaði bara góða íslenzku. Islendingarnir byrjuðu að tínast hingað á föstudags- kvöldið og komu sér fyrir á mótelum eða tjölduðu í skóg- inum niður við ströndina. Var deginum og kvöldinu eytt í að aka um eyjuna og hitta aðra íslendinga sem hingað voru komnir. Hátíðadagskráin f ó r ö 11 fram á laugardeginum og hófst á ferð til Klettaeyju, sem íslendingurinn, Hjörtur Þórðarson átti hér áður fyrr og eyddi stórfé í að byggja upp, eftir að hann var orðinn milljónamæringur af raf- magnsuppfinningum niður í Chicago. Greinaflokkur um Hjört og líf hans og störf birt- isf í Mbl. fyrir tveimur árum eða svo og mun ég ekki fara frekar út í þá sálma hér. Framhald á bls. 2. DR. RICHARD BECK: Handan yið djúpin blá Hjarta mitt á sín helgu vé handan við djúpin blá. Heiðfögur þau ég hefjast sé, huga míns vaknar þrá. —i Léttum vængjum brúar hún breiðan sjá. Heillar mig sýn: Um haust ég stóð hljóður á sævarströnd. Hvítur mávur í himinglóð hvarf mér við sjónarrönd. — Seiddu hann einnig sumarbjört óskalönd? Oskar Bjargmundur Gislason 1903—1970 Accidentally, on January 30, 1970, Oskar B. Gislason of Bow Island, Alberta, beloved husband of Pálina Gislason (Dr. Dan MacCharles Auxili- ary Hospital) Medicine Hat, Alberta. He is survived by a daughter, Vala, of Bassano, Alberta; a brother, Thor, of W i n n i p e g , Manitoba, and three sisters, Mrs. L. A. (Una) Licalzi, Chicago, Illinois; Mrs. H. E. (Regina) Gillis, Dryden, Ontario, and Mrs. J. (Inga) Gillis, Steep Rock, Manitoba. Born in Iceland, Mr. Gisla- son came to Manitoba in 1913, when his father emigrated from Iceland and_ settled in the district of Reykjavik. In 1930 Mr. Gislason travelled to Iceland where he met his bride Palina Gudrun Stefania Gudjonsdottir. They were married on the 21st of March, 1935, in Manitoba, and oper- ated a Cattle Ranch in Reykja- vik for twelve years. In 1951 Mr. Gislason settled in Winnipeg, where he was employed as a salesman for a Kentucky Blue Grass Seed Company. Mr. Gislason be- came interested in the pro- duction of Merion Glue Grass for Lawn Seed, and in 1954, moved to Bow Island, Alberta. Here he operated a success- ful seed farm, and in 1959 he converted to the production of Merion Blue Grass Sod, being the first person to do so in Alberta. Sod strips from Mr. Gislason's farm are found on many homes in Southern Alberta, Golf Courses, and on Centennial Projects like the Japanese Centennial Garden in Leth- bridge, and the Fort MacLeod Museum where sod strips were placed on the roof of one of the Historic Log Cabins. Mr. Gislason conducted his sodding business singlehand- edly, and enjoyed the many years of hard work. He is lov- ingly remembered by his wife and daughter.

x

Lögberg-Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg-Heimskringla
https://timarit.is/publication/160

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.