Lögberg-Heimskringla - 27.08.1970, Blaðsíða 6

Lögberg-Heimskringla - 27.08.1970, Blaðsíða 6
6 LÖGBERG-HEIMSKRINGLA, FIMMTUDAGINN 27. ÁGÚST 1970 GUÐRÚN FRA LUNDI: NÁTTMÁLASKIN Skáldsaga Klukkan tvö var svo komið með litlu dóttur- ina inn í stofuna til Sæju, ásamt afa hennar og ömmu og hempuklæddum presti og hjúkrunar- konunni. Náttúrlega bar faðirinn bamið innan í yfirsæng og Jónanna fylgdi honum. Þessi ráðgerð var víst komin um allan kaup- staðinn og fólkið gapti af undrun á þessa fylkingu úr gluggum og dyrum. Það höfðu verið talsverð vandræði með að finna nógu fallegt nafn á barn- ið. Sæja vildi láta hana heita Jónönnu, en það vildi frænkan ekki heyra nefnt. Litla stúlkan varð að bera nafn móður sinnar, þó að það væri tæplega nógu fallegt. Þá datt föðurnum í hug að láta hana heita Sæfríði. Jónanna hélt á henni undir skíminni. Aum- ingja Sæja tárfelldi af gleði og sorg yfir þessari viðhöfn. Svo kom kveðjustundin á eftir, náttúrlega sár sem eðlilegt var. Samt var móðirin ólíkt ánægðari en áður, þar sem hún þurfti ekki að hafa neinar áhyggjur út af litlu dótturinni. Nóg var samt af kvíða og ugg í huga hennar. 36. Það var þrem dögum seinna að Friðgerður kom að máli við Engilráðu, vinnukonu sína, sem hún þekkti vel að því að hafa gaman af að skreppa bæjarleið og sagði henni að sér lægi svo mikið á að fá ferð ofan á mölina. Hún væri orðin svo sápulaus, að hún gæti ekki þvegið næsta þvott, nema fá sápu, svo að sér hefði dottið í hug að hún vildi fara út eftir fyrir sig, því að gangfæri væri gott. Ráða tók þessu með þökkum. Hún bað hana svo að koma við í Holti, því að Þórveig væri svo mörgum kunnug, og vita hvað hún hefði frétt af Jónönnu. Ekki væri ómögulegt að hún hefði frétt eitthvað eða orðið vör við ferðir hennar. Ráðu var vel trúandi til þess að reka þetta erindi. Svo lagði Ráða af stað. Þegar hún kom á Möl- ina gekk hún hiklaust upp að Holti og barði að dymm. Þórveig var nýkomin inn frá því að gefa ánum sínum og búin að taka fram rokkinn og farin að snúa upp á lopann. Þá var barið aftur og hurðin opnuð um leið, og Ráða snaraðist inn. Hún heilsaði Þórveigu með mörgum kossum og bað hana að fyrirgefa ónæðið. En sér hefði verið orðið svo ónotalegt að híma þarna niðri í búðinni, að hún hefði tekið á sig krókinn, því að hún þekkti til hennar væri hlýtt að koma. „JJa, sko, mig syfjaði líka svo að ég var næst- um sofnuð ofan í lúkur mínar. Þú hefur sótt að mér, stúlka mín. Fáðu þér nú sæti. Það er bæði hlýtt inni og heitt á könnunni,“ sagði Þórveig. Svo ýtti Þórveig rokknum til hliðar og bar gestinum kaffi, rausnarlega borið fram eins og vant var hjá þeirri konu. Ráða óð elginn eins og vanalega. „Það er færra inni hjá þér núna en í fyrra vetur, þegar Jónanna var hér með kerlingarang- ann hana Bergljótu, og PáU og Sæja tíðir gestir. Þvílíkt uppátæki að vera að þvælast með kerl- ingarhróið, fram og aftur um sveitina. Þá kenndu áreiðanlega margir í brjósti um þig, Þórveig mín.“ „Kenndu í brjósti um mig? Það var nú alveg óþarfi, því að mér hefur sjaldan hðið jafnvel og þá. En þú misreiknar bara dæmið. Það var í hitteðfyrra, sem þær voru hjá mér. Og þá var nú stundum dregið í spil héma í kotinu.“ „Já, það var nú náttúrlega í hitteðfyrra, því læt ég svona, veturinn sem ég var á Háaleiti. Alveg rétt hjá þér. En veiztu nokkuð um hvaða ferðalag Jónanna var að leggja upp í um daginn með skipinu?“ spurði Ráða. ,JÓjú, veit ég vel um það. Hún fór inn á Fljóts- höfn að finna hana systur sína. Ég er nú hissa að þér skuli ekki vera kunnara um það en mér,“ sagði Þórveig. „Hún kom svo aftur með skipinu. Það var farið á uppskipunarbátnum í leið fyrir skipið, og hún kom svo með svolítinn ungbarns- kropp innan í yfirsæng með sér. Hún kom sem snöggvast hingað, því að hesturinn og sleðinn voru héma, og leysti það upp til þess að vita, hvernig henni liði, litlu stúlkunni, sem hún var með innan í sænginni. Þetta er yndislegt bam og það fer sjálfsagt ekki mjög illa mn það hjá henni og Ingunni, ef ég þekki rétt. Þá var nú Páll minn ekki lengi að segja við mig, að ekki væri nú fjölskyldan lengi að stækka,“ sagði Þórveig og leit til Ráðu. „Hver á svo þetta barn?“ spurði Ráða, hálf kjánaleg á svipinn. „Hún á það, blessunin hún systir hennar, sem nú hggur fárveik líklega á spítala þama inn á Fljótshöfn. Mér þykir ólíklegt að þér sé það ó- kunnugt, þar sem þú ert á heimili foreldra henn- ar,“ sagði Þórveig. „Nei, það er lítið minnzt á Sæju aumingjann á því heimili nú orðið. Yfirleitt talað heldur fátt. Og sjálfsagt hafa þau ekki hugmynd um það for- eldrar hennar, að hún sé orðin móðir. Og hefðu víst ekki haft hugmynd um, að hún væri svona á sig komin, hefði ég ekki frétt það í sumar og sagt Friðgerði hvemig komið væri högum dóttur hennar. En svo hélt ég að þetta hefð verið ein- tómur uppspuni, þangað til þetta kemur upp úr þokuhafinu,“ sagði Ráða. Þórveig settist við rokkinn og ætlaði að fara að spinna, en hann var svo hávær að hún stanzaði hann aftur og sagði við gestinn: „Ákaflega hljóta þau að vera undarlegar manneskjur, þessi hjón á Bakka, eftir breytni þeirra að dæma við dætur sínar. En ekki þekki ég þau neitt,“ sagði Þórveig. „Voru þau ekki ákaflega lukkuleg yfir litlu stúlkunni, Jónanna og Páll?“ spurði Ráða. „Hann er nú sjaldan öðruvísi en glaður, mað- urinn sá. Annað með hana. Það hefur sjálfsagt ekki verið létt fyrir hana að kveðja systur sína svona mikið veika. Það geta nú sjálfsagt alhr ímyndað sér, hversu það er þungbært fyrir mæð- ur, að geta ekki hugsað um bamið sitt,“ sagði Þórveig gamla. „Náttúrlega er það hverju orði sannara,“ sagði Ráða með dræmingi. Hún átti ekki annað svar til við athugasemd gömlu konunnar. Þá þurftu þrjú högg í bæjarþilið endilega að trufla samræður þeirra. Þórveig fór til dyra. Það var þá gamli bóndinn á Svelgsá kominn með tvo poka af sauðataði handa gömlu konunni. „Það eru ekki fyrstu pokamir, sem hann kem- ur með til mín,“ sagði hún, þegar Níels var að bera pokana inn í kindakofann. „Þeim fannst gömlu hjónunum að ég eigi alltaf hjá þeim fyrir að ég lofaði Jónönnu að hírast héma með Berg- ljótu þessar vikur í hitteðfyrra. Þó býst ég við, að það hefði staðið nær Bakkabóndanum að gera það. Báðar voru þær honum þó meira viðkom- andi.“ „Honum hefur sjálfsagt fundizt, að hann þyrfti ekki að gefa með dóttur sinni,“ sagði Ráða og brosti háðslega. Meira gat hún ekki sagt, því að nú var Níels kominn til þeirra og bauð þeim gott kvöld. „Þú héma, Ráða mín,“ sagði hann. „Ójá, héma er ég nú þessa stundina. Ég nennti ekki út að Þverá, þó að langt sé síðan ég hef séð foreldrahúsin." „Það líður öllum þar vel. Það varð ferð á milli í gærdag,“ sagði hann. Þórveigu langaði til þess að heyra eitthvað af litlu ferðakonunni, hvort hún væri ekki frísk eftir ferðina. „Ekki ber á öðm,“ sagði Níels. „Það heyrist ekki mikið til hennar." „Mikið er hún falleg. Ég hef ekki séð eins fallegt barn,“ sagði Þórveig. „Já, hún er falleg, enda lítur út fyrir að hún ætli að verða eftirlætisbarn," sagði Níels. „Svo verður hún sjálfsagt skírð á jólunifm?“ skaut Ráða inn í. „Hún var skírð inni á sjúkrastofunni hjá móð- ur sinni sama daginn og hún lagði upp í fyrsta ferðalagið. Það var faðirinn, sem stakk upp á því. Hún heitir Sæfríður." „Á hún þá einhvem föður?“ spurði Ráða. „Hvaða barn heldurðu að fæðist án þess að faðir komi þar við sögu?“ sagði Níels og brosti. „Hann heitir Sveinbjöm og á heima þarna í kaup- staðnum. Ég þékki ekkert til hans,“ bætti hann við. „Já, slkárri eru það nú fréttirnar, sem maður heyrir,“ sagði Ráða og hugsaði til þess, hvað hún gæti gert húsmóður sína undrandi, þegar hún kæmi heim. „Ég sagði ykkur víst áðan, að litla stúlkan heitir Sæfríður. Það stóð til að hún héti í höfuðið á móður sinni, en það þótti ekki nógu fallegt nafn handa henn,“ sagði Níels. „Jónanna hélt henni undir skím. Henni leizt prýðilega á þennan pilt, sem er faðirinn. Hann er bláfátækur sjómanns- sonur, svo að ég gæti hugsað mér að mági mínum þætti ekki mikið til hans koma.“ Ráða varð að kveðja. Myrkrið var að skella á, og hún kunni betur við að komast heim fyrir fjósatímann. En svo varð þó ekki, en hún kom nægilega snemma til þess að mjólka kýrnar. Húsmóðirin var fálát að vanda. Ráða byrjaði að dást að því, hvað gangfærið væri gott og hvað það hressti mann mikið að taka sér svona göngutúr öðru hvoru. „Já, það er víst ekki hægt annað að segja en færið sé gott, því að gaddurinn er mikill,“ sagði Friðgerður eins og úti á þekju. Svo spurði hún eftir stutta þögnJ „Segir þú nokkuð í fréttum úr þessu ferðalagi þínu, sem þú álítur svo heilsusamlegt?“ „Það er nú líklega. Þú ert bara orðin amma. Ég óska þér til hamingju. Sæja litla varð þá á undan systur sinni.“ „Ég var svo sem búin að frétta það. Hefði viljað gefa mikið til þess að heyra það aldrei. Hún Sæja mín hefur víst nóg með að stríða við þessi veilkindi sín, þó að þetta bættist ekki á hana til viðbótar.“ „Hver gat fært ykkur þessar fréttir?“ spurði Ráða aldeilis hissa. „Páll sagði okkur það um daginn, þegar hann kom hingað í rökkrinu.“ „Ég hitti Níels. Hann kom að Holti. Hann bað að heilsa og þar með að Sæja hefði verið heldur hressari, þegar systir hennar kvaddi en þegar hún heilsaði henni við komuna. Og svo get ég sagt þér það, að Jónanna kom heim með bamið með sér. Og það er komið að Svelgsá og er þar víst í miklu dálæti. Litla stúlkan var nú bara skírð við rúm- stokkinn hennar móður sinnar og heitir Sæfríður. Faðir hennar vildi endilega að hún yrði skírð áður en hún færi. Honum þótti Sæunnar-nafnið ekki nógu fallegt, en það stóð til að hún yrði skírð því. Þórveig sagði, að hún væri það falleg- asta barn, sem hún hefði nokkum tíma séð. Litla stúlkan var hjá foreldriun barnsföðursins þennan tíma frá því hún fæddist. En amman var bara svo mikill vesalingur, að hún gat ekki haft hana. Hann hafði séð mikið eftir því, piltumn, að hún þurft að fara svona langt í burtu. Hann heitir Sveinbjörn og er sjómannssonur þama úr kaup- staðmun.“ „Jú, jú, maður hefur svo sem heyrt það, blá- fátækur unglingur. Það er svo sem ekki á að lítast,“ andvarpaði Friðgerður. „Þú líklega bregður þér út að Svelgsá meðan gangfærið er svona gott. Ég skal fara með þér,“ sagði Ráða. „Ég býst við að það þætti ekki beint þarflegt ferðalag. Hrólfur er nú ekki mjög ánægður yfir að Sæja skuli vera búin að eignast bam í lausa- leik, heilsulaus manneskjan,“ sagði hún og stundi * aftur. „Það þýðir víst lítið að tala um það. Þetta hefur víst svona átt að verða, segja þeir sem trúa á forlögin," sagði Ráða hreykin af gáfulegu tali sínu. Um kvöldið sagði Friðgerður manni sínum það, sem Ráða hafði sagt henni í fjósinu.

x

Lögberg-Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg-Heimskringla
https://timarit.is/publication/160

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.