Lögberg-Heimskringla - 03.09.1970, Blaðsíða 8

Lögberg-Heimskringla - 03.09.1970, Blaðsíða 8
8 LÖGBERG-HEIMSKRINGLA, FIMMTUDAGINN 3. SEPTEMBER 1970 Úr borg og byggð SÉRA WALLACE BERGMAN PRESTUR í HANEY, B.C. Séra Wallace Bergman, sem undanfarin tvö ár hefir verið búsettur í Victoria, B.C., hefir tekið köllun frá St. Pauls söfnuði í Haney, B.C., og flutt- ust þau prestshjónin þangað ásamt fjölskyldu sinni um miðjan ágúst. S é r a Bergman er sonur þeirra Mr. og Mrs. G. Fred Bergman, er áður áttu heima á Gimli og í Winnipeg, en hafa verið búsett í Victoria síðastliðin 14 ár, og hefir Mr. Bergman stundað fasteigna- sölu þar í borg. Séra Wallace Bergman var áður prestur í Selkirk, Man., og í Calgary, Alberta. Þau árin, sem hann var í Victoria, hafði hann með höndum Lífs- ábyrgðarsölu. Jafnframt voru þau hjónin starfandi í söfn- uði Grace English Lutheran Church. Prédi'kaði hann þar alloft í fjarveru sóknarprests- ins, og fórst það prýðisvel úr hendi. Hann átti einnig sæti í Kirkjuráðinu, og sjáum við samstarfsfólk hans mikið eft- ir honum úr okkar hópi, því að hann var bæði maður sam- vinnuþýður og tillögugóður. En við, og önnur safnaðar- systkini og vinir þeirra prests- hjónanna, fögnum því, að hann hefir nú hafið prests- skap á ný, og biðjum þeim og fjölskyldu þeirra blessunar í starfi þeirra. RICHARD BECK. SUMARSAMKOMA ÍSLENZKA KVENFÉLAGSINS í VICTORIA, B.C. íslenzka kvenfélagið (The Icelandic Women’s Club) í Victoria, B.C., hélt hina ár- legu útisamkomu sína þ. 19. júlí, og fór hún venju sam- kvæmt fram í skrúðgarðinum fræga, Beacon Hill Park. Sótti hana m e i r i hluti félags- kvenna, ásamt eiginmönnum þeirra, og ennfremur nokkrir gestir. Veður var gott, og nutu ménn vel hins fagra umhverf- is. Áður en miðdegisverður var snæddur, ræddu menn, saiman um stund, og einnig yfir borðum. Var glatt yfir hópnum, eins og ávalt er á fundum félagsins og sam- komum. Sarhkvæmt tilmælum fé- lagsstjómar, flutti dr. Richard Beck ávarp. Mælti hann aðal- lega á ensku, og dvaldi eink- um við aldarafmæli Mani- tobafylkis og hlutdeild Islend- inga í landnámi og framþró- un fylkisins. En allmargir í áheyrendahópnum höfðu áður átt heima í Manitoba og sum- ir þeirra synir eða dætur ís- lenzkra landnema þar í fylk- jnu. Laúk dr. Beck máli sínu með því að lesa upp hið fagra kvæði Guttorms J. Guttorms- sonar, „Kanada“, fyrst á ís- lenzku, og síðan í hinni ágætu ensku þýðingu frú Jakobínu Johnson. Kvenfélagið hefir, það sem af er ársins, haldið reglulega fundi einu sinni á mánuði á heimilum félagskvenna, nema yfir sumarmánuðina. Hefjast fundir að nýju í september. Fyrir nokkru síðan fór fram kosning embættismanna í fé- laginu, og var stjórnin endur- kosin, en hana skipa: Frú Margrét Beck, forseti; Frú Sigríður Johnson, ritari; Frú Sara Ormiston, gjaldkeri. R. B. Hér voru á ferð í fyrri viku góðir gestir frá Chicago þau Mr. og Mrs. Dan S. Olafsson og Mr. og Mrs. Allan Svein- son. Þau höfðu siglt með Lord Selkirk skemmtiferðaskipinu norður allt Winnipegvatn — fimm daga ferð; stöldruðu í Winnipeg til að vera við brúð- káup frændkonu þeirra syst- kina Dan og Mrs. Sveinson (Ellu) og ætluðu síðan til dvalar á sumarheimili Svein- son hjónanna, sem er á eyju nálægt Kenora. Þau systkini, Ella og Dan, eru ættuð frá Mikley (Skóg- arnesi) en fóru bæði til Chic- ago 1923. Þau bjuggu langt frá skóla í Mikley og áttu því lítinn kost á skólagöngu en áhuginn að menntast var mik- ill. Þegar til Chicago kom unnu þau fyrst við hvað sem gafst og stunduðu jafnframt nám og varð Ella lærð hjúkr- unarkona en Dan stundaði nám frá því sn e m m a á mprgna, en vann eftir hádegi og var hann síðan lengi í þjónustu Hjörts Thordarsonar hins víðkunna rafmagnsfræð- ings. Nú er hann Project Engineer og er professional Consultant hjá Bataile Associ- ates Inc. Dan ferðast stundum fyrir félag sitt til Toronto og Montreal, s e m ráðunautur fyrir stór framleiðslu fyrir- tæki þar. Melvin Williams kom ný- lega í viku heimsókn til for- eldra sinna, Mr. og Mrs. G. A. Williams í Mikley (Hecla). Hann á heima í Ortonio, Cali- fornia. Hann er útskrifaður frá Manitoba háskóla og lagði síðan stund á reikiningavél- fræði (tölvur) I.B.M. I fyrra sumar fór hann með forstjóra sinnar deildar til London til að fræða nokkra unga menn um þessar vélar í nokkra daga og skoðaði síðan borgina. Þeir voru þrjár vikur í ferðinni. S é r a Ingthor Indriðason, sem nú hefir tekið upp ættar- nafnið Isfeld, vegna þess að hann telur það auðveldara í framburði hérlendis, hefir ný- lega verið skipaður prestur Lútersku kirkjunnar á Gimli. Hann kom frá íslandi til MESSUBOÐ Fyrsia lúierska kirkja John V. Arvidson, Pasior Sími: 772-7444. Sumarmessur; sunnudalga kl. 9.45 f.h., fimmtudaga kl. 7.30 að kveldi. Gimli fyrir þremur vikum ásamt 'konu sinni, syni og þremur dætrum. Hann kom hingað fyrst 1959 og þjónaði fyrst söfnuðinum í Langruth síðan tvö ár í Vancouver og aðstoðarprestur séra Haralds S. Sigmars í 1% ár. Fór til Islands 1965 og þjónaði söfn- uðum í Ólafsfirði og seinna í Hveragerði. Dónarfregn Mrs. Ingibjörg Shefley, 8129, 15th Ave., Burnaby 3, B.C., fyrrum til heimilis í Winni- peg lézt 5. ágúst, 1970. Hún var fædd á íslandi 3. ágúst 1877 og var því rétt 93 ára. Hún fluttist til Winnipeg tíu ára að aldri og naut mennt- unar í Mulvey skólanum. Hún giftist Charles Shefley árið 1908 og missti hann 1934. Hún rak bókaverzlun á Ellice Avenue í Winnipeg í 18 ár, er nefndist Better Ole Bookstore, en flutti svo til Burnaby. Hún lætur eftir sig tvær dætur, Helen Steele í Bumaby og Irene Morris í Californíu, sex barnabörn og 13 barna-barna^ börn. Ennfremur er hún syrgð af systursyni sínum, William Sawyer í Winnipeg. Son sinn Ray Shefley missti hún árið 1957. Ingibjörg Shefley bar djúpa rækt við sinn íslenzka upp- runa og var hlý og samúða- rík í garð samferðasveitarinn- ar. Mr. og Mrs. Helgi Jóhann- esson áttu hálfrar aldar hjú- skaparafmæli 17. júní, og t i 1 e f n i þess efndu dætur þeirra og fjölskyldur til sam- sætis þeim til heiðurs 30. júlí, er 50 manns, sátu. Dætur þeirra Sigrid Woltzen ásamt börnum sínum, Christie og Sean frá St. Louis, Missouri; Mrs. Grace Malm frá Van- couver og Mrs. Sylvia Stemp á Gimli komu; fjórða dóttirin, Mrs. Jónas Sigson í Victoria gat ekki verið viðstödd. Með- al gesta voru Mr. og Mrs. Bill Stefanson frá Vancouver, Mr. og Mrs. Russ MacAteer og Mrs. Terry Cliff frá Thomp- son, Man., Mrs. Lorna Tandy frá London, Ont., Mr. og Mrs. Brian Olafsson frá Winnipeg, og margt frændfólk frá River- ton, Ames, Hnausa, Selkirk og Gimli. Mr. og Mrs. Jóhannesson hafa lengst af átt heima á Gimli. Helgi Jóhannesson var lengi fiskikaupmaður og fiski- maður. Hann vann hjá Cana- dian Forces Base síðustu 12 árin áður en hann lét af störfum. I.O.D.E. FALL TEA The Jon Sigurdson chapter, I.O.D.E. will hold its annual fall tea at the T. Eaton As- sembly hall, Saturday, Sept. 5. from 2-4:30 p.m. There will be a sale of home baking, handicrafts and novelties. STYRKTARSJÓÐUR LÖGBERGS- HEIMSKRINGLU G. H. Sigurdson, 767 Jubilee Ave., Winnipeg 13, Man. ... $10.00 Icelandic Festival of Manitoba c/o Mr. Rudy Bristow, Treas., 1235 Warsaw Cres., Winnipeg 9, Man. . $200.00 Mrs. John J. Westman, Rte. 2, Box 17, Blaine, Washington 98230, U.S.A..............$10.00 * * * In loving memory of Oskar Sigurdson, Seallle, Washing- ton Mr. and Mrs. Albert Wathne, 2976 West 36th Ave., Vancouver 13, B.C. $25.00 * * * * In loving memory of Mrs. Ingibjorg Shefley, Burnaby, B.C. Thora and Sam Johnson, 2020 Harrison Dr., Vancouver 16, B.C... $5.00 In loving memory of my mother, Mrs. Ingibjorg Shef- ley Mrs. Helen Steele, 8129-18th Ave., Burnaby, B.C...... $5.00 In loving oiemory of my cousin, Mrs. Ingibjorg Shef- ley Mrs. Sigridur Grimsson, Wynyard, Sask........ $5.00 In loving memory of my aunl, Mrs. Ingibjorg Shefley Mr. and Mrs. W. Sawyer, 12 Norfolk Ave., Winnipeg 8, Man.....$5.00 Meðtekið með þakklæti, K. W. Johannson, 910 Palmerston Ave., Winnipeg 10, Man. William Edward Anderson, grandson of Mr. and Mrs. Wil! Eyjolfson of Arborg, Mani- toba, engaged in the R.C.M. Police on February 2, 1970. H a v i n g successfully com- pleted Recruit Training pn August lOth, 1970, Cst. Ander- son is being transferred for duty to the province of Brit- ish Columbia. The following slate of offi- cers for the Icelandic Cana- dian Magazine were elected to serve for the coming year — 1970-1971. Judge W. J. Lindal, Editor-in-Chief-Emeritus Wilhelm Kristjansson, Editor-in-Chief-and Chairman of the Board. Editors: Prof. Haraldur Bessason Miss Caroline Gunnarsson Mr. Arelius Isfeld Mr. David H. Bergman Mr. John Harvard Miss Kristin Olson Mr. T. Ó. S. Thorsteinson Mr. Gustaf Kristjanson Mr. Axel Vopnfjord Miss Mattie Halldorson, Secretary of the Board Mr. John S. Samson, Business and Circulation Manager Mr. J. E. Sigurjonsson, Advertising Solicitor Mattie Halldorson, Secretary. SKRÝTLUR Dómarinn: — Þér eruð á- kærður fyrir að hara brotizt inn í bankaútibúið hérna á hominu. Ákærði: — Það er algjör misskilningur. Ég átti leið framhjá og rann til á banana- hýði og datt á rúðuna, svo hún brotnaði. Ég vildi auðvitað ekki hlaupa frá ábyrgðinni svo ég skreið inn um glugg- ann til að skilja eftir nafn og heimilisfang mitt. Ég leitaði í skúffunum að blaði og blý- anti og í einni þeirra lágu lyklarnir að peningaskápnum. Þá datt mér í hug, að vissara væri, að setja miðann í pen- ingaskápinn, t i 1 þ e s s, að þvottakonan henti honum ékki í ógáti, en einmitt þeg- ar ég var búinn að opna skáp- inn, kom lögreglan og trufl- aði mig. Þetta er sannleikur- inn hreinn og beinn, herra dómari. Tveir rithöfundar hittust á förnum vegi. — Hvað ert þú að aðhafnast þessa dagana? — Ég er að skrifa endur- minningarnar mínar. — Jæja, það vill líklega ekki svo vel til, að þú sért kominn að þeim degi, sem þú fékkst lánaðan hundraðkall hjá mér?

x

Lögberg-Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg-Heimskringla
https://timarit.is/publication/160

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.