Lögberg-Heimskringla - 10.09.1970, Blaðsíða 1

Lögberg-Heimskringla - 10.09.1970, Blaðsíða 1
 etmsfermgla Siofnað 14. jan. 1888 Stoínað 9. sept. 1886 84. ÁRGANGUR WINNIPEG, FIMMTUDAGINN 10. SEPTEMBER 1970 NÚMER 32 URÐU „VEÐURFÖST" í FÆREYJUM. EN ERU NÚ Á LEIÐ TIL SÓLRÍKARI LANDA Prófessor Hans Bekker-Ni- elsen, frá Óðinsvéum í Dan- mórku og fjölskylda hans áttu klukkustundar v i ð d v ö 1 í Winnipeg s. 1. fimmtudags- kvöld, en þau voru á leið vest- ur með járnbrautarlest, en prófessor Bekker-Nielsen hef- ur þegið boð Washington há- skólans í Seattle um að gegna gistiprófessorsembættið v i ð norrænudeild háskólans á ári komandi. M e ð a 1 kennslu- greina prófessorsins verður íslenzkan bæði forn og ný. Fréttamaður Lögbergs-Heims- kringlu lagði leið sína niður á járnbrautarstöð til viðtals við prófessorshjónin og börn þeirra. Lá vel á fjölskyldunni. Hafði leiðin um Atlantshaf legið um Færeyjar og ísland, og bar þar helzt við, að rok gerði í Færeyjum þannig að loftfór lágu bundin við festar, og varð prófessorsfjölskyldan veðurföst .(Færeyingar nota betta ágæta orð) þar um hríð. Heyskapur mun hafa geng- ið eftir vonum bæði í Dan- mörku og á íslandi, en í Fær- eyjum fauk víst eitthvað af heyi bænda út í óslægjuna. Norrænu andi í Seattle á nú fyrir sér að eflast við til- komu frú Elsu, prófessors H a n s Bekker-Nielsens og barna þeirra. Þau hjónin voru hér vestra fyrir fjórum árum, en gengdi þá próf. Bekker-Nielsen gisti- prófessorsstöðu við Toronto- háskólann. Sú dvöl þeirra í Vesturheimi leiddi til þess, að nú eru þau aufúsugestir á þeim slóðum. Væntanlega gefst prófess- ornum og fjölskyldu hans nokkurt tóm til að ræða við íslendinga í Seattle, og fer vel á því. — Kóinn var „karakter ii Hann var beztur hálfur Viðial við Vicior og Aldísi Sturlaugsson frá Norður-Dakota Victor Sturlaugsson og Ald- ís kona hans eru komin í fyrsta skipti til íslands, en þau eru svokallaðir Vestur- íslendingar frá Norður-Da- kota. Victor segist aldrei hafa haft tíma til að koma hingað að sumrinu, því þá var mest að gera hjá honum, þar til hann settist í helgan stein. Hann stjórnaði í 44 ár til- raunabúi Bandaríkjastjórnar í Langdon í Norður-Dakota, þar sem stundaðar voru til- raunir með korn, gras, kart- öflur, tré og fleira þess hátt- ^r, og fyrir ræktunarmenn er sumarið auðvitað mesti anna- tíminn. . Bæði eru hjónin fædd í Bandaríkjunum, en foreldrar þeirra fluttu þangað frá ís- landi. Við biðjum þau um að gera grein fyrir ættum sínum, því íslendingar vilji gjarnan vita hverra manna viðmæl- endur þeirra séu. — Móðir mín var frá Hrafnsstöðum í Víðidal í Húnavatnssýslu og hét Sig- ríður Bjarnadóttir, segir Ald- ís. En faðir minn var Guð- mundur Jónsson, fæddur á Elliðavatni. Pabbi var ekkju- maður, þegar hann fluttist vestur. Hann átti tvö börn af fyrra hjónabandi, Jón og Stefaníu. Og þannig er ég hálfsystir Stefaníu Guð- mundsdóttur, leikkonu, sem ég er mjög hreykin af. Pabbi gat ekki tekið nema annað barnið með sér fyrst og Jón fór með honum. Hann langaði til að fá stúlkuna síðar, en fólkið sem hún var hjá, vildi auðvitað hafa hana áfram. Móður minni kynntist hann svo í Ameríku. — Hittirðu nokkurn tíma Stefaníu, systur þína? — Ójá, hún kom vestur árið 1922 og þrjú elztu börn henn- ar með henni, Þau 'Óskar, Emelía og Anna Borg. Þau stofnuðu leikfélag í Winnipeg og fóru um íslendingabyggð- ir. Ég held að Ragnar Kvaran hafi staðið fyrir stofnun leik- flokksins. Ég var þá 19 ára gömul og þá sá ég þau. Pabbi var þá á lífi og þau komu til okkar. — Og ég dansaði við Emelíu og Önnu, segir Victor. Ég hefi verið 18 ára gamall og ótrú- lofaður. Ég var að elta kon- Framhald á bls. 2. Fréttir frá fslandi ÞINGEYINGAR HALDA UPP Á 11 ALDA AFMÆLI ÍSLANDSBYGGÐAR Þingeyingar ætla að halda upp á 11 alda afmæli Islands- byggðar um næstu helgi, og er það hvorki meira né minna en fjórum árum á undan öðr- um íslendingum. Raunar er það 11 alda by'ggð í Þingeyj- arsýslu, sem um ræðir, því Garðar Svavarsson kvað hafa komið til Húsavíkur, áður en Ingólfur Arnarson settist að í Reykjavík. Hátíðin hefst á í'östudags- kvöldið með dansleik í Félags- heimilinu, en hátíðin verður sett á laugardaginn á útisam- komu. Þar verður Garðars Svavarssonar minnzt í ræðu bæjarstjóra, Björns Friðfinns- sonar. K a r 1 Kristjánsson, fyrrverandi alþingismaður flytur þætti úr sögu Húsavík- ur og síðan verða skemmtiatr- iði. Síðari hluta laugardags- ins verða sýndar íþróttir og keppt í ýmsum greinum. Um kvöldið er kvöldvaka, þar sem flutt verður ýmislegt þjóðlegt efni og að lokum verður dansað. Sunnudagurinn hefst með guðsþjónustu kl. 10.30 og eftir hádegið verða íþróttir og tón- list á dagskránni og um kvöld- ið kvöldvaka og dans. Bæði kvöldin verða flugeldsýningar á miðnætti. Þingeyskir málarar opna málverkasýningu í Barnaskól- anum á Húsavík á fimmtu- daginn og verður hún opin að minnsta kosti hátíðardagana. Tíminn 16. ágúsi. Wilson Among Elite In the fourth of the Sum- mer School Concerts, the Uni- versity School of Music pre- sented Eric Wilson, cellist, with Thelma Wilson, pianist in recital on Wednesday after- noon in the Eva Clare Hall. Winnipeg has produced a number of fine cellists over the years. Among the illus- trious names we find Zara Nelsova and Lorne Munroe. To that elite, we must add the name Eric Wilson. Young Mr. Wilson is rapidly assum- ing the stature qí a first rate artis-t, and his extraordinary talent was well displayed on Wednesday. From that opening pendu- lous figure of the Valentini Sonata in E, we sensed this as a rare occasion, and we never had reason to lose that feeling. Mr. Wilson is blessed with a prodigious technique, and everything he does is supremely secure. He has a sense of style which enabled him to differ- entiate the classical discipline of the Valentini Sonata from the virtuosic freedom of the Kodaly Sonata for solo cello. The lovely shaping of the Largo from the early sonata, was a measure of this young man's musicality. Frönsk kona féll niður í jökulsprungu uppi undir tindi Snæfellsjökuls í gær. Stöðv- aðist konan í sprungunni, rúmum 20 metrum frá brún hennar, en sprungan er miklu dýpri. Vildi konunni til lífs að hún stöðvaðist á ísbungu niðri í sprungunni, sem er ekk breiðari en svo að stökkva mátti yfir hans efst uppi. Með konunni á jöklinum var eigin- maður hennar og sonur, um 16 ára gamall. Hjónin eru bæði á fimmtugsaldri. Eru þau frá París og bera ættarnafnið Van Cleef. Þau höfðu hvorki með sér band á jökulinn né ísaxir. Eiginmað- ur konunnar, sem er hollenzk- ur að þjóðerni, og starfar sem verkfræðingur í París, varð eftir á jöklinum, en sendi son- inn til byggða eftir hjálp. Dvaldist maðurinn á sprungu- Framhald á bls. 2. The Kodaly Sonata is one of those rare works involving scordatura. It is a work of great ingenuity and much passion. The Magyar influ- ence is most definite, and it is a supreme test of the play- er's technique. Whether in the impassioned roulades of the first move- ment, or the spiccato bowing of the third movement, or the pizzicato harmonics of the adagio, which sounded like a celestial harp, we had the same security of style and notation, as well as beauty of tone and variety. It was in- deed a transcendent perfor- mance. Fi amhald á bls. 2. Bréf frá íslandi í Bólsiaðarhlíð 50. 30. ágúst. 1970. Kæra frú Ingibjörg. Mínar beztu þakkir fyrir bréfið þitt dagss. 21 ág. s.l. Senn mun haustblærinn leika um gróðurinn, og jafnvel má sjá þess dæmi nú þegar. Sumarið hefir í heild verið ágætt, þó ef til vill hefði það getað verið hlýrra. Ég sakna þess að á þessu sumri sem nú er að kveðja hefir ekki komið neinn hóp- ur frænda og vina úr Vestur- vegi. Það setur nefnilega sérstak- an hátíðleika blæ yfir land- ið, þegar Vestur-íslehdingar eru á ferð, því að fáir eru þeir sem utan íslands búa sem elska landið og þjóðina jafn heitt. En vonandi Mða ekki mörg ár, þar til hópar koma frá ykkur. Það væri engan veginn úr vegi, ef þú frú Ingibjörg myndir benda lesendum blaðs þíns á, þó enginn ráði náttúr- lega sínum næturstað, að hyggilegra sé þeim sem á- huga hafa fyrir að heimsækja landið 1974, á 1100 ára afmæli byggðar íslands, að fara að panta hótelpláss.. Engum væri ljúfara og skyldara að greiða götu þeirra en einmitt mér, og má fólk bókstaflega skrifa til mín og panta, síðan skal ég panta fyrir það og senda því stað- festingu. Hér í nágrenni við heimili mitt, eru tvö hótel alveg ljóm- andi góð, og alveg ný, Hótel Esja og Hótel Nes. Héðan fr4 skrifborði mínu út um glugg- ann, er útsýni næsta skemmti- legt. Næst hér fyrir vestan er Kennaraskóli Islands, ný bygging en 62 ára gömul stofnun, og þar hafa aðeins þrír menn ráðið ríkjum, Séra Magnús Helgason frá Birt- ingaholti, Freysteinn Gunn- arsson, guðfræðingur og orða- bókahöfundur, og nú er það Dr. Broddi Jóhannesson, upp- eldisfræðingur sem er skóla- stjórinn. Framhald á bls. 3.

x

Lögberg-Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg-Heimskringla
https://timarit.is/publication/160

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.