Lögberg-Heimskringla - 10.09.1970, Blaðsíða 2

Lögberg-Heimskringla - 10.09.1970, Blaðsíða 2
2 LÖGBERG-HEIMSKRINGLA, FIMMTUDAGINN 10. SEPTEMBER 1970 Káinn var „karakter" Hann var beztur hálfur Framhald af bls. 1. una, en fékk hana ekki fyrr en seinna. Við erum bæði frá Mountain. f>að var heilmikill viðburður, þegar leikflokkur- inn kom. Hann lék Kinna- hvolssystur og einhver íslenzk leikrit og fékk mikla aðsókn. Svo var alltaf dansað á eftir. En Victor á eftir að segja frá sínum uppruna, og við minnum hann á það. — Móð- ir mín var Una Vemharðs- dóttir frá Ásgautastöðum á Stokkseyri. Hún kom til Am- eríku 13 ára gömul. Faðir rninn Ásbjörn Sturlaugsson, var fæddur í Laxárdal í Dala- sýslu og kom vestur 6 ára gamall með afa sáluga. Jón- asi Sturlaugssyni. Síðan hann fluttist til Ameríku höfum við h a 1 d i ð ættamafninu Stur- laugsson. En ég ber líka nafn móðurafa míns og fieiti Victor Vemharður. — Þið ólust upp þarna í Norður-Dakota. Var ekki mik- ið um íslendinga þar? — Jú, Norður-Dakota er beint suður af Winnipeg, rétt sunnan við bandarísku landa- mærin. Þar vom íslenzkar b y g g ð i r, Garðar, Hallson, Akra, Svold og Mountain þýð- ir fjall, en þarna eru svolitlar hæðir og ÍSlendingana lang- aði til að kalla þær fjöll. Þama settist að mikið af fs- lendingum, en nú eru íbúam- ir orðnir m j ö g blandaðir. Eldra fólkið talar þó mikið íslenzku enn — og syngur hana! Sjálf laérðum við dálít- ið að tala íslenzku þegar við vorum börn, bætir Victor við á sömu hreinu íslenzkunni, sem þau hjónin hafa notað allt viðtalið. Við tölum öðm hverju saman íslenzku, en við bjuggum svo lengi innan um fól-k, sem ekki skildi það mál. Við kaupum alltaf Lög- berg-Heimskringlu og svo kaupi ég alltaf búnaðarblaðið Frey. — Það er heilmikið af k u n n u m íslendingum frá ykkar byggðarlagi. Munið þið t. d. eftir Káinn, þegar þið voruð að alast upp? — Ójá, Káinn Júlíus bjó rétt hjá okkur í Mountain, •.segir Victor. Okkur krökkun- um fannst svo gaman að fara að búðinni hans Elíasar Þor- valdssonar, því þar sat karl- inn, sagði sögur og orti stanz- laust. Ljóðin mnnu upp úr honum. Við krakkamir sátum stundum í kringum hann, 20- 30 í hóp, og höfðum gaman af þessu. Káinn Júlíuss, hann var reglulegur karakter. Það var gefin út ljóðabók eftir hann, en þeir skildu eftir b e z t u stökurnar. Fólkinu fannst víst sumar þeirra nokkuð grófar til að setja í bók. En þeir, sem þekktu hann, kunnu að meta hagyrð- inginn. Hann sagði beztu sög- urnar, þegar hann var hálf- dmkkinn. Væri hann ófullur, sagði hann ekkert, og fullur var hann ómögulegur. En bestur hálfur. Nokkrum árum áður en hamn dó, var honum h a 1 d i ð heiðurssamsæti, lík- lega í tilefni af afmæli hans. Þá vom menn settir til að gæta þess að hann ekki drykki. Þá sagði hann bara ekki neitt. — En Vilhjálmur Stefáns- son. Var hann ekki af þessum slóðum líka? — Jú, hann var farinn að heimann, þegar við vorum að alast upp. En hann kom oft í byggðarlagið og sagði frá ferðum sínum. Jú, ég mundi líka geta notað orðið „karakt- er“ um hann. Það var auðséð að hann hafði lent í vondum veðmm um ævina. Andlitið var stórgert og mikið af hrukkum. Hann var mjög gáf- aður á vissan hátt, en var víst erfiður í skóla. Það var sagt heima, að hann hefði stundum kunnað meira en kennararnir og ekki komið í tíma nema þ e g a r honum hentaði, og var hann alltaf rekinn. En hann gerði margt merkilegt um ævina. Eigin- lega var hann á undan sínum tíma, og braut brautina fyrir það sem kom seinna. Þau Victor og Aldís áttu fyrir 6 árum 40 ára hjúskap- arafmæli og þá söfnuðust vin- ir og ættingjar saman hjá þeim um sumarið. Þau eign- uðust 9 börn og em 8 þeirra á lífi, tvær dætur í Kaliforníu og hin sex í Dakota, í nánd við þau. Öll eru börnin gift og barnabörnin orðin 28 tals- ins. Victor stjórnaði tilraunabú- inu í Langdon frá því í sept- ember 1925 og til ársloka 1969, en hafði áður unnið á öðru búi í 3 ár, svo starfsæv- in er orðin löng. — Það hafa orðið m i k 1 a r breytingar á þessum tíma á ræktuninni og í því liggur mikil vinna. En ég hafði alltaf ánægju af að vinna þessi störf. Alltaf stöð- ugar framfarir og skemmti- legt að vera í þeim framför- um. — Hvers konar tilraunir voruð þið með þarna? — Við fengumst mest við korn og grastilraunir. Vegna þess hve veður eru mismun- andi á ýmsum stöðum í Bandaríkjunum, verða til- raunabúin líka að vera á mis- munandi stöðum. A okkar slóðum er mest ræktað hveiti, sem notað er í makaróni, spaghetti og þess háttar, en ekki mikið af korntegundum, sem notaðar eru beint. Og alltaf þarf að bæta tegundirn ar og hafa á hverju ári til fræ af góðum tegundum fyr- ir bændurna. Við framleidd- um mikið af nýju komi til útsæðis, bændurnir keyptu það af okkur og síðan breidd- ist tegundin út, eftir að við höfðum komið henni af stað. Seinni árin gerðum við líka mikið af tilraunum með áburð, tókum fyrir mismunandi teg- undir af tilbúnum áburði. Allt slíkt var reynt hjá okk- ur, í þeim tilgangi að fá fram það bezta. Við vorum sem sagt alltaf að reyna að bæta tegundirnar og gera tilraimir með áburðarþörf. Ég hætti svo þarna s. 1. haust, og gat loks komizt í íslandsferðina. — Eruð þið ánægð með hana? — Já, við erum búin að fara svo víða, bæði sunnan- lands og svo norður, í Víði- dal. Við höfum leitað uppi þá staði, sem foreldrar okkar voru frá. Svo fórum við á hestamannamótið á Þingvöll- um. Við höfðum aldrei séð svona marga hesta saman komna. Og við erum búin að finna mikið af ættingjum Aldísar, en ég hefi ekki fund- ið mjög nána ættingja mín megin. Og góða vini höfum við eignazt, hvar sem við höf- um farið. Við höfum búið hjá Einari Siggeirssyni, kennara og Kristínu konu hans, en hann var við nám í fimm ár í Norður-Dakota og vann þá hjá okkur 4 sumur í leyfinu sínu. Svo hann var eins og einn af fjölskyldu okkar. Þau hjónin og allir aðrir hafa ver- ið mjög góð við okkur. Og nú förum við á miðvikudags- morgtm og höfum þá verið í nærri mánuð. Mgbl. 7. ágúsi. Wilson Among Elite Framhald af bls. 1. The introduction and Po- lonaise of Chopin for cello and piano is one of those few exceptions to Chopin’s piano output. But it is not really an exception, because the piano has all the Chopinesque figur- ations, and it was played so beautifully by Mrs. Wilson, that we almost believed that this was g r e a t music . . . almost but not quite. We have not had the priv- ilege of hearing Eric Wilson in the great standard cello re- pertoire, but what we heard on Wednesday was sufficient to affirm that he has a really great talent. The Wilson family is uni- que. We can think of no other family in which the parents and all the children are so identified with the making of fine music. It must have with- in it the fountain of youth . . . for. it looked to us as if a brother and sister were play- ing, instead of a son and mother. May they long con- tinue to flourish. Winnipeg Free Press. July 30, 1970. ERIC WILSON'S 'CELLO PUTS AWE IN AUDIENCE By LILLIAN GIBBONS A young - looking pianist’s mother and her brilliant 20- year-old ’ c e 11 i s t son won shouts of approval from the noon hour School of Music audience. Thelma and Eric Wiison doubled for a Valentini so- nata and a Chopin polonaise but it was Mr. Wilson’s solo Kodaly Sonata Op. 8 that fil- led the hall with awe, “very unusual, much more reson- ance,” he murmured as he took up his bow slowly, ten- derly. The spell he cast was physical at first — stilling all restlessness, bringing life to the stagnant thundery air. Not a program fluttered. The lights had been turned off, he had taken off his pristine white coat, after the first double number. Now in shirt sleeves, one with the summer school students, the young maestro closed his eyes, bent his golden curly head, spoke a message like the oracle from Delphi. It was all things to all men, soul satisfying, revivify- ing. Esthetic was the spell now: he seemed not to be one per- son, but at least a qumtette: two hands, a bow, the instru- ment’s strings, his own brain as conductor. The glorious tone, that the Music Festival British conductors praised six years ago, was still his pre- cious possession. After the applause and shouts and personal expres- sions of thanks, one woman remembered she’d had no lunch: “Who needs food?“ was the rejoinder. “We’ve béen treated to ambrosia, from the gods.” Eric is home for the sum- mer with his musical faimily, sustained in New York by Canada Council, Ford, schol- arships and bursaries. The Tribune, July 30, 1970. Fréttir frá íslandi Framhald af bls. 1. barminum og taldi kjark í konu sína þar til hjálparleið- angur kom mörgum klukku- stundum síðar og seig Krist- geir Kristgeirsson, bóndi á Felli í Breiðavíkurhreppi nið- ur í sprunguna eftir konunni. Tíminn 28. júlí. HARÐÆRISNEFND hefur að undanförnu ferðazt um Vest- firði, Strandasýslu, Snæfells- ness og Hnappadalssýslu, Dalasýslu, Húnavatnssýslu, Skagafjörð, Eyjafjörð og Suð- ur-Þingeyjarsýslu, til að kynna sér heyska'parhorfur, en þær hafa verið slæmar vegna mikilla nýrra og eldri kalskemmda í túnum og vegna kulda, auk þess sem sumir bændur báru of seint á vegna þess, hve seint þeir gátu fengið áburð. Verði hlýviðri það sem eft- ir er sumars og sæmileg hey- skapartíð, g e t u r ástandið batnað nokkuð og grænfóður komið að meiri notum en nú lítur út fyrir. Samt sem áður er augljóst að geigvænlegur heyskortur verði fyrir hendi í mörgum hreppum allt frá Hvammsfirði vestur og norð- ur um land að Héraðsflóa. Tíminn 6, ágúst. SPAKMÆLI Sagan segir frá bónda nokkrum, sem hafði talið sér trú um, að akrar hans næðu á heimsenda. Þess vegna varð honum ærið bilt við, þegar hann týndi eitt sinn kúnni sinni og komst að raun um það í leitinni að henni, að til var fjöldinn, allur af ökrum handan við blettinn hans. Þannig er hætt við að fari fyrir mörgum kreddumannin- um, sem talið hefur sér trú um, að engir heimar geti leynzt utan við sjóiihring hans eða handan þessarar litlu veraldar, aðeins sakir þess, að hann hefur sjálfur aldrei séð þá. — Spinoza. GAMAN OG GOTT Þegiðu heilla sonurinn sæli, þangað til kýr okkar koma' ofan‘ af fjöllum. Heim ganga þær hátt baulandi hún Hyma og hún Stjama ganga þær drynjandi hún Drafna og hún Kringja; Flekka og hún Fræna fylla þær skjólur, Brók og hún Brynja, , Bj arna-Reyður, Lykla og hún Lína og hún Langspena, Geit og hún Grána ganga til hellis. Hver býr í helli? Hornaskellir. Hver spyr að því? Kýr kerlingar. Gullinhyrna gengur undan kúnum öllum og mjólkar í kanana handa bömunum öllum. Heyrði það Rögnvaldur handan af mýrum.

x

Lögberg-Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg-Heimskringla
https://timarit.is/publication/160

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.