Lögberg-Heimskringla - 10.09.1970, Blaðsíða 3

Lögberg-Heimskringla - 10.09.1970, Blaðsíða 3
LÖGBERG-HEIMSKRINGLA, FIMMTUDAGINN 10. SEPTEMBER 1970 Afmælisljóð (1970) Áttatíu og tveggja ára er eg nú af Drottins náð. — Æfi vor er eins og bára ástarlögum Drottins háð. Hún líður áfram unz að lendir upp við dauðans grýttu strönd; þó vor þar sýnist vera endir, varnar því Guðs máttar hönd. Hann, sem dó en uppreis aftur í Guðs dýrð á páskadag, er oss hjá, hans ást og kraftur okkur bera' í sæluhag. Þar við altilreidda eigum íbúð góða honum hjá í sem búa' um eilífð megum, ilt ei neitt þar granda má. Þar er samræmi og sæla, signir friður hverja sál, allir kærleiks mál þar mæla, meinvætt finnst þar eigi tál. Ef þú spyrð með efa-blendni: „Er það ótvírætt? Fullvisst?" Já, það er, því Kristur kenndi kenning þá um himnavist. Fyrir alla' er á hann trúa, eigna honum líf og sál, og frá öllu illu snúa, yðka góðverk, forðast tál. Kristur! Gef þú okkur öllum í kærleika, von og trú, ungum, gömlum, konum, körlum, að kenna' og breyta eins og þú. Svo að okkar áhrif megi aðra styrkja' í sannri trú, er lýsir oss á lífsins vegi með ljósinu, sem gefur þú. Kolbeinn Sæmundsson, Bréf frá íslandi Framhald af bls. 1. Til hliðar við Kennaraskól- ann er kirkja Óháða safnaðar- ins, sem er frjálslyndur söfn- uður. í þessari kirkju á páskum 1969, steig kona í fyrsta skipti í prédíkunarstól á Islandi, og hélt eina hina fegurstu páska- ræðu, sem ég hefi heyrt. Konan var frú Aðalbjörg Sigurðardóttir, ekkja séra Haralds Níelssonar, eins hins 1 æ r ð a s t a prests og mesta ræðuskörungs kirkju íslands fyrr og síðar. Sóknarprestur kirkjunnar er s é r a Emil Björnsson, einn af yfirmönn- um íslenzka sjónvarpsins. Lengra til hægri héðan úr glugganum séð er vatnstank- ur Reykjavíkur, úr torfi að utan. Nokkuð gamall og hætt- ur ag gegna hlutverki, en skemmtilegur til minja. Sjómannaskólabyggingin er ennfremur sem blasir við, með öllum sínum deildum. Auk þessa sem ég nú hefi talið, sem ég sé í vesturátt, gnæfir yfir allt turn Hall- grímskirkju á Skólavörðu- holti, og turnar hinnar fögru Háteigs kirkju. Háteigskirkja er örugglega í hópi fegurstu kirkna, sem byggð hefir verið á landinu hin síðari ár. Stend- ur rétt fyrir ofan húsið Há- teig, og gnæfir yfir sóknina sem verndandi engill. Sóknarformaður í Háteigs- kirkju er einn fremsti atorku- maður þjóðarinnar, Þorbjörn Jóhannesson kaupmaður. Arkitekt kirkjunnar er Hall- dór H. Jónsson, frá Bæ í Borg- arfirði, en þeir Þorbjörn eru þremenningar að skyldleika. Fyrsti prestur kirkjunnar var séra Jón Þorvarðsson frá Vík í Mýrdal. Allar líkur benda til þess, að aftur komi til starfa í ís- lenzkum stjórnmálum, Dr. Gunnar Thoroddsen, hæzta- réttardómari, fv. ráðherra, borgarstjóri, alþingismaður. Dr. Gunnar er einn hinna á- gætustu sona Islands, en land- ið hefir fengið að njóta bless- unarríkra starfa hans nú á fjórða áratug, ráð hans eru þjóðinni hollráð. Ekki það að um nein stór- tíðindi sé að ræða, því í dag er það mjög algengt að ís- lendingar ferðist hingað og þangað, en mörgum myndi nú ef til vill leika hugur á að vita um ferðir eins af fram- kvæmdastjórum Sambands Islenzkra Samvinnufélaga, en hann er nú að ferðalagi í Bandaríkjunum, er það Hjalti Pálsson sonur hjónanna Páls Zóphaníssonar, skólastjóra, alþingismanns og búnaðar- málastjóra og frú Guðrúnar Hannesdóttur f r á Deildar- tungu í Borgarfirði. Hjalti er hvorutveggja í einkaerindum og í erindum fyrir fyritækið. Hann mun meðal annars verða í Chicago og ennfrem- ur mun hann dvelja hjá Braga Freymóðssyni í Cali forníu, en þar hefir dóttir hans verið í sumar. Kona Hjalta Pálssonar er frú Ingigerður Karlsdóttir, er hún með manni sínum á ferðalaginu. Því get ég þessa hér, því svo margir Vestur-íslendingar fyrr og síðar hafa notið sér- stakrar gestrisni þessara hjóna, og má segja að gesta- koma á heimili þeirra sé með fádæmum, og öllum fagnað af jafn miklum innileik sem væru það bræður eða systur. Hjalti er unnandi íslenzkrar ættfræði, og leggur mikla vinnu í hana í frítímum. Hér í Reykjavík, dvelur um þessar mundir ungur Vestur-íslendingur, frá Seat- tle, Dwight Jónsson, sonur Jóns Marvins Jónssonar, lög- fræðings og ræðismanns ís- lands, heldur Dwight til á heimili yfirlæknis Dvalar- heimilis Aldraða Sjómanna, að Stigahlíð 69, Magnúsi Ól- afssyni og frú Önnu. Dwight er hér aðeins til skemmtunar, og hefir tekið sérstöku ástfóstri við landið, ferðast um og teiknar það markverðasta sem fyrir augu ber. Lengra verða þá ekki þess- ar línur að sinni. Ég hlakka til þess að geta orðið að einhverju liði fyrir „Lögberg-Heimskringlu" og samvinnu við Vestur-íslenzka vini. Þinn einlægur, Helgi Vigíússon. Business and Professional Cards ICELAND - CALIFORNIA C0. Bryan (Brjann) Whipple Import and Sale of lcelandic Woolcns, Ceramic, Etc. 1090 Sonsomc, Son Froncisco CA94111 Wanted for cash: Oider lcelandic Stamps and Envelopes ÞJÓÐRÆKNISFÉLAG ÍSLENDINGA í VESTURHEIMI Forseti: SKÚLI JóHANNSSON 587 Minto Street, Winnipeg 10, Manitoba Strrkið filagið m»ð því að goratt maSlimir. Arsgjald — Einsiaklingar $3.00 — Hjón $5.00 Sanditi til tjármálaritara MRS. KRISTIN R. JOHNSON 1059 Dominion Sl., Winnipeg 3, Manitoba Phon. 781-3971 Building Mechanics Ltd. Pclntlne - Deeore*ln«j - Conctruetloii Renovetlng - Rael Ectate K. W. (BILU JOHANNSON Monager 91 • Ualn Avanu* Wlnnlpeg 1 A. S. BARDAL LTD. FUNERAL HOME 843 Sherbrook Steret Selur likkistur og annast um útfarir. Allur utbúnafjur ak bezti Stoinafl 16M SPruce 4-7474 Goodman and Kojima Electrie ¦LKTRICAL CONTRACTORS 770 ILLICI AVÍ., WINNIPEG 10 774-5549 ARTHUR OOOOMAN M. KOJIMA SP 1-1341 LI 3-4433 tVonlnao ctaa HoliJ«yi SPruc« 4-7855 ÍSTIMATES FREE J. M. Ingimundson R« roof, Aopholt Stilngl**, Roof Rapolra, Irwtoll Vontt, Inoulotlon ond lovMtrouohlng. 774-7855 •II llinui St, Whmlp«« S, Mon. Selkirk Funeral Chapel Ltd. Diroctor: GARTH CLARY Liconsod Embalmer Sorving Sclkirk ond Intortoke oreos Ambulonce Servíca Coll Salkirk Phone 482-6284 Collcct 209 Dufferin Avc. Sclkirk, Momtobo S. A. Thorarinson Mnlctaf ft Scllcttor lnd tioor, Crown Truct Bldg. 344 MAIN STREET OHUa WHIt.holl 2-7011 tmMamtm HU 9-4488 Skúli Anderson Custom Jewellery Engraver. 810 PARIS BLDG. 259 PORTAGE AVE. Office: 942-5756 Homs: 783-6688 Dlvlnsky, Blrnboim & Company Chcrtcred Accountonta 707 Monireal Trust Bldg. 213 Noire Dame Ave. Winnipeg 2, Telephone: 943-0526 Bonjamlnion Constructioi Co. LU. 1425 Erin Sireei. Winnipeg 3, Ph: 786-7416 •INIRAL CONTRACTOKS t. BINJAMINSON. Maaatav Lennett Motor Servico Opcrotcd by MICKEY LENNiTT IMPERIAL ESSO PRODUCTS Hcrgravc it Bcnnarync WINNIPIO 2, MAN. Phonc 941-1117 HALLDOR SIGURDSSON AND SON LTD. Lathíng and Plastering Contractors H. Mel Sigurdson, Manager Office and Warehouse: 1212 St. Mary's Road, Winnipcg 8 Ph. 256-4648 ' Res. 452-3000 FRÁ VINI TALUN, KRISTJANSS0N PARKER & SMITH Barristers & Soliciton, 210 Osborne Street North, WINNIPEG 1, MANITOBA, Area Code 204, Telephone No. 775-8171. The Weatern Polnt Co. Ltd. S21 HARORAVI ST. WINNIPBO "THE PAINTERS' SUPPLY HOUSE" SINCE 1908 WH I 71»» IflKIJTOINEJj J. SHIMNOWSKI, Prc.Wcnt A. H. COTI, Trcocurcr Minnist BETEL í trfðaskrám yðar Asgoirson Paints & Wallpapers Ltd. BUILDING MATERIALS 696 Sargeni Avenue Winnipeg 3, Manliob* • All types of Plywood • Pre-finish doors and windows • Aluminum combination doors • Sashless Unit.» • Formica • Arborite • Tile Boards • Hard Boards etc. • Table Legs Phones SU 35-967 SU 34-322 FREE DELIVERY RICHARDSON & COMPANY Borrictcrc ond Sollcitorc 274 Gorry Str»«t, Wlrmlpctj 1, Monltobo Tclcphonc 942-7467 G. RICHARDSON, Q.C. C. R. HUBAND, LL.B. W. NORRIE, B.A., LL.B. C. M. ERICKSON, B.A., LL.B. J. t. K TAYLOR. LL.B. W. S. .VRIGHT, B.A., LL.B. W. J. KEHLER, B.A., L.LB. E. C. BEAUDIN, B.A., L.L.B. "GARTH M. ERICKSON of thc firm of Richordion & Company attendi ot Hh Gimli Crcdit Union Offict, Glmli, 4:00 p.m. to 6:00 p.m. on th» flrct ond thlrcl Wednesdov of eoch moníh."

x

Lögberg-Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg-Heimskringla
https://timarit.is/publication/160

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.