Lögberg-Heimskringla - 10.09.1970, Blaðsíða 4

Lögberg-Heimskringla - 10.09.1970, Blaðsíða 4
LÖGBERG-HEIMSKRINGLA, FIMMTUDAGINN 10. SEPTEMBER 1970 Lögberg-Heimskringla Published every Thursday by NORTH AMERICAN PUBLISHING CO. LTD. Printed by WALLINGFORD PRESS LTD. 303 Kennedy Street, Winnipeg 2, Man. Ediíor: INGIBJÖRG JÓNSSON Presldent, Jakob F. Kristjansson; Vice-President S. Alex Thorarinson; Secretary, Dr. L- Sjflurdson; Treasurer, K. Wilhelm Johannson. EDITORIAL BOARD Winnipeg: Prof. Haraldur Bessason, chairman; Dr. P. H. T. Thorlakson, Dr. Valdimar J. Eylands, Caroline Gunnarsson, Dr. Thorvaldur Johnson, Hon. Phillip M. Petursson. Minneapolis: Hon. Voldimar Bjornson. Victorio, B.C.: Dr. Richard Beck. Iceland: Birgir Thorlacius, Steindor Steindorsson, Rev. Robert Jack. Subscription $6.00 per year — payable in advance. TELEPHONE 943-9931 "Second class mail registration number 1667". AMBASSADOR MAGNÚS V. MAGNÚSSON: Minni íslands Fluti á íslendingadeginum á Gimli 3. ágúst 1970 Herra forseti íslendingadagsins, hæstvirti fylkisstjóri, góðir samkomugestir: Mér var það mikið gleðiefni, þegar mér var boðið hing- að ásamt konu minni, til þess að hemsækja ykkur hér í Mantoba á þessum mikla hátíðardegi ykkar og mæla fyrir minni íslands eða gamla Fróns, eins og eyland okkar er oft nefnt. þegar þess er minnst með söknuði og trega af íslend- ingum á erlendri grund. Það vakti einnig gleði hjá mér að fá tækifæri til þess að hitta ykkur hér í heimakynnum ykkar og mega kynnast ykkur af eigin raun. Það þótti mér merkilegt, að mér var sagt að flytja minni Islands á íslenzkri tungu og sýnir það e. t. v. betur en nokkuð annað tryggð ykkar við Island og íslenzka menningu, og ber fagran vott um það hve gamla landið á enn sterk ítök í hjörtum ykkar og hug. Þessi íslendingadagur í ár er sérstaklega merkilegur sökum þess, að nú minnist þið einnig 100 ára afmælis Mani- tobafylkis. Þetta er að vísu ekki hár aldur miðað við aldur byggðar á Islandi, en eftir 4 ár verður þar haldið hátíðlegt merkilegt afmæli íslands, en þá verða liðin 1100 ár síðan „Ingólfur Arnarbur, íturhreinn í lundu", eins og Matthías kvað, steig á land á íslandi og festi þar byggð sína. Er það einlæg von manna á íslandi, að margir Vestur- íslendingar sæki þá gamla landið heim og minnist þessa afdrifaríka viðburðar í sögu íslands með vinum og ætt- ingjum heima á Fróni. Ef dæma má eftir því hve þið fjöl- menntuð til Islands á þúsund ára afmæli Alþingis árið 1930, gerum við okkur beztu vonir um mikla þátttöku héðan, enda eru nú samgöngur ólíkt betri og tíðari en þá. Þessi nærri 1100 ára saga íslenzku þjóðarinnar hefir verið viðburðarík og hafa þar skipzt á tímabil uppgangs, glæsilegra afreka og niðurlægingar, svo sem kunnugt er. Landið er harðbýlt, já svo harðbýlt, að sagt hefir verið, að það liggi á takmörkum hins byggilega heims, og oftar en einu sinni hefir jafnvel syrt svo í álinn að við uppgjöf hefir legið, en þá er eins og minningin um forna frægð hafi stapp- að stálinu í íslendinga svo að þeir hafa ekki látið yfirbug- ast, heldur sótt fram á nýjan leik. En þetta harða land hefir líka agað og stælt börn sín, og stórbrotin fegurð þess hefir haft djúpstæð áhrif á þá, sem landið hafa byggt. Fölskvalaus ást og hrifning á land- inu birtist í ótal mörgum ættjarðarljóðum hinna íslenzku höf- uðskálda og margra annara skálda. Mér er það til efins, að nokkuð annað land hafi átt sér jafnmörg ættjarðarskáld og Island, að minnsta kosti ekki miðað við íbúatölu. Einkum voru skáld nítjándu aldarinnar og aldamótanna stórbrotin ættjarðarskáld, innblásin af fegurð landsins og framtíðar möguleikum þess. Eftirlætisskáld íslendinga, Jónas Hallgrímsson, orkti sitt snildarkvæði ísland 1835, og birtist það í 1. árgangi Fjölnis. 1 þessu ættjarðar- og hvatningaljóði lýsir hann fyrir lónd- um sínum sögu landsins í stórum dráttum, innblásinn af fegurð landsins og stórbrotinni náttúru þess. Hvetur landa sina lögeggjan til að hefjast handa og hrissta af sér okið og slenið, og er sagan um blómaskeið íslenzku þjóðarinnar og fegurð landsins sá kyngikraftur, sem lyfta skal þjóðinni úr þeim öldudal niðurlægingar og framtaksleysis, sem hún hafði búið við í langan aldur. Þeim Fjölnismönnum fannst fornöld Islands vera sönn- un fyrir því, að þjóðinni geti farið fram, með því að landið sé eins og þá og óll vesöld komi af viljabresti, áræðisleysi og vankunnáttu, og því ásettu þeir sér að segja þjóðinni skorinort til syndanna og hafa að leiðarstjörnu þetta þrennt: nytsemi, fegurð og sannleika. Jónas spyr: Hvað er orðið okkar starf í sexhundruð sumur? Höfum við gengið til góðs, götuna fram eftir veg? Landið er fagurt og frítt, og fannhvítir jóklanna tindar, himininn heiður og blár, hafið er skínandi bjart. Enginn vafi er á því, að Fjölnismenn eiga þakkir ís- lenzku þjóðarinnar margfaldlega skilið sem endurvakning- armenn íslenzku þjóðarinnar. Frá því að Jónas kvað „ísland, farsældar Frón" eru liðin 135 ár og ef við lítum til baka yfir þessi 135 sumur, dylst okkur ekki hve ótrúlega miklar breytingar og fram- farir hafa átt sér stað á Islandi. Fullt sjálfstæði hefir áunnist, og var lokatakmarkinu náð með stofnun lýðveldis á íslandi 1944. Innlendur háskóli stofnaður á aldarafmæli frelsishetj- unnar Jóns Sigurðssonar. Stórstígar framfarir á sviði fisk- veiða og iðnaðar, stórauknar framfarir í samgöngumálum innanlands og við útlönd, og þannig mætti lengi telja. Undirstöðu allra þessara framfara má finna í vaxandi sjálf- stæðismeðvitund þjóðarinnar, aukinni menntun og hagnýt- ingu náttúruauðæfa lands og sjávar. Þótt landið sé erfitt að mörgu leyti, þá hefir fiskignóttin í sjónum verið aðal lífgjafinn, því að svo til allt efnahagslíf á íslandi hefir fram á síðustu tíma verið byggt á fiskveiðum og hagnýtingu sjávarafla. Það hefir því verið einn mikilvægasti liðurinn í baráttu okkar til efnahagslegs sjálfstæðis, að okkur skildist fljótt, að verndun fiskimiðanna er örlagaríkur þáttur í bar- áttu okkar fyrir bættri efnahagslegri afkomu. Eins og kunn- ugt er, hefir fiskveiðilandhelgin við ísland verið færð út í 12 sjómílur og ýmsar verndarráðstafanir gerðar í því sam- bandi. Er þegar farinn að koma í ljós jákvæður árangur af þessum ráðstöfunum með auknu aflamagni. Þar sem fiski- veiðar skipta svo miklu máli fyrir afkomu íslendnga gera þeir sér ljóst, að full yfirráð yfir öllu landgrunninu, og þar með einnig fiskveiðunum á því, er það lokatakmark, sem keppa ber að, enda er hér um yfirlýstan þjóðarvilja og stefnu ríkisstjórnarinnar að ræða. Á mörgum öðrum svið- um hafa orðið stórstígar framfarir á síðustu áratugum. Má þar nefna bætta heilbrigðisþjónustu, sem lýsir sér m. a. í því, að meðal hámarksaldur karla á íslandi er nú 70 ár, og er Island í því tilliti nr. 4 meðal þjóða heims, en meðal hámarksaldur kvenna er 75 ár, og er Island þar í fremstu röð. Sama má segja um framfarir í félagsmálum, mennta- málum og á sviði lista og tækni. Eins og ég sagði áðan er Island harðbýlt land og fátækt af málmi, en hinsvegar hefir það yfir geysimiklum orku- lindum að ráða í fallvötnum og heitum hverum. Bindum við miklar vonir við hagnýtingu þessara orkulinda og vænt- um okkur mikils af þeim í framtíðinni. Allt landið er nú rafvætt og nær rafmagn til 99% þjóðarinnar. Stórvirkjun hefir nýlega verið lokið við Búrfell á suðurlandi og álverk- smiðja hefir risið sunnan Hafnarfjarðar, sem fær afl sitt frá Búrfellsstóð. Vonast menn til þess, að enn meiri iðnaðar- framkvæmdir sigli í kjölfarið, og má nefna, að Norðlend- ingar eru áfjáðir í að byggja aðra álverksmiðju norðan- lands, því að þar bíða einnig miklar orkulindir eftir því að verða beizlaðar. Þannig er móðir náttúra á íslandi rík og örlát við börn sín, og margir stórir draumar aldamótaskáld- anna hafa rætzt. Ættjarðarást hefir fylgt mörgum íslendingnum, sem yfir- gaf land sitt og þjóð til þess að leita gæfunnar í framandi löndum, og hver hefir lýst þrá sinni og ást til íslands betur en Klettafjallaskáldið í minni til íslands 1899: Vísur Gamla ísland, ættland mitt, ægi girt og fjöllum, rétt að nefna nafnið þitt nóg er kvæði öllum'. Hljómar innstu óma þá allra ræktartauga, stolt og vonir víxlast á — vöknar nærri um auga. Árdagssólu opnast nýtt úfcsýni, er hækkar. Við að fara frjálst og vítt föðurland manns stækkar. Hillir úti upp úr sæ ættjörð gleggst við sonum — bernsku minning bh'ðkast æ, birtir yfir vonum. Halldór Friðjónsson kvað: Við skulum bjóða baugaslóð Braga glóðar eiminn, syngja ljóðin, svo að þjóð safni móð við hreiminn. Svona hefur Björn Péturs- son frá Sléttu farið að því að kveða kjark í sjálfan sig og kannski fleiri: , Þegar á góðu gamni er þrot, gleði hvergi að finna, leik ég mér við baugabrot bernskudaga minna. * * * Á þessum dögum Mamm- onshyggju og gullkálfadans taka sjálfsagt fáir undir með Birni, þegar hann ávarpar ls- land, eða öllu heldur íslenzku þjóðina þannig: Þó af gulli þyki snauð — þar um lítt ég hirði — á hún sagna og sóguauð, sem er meira virði. * * * Ýmsir verða sjálfsagt sam- mála Magnúsi Eyfjörð Einars- syni, þegar hann sagði: Eftir nítján alda stjá okkar breytt er högum: bílum ríða allir á asnar nú á dögum. En þar sem ég er smeykur um, að menn séu ekki eins biblíufróðir núna og þegar vísan var ort, er rétt að geta þess, að ritningin segir frá Bíleam, sem reið ösnu einni, og var sú ferð allsöguleg. * * * Létt hefur líka verið yfir KN eins og venjulega, þegar þessi staka hefur séð dagsins ljós: Lán og gæfan ljós mér gaf, lífs á ævitugum, fylgdi sægur oftast af ungum dægurflugum. Ekki er höfundurinn, Þ.Þ.Þ., einn um þessa uppgötvun: Draumar, skylda, þörf og þrá þreyta hildi saman. Eitt ef vildu verða, þá væri það snilldar gaman. Hér kveður við annan tón( en íslenzkan líka, en ekki veit ég með vissu um höfund: • Mæðan stranga mér er gift, mig skal ekki furða! Þegar láni ljóst var skipt, lá ég milli hurða. En þegar „mæðan stranga" sækir að, verður úrræðið of oft það sama og hjá Baldvini skálda: Tunnan spekir hugarhag harms í reki srauma. Á hana tek ég tár í dag til að vekja drauma. Framhald á bls. 5.

x

Lögberg-Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg-Heimskringla
https://timarit.is/publication/160

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.