Lögberg-Heimskringla - 10.09.1970, Blaðsíða 6

Lögberg-Heimskringla - 10.09.1970, Blaðsíða 6
LÖGBERG-HEIMSKRINGLA, FIMMTUDAGINN 10. SEPTEMBER 1970 ^^"^¦"^^^^^"^•••V^^KXJWÍ GUÐRÚN FRÁ LUNDI: NATTMALASKIN Skáldsaga „Ég veit ekkert um það, hvort hún hefur skrif- að eða ekki, en hann var nýlega gestkomandi, þessi faðir litlu stúlkunnar. Kom til þess að sjá hana, svo að hann hefur þó eitthvað gott í fari | sínu," sagði Hrólfur. „Hún lítur ekki mjög illa út hjá frænku sinni. Mér finnst þú ættir að hafa þig út eftir til þess að sjá hana. Hún er fyrsta barna- barnið þitt, þó að hún sé lausaleiksbarn. Það verð- ur víst að hafa það. „Ég hef alltaf verið með það í kollinum. En nú fer ég að gera alvöru úr því, fyrst þér lízt svona vel á hana." sagði Friðgerður. „Það er ekki hægt annað en dást að henni," sagði Sæmundur. „Ég varð satt að segja ekki lítið hissa, þegar ég sá þetta ungbarn á Svelgsá um daginn, því að ekki minntust þið einu orði á að það væri fætt. En þegar ég ætlaði að fara að óska Páli til hamingju með erfingjann, bað hann mig að doka svolítið við, því að þetta væri lánsdóttir, þó að falleg væri. Manndómur sinn væri ekki svo mikill, að hann væri búinn að koma svona miklu í verk." Friðgerður gaf bónda sínum hornauga, en hann brosti ánægjulega. „Ég gat nú ekki farið að gaspra um þetta svona um leið og þú komst inn úr dyrunum, í áheyrn alls heimilisfólksins. Það var heldur lítil hrifning yfir því að systir þín fór að eignast lausaleiksbarn, heilsulaus manneskja rúmliggjandi á sjúkrahúsi," sagði hún. „Það eru nú margar konur heilsulitlar um meðgöngutímann," sagði Sæmundur. „Bara að það hafi ekki verið meira en það, þá hefðum við getað sætt okkur við alla þá armæðu, sem dæturnar hafa valdið okkur með gönuhlaupum sínum. Það er nú talsvert farið að gleymast þetta fyrirhyggjuleysi Jónönnu hérna um árið, sem ég get aldrei skilið í að hún skyldi steypa sér út í. En þá þurfti þetta að bætast við. Ég hef verið svo eyðilagður, að ég hefi ekki haft mig til þess að skrifa þér heimilisástæður mínar," sagði faðir hans. „Þetta lagast allt. Sæja á eftir að ná fullri heilsu aftur. Þá takið þið hana og barnið til ykk- ar. Þið yngizt upp við að snúast utan um barna- börnin. Það segir hún tengdamamma mín að minnsta kosti. Ekki væri ómögulegt að þú værir hressilegri, Friðgerður, ef þú hefðir tekið hana. Þetta er fallegt barn og svo er hún þar til og með ákaflega róleg," sagði Sæmundur. „Það var nú samt svoleiðis að ég treysti mér ekki til þess, hvernig sem mér verður lagt það út af heiminum," andvarpaði Friðgerður. „Það skal ekki bregðast að ég taki Sæju hing- að, ef hún nær heilsu, hvað sem krakkakrílinu líður," sagði Hrólfur. „Það liggur svei mér bærilega á húsbóndan- um núna. Bara að það standi nú lengi," sagði Ráða við Sigríði fyrir framan þilið. „Það er ólík- legt að Friðgerðúr þurfi að stelast út eftir úr , þessu." „Allt er það þessum blessuðu ungu mönnum að þakka, Páli og Sæmundi. Annars hefðu þau þjáðst og þumbazt sitt hvoru megin árinnar," sagði Sigríður. . 38. Það leit út fyrir að Bakkaheimilið ætlaði að gjörbreytast eftir heimsókn stjúpsonarins, sem húsmóðirin hafði þó aldrei búizt við miklu af. Tíðin gerði líka sitt til þess að gera fólki glatt í sinni. Fáir þóttust muna aðra eins góu og ekki heilsaði einmánuður mjög ólundarlega. Það var annan dag þess blíðlynda mánaðar, sem Páll Bergsson reið í hlaðið á Bakka, broshýr eins og vanalega. í'riðgerður flýtti sér fram í bæjardyrnar til þess að fagna þeim góða tilvon- andi tengdasyni, og Ráða þóttist heyra það inn í búr, að þau smellkysstust í bæjardyrunum. Svo kom þessi vanalega hrakspá: „Betra að það stæði lengi," og síðan: „Hvað skyldu þau láta það dragast lengi að komast í hjónabandið, Páll og Jónanna. Þau eru líklega að bíða eftir því að hún fái gott tækifæri til þess að strjúka frá honum eins og Sigga greyinu." Og svo byrjaði þessi margsagða saga um það, þegar Siggi á Barði reið heim í hlaðið á Bakka og nam heimasætuna á brott fyrir allra augum. „Það er nú bara svona, Friðgerður mín," byrj- aði Páll samtalið úti á hlaðinu, að nú kemur skip í dag á Mölina. Það er á suðurleið. Með því verð- ur Sæja okkar. Nú er hún á leið til Reykjavíkur til þess að láta athuga sig af sérfróðum læknum þar. Þeir geta sagt um það, hvort hún er með smitandi berklasjúkdóm. Ef svo er ekki, geturðu tekið hana heim til þín. Þá verður hún albata eftir nokkrar vikur. Jónanna sendir mig til þess að láta ykkur vita þetta, svo að þið gætuð heilsað upp á hana. Við ætlum ofan eftir með Sæfríði litlu, svo að hún geti séð hvað hún hefur stækkað í fóstrinu hjá frænkum sínum. Færið getur ekki verið betra eins og þú getur skilið, í annarri eins tíð og nú er. Eða finnst þér kannski ekki byrja vel búskapurinn hjá okkur. Gemlingunum var hleypt út í fyrradag og það ætlaði bara að verða ómögulega að koma þeim í húsið aftur, þó að eldi sé gott hjá gamla bóndanum. Þetta kallar maður nú blómabúskap, góða mín. „Þú kemur inn og sýpur kaffi fyrir þessar góðu fréttir," sagði hún. „Má ekki vera að slóra. Nóg er að gera. Skipið kemur um klukkan fjögur. Annars bað Jónanna mig að bera það í mál við þig, hvort þú vildir ekki drífa þig með henni suður." Svo var hann kominn í hnakkinn og þeystur úr hlaði. Friðgerður kom brosandi inn til stúlkna sinna. „Nú hefur Páll kysst þig," sagði Sigríður hlæj- andi. „Þú ert svo óvanalega sæl á svipinn." „Já, hann kom með svo góðar fréttir. Sæja mín er með skipi, sem kemur í dag á Mölina. Ég ætla að drífa mig út eftir. Og náttúrlega kyssti hann mig líka. Það er nú meira hvað hann er mjúkur. Hún dóttir mín á svei mér gott að kyssa hann." „Hún á víst gott að öllu leyti að eiga hann. Lakast ef allar stúlkur öfunda hana af honum," sagði Sigríður. „Ja, svei," sagði Ráða. „Þá má víst segja, að aumur sé öfundlaus maður. Þarna þeysir hann á hesti milli bæjanna um háveturinn. Ég gæti hugsað að það yrði hlegið að montinu í honum. „Eins og það megi ekki hlæja a honum. Þau ætla með litlu stúlkuna ofan eftir, svo að Sæja geti séð hvað hún er orðin stór," sagði Friðgerður. „Náttúrlega fari þið út eftir til þess að kveðja hana. Guð má vita, hvort þið sjáizt aftur. Ég skal svo sem ganga með þér út eftir, ef hann vill ekki fara. Alltaf er upplífgandi að fara bæjarleið," sagði Ráða. „Heldurðu að manneskjan fari ekki á hesti, þegar hestarnir eru á járnum síðan hann Sæ- mundur var hérna í vetur," sagði Sigríður. „Við megum þá búast við að það verði hlegið að okkur, ekki síður en Páli okkar," sagði Friðgerður. „Ég býst ekki við að það yrði farið að hlæja að ykkur eldri manneskjum, sem eruð talsvert hærra sett í mannfélaginu en hann, þessi spjátr- ungur," sagði Ráða. Friðgerður gat ekki verið að svara svonalög- uðu. Hún gekk til fjárhúsanna, en slíkt var óvana- legt. Kom þó fljótlega aftur og sagði að Hrólfur ætlaði að fara líka. Hann kviði náttúrlega fyrir að sjá Sæju, ef hún væri mjög veik. En það yrði að hafa það. Líklega þætti það óræktarlegt að fara ekki þennan stutta spöl, fyrst þau hefðu verið látin vita að hún væri með skipinu. „Ég er nú bara hissa á því, hvernig Páll veit þetta allt," bætti Friðgerður við. „Náttúrlega er hann alltaf í símanum," sagði Ráða. „Ég er nú bara alveg hissa að Hrólfur skuli fara út eftir. Honum er að stórfara fram." „Það er ólíkur svipurinn á honum eða hefur verið. Það breyttist allt til batnaaðr, þegar þessi ágæti sonur hans fór með honum út að Svelgsá. Vel verði honum fyrir það. Það er hægt að hugsa sér hvað það er þungbært að vera ósáttur við barnið sitt," sagði Sigríður. ,.Já, það er áreiðanlegt," sagði Friðgerður. Hún fór að taka fram peysufötin og Ráða var kölluð inn í húsið til þess að hnýta slifsið. Þegar þau komu út á Mölina, kom Ingunn á Svelgsá á móti þeim og bauð þeim upp að Holti. Þar væri hey handa hestunum og þar væri Jón- anna með litlu ömmustúlkuna. Þær höfðu verið fluttar á sleða. Páll er komin fram á skip og hann kemur með Sæju í land, ef hún er rófær. Það varð heldur fagnaðarfundur í litlu og notalegu baðstofunni í Holti, og þar var borið fram kaffi og heitar pönnukökur. Friðgerður varð ákaflega hissa, þegar Páll kom inn og leiddi Sæju við hlið sér, svona líka vel útlítandi. Þa var mikill munur á henni eða þegar hún hafð kvatt hana í seinna skiptið, þegar hún fór inn eftir að finna hana. Sæja gekk á milli frændfólksins og kyssti það á ennið og kinnarnar. Svo fór hún að aðgæta hvað væri innan í yfirsænginni fínu. „Herra minn góður, hvað hún er orðin stór og falleg hjá þér, Jónanna mín," sagði hún. „Ja, hvað sýnist þér," sagði Páll. „Finnst þér hún ekki talsvert lík mér? Enda segja sveitungar þínir að ég sé faðir hennar. En lengi hefurðu samt gengið með hana, Sæja mín. Það var nú meira en hálft annað ár, síðan við sáumst og þar til hún fæddist." „Alltaf er Páll jafn kátur," sagi Sæja. „Það er orðið mér alveg óvanalegt að heyra fólk spauga. Guð gefi að ég eigi eftir að vera frísk, svo að ég geti farið að skrafa við. kátt fólk og heyra það hlæja." „Það fer nú að líða að því, Sæja mín," sagði Páll. „Það gerir alla að hálfgerðum sjúklingum, að vera nálægt veiku fólki. Hvernig er það, hef- urðu manneskju með þér, sem getur greitt götu þína, þegar þú kemur suður?" „Já, það vantar ekki. Það er ágæt stúlka í sama klefa og ég. Og svo er Sveinbjörn með skipinu. Hann gerir allt sem hann getur fyrir mig og er bara talsvert duglegri en ég bjóst við." „Því í ósköpunum kom hann ekki í land ti,l að sjá litlu stúlkuna sína, sem honum þykir svo ákaflega vænt um?" sagði Ingunn. „Ég gaf mér ekki tíma til þess að leita að hon- um," sagði Sæja afsakandi. „Hún hefur flýtt sér svona mikið að komast í land með Páli," hvíslaði afbrýðin að Jónönnu. „Svona gengur það víst alltaf." Hún sárskammaðist sín fyrir að hlusta á þessa ógerðarrödd. „Þá er að reyna að ná í hann," sagði Páll og snaraðist út. Það leið ekki langur tími, þar til hann kom aftur með ungan pilt með sér. Hann kynnti hann fyrir hjónunum á Bakka. „Þarna sjáið þið tengdason ykkar númer tvö. Hann er talsvert líkur númer eitt, snar í hreyf- ingum og þykir þó nokkuð gott í staupinu." „Það er slæmt að honum skuli þykja það," sagði Hrólfur. „Það veit ég. En það fást ekki gallalausir tengdasynir, nema svo sem einn úr hundrað manna hóp," sagði Páll. Hjónin virtu piltinn fyrir sér, þar sem hann laut brosandi yfir sæng barnsins. „Mér sýnist hún hafa stækkað mikið, síðan ég sá hana síðast. Hún verður orðin stór, þegar við komum norður aftur," sagði ungi maðurinn. „Henni fer prýðilega fram," sagði Ingunn. „Hún er ákaflega skemmtilegt barn," sagði Páll. „Það er bara eitt, sem ég er ekki vel ánægð- ur með og það er þetta: að ef ég hefði mig ein- hvern tíma í það að rölta inn að stokknum til kærustunnar, væri ekki nokkurt pláss fyrir mig í rúminu."

x

Lögberg-Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg-Heimskringla
https://timarit.is/publication/160

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.