Lögberg-Heimskringla - 17.09.1970, Blaðsíða 1

Lögberg-Heimskringla - 17.09.1970, Blaðsíða 1
I THJOOM I NJASAFNI0 RCYKJ AVIK, ICELAND. Hö gberg - ® eimökr ingla Stofnað 14. jan. 1888 Siofnað 9. sepi. 1886 84. ÁRGANGUR WINNIPEG, FIMMTUÐAGIN N 17. SEPTEMBER 1970 NÚMER 38 Frétfir frá Nýja íslandi Trausti og draumurinn Þessi efiiriekiarverða frásögn er efiir dóiiur Trausia heitins Vigfússonar. Hún var áiia ára þegar hann sagði fjölskyldu sinni frá draumnum og hlýddi hún oft á. þegar faðir hennar sagði öðrum þennan, merkilega draum. — Ofi vill verða, að frásagnir brenglisi ef þær fara á milli margra. og birii hún því þennan draum efiir sínu minni, sem mun iryggast. Kunn- um við henni mikla þökk fyrir það. — I. J. Riverion bærinn héli upp á hundrað ára afmæli Manitoba, laugardaginn 18. júlí og hófst með morgunverði í samkomu- húsi bæjarins. Þar voru til sýnis allskonar handverk. Um hádegi var skrúðför um bæinn með bæjarstjóra, Beat- rice Olafsson í broddi fylking- ar og þóttu þessi táknrænust og bezt: Co-op float; H. Olaf- son’s old Truck; Holyks Store og Debbie Appleyard. Skrúð- förinni lauk í lystigarði bæj- arsins. Þar dróg varabæjar- stjóri Simbi Johnson Centen- nial fánann að hún, en Mrs. Kristrún Sigurdson lagði blómsveig á landnefna minn- isvarðann. Mrs. Jón Pálmason gaf sól- skífu í minningu um mann sinn, sem var reist í garðin- um. Næst canoe báta keppni á ánni, og Neil Bruce og Terr- ance Makara báru sigur úr bítum. Næst fóru fram baseball, kapphlaup og aðrar íþróttir, en um kveldið kom fjöldi fólks saman til söngs — hoot- enany — og voru aðal söngv- ararnir, Solli Sigurdson, Laura Dahlman, Freddie 01- son, Laugi Johannesson, Ein- ar Jonasson, Dickie Johnson, Roy Gudmundson og Alvin Jóhanneson. — Síðan var skotið flugeldum á loft og dansað fram eftir nóttu. ÍSLENDINGADAGURINN Á GIMLI sem haldinn var dag- ana 1, 2 og 3 ágúst þótti takast með afbrigðum vel. Bærinn fylltist bókstaflega af fólki fyrsta daginn og þykir líklegt, að þessi árlega hátíð Islend- inga, sem nú hefur verið hald- in í 81 ár, hafi aldrei verið betur sótt. Aðallega fóru fram kapp- hlaup og íþróttir fyrstu tvo daganna, en því miður höfum við e k k i upplýsingar um hverjir hlutu verðlaun. Á sunnudagskveldið safnað- ist fjöldi fólks saman í lysti- garði bæjarins og fór þar fram almennur söngur — hootenanny — undir stjórn Solla Sigurdson fyrrum frá Riverton en nú búsettur í Edmonton. Eftir miðnætti var svo dansað í samkomuhúsinu fram eftir nóttu. Aðaldagur hátíðarinnar, mánudagurinn, hófst eins og vcnjulega með skrúðför um bæinn. í broddi fylkingar C. F. B. Gimli Military band og svo bíll Fjallkonunnar og hirðmeyja hennar en í þeim hlutverkum voru Mfs. Vald- heiður Lára Sigurdson frá Arnes, Joan Valdina Johnson frá Arborg og Maureen Len- ore Olafson frá Riverton, all- ar frá norður Nýja íslandi og fór vel á því; áður hafa þær oftast verið frá Winnipeg eða Gimli. Mikill fjöldi tók þátt í þessari skrúðför og hlutu þessir verðlaun: Commercial: lst Calverts of Canada, Gimli, Man. 2nd Kardys Hardware and Good Neighbour. 3rd Almond Acres, Trailer Park, Husavik, Man. Honourable mention: Falcon Cafe, Gimli, Man. Organizalions: lst Minerva 4 H. Club. 2nd A. Horne of Peters- field, Man. 3rd Stevens Family Tree, Gimli. Individual: lst Sandra Sigurdson. 2nd Marion Cole. 3rd Brian Humeny and Bob Malinowski. Eftir hádegi hófst aðal skemmtiskráin og leiddi Wil- helm Kristjánsson Fjallkon- una til síns gamla virðulega sætis fyrir framan hið fagra tjald, sem Árni heitinn Sig- urdsson málaði. Þar nýtur hún sín betur en á palli ræðu- manna og heiðursgesta þar sem henni var vísað til sætis á síðastl. tveim ísl. hátíðum. B. Valdimar Arnason var forseti dagsins en því miður höfum við ekki ávarp hans, en ávarp Fjallkonunnar og að- alræðurnar, Minni Canada flutt af Hon. R. S. Bowles þá- verandi fylkisstjóra Manitoba og Minni íslands flutt af Hon. Magnús V. Magnússon am- bassador Islands til Canada og Bandaríkjanna, hafa þegar verið birt í þessu blaði. — Á ræðupalli sátu o.g fulltrúar frá stjórnum og félögum: Hon. P. M. Pétursson fyrir for- sætisráðherra Man.itoba, Magnús Elíasson fyrir bæjar- ráð Winnipeg, John Gottfred þingmaður Gimli kjördæmis; Daniel Sigmundson, bæjar- stjóri á Gimli, Skúli Jóhanns- son forseti Þjóðræknisfélags- ins, Gissur Elíasson fyrir Ice- Framhald á bls. 2. MYNDSKREYTTUR RÚNASTEINN Mary Merwin, forstjóri Massilon-safnsins í Ohio í Bandaríkjunum, skýrði frá því í dag að sér hefði borizt vitneskja um að áristur járn- grýtisklumpur, sem verið hef- ur í safninu undanfarin 65 ár og talinn unninn af Indíán- um, sé sennilega norrænn rúnasteinn frá 12. öld. Steinninn er tíu sentimetra hár og á hann höggvin and- litsmynd af konu, en ofan við myndina letur, sem sérfræð- ingur telur rúnaletur. Sér- fræðingur þessi er dr. Clyde Keeler frá Milledgeville í Georgíu, og segir hann að úr rúnunum megi lesa dagsetn- inguna 12. september 1154. Steinn þessi barst Massilon- safninu árið 1905, en hafði áður verið í eigu dr Abra- hams Peasé. Hafði dr. Pease keypt steininn árið 1880 af fjölskyldu einni í Ohio í þeirri trú að hann væri frá Indíán- um runninn. Dr. Keeler segir að hugsan- lega hafi steinninn verið not- aður sem legstéinn 'á gröf norræns landnema á tólftu öld. Sé sú kenning rétt, er hér um að ræða annað dæmi um myndlist víkinga, sem fundizt hefur í Norður-Ameríku. Hins vegar hafa fundizt allmargir rúnasteinar án mynda. Steinninn hefur nú verið 1 o k a ð u r inni í geymslu í banka í Massilon og bíður þess að uppruni hans verði rann- sakaður nánar. Var steinninn fluttur í bankann að ráði dr. Keelers, sem benti á að áður hafi fundizt rúnasteinn í Ohio, en þeim steini hafi verið stolið. Mgbl. 12. ágúst. BREZKUR MIÐILL LÆKNAR FÓTMEIÐSLI Brezka blaðið „Psychic News“, sem gefið er út af sál- arrannsóknarmönnum í Bret- landi og nær til rúmlega 100 þúsund lesenda, skýrði frá því á forsíðu fyrir nokkru, hvern- ig brezki miðillinn Horace Hambling hafi með undra- verðum hætti tekizt að lækna fótmeiðsli Hermanns Gunn- arssonar knattspyrnumanns. B 1 a ð i ð segir: „Hermann Gunnarsson, 23 ára, er talinn bezti leikmaður Islands og stundum nefndur í gamni „Bobbi Moore norðursins“ hitti brezka miðillinn í fimmtu íslandsför hans. Örfáum dögum áður slasað- ist Hermann í leik við úrvals- lið höfuðborgarinnar, Reykja- Framhald á bls. 4. Trausti Vigfússon fluttist til Kanada frá íslandi 1898 og settist að við íslendingafljót. Hann var alinn upp hjá vandalausu — góðu fólki og duglegu fólki, sem lagði ríkt á við hann að vera trúr bæði í orði og verki — Trausti var hneigður fyrir smíðar og fór af þessu heimili að læra smíðar hjá frænda sínum, I n g ó 1 f i Guðmundssyni og vann fyrir því kauplaust í þrjú ár eins og þá tíðkaðist. Eftir það vann hann við smíð- ar á íslandi í nokkur ár — seinustu fjögur árin á Isafirði; var þá giftur; búinn að koma sér upp húsi í skuld. Skáldið, Guttormur J. Guti- ormsson við gröí konu Ram- say á Sandy Bar en um þann stað orti Gutlormur eilt sitt merkasla kvæði. Eíiir 40 eða 50 ár, stóð nokkuð af slakketi því er Trausti gerði, en nú hefir það verið lagfært á ný. Kona hans var Rósa, dóttir sr. Odds V. Gíslasonar — sem þá var prestur við íslendinga- fljót. Hún hafði við heilsuleysi að stríða sem hún gat ekki fengið bót á, á Islandi. Faðir hennar hvatti þau til að koma til Kanada, því hann sagðist myndi getað hjálpað henni, sem líka reyndist rétt. Seldu þau þá húsið og eftir að hafa borgað allar skuldir, var eftir rétt sem nægði í fargjaldið vestur. — Eins og áður er getið. sett- ust þau að við Islendingafljót, komu sér upp bjálkahúsi aust- an við vatnsbrautina, rétt norðan við Bjarkarvalla lín- una, þar sem nú stendur hvít- málað hús. Þá voru frékar daufir tím- ar hvað smíðavinnu snerti, og kaupið lágt. Thorvnldson’s Jjúðin mun hafa verið fyrsta af s t æ r r i byggingum sem hann vann við. Hann notaði annan enda eldhússins fyrir smíðastofu og gerði við og smíðaði ýmislegt fyrir fólk, í frístundum sínum og á vetr- um. — Hafði þar eina renni- bekkin sem til var, að öllum líkindum í norður Nýja íslandi á þeim tíma; hafði hann eign- ast hann í Borgarfirðinum eftir að hann lærði smíðar og hafði hann tilheyrt presti sem var í Reykholti á undan sr. Guðmundi Helgasyni. — Þessi rennibekkur hafði verið mjög vandaður á sinni tíð og er enn í góðu lagi, nú í eign Baldurs Jónssonar í Arborg. Trausti fann brátt að það var ekki gott að stóla alger- lega upp á útivinnuna; oft lítið til að borða, og hann var mótfallinn því, að safna skuldum, þar sem ekki voru neinar inntektir sem hægt var að reiða sig á. Hann fór því að leita eftir heimilisréttar- landi. — En þá voru öll lönd upptekin í grennd við Bæjar- stæðið svo kallaða, sem hugs- anlegt var að búa á. En þar hefði hann helzt kosið að eiga heima framvegis. Um vorið 1900 tók hann að sér að smíða Geysir skóla — um tíu mílur suður og vestur frá íslendingafljóti. Honum féll vel við fólkið sem hann kynntist þar og afréði því, að taka land þar syðst í byggð- inni. Landið var ekki álitlegt, að mestu stór skógur og gras- lendið vaxið willow og blautt. Fyrsta verkið var að greiða fyrir afrennsli eins og hægt var, byggja lítinn kofa til að flytja í, síðan að rífa niður húsið við fljótið og fá það flutt suður á landið áður en frost fór úr jörð snemma um vorið 1902, og byggja það þar upp aftur. Heimilisfólkið var þá þau hjónin, Auðbjörg móðir Trausta og gamall maður, Jón Einarsson, sem var hjá þeim fyrstu árin, og ég sem þetta skrifa, þá á öðru ári. Það kom þá sér vel að nágrannarnir voru betur stæðir og greið- ugir. Erfitt reyndist, að koma upp eins mörgum skepnum og krafist var til að fá eignarétt fyrir landinu. Og það var ekki fyrr en 1907 að hann gerðist eigandi að því. Framhald á bls. 2.

x

Lögberg-Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg-Heimskringla
https://timarit.is/publication/160

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.