Lögberg-Heimskringla - 17.09.1970, Blaðsíða 5

Lögberg-Heimskringla - 17.09.1970, Blaðsíða 5
LÖGBERG-HEIMSKRINGLA, FIMMTUDAGINN 17. SEPTEMBER 1970 5 OLAFUR LORVALDSSON: Fyrir sjöfíu órum í gömlu Flensborg Við erum Birgi Thorlacius ráðuneyiissijóra innilega þakklál fyrir að senda okkur þessa skemmlilegu grein efiir vin okkar, Ólaf Þorvaldsson og þá erum við ekki síður þakklát höfund- inum. Árið 1896 settist ég í fyrsta bekk í barnaskóla hinnar gömlu Flensborgar í Hafnar- firði. Faðir minn var þá lát- inn fyrir einu og hálfu ári, en móðir mín hélt áfram búi á þjóðjörðinni Ási í Garða- hreppi. Ég var ellefu og hálfs árs, þegar ég hóf þessa skóla- göngu, það þætti líklega seint verið nú á árum. Vegur sá, sem ég varð að ganga til skólans, gat ekki talist langur, en var þó frá tuttugu mínútna til hálfrar stundar gangur eftir veðri og gangfæri, og hvorki upp hleyptur né malbikaður held- ur móar og börð, holt og mel- ar, vegur náttúrunnar. Ekki var þó leið þessi með öllu torfærulaus á vetrum. Þarna var lækur á leiðinni, sem varla rann á sumrum, en í leysingum og vatnagangi á vetrum gat hann orðið mjög illur yfirferðar, einkum þó bömum, sem ekki voru hærri í lofti en ég var á þeim ár- um. Þegar blautt var um, hvort heldur aur í melum eða krap í snjó, gekk ég ávallt í skinnsokkum, sem náðu mér á hné. Oft náðu sokkar þess- ir of skammt. Þá var um tvo kosti að velja, snúa frá og halda aftur heim eða reyna að vaða, þó dýpra væri en sokkarnir næðu, og standa svo í votu í mishituðum skóla stofum. Báðir voru kostir þessir slæmir, ég valdi þó oft- ast hinn fyrri að snúa frá. Um þenna farartálma á leið minni vissu ken-narar mínir, einkum þó skólastjórinn Jón Þórarinsson, þar eð lækurinn rann til sjávar við tún hans. Kennarar mínir tóku fullt til- lit til fjarvistar minnar, þeg- ar ég varð að snúa frá af þess um sökum. Mörgum var þá enn í minni drukknun tveggja barna frá Hvammskoti, sem fórust í Kópavogslæk, þegar þau voru að koma frá kirkju í Reykjavík, að ég ætla. Um þenna sorglega atburð orti M a 11 h í a s Jochumsson all langt kvæði, sem hefst á þess- um orðum: „Dauðinn er lækur, en lífið er strá, skjálfandi starir það straumfallið á“ o. s frv. Ef stórhríð var skollin á, þegar heim skyldi halda úr skólanum, tók Ögmundur Sig- urðsson kennari mig heim, en | lét eftir orð í Flensborg hvar mín væri að leita. Annars kom vinnumaður móður, minnar að vitja mín, þegar veður spilltist, en vissi ekki j ávallt nákvæmlega um tím- j ann. Frá þeim vetri vorum | við Ögmundur vinir allt til j hans lokadægurs. Þetta var fyrsti vetur Ögmundar við skólann í Flensborg. Síðar varð hann skólastjóri gagn- fræðaskólans þar. Sem áður segir, þá settist ég á skólabekk í fyrsta skipti ævi minnar e f t i r áramót 1895-6. Sá hálfi vetur, svo og tveir þeir næstu, urðu þeir mínir einu á skólabekk í þeirri merkingu sem það orð var og er enn notað. Annað mál er svo það, að mér hef ur fundist alla mína löngu og blessuðu ævi, að ég hafi ávallt í skóla verið, skóla lífs og starfs. Hve mikið ég hafi svo lært í þeim allsherjarskóla og hvernig mér hefur notast sá lærdómur er sennilega nokk- uð vafasamara, og illa mun ég dómbær í þeim vettvangs- dómi. Þó finnst mér, að alltaf sé ég að læra, og sannleik tel ég það, „að svo má lengi læra sem lifir“. En nóg um það. Ég sný mér þá aftur til Flensborgar. Á þessum árum var í Flensborg, að ég hygg í báðum skólunum, prófað um hver mánaðamót, gefinn vitn isburður og raðað þar eftir í bekkina. Að sjálfsögðu kom ég í bekkinn próflaus og sæt- islaus, átti því hvergi heima, var algjörlega framandi. Þó var mér holað niður aftarlega í bekknum milli tveggja telpna, sem eitthvað voru eldri en ég. Telpur þessar þekkti ég í sjón og vissi hverj- ar voru sem mátti segja um alla krakkana í skólanum. Aðra telpuna, sem nú var orð inn sessunautur minn, þekkti ég þó nokkru meira en hina, þar eð hún hafði verið nokk- urn tíma á næsta nágranna- bæ okkar. Hún var víst að mestu alin upp á sveit, var sveitarómagi að sagt var. Á þeim tíma var ekki ávallt tal- að með mikilli virðingu um fólk, sotn þannig var ástatt fyrir. Telpurnar tvær reynd- ust mér hinir beztu félagar, leiðbeindu mér um margt, sem ég ekki vissi, í siðum og reglum í kennslustundum og allri umgengni. Báðar voru þær vel gefnar og prúðar í allri framkomu. í Flensborg var þá, að mig minnir, aðeins tvær stofur ætlaðar barnaskólanum, og var það fyrsti og annar bekk- ur. Að sjálfsögðu var ég sett ur í óæðri bekkinn sem fram- andi og fákunnandi og enginn vissi hvort ég væri læs, hvað þá hvort ég kynni nokkuð fyrir mér í öðru. Það var því ekkert undraefni, þótt börn, sem höfðu verið. hálfan eða einum og hálfum vetri leng- ur í skóla, væru búin að læra meira en ég og vissu því meira. Ég á minni velgefnu og eiskulegu móður það að þakka, meðal annars, að ég gat þá þulið reiprennandi helminginn af Helgakveri, sem var í 18 köflum, og einn- ig sá hún til þess að ég færi ekki ver lesandi úr skólanum en ég kom í hann. Fyrri hlut- inn af Helgakveri nefndist „Kristinsdómslærdómur,“ en hinn síðari „Siðalærdómur“. Barnalærdómskver þetta var samantekið af Helga rektor Hálfdánarsyni og ýmist nefnt Nýjakver eða Helgakver, og var á þeim árum að leysa af hólmi Gamlakverið, sém var í 8 kapítulum. Einnig voru mér all vel kunnar svo nefndu Balslefs biblíusögur, sem á vallt urðu mitt bezta lær- dómsfag. í reikningi gat ég lagt sáman tvo og tvo, en verra var með réttritunina eða stafsetninguna en var þó talinn sæmilega skrifandi. Ég var þó ekki sagður flámæltur að eðlisfari, sem oft hefur verið dróttað að Sunnlending- um. Allt þetta stóð þó til nokkura bóta. Sem áður segir, þá leið- beindu telpurnar, sem höfðu þenna framandi fjallagest á milli sín á bekknum, um margt, sem kom vel að vita í tíma. í fyrsta lestrartíma t. d. bentu þær mér strax á að fylgjast með lestri hinna krakkanna, til þess að ég vissi hvar ég ætti að byrja, þegar ég yrði kallaður upp. Lestrar- bók þá var hið stóra Nýja testamenti með Davíðssálm unum, prentað í prentsmiðju Háskólans í Oxford 1866. Þessa bók á ég enn. Þannig reyndust mér þess- ar stúlkur þenna vetur. Ég tók nú reyndar eftir því, að þegar kennarinn vísaði mér til sætis hjá þeim stungu nokkrir af bekkjarfélögunum saman nefjum og brostu, en það hefur víst verið að mér en ekki telpunum, eða svo vona ég að minnsta kosti að hafi verið. Á þeim árum, var sá hátt- ur hafður á í barnaskólanum, að prófað var síðast í hverj- um mánuði, gefnar einkunnir og raðað í bekkinn þar eftir. Þessi próf voru án alirar við- hafnar, e n g i n n dómari, og annað tveggja, einn eða eng- inn dagur til upplestrar. Sér- hvert skólabarn átti að hafa sína vitnisburðar- eða eink- unnabók, sem færð var af kennurum að afloknu hverju prófi. Við aðalpróf að vori var svo tekið meðaltal mánaða einkunn og lagt til grundvall- ar ásamt einkunn aðalprófs- ins, og eftir því var svo raðað í bekkina. Þessi meðaltals mánaða-einkunn, gat við aðal- próf, ef allgóð hafði verið, haft meira að segja heldur en g ó ð aðalprófs einkun, hafi einkun mánaðanna verið slök. Ekki man ég glöggt, hve mörg við vorum í bekknum þenna vetur, líklega ekki langt frá 30. Við prófið í janúarlok hlaut ég hið sjötta sætið ofan frá og fannst all-gott, og hélt ég því sæti til aðalprófs en þok- aðist þá upp um eitt eða tvö sæti, en ofar virtist all-erfitt að sækja. Kennarar við barnaskólann þenna vetur voru: Ögmundur Sigurðsson, sem kenndi landa- og náttúrufræði. Páll Jónsson Hjaltalín, kandídat í guð fræði, k e n n d i biblíusögu, reikning og réttritun, hans mun nánar getið síðar. Böðv- ar Böðvarsson, föðurbróðir Jóns Þórarinssonar skóla- stjóra, kenndi skrift og lest- ur. Böðvar kenndi einnig kverið, sem börn lærðu þá nokkuð að jöfnu bæði gamla og nýja kverið, þar eð hið nýja var þá enn ekki búið að ná yfirhöndinni. Og loks Bjarna Pétursson, sem kenndi söng og söngfræði þeim, sem þá grein vildu læra, sem var ekki skyldunámsgrein. Jón Þórarinnsson skólastjóri, kenndi ekki við barnaskólann, utan hvað hann kom stöku sinnum inn í einhverja kennslustund og stanzaði litla stund þó mun það oftast hafa verið svo, að á þeim stuttu stundum hafi hann gefið flest- um okkur krökkunum þær gjafir í kennslu, sem mörg munu lengi hafa munað og notast vel við. Ég minnist þess enn í dag með miklu þakk læti, að á einnri slíkri stund, sem hann stóð við í mínum bekk fyrsta veturinn minn, þá lærði ég meira af skólastjór- anum heldur en ég lærði hjá kennaranum allan veturinn, og það var aðferð til að greina sundur ákveðin orð á ofur einfaldan hátt, en sem eng- um hafði víst dottið í hug að skýra okkur frá fyrri en hann gerði það. Jón Þórar- innsson var orðlagður framúr skarandi kennari, hafði kenn- arahæfileika svo af bar. Þetta vissi ég ekki eins vel þá sem síðar. Fram yfir minn fermingar- aldur er ekki hægt að segja, að ég og Jón Þórarinnsson værum neinir vinir, mætti heldur segja, að á þeim árum .elduðum við nokkuð sarnan grátt silfur, þótt ekki drægi þar til neinna stórtíðinda. Þessi misklíð okkar á millum mátti víst frekar færast und- ir nágrannakrit heldur en ó- vinskap. Þetta var ekkert þorskastríð, nei, þetta var hrossastríð.( Jón Þórarinnsson átti lengi tvö hross, á tímabili þrjú, en hross hans áttu bara enga jörð út á að ganga. Sóttu þau því vitanlega úr hagleysinu neðra upp yfir holtið, þar vissu þau af björginni, og urðu þá bráð- lega tún og engjar frá Ási þeirra bithagi. Út af þessu reis kritur nokkur á milli mín og þessa ágæta manns, sem ég mat svo mikils, en hér er hvorki staður né stund til að þau viðskipti okkar séu rakin nánar. Þegar ég var 16 ára, brá móðir mín búi og fluttumst við þá niður að sjó, þó ekki fyrsta árið í þéttbýlið. Það ár vildi svo til, að við urðum næstu nágrannar Jóns Þórar- innssonar í Flensborg. Á árunum, sem ég var í barnaskólanum, tókst góð vin- átta með mér og eldri börn- um skólastjórans, einkum þeim tveim dætrum hans, Kristbjörgu og Þórunni sem voru á mínu reki hvað aldur snerti, og varð úr þeirri ungl- linga-vinátta ævilöng vinátta. Þegar ég varð svo næsti ná- granni þeirra, endurnýjaðist fljótlega æskuvináttan, og varð okkar samgangur mikill, og gerði ég oft ýmis viðvik fyrir föður þeirra, og þá virt- ust allar fyrri erjur gleymd- ar, svo sem síðar kom enn betur í ljós. Árum seinna, þegar leið mín lá um hlað hans í Flens- borg sem oft bar við og Jón væri úti staddur eða sæi til minna ferða, þá var oft, að hann kallaði mig upp á skrif- stofu sína í vestur kvistinum, og þegar ég var seztur, hvarf hann fram á ganginn, kallar til konu sinnar, frú Sigríðar Stephensen og segir: „Það er hjá mér maður, sem heimtar að fá kaffi“. Mér fannst þá fyrst ég vildi helzt hverfa úr stofunni, en Jón jafnaði þetta óðar. Stund- um var ég á hraðri ferð, mátti helzt ekki neitt doka við, en mér fannst ég eitthvað bund- inn þessum manni, verða að láta að vilja hans nú, úr því ég hafði á stundum verið honum óeftirlátssamur. Svo ræddum við ávallt litla stund án þess að minnast liðinna erja. í sannleika gladdist ég yfir þessari breytni Jóns í minn garð. Þannig gekk þetta okkar í millum, svo lengi sem báðir vorum í Hafnarfirði. Eftir að Jón fluttist til Reykjavíkur sem hinn fyrsti fræðslumálastjóri og okkar fundum bæri saman á götum úti, var hann ævinlega hinn ljúfi maður sem áður. Stund- um hefur mér dottið í - hug Framhald á bls. 7.

x

Lögberg-Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg-Heimskringla
https://timarit.is/publication/160

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.