Lögberg-Heimskringla - 08.10.1970, Blaðsíða 5

Lögberg-Heimskringla - 08.10.1970, Blaðsíða 5
LÖGBERG-HEIMSKRINGLA, FIMMTUDAGINN 8. OKTIÓBER 1970 5 DR. RICHARD BECK: Mikilhæfur rithöfundur scxtugur Guðmundur Daníelsson rit- höfundur varð sextugur 4. október í ár. Hann er löngu þjóðkunnur heima á ættjörð- inni, enda stendur hann fram- arlega meðal íslenzkra rithöf- unda samtíðarinnar. Sumar skáldsögur hans hafa einnig komið út á dönsku, og norsk þýðing af einni þeirra er á uppsiglingu. íslendingum vestan hafs er hann vel kunn- ur af afspurn, og vafalaust hafa einnig sumir í þeirra hópi lesið fleiri eða færri af bókum hans. Mörgum Vestur-íslending- um mun ennfremur í fersku minni heimsókn Guðmundar á vorar slóðir í Vesturheims- ferð hans sumarið og haustið 1945. Ferðaðist hann þá víðs- vegar um Bandaríkin, og lét sér sérstaklega um það hugað að heimsækja landa sína og kynnast sögu þeirra, starfi og þjóðræknisviðleitni, enda hafði hann s a m b a n d við marga þeirra í borgum og byggðum frá hafi til hafs. Leið hans lá einnig norður yfir landamærin til nokkurr- ar dvalar í Winnipeg og sam- tímis heimsótti hann byggðir íslendinga í Manitoba. Pers- ónulega lifa mér í þakklátum huga minningarnar um nokk- urra daga dvöl Guðmundar á heimili okkar hjóna í Grand Forks og um ferð skáldsins og mína Norður í íslenzku byggðina í Norður-Dakota. Ekki verður sú saga þó rakin hér, enda hefir Guðmundur sjálfur gert það á eftirminni- legan hátt í h i n n i bráð- skemmtilegu bók sinni um Ameríkuferðina, Á langferða- leiðum (1948), þar sem hann segir jafnframt, með sínum 1 i f a n d i frásagnarhætti, frá heimsókn sinni til íslendinga í Winnipeg og Manitoba og kynnum sínum af þeim á mörgum stöðum í Bandaríkj- unum. Öll er frásögn hans í garð landa hans vestan hafs- ins hin vinsamlegasta, en þeir koma þar margir við sögu. Guðmundur Daníelsson á sér að baki langan rithöfund- arferil. H a n n tók daginn snemma, bókmenntalega tal- að. Hann var aðeins 23 ára að aldri, er fyrsta bók hans kom út, ljóðabókin Ég heilsa þér (1933), og fékk hún góða dóma. Ekki verður það síður sagt um fyrstu skáldsögu hans, Bræðurnir í Grashaga, er kom út tveim árum síð- ar, þegar höfundurinn stóð á hálfþrítugu. Hlaut hún að verðleikum mikið lof hinna dómbærustu manna, enda fór skáldið þar svo vel úr hlaði, að þessi saga hans skipar enn sess meðal beztu skáldsagna hans. Síðan hefir hver bókin rek- ið aðra frá hans hendi, svo að nu munu þær orðnar um 30 talsins. Ber það því óræk- að smásögum hans og hinum lengri skáldsögum, enda hafa þær lyft honum í þann virð- ingarsess, sem hann skipar meðal íslenzkra samtíðarhöf- an vott, hve mikilvirkur rit- unda, og eru um leið hið harla höfundur hann hefir verið, og eru afköst hans ennþá eftir- tektarverðari, þegar í minni er borið, að ritstörf hans hafa verið unnin í hjáverkum frá annasömu kennara- og skóla- stjórastarfi. Einnig hefir hann um mörg undanfarin ár ver- ið ritstjóri blaðsins Suður- lands, og leyst það verk prýði- lega af hendi. Hafa hinir snjöllu viðtalsþættir hans eigi sízt sett svip sinn á blaðið, en í þeim njóta hugkvæmni hans og stílfimi sín ágætlega. Jafnframt eiga þættir þessir sitt mannfræðilega og sögu- lega gildi. Fjölhæfni Guðmundar lýsir sér í því, að hann hefir gefið út tvær ljóðabækur, eitt leik- rit, tvær ferðabækur, þrjár viðtalsbækur, þrjú smásagna- söfn, og 15 skáldsögur. Ekki er hér þó allt talið. Má t. d. minna á bók hans Elliðaárnar. Paradís Reykjavíkur (1968). Hinar mörgu bækur hans eru eigi aðeins ólíkar um efni, heldur einnig, eins og eðlilegt er, misjafnar að gæðum og gildi. En óhætt má fullyrða, að allar hafi þær, í Ijósi til- gangs síns og innan sinnar umgerðar, margt til síns á- gætis. Rík athyglisútgáfa höf- u n d a r, hugmyndaauðlegð hans og frásagnarsnilld, eru þar ljósu letri skráðar, og jafnframt kemur þar glöggt fram víðfeðmi áhugaefna hans. Frá skáldskaparlegu sjónar- miði kveður, hins vegar, mest umfangsmikla, sérstæða og varanlega framlag hans til ís- lenzkra bókmennta. Verður hér, í stuttu máli, fjallað um þá hliðina á fjölskrúðugri rit- höfundarstarfsemi hans. í smásagnasafni Guðmund- ar Vængjáðir hestar (1955) eru ýmsar afburðavel gerðar sögur. Skipar þar öndvegi sagan “Pytturinn botnlausi", sem er heilsteypt listaverk. Þar sameinast markviss snilld í efnismeðferð og sálskyggni á háu stigi. „Vígsla“, önnur afbragðssagan í safninu, lýsir örlaga stund í lífi ungs sveins. Um innsæi og fastmótaða efn- ismeðferð s v i p a r þessari áhrifamiklu sögu til „Pyttsins botnlausa". Djúpur sálrænn skilningur og þróttmikill stíll haldast þar í hendur. Það var ekki sagt út í bláinn, þegar Helgi Sæmundsson, rithöf- undur, lauk umsögn sinni um umrætt smásagnasafn Guð- mundar með eftirfarandi orð- um (Alþýðublaðið 5. nóv. 1955): „Þrjár beztu sögurnar í bókinni e r u óumdeilanlega „Pytturinn botnlausi“, „Fast- eignir hreppsins“ og „Vígsla“. Og þær eru slíkar listar og íþróttar, að hér eftir telur maður Guðmund Daníelsson í fylkingarbrjósti smásagna- höfunda okkar. Það er ærin viðurkénning, því að Islend- ingar hafa náð mestum ár- angri í þessari grein sagna- skáldskaparina og unnið af- rek á heimsmælikvarða.“ Mrs. Mekkin S. Perkins sneri tveim af þessum snilld- arlegu s ö g u m Guðmundar prýðisvel á ensku, „Pyttinum botnlausa11 og „Vígslu“, og voru þær þýðingar báðar prentaðar í hinu merka amer- íska tímariti The American- Scandinavian R e v i e w ; hin fyrrnefnda (“The Bottomless Pit”) í sumarheftinu 1958, en hin síðarnefnda (“Initiation”) í vetrarheftinu 1962-63, er var 50 ára afmælishefti ritsins. Margt er einnig af snjöll- um sögum í sagnasafni Guð- mundar Drengur á fjalli (1964), en m e ð hreinustu snilldarbragði, um alla efnis- meðferð, túlkun þess, sam- ræmt og hnitmiðað málfar, eru sögurnar „Drengur á fjalli“ og „Tapað stríð“. Með þ e s s u m sögum hefir Guð- mundur orðið fastari í sessi meðal snillinganna í íslenzkri smásagnagerð. Skáldsögur Guðmundar frá fyrri árum (1935-42), sem allar vöktu mikla og verðskuldaða athygli, og hlutu að sama skapi góða dóma, eru nú s komnar út í annarri útgáfu,linni mÍöS litlu máli> Því Ekki er næsta skáldsaga Guðmundar, Blindingsleikur (1955), með minni snilldar- brag heldur en Musleri óit- ans, og er þá mikið sagt, en þeirri staðhæfingu til árétt- ingar leyfi ég mér að taka upp eftirfarandi kafla úr um- sögn minni um þessa bók í Lögbergi (20. sept. 1956): „Blindingsleikur er mjög sérstæð skáldsaga bæði um efni og frumlega meðferð þess. Hún gerist öll á einni nóttu í litlu sunnlenzku sjáv- arþorpi á íslandi einhvem- tíma á árunum 1900-1920, en staður og stund skipta í raun- að en 5. bindi Riisafns hans kom út síðastliðið haust. Ein af þessum sögum hans, Á bökk- um Bolafljóis, sem uppruna- lega var gefin út 1940, kom út í danskri þýðingu eftir Martin Larsen sendikennara 1949, allmikið breytt frá höf- undarins hendi. A 11 m ö r g dönsk blöð birtu ritdóma um þýðinguna, og voru þeir allir á þann veg, að þar væri um | góða skáldsögu að ræða. Skal þá horfið að skáldsög- um Guðmundar frá síðustu tuttugu árum, þar sem hann nær víða lengst í listrænni fullkomnun í þeirri grein bók- menntanna. Skáldsagan í fjallskugganum (1950) er í heild sinni áhrifamikil lýsing örlagaríkra atburða og þrótt- mikið málfarið sámbærilegt. Stórum meira bókmennta- legt afrek er þó næsta skáld- saga Guðmundar Musleri ótt- ans (1953), enda má hiklaust telja hana meðal ágætustu skáldsagna hans. Hlaut hún einnig að verðugu mikið lof gagnrýnenda, er álitu hana réttilega vera heilsteypt skáldverk, viðamikið og tíma- bært að efni, mannlýsingarn- ar prýðisvel gerðar og sálar- líf p e r s ó n a n n a túlkað af djúpu innsæi, stíllinn list- rænn, en jafnframt dulrænu magni þrunginn. En lesast verður þessi efnismikla og snilldarríka skáldsaga með gaumgæfni, til þess, að menn njóti hennar til fullnustu og meti hana að verðeikum. þessi saga er táknræn frá upphafi til enda í fyllstu merkingu orðsins; hún hefði alveg eins getað gerzt hvar sem var annars staðar í heim- inum, og það er einmitt þessi hlið hennar, algildi hennar, sem gerir hana eins kyngi- magnaða og raun ber vitni. í harmsögu ■ þeirra, sem þar heyja sína óvægu baráttu, ^speglast almenn örlög mann- anna barna, sem hljóta að |vekja bergmál og samúð í huga lesandans, hvem dóm, sem hann kann annars að fella á breytni þeirra og horf til lífsins. Sagan fjallar um mesta vandamál vorrar aldar og allra alda, um hamingjuleit- ina, leitina eftir og baráttuna fyrir betra og æðra lífi. Og sú barátta er háð hið innra, á vettvangi sálarlífsins. Hér sviptir höfundurinn til hliðar huliðsblæjunni frá innstu af- kimum hugskots sögupersóna sinna; gerir lesendann hlut- hafa í því ölduróti tilfinning- anna, sem byltist um í sálum þeirra manna og kvenna, er hann lýsir, á úrslitastundun- um í lífi þeirra. Hér koma margir og ólíkir við sögu, en öllum er þeim, hvort sem þeir leika mikið eða lítið hlutverk á leiksviði sögunnar, lýst af svo n æ m u m skilningi og brugðið yfir þá svo björtu ljósi raunveruleikans, að þeir standa lesandanum lifandi f y r i r sjónum að loknum lestri.“ Framhald á bls. 7. Bending um síðustu forvöð fyrir jólapóst til útlanda 1970 Letters SURFACE Parcels AIR Letters Porcels Britain — Nov. 27 Nov. 16 Dec. 14 Dec. 9 European Continent Nov. 13 Oct. 23 Dec. 1 1 Dec. 7 Republic of South Africa Oct. 23 Oct. 19 Dec. 11 Dec. 7 India and Pakistan Oct. 2 Oct. 2 Dec. 1 1 Dec. 4 Other Trans-Atlantic Places Oct. 14 Oct. 9 Dec. 9 Dec. 4 Antiqua, Bahamas, Barbados Bermuda and Trinidad Nov. 18 Nov. 10 Dec. 1 1 Dec. 8 Central, South America Nov. Dec. 1 1 Dec. 8 and West Indies . Nov. 12 4 Australia and New Zealand Oct. 22 Oct. 19 Dec. 11 Dec. 8 Japan and Hong Kong Nov. 3 Oct. 22 Dec. 1 1 Dec. 4 Other Trans-Pacific Places Oct. 2 Oct. 2 Dec. 9 Dec. 4

x

Lögberg-Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg-Heimskringla
https://timarit.is/publication/160

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.