Lögberg-Heimskringla - 15.10.1970, Blaðsíða 1

Lögberg-Heimskringla - 15.10.1970, Blaðsíða 1
TH J fí £ Y K J I I C í L A N C . JMmökrmgla Stofnað 14. jan. 1888 Sloínað 9. sept. 1886 84. ÁRGANGUR WINNIPEG, FIMMTUDAGÍNN 15. OKTÓBER 1970 NÚMER 37 Golden Wedding Anniyersary DR. RICHARD BECK: Haustnætur Dökkva hjúpast djúpin blá, dimmar haustsins lengir nætur. Grænna lunda bliknar brá, blöðin fölnuð eikin grætur. En þegar húmnótt hnígur nær, himinn dýrð oss brosa lætur, stjörnuljós þar loga skær, liðins sumars harmabætur. ÍSLANDSFRÉTTIR Úr Tímanum 7.-9. október. Þegar alþingi kemur saman á laugardaginn mun aldurs- forseti þingsins í upphafi þingfundar m i n n a s t þeirra þingmanna og fyrrverandi þingmanna sem látizt hafa á því stutta tímabili. Þeir eru dr. Bjarni Bene- diktsson, Bjarni Bjarnason, fyrrum skólastjóri, Bjarni Snæbjörnsson, læknir, Karl Einarsson, fyr 'um sýslumað- ur, Katrín Thoroddsen, lækn- ir. Magnús G^jjason, fyrrum ráðuneytisstjóri. Þóroddur Guðmundsson, framkvæmda- stjóri og Gísli Jónsson, fyrr- um forseti efri deildar. mættu ekki kynna þar ferðir sínar milli Bandaríkjanna og Norðurlanda. Það er óhætt að segja, að fréttin af þessari útilokun á Loffleiðum hefur vakið mikla undrun og hneykslun á ís- landi. íslendingar hafa gert sér aðrar og betri hugmynd- ir um norrænt samstarf en þær sem birtast hér í reynd. Þessu norræna hneyksli eiga íslendingar að svara á þann veg, að hafna allri þátttöku í norrænu ferðamálasamstarfi meðan þannig er níðzt á ein- stökum íslenzkum fyrirtækj- um. Malli and Vilborg Brynjolfson On Sunday, August 9, 1970, approximately 125 friends and relatives gathered at the Riverton-Hnausa Lutheran Church Assembly Hall at a reception given by the family of Mr. and Mrs. Malli Brynjolfson to honor them on their Golden Wedding Anniversary. Seated with the honored couple were their daughter Solveig and her husband Norman Riddell who had been married in Vancouver, July 24th, 1970, and were home to celebrate this pleasant occasion. Also at the head table were Mrs. E. W. Perry of Winnipeg, Malli's sister and the original bridesmaid, and master of ceremonieá Glenn Sigurdson. Telegrams were read from Prme Minister Trudeau, Premier and Mrs. Schreyer, Lieut. Gov. and Mrs. Richard Bowles, Mr. and Mrs. Walter Weir and Marge, Edith and Beggi Jones from Osaka, Japan. Mr. Helgi Jones of Hecla, a nephew of Malli's was the first speaker. Miss Loa Davidson of Winnipeg, an old friend of the family, entertained with a vocal solo "Draumalandið" and "I'll Walk Beside You" accompanied by Miss Elaine Sigurdson. Mr. Leifur Hailgrimson, Q.C. a nephew of the bride, Vilborg, proposed the toast to the bride and groom of fifty years and to the newly married couple, Solveig and Norman Riddell. Mr. Grimsi Brynjolfson made the presentation on behalf of the family, which was a trip to Iceland. Eric Sigurdson presented a book in which to keep mementos of the Anni- versary and of the trip, on behalf of the grandchildren. Donations from interested friends and relatives were pre- sented by the master of ceremonies in a suitably decorated box. Other speakers were Mr. Wally Johannson, M.L.A. Dr. Solli Sigurdson and Mayor Beatrice Olafson who brought greetings and said Grace. i « Framhald á bls. 2. NÚ GENGUR SILUNGURINN UM MIÐKVÍSL Síðan Miðkvíslarstíflan var sprengd, hefur silungur úr Laxá getað gengið ótrúflaður upp í Mývatn og mikið borið á honum. Eins og menn muna, var það eitt af því, sem Mý- vetningar færðu stíflunni til foráttu, að hún kæmi í veg fyrir silungsgöngu milli vatns og ár, þrátt fyrir silungastig- ann, þar sem hann kæmi ek'ki að gagni. Eftir að stíflan var sprengd og fram til 20. september, þegar .silungsveiðitíma lauk, veiddust ósköpin öll af urriða í Mývatni, sem- var greinilega genginn úr Laxá, að sögn Eysteins bónda á Arnarvatni. Sagði hann, að á einum bæ, hefðu veiðzt 30 urriðar í einni veiðiferð, og orðið hefði vart við miklar urriðagöngur síð- an friðun gekk í gildi. Ey- steinn sagði, að þetta væri það, sem allir hefðu vitað, að myndi gerast, ef stíflan yrði fjarlægð. á Hofsjökli, og laug hann á sig að eiga hlutdeild af smygl- inu, sem gert var upptækt í skipinu. Við rannsókn kom í ljós að hann átti ekkert í áfenginu, en ætlaði að taka á sig glæpinn fyrir félaga sína, en hið sanna kom í ljós, og situr nú enginn inni vegna smyglsins, en búið er að finna 662 flöskur af vodka í skipinu. Fjórir af skipverjum eru búnir að gefa sig fram sem cigendur smyglsins, en rann- sóknarlögreglan sannaði þann fimmta saklausan, þrátt fyrir að hinn sami héldi sekt sinni til streitu. Áfengið fannst á tveim stöð- um í skipinu. Heldur leit enn áfram. REKINN ÚR FANGELSI FYRIR AÐ SMYLGA EKKI Maður, sem var úrskurðað- ur í gæzluvarðhald í gær, var rekinn út úr fangelsinu í dag. Var þetta einn af skipverjum HITAVEITA Á HÚSAVÍK Um síðustu helgi fór fram vígsla hinna nýju hitaveitu- mannvirkja á Húsavík. Þessi mannvirki munu kosta Hús- víkinga tæplega 60 milljónir króna. Með tilkomu hitaveit- unnar mun hitunarkostnaður húsa lækka strax um 10%, en gert er ráð fyrir því að hit- uarkostnaðurinn verði 50-60% af kostnaði olíukyndingar innan fárra ára. Húsvíkingar hafa sýnt lofsverða framtaks- semi í þessu máli. Hitaveitan á Húsavík sparar ekki aðeins Húsvíkngum sjálfur mikið fé, hún er þjóðarbúinu ávinning- ur og sparar stórfé í erlend- um gjaldeyri. ÚR MORGUNBLAÐINU 16-22 SEPTEMBER MARGIR íslenzku síldveiði- bátarnir hafa aflað mjög vel í Norðursjónum í sumar og mun Súlan frá Akureyri vera þar aflahæst síðan í maímán- uði. Þá hefur Loftur Baldvins- son og fleiri bátar einnig afl- að mjög vel. Þorsteinn Gíslason skip- stióri á Jóni Kjartanssyni hef- ur aflaðhíjÖg vei þá'tvo mán- uði, sem hann hefur verið á veiðum í Norðursjónum. Alls hefur Jón Kjartansson selt 10 sinnum 580 tonn alls fyrir 12,5 millj. kr. Jón Kjartansson hef- ur aðallega selt í Danmörku ísaða síld, en einnig í Þýzka- landi. NORRÆNT HNEYKSLI Norðurlöndin öll, nema ís- land, hafa undanfarin ár rekið ferðamálaskrifstofur í Bandaríkjunum. Skrifstofur þessar hafa síðustu árin næst- um eingöngu verið kostaður af opinberu fé. Sameiginlega gefa þær út upplýsingarit, þar sem kynntar eru ferðir til Norðurlanda. Islendingar fengu fyrst nú í ár aðild að þessu riti, en þó með því ákveðna skilyrði, að Loftleiðir JÓN STEFFENSEN sýndi í sjónvarpinu í gærkvöldi göm- ul gleraugu, sem talin eru úr eigu Hallgríms Péturssonar. Eru þetta fornlegar spangir úr eir með áletrun: Hgr. P. og ártalinu 1669. Hafði Egill Snorrason, læknir í Kaup- mannahöfn gefið Jóni Steff- ensen gleraugun, en hann lét að því liggja að þau yrðu síð- ar falin Þjóðminjasafni til varðveizlu. Afi Egils Snorrasonar, Lár- us Snorrason, kaupmaður á Isafirði, hafði gefið Agli ung- um gleraugu þessi, að því er Jón sagði. En Lárus þessi var sonur Snorra Sæmundssonar prests í Desjamýri. Taldi Jón að leið gleraugn- anna hefði sennilega legið frá Guðríði Símonardóttur, sem flutti í Saurbæ eftir lát sr. Hallgríms og dó þar, og til Hannesar Björnssonar, prests í Saurbæ eftir sr. Hallgrím. M u n d u gleraugun þá hafa verið í dóti hennar. Og eftir slóð afkomenda hans væri þá að rekja slóð gleraugnanna. i Framhald á bls. 3.

x

Lögberg-Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg-Heimskringla
https://timarit.is/publication/160

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.