Lögberg-Heimskringla - 15.10.1970, Blaðsíða 2

Lögberg-Heimskringla - 15.10.1970, Blaðsíða 2
f 2 LÖGBERG-HEIMSKRINGLA, FIMMTUDAGINN 15. OKTÓBER 1970 4 Golden Wedding Anniversary Framhald af bls. 1. Villa was born in Iceland, she came to Canada with her parents Solveig and Jon Hoffman in the year 1900 at the age of one year. They settled at Hecla where her Mother was a well known and respected mid-wife for twenty years. Villa attended school at Big Island, Selkirk and later Suc- cess Business College in Winnipeg. Malli was born in Hecla in 1897, his parents were pio- neers Brynjolfur and Katrin Jonsson. Malli and Villa were married in Winnipeg on August 4th, 1920 by Rev. Runolfur Marteinsson at the home of Mr. and Mrs. Henry Thompson. They lived at Hecla until 1941 when they moved to Riverton where they have resided since. Their three children are Sylvia (Mrs. Stefan Sigurd- son) of Riverton, Solveig (Mrs. Norman Riddell) of Van- couver and Grimolfur of Riverton. They have three grand- children, Glenn, Elaine and Eric Sigurdson. Malli has spent 58 years of his life as a fisherman. Glenn in speaking of his grandfather said he epitomized the “Old Man and the Sea”, a man completely in tune with nature always able to accept the many moods of Lake Winnipeg MINNINGAR RÓSU ALDÍSAR VIGFÚSSON, ÁRBORG, MAN. Thorunn, dóitir Trausta heitins Vigfússonar leyfði okkur að birta frásögn sína í L.-H. 17. sept. s. 1. um merkilegan draum er faðir hennar dreymdi og nú hefir hún látið okkur í lé minningar móður sinnar er gefur til kynna að hún hafi jverið gædd skyggnisgáfu, sérstaklega á yngri árum. Við'. erum Thorunni sérstaklega þakklát fyrir þetta lesefni, sem margir munu hafa ánægju af. Ég fæddist þjóðhátíðarsum- arið, hinn 10. júlí 1874, í Reykjavík, en þar áttu for- eldrar mínir heima um þær mundir. Þau voru síra Oddur V. Gíslason og Anna Vil- hjálmsdóttir. Þriggja ára að aldri fluttist ég að Kirkjuvogi í Höfnum til móðurömmu minnar, Þórunnar Brynjólfs- dóttur. Þar ólst ég upp til 16 ára aldurs, en þá brá amma mín búi, og fór ég þá aftur til foreldra minna, sem kom- in voru að Stað í Grindavík. Þótt ég flyttist í foreldrahús, var mér amma mín og hið ágæta heimili hennar svo kært, að ég hef saknað þess alla ævi. Eigi veit ég, hvort ævi mín hefur verið viðburðarríkari en ýmissa annarra, en samt hef ég reynt marga þá hluti, sem ég vil e k k i láta í gleymsku falla, og rifja þá því upp einkum margt það, sem fyrir mig hefur borið bæði í vöku og svefni. Þess varð vart þegar á bernskuárum mínum heima í Kirkjuvogi, að mér bar ýmis- legt fyrir sjónir, sem aðrir sáu ekki. Hið fyrsta, er fyrir mig bar af þvrí tagi var, að hvar sem ég leit sólargeisla líða um eða yfir, sá ég ýms- um myndum bregða fyrir í geislanum, en ekki gerði ég mér grein fyrir því, hvað þetta væri. Fyrsta greinilega sýnin, sem ég minnist, bar fyrir mig, er ég var sjö ára gömul. Svo bar til, að Þórunn amma mín kenndi börnum að lesa og skrifa á heimili sínu og bjó þau undir fermingu eftir þeim kröfum, sem þá voru gerðar. En hún var vel menntuð, bæði til munns og handa og kennari að eðlisfari. Ég fylgd- ist vel með börnunum, þótt ung væri. Eitt sinn var það, er börnin voru að leik, sem knll- aður var halarófa. Hélt hvért barnið aftan í annað, en ég var öftust. Lá leið okkar eftir löngum göngum, sem lágu frá bærjardyrum beint inn í sjó- mannaskála. Úr miðjum þess- um göngum var gengið inn í eldhús vinstra megin en íbúð- arherbergi til hægri, og stóð- ust dymar á. Þegar halaróf- an var kominn inn að þessum dyrum, verð ég þess vör, að eitthvað kemur á eftir mér. Lít ég við og sé þá lítið dýr, mórautt á lit, slétthært og fallegt. Aldrei hafði ég séð slíkt dýr fyrr og þótti þetta furðulegt, var samt ekkert hrædd, og held áfram aftast í halarófunni í áttina inn að skáladyrunum, en var þó allt- af að líta við og horfa á dýr þetta. En þegar við loks stað- næmdumst, hvarf það, jafn snögglega og það kom. Ekk- ert h i n n a barnanna varð nokkurs vart. Eins og fyrr segir, þekkti ég ekki dýrið, en mörgum árum seinna, er ég hafði flutzt til Canada og sá þar dýr það, er jarðsvín (Ground hog) kall- ast, var ég ekki í vafa um, að þar var sama skepnan og bar fyrir augu mér þessa morgun- stund í göngunum í Kirkju- vogi. Næstu sýnar minnist ég frá því að ég var tíu ára að aldri. Þá var það að kvöld- lagi, að ég fór ásamt tveimur stúlkum fram í eldhús að vitja um sokkaplögg, sem ver- ið var að þurrka á hlóðar- steinunum. Þegar við vorum komnar inn í eldhúsið, verð- ur mér litið fram í dymar og sé þá standa mann fyrir fram- an og horfa inn um þær. Hann var náfölur í andliti og í sjó- klæðum, og streymdi vatnið úr fötum hans, en þó mest af sjóhattinum. Ég horfði á þetta um stund, en varð þá hrædd og greip í stúlkurnar og bað þær að leyfa mér að ganga milli þeirra inn göngin og upp á loftið, þar sem búið var. Þær gerðu svo umyrðalaust. Þegar upp á loftið kom sagði ég frá sýn minni. Nokkru síð- ar rak sjódauðan mann í Kirkjuvogi. Var lík hans bor- ið inn göngin og inn í sjó- mannaskálann, sem þá stóð auður. Stúlkurnar, sem með mér voru, hétu Þórunn Hall- dórsdóliir og Ólöf Þórðardófl- ir, og er hún á lífi, þegar þetta er skrifað 1939. Nokkru seinna en þetta gerðist bar svo við, að veríð var að smíða líkkistu í svo- nefndu „ r u 11 u h ú s i“, sem heyrði til Austurbænum í Kirkjuvogi, þar sem ég átti heima. Rulluhús þetta dró nafn af þvotta«ullu, sem þar stóð inni, en var annars notað til geymslu og oft til smíða. Morgun nokkurn, þegar verið var að smíða líkkistuna, flaug mér í hug að líta inn í rullu- húsið. Fram með því lá kirkjugarðurinn, og var hann fallega hlaðinn úr grjóti. Ég klifraði upp á garðinn og gekk eftir honum, unz ég kom á móts við rulluhússdyrnar. Sá ég þá faldbúna konu standa í dyrunum. Brosti hún við mér og veifaði um leið til mín hefilspæni. Mér brá við, og þekkti þar matreiðslukon- una á heimilinu. Hljóp ég inn í bæ sem fætur toguðu, en fyrsta manneskjan, sem ég mætti þar, var Þórkatla mat- reiðslukona. Sat hún á rúmi sínu með prjóna, en það gerði hún ætíð, ef tími féllst til frá matreiðslunni. Ég gat ekki stillt mig um að segja ömmu frá þessu, en hún bað mig að hafa ekki orð á því við aðra. Svo var sú saga ekki lengri. Fleira man ég ekki frásagn- arvert frá þessu tímabili. Ég var þá heilsuveil, og er ég var þrettán ára, lá ég þunga legu í taugaveiki og lungnabólgu. Missti ég þá mjög heyrn og bjó að því heilsuleysi um langan aldur. Eins og fyrr segir, fluttist ég til foreldra minna að Stað í Grindavík sextán ára að aldri. Þar veikt- ist ég af slagaveiki. Hafði ég tvisvar sinnum áður kennt hennar, en batnaði jafnóðum aftur. Faðir minn kom mér á sjúkrahús til Reykjavíkur hluta úr sumri. Er mér minn- isstætt, hversu góðs atlætis ég naut þar af öllum. Forstöðu- kona sjúkrahússins hét Guð- rún Jónsdótiir, og var hún mér sem bezta móðir. Dóttir hennar, Ingveldur að nafni, var mér og mjög góð. Lækn- ir minn var Schierbeck land- læknir. Lét hann sér mjög annt um mig, og svo má segja um alla þar, er ég kynntist. Þótt ekki séu fleiri nefndir, má ég þó ekki gleyma ágætis- manninum dr. Jónassen. Heilsuleysi mitt varð býsna langvinnt, en ári eftir legu mína á sjúkrahúsinu sendi læknir mér ýmsar varúðar- reglur. Batnaði mér verulega við að fylgja þeim, og mátti heita að ég losnaði við sjúk- dóm þennan. (Hér segir Þórunn, dóttir Rósu, að hana misminni. Hún hafi verið mjög þjáð af slaga- veikinni á meðan hún dvald- ist á ísafirði, sem síðar segir frá, og hafi það verið megin- ástæðan fyrir því, að þau hjónin fluttust til Ameríku. Faðir Rósu, síra Oddur, var þá farinn að stunda lækning- ar þar, og hvatti hann þau til vesturfarar. Tókst honum að lækna hana að fullu með með- ulum og handlækningum.) Ég vil geta þess hér, að í veikindum mínum reyndist fólk mér gott og elskulegt, hvar sem ég dvaldist. Og þó að undantekningar fyndust, verður þeirra ekki getið, því að ég vil heldur láta ljósin loga og skuggana hverfa. Meðan ég dvaldist á sjúkra- húsinu, sem fyrr var frá sagt, gerðist eftirfarandi saga: Þar lá þá ungur maður, Ásgeir að nafni, dauðvona af sullaveiki. Mig minnir, að móðir hans héti Kristín. Hún var sárfá- tæk og hafði ofan af fyrir sér með vatnsburði í hus. Ég kom stundum inn til Ásgeirs, þeg- ar ég hafði ferlivist. Einu sinni sem oftar, er ég kom inn til hans og hann var með hressara móti, sá ég, að á b o r ð i n u hjá honum lágu nokkur bréfsefni. Mér lá í svipinn á pappír, og bið hann því að selja mér tvö umslög og bréfsefni, og sagðist skyldi borga honum það næsta dag. Hann varð fúslega við bón minni. En nóttina eftir veikt- ist ég hastarlega og hafði ekki fótavist nokkurn tíma og vissi ekki, hvað honum leið á með- an. Þá er það eina nótt, skömmu fyrir fótaferðartíma, að ég hrekk upp við einhvern hávaða að mér fannst. Sá ég þá, hvar Ásgeir kemur inn í herbergið. Hann var náfölur, og augu hans brostin að sjá, en höndum hélt hann um sig miðjan. Hann gengur að rúm- inu til mín og segir: „Arkirn- ar þrjár, umslögin tvö, móðir mín, tíu aurar.“ og hvarf mér síðan sjónum. Meðan þessu fór fram, gat ég hvorki hreyft legg né lið. Er hann var horf- inn, náði ég mér bráðlega. Hjúkrunarkona, Kristín Hall- grímsdóíiir, svaf í herberginu hjá mér. Ég vildi ekki vekja hana, en beið þess, að hún vaknaði sjálf, enda skammt til morguns. Þegar hún vaknaði, sagði ég henni, hvað við hefði borið, en rétt í því er hún kölluð út til einhverra starfa, en stúlkan, sem inn kom að sækja hana, segir mér, að Ásgeir sé dáinn, og hafi lík hans verið krufið daginn áður. Aurana borgaði ég móð- ur hans, næst þegar fundum okkar bar saman. Á ð u r en þetta gerðist, kynntist ég Trausia Vigfús- syni. sem síðar varð eiginmað- ur minn. Ég var þá gestkom- andi hjá foreldrum mínum í Grindavík, en hann réri á út- vegi föður míns. Hafði hann róið þar margar vertíðir, en þetta var hin síðasta þeirra. Virðist sem það hafi verið á- kveðið af forlögunum, að við mættumst þarna. Kynni okk- ar hófust með því, að hann bauð mér að binda fyrir mig. ljóðabókina Stúlku. Þáði ég það með þökkum. Skrifuð- umst við síðan á um hríð. Hann tók nú að læra smíðar, og er hann hafði lokið námi og fengið sveinsbréf sitt, réri hann eina vertíð í Jámgerðar- staðahverfi í Grindavík. Þá var ég flutt til foreldra minna, og opinberuðum við trúlofim okkar þá um jólin. Um vorið var hann hjá föður minum á Stað, og var það síðasta árið, sem faðir minn var prestur í Grindavík, 1894. Hafði hann þá verið kallaður vestur um haf, til þess að þjóna bræðra- söfnuði við íslendingafljót, þar sem nú heitir Riverton. Framhald. HELP WANTED Part time position as Secretary-Treasurer with the Ice- landic Festival Committee. Male or female — mature individual with spare time. Majority of work from June to September. Details of duties and renumeration can be obtained by calling: J. J. Arnason 774-7546 (evenings) Duties to commence in November, 1970. Applications will be received up to October 23, 1970, directed to: Secretary, Icelandic Festival Committee, 39 Keats — St. James-Assinibioa.

x

Lögberg-Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg-Heimskringla
https://timarit.is/publication/160

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.