Lögberg-Heimskringla - 15.10.1970, Blaðsíða 3

Lögberg-Heimskringla - 15.10.1970, Blaðsíða 3
LÖGBERG-HEIMSKRINGLA, FIMMTUDAGINN 15. OKTÓBER 1970 3 Fréttir fró fslandi • Business and Professional Cards • ÞJÓÐRÆKNISFÉLAG ÍSLENDINGA í VESTURHEIMI Forseti: SKÚLI JÓHANNSSON 587 Minto Street, Winnipeg 10, Manitoba Slyrkið fálagið mað þrí að garaat meðlimir. Ársgjald — Einsiaklingar $3.00 — Hjón $5.00 Sendisl iil fjármálariiara MRS. KRISTIN R. JOHNSON 1059 Dominion St., Winnipeg 3, Maniioba. Pkone 789-1971 Framhald af bls. 1. SÍÐASTI laxveiðidagur árs- ins var 16. sept. Þór Guðjóns- son, veiðimálastjóri, sagði Morgunblaðinu, að allt benti til að Norðurá yrði hæsta lax- veiðiáin nú en úr henni hafa fengizt tæplega 2200 laxar. Þverá í Borgarfirði er þó litlu lægri. HAUSTSLÁTRUN er nú að hefjast af fullum krafti um allt land. í fyrra var slátrað 830 þús. fjár í 67 sláturhúsum, en talið er að slátrun verði minni í ár. Þá mun líklega slátrað í tveim færri slátur- húsum í haust. í fyrra var slátrað 759 þús. dilkum og 71 þús. af full- orðnu fé. ÁTTA skip fengu síldveiði við Surtsey í fyrrinótt, samtals röskar 1800 tunnur. í gær var saltað í Vestmannaeyjum, Grindavík og Reykjavík. AÐALFUNDUR Dvalar- og hjúkrunarheimilisins aldraðra á Austurlandi var haldinn 13. september í Valaskjálf, Egils- staðakauptúni. 15 sveitarfélög eru fullvirk í félagssamtökun- um og hafa undirritað lög og skuldbindingar við þau. Á þessum aðalfundi var ákveðið að hefja framkvæmdir við til- tekinn áfanga af heildarbygg- ingu væntanlegrar stofnunar. Áætlaður kostnaður við þennan áfanga er 6.3 milljónir króna, en heildarkostnaður a 11 r a r byggingarinnar 34 milljónir. Bændafélag Fljóts- dalshéraðs hafði fyrstu for- göngu til undirbúnings félags- stofnunar í þessu skyni 1964. LOKKUR ÚR HÁRI THORVALDSENS Forseti Islands, dr. Kristján Eldjárn, hefur nýlega afhent Þjóðminjasafni Islands að gjöf frá Niels Gartig innsigla- forverði við Ríkisskjalasafnið í Kaupmannahöfn, lokk úr hári B e r t e 1 s Thorvaldsens myndhöggvara í fagurlega út- skorinni umgerð. Gefandi af- henti forsetanum hárlokkinn í hinni opinberu heimsókn forsetans í Danmörku nýver- ið og óskaði, að hann yrði síð- an afhentur opinberu minja- safni á íslandi til eignar og varðveizlu. Með þ e s s a r i gjöf vildi Gartig minnast hins íslenzka ætternis Thorvaldsens, en á þessu ári eru liðin 200 ár frá fæðingu hans. Þjóðminjasafn íslands kann vel að meta þessa góðu gjöf og feann gefanda beztu þakk- ir fyrir. Öm O. Johnson, forstjóri Flugfélags Íslands, skýrir frá því í nýútkomnum Faxafrétt- um, að nú hafi félaginu tekizt að ljúka greiðslum þeirra lána, sem tekin voru vegna kaupa á Friendship-flugvél- unum og þotunni, og er félag- ið því skuldlaust við ríkisá- byrgðarsjóð eftir að hafa end- urgreitt sjóðnum tæplega 75 milljónir króna á undanförn- um þremur mán. Jafnframt leggur Örn áherzlu á, að nú sé bjartara framundan í starf- semi félagsins en verið hefur um skeið. í blaðinu segir Örn meðal annars að á þessu sumri, hafa umsvif félagsins verið meiri en nokkru sinni fyrr í milli- landaflugi. TYRKJARÁNSBYSSA FANNSTí VESTMANNAEYJAHÖN í fyrrahaust kom ævagam- alt byssuhlaup upp í sogdæl- ur dæluskips Vestmannaeyja- hafnar þar sem skipið vann að dýpkun í Vestmannaeyja- höfn. Byssuhlaupið var fært Byggðasafni Vestmannaeyja og síðan hefur forstöðumaður safnsins, Þórsteinn Þ. Víg- lundsspn sparisjóðsstjóri, safnað nákvæmum upplýsing- um um byssuhlaupið og m. a. hafa verið sendar teikningar af hlaupinu til Danmerkur og víðar. Niðurstaða þessara athug- ana er sú að byssuhlaupið hafi að öllum líkindum fallið af tyrknesku ræningjaskipi í Vestmannaeyjahöfn þegar einn hörmulegasti atburður íslandssögunnar, Tyrkjaránið, átti sér stað 1627. Ræningja- skipin voru mönnuð alsírsk- um ræningjum. Skotvopn, sem um ræðir voru notuð á tyrkneskum ræningjaskipum á 15. og 16. öld og einni á ítölskum verzlunarskipum. Á þessum tíma hafa engin skip frá þessum heimshluta komið í Vestmannaeyjahöfn, nema ræningjaskipin tyrknesku 1627, þegar rúmlega 30 Vest- mannaeyingar voru skotnir til bana af ræningjunum og 240 Vestmannaeyingar voru flutt- ir herfangi til Alsír og hneppt- ir í þrældóm. Byssuhlaup þetta má því tvímælalaust t e 1 p a meðal merkustu safngripa þjóðar- innar. FYRIRBOÐI KÝRDAUÐA Bjarni Einarsson, faðir Vig- fúsar bónda 1 Dalsmynni, bjó að Dýrastöðum í Norðurárdal. Það bar við kvöld eitt um dag- setursleytið í tunglsljósi, að Bjarni var úti staddur að Dýrastöðum á s a m t vinnu- manni sínum. Snjór var á jör.ðu og logn. Verður þeim litið niður að Norðurá og sjá þá mann koma með kú í taumi niður svo nefnda Hóls- ey og stefna að Hafþórsstöð- um og rak drengur á eftir kunni. Hélt Bjarni, að menn þessir væru frá Sveinatungu, Hvammi eða úr Sanddal með kú til nauts að Hafþórsstöð- um. Virtust þeir ætla yfir Norðurá á Hafsþórsstaðahyl. Is var á hylnum illa heldur, og vildi Bjarni koma í veg fyrir, að þeir hættu þér þar yfir ána. Segir hann við vinnumanninn, að þeir skuli skreppa inn og fá sér vettlinga og fara í veg fyrir þá. Þeir gera það. En þegar þeir koma út aftur, er allt horfið. Þykj- ast þeir þá vissir um, að þeir hafi farið í hylinn, á meðan þeir voru inni að ná í vettl- ingana. Biður Bjarni guð að hjálpa sér. Ganga þeir þá nið- ur að hylnum, en sjá þar eng- in för í snjónum og engin merki þess, að þar hafi neinir verið á ferð, hvernig sem þeir grennsluðust eftir á árbakk- anum. Halda þeir heim við svo búið. Næsta kvöld um líkt leyti fer vinnumaður Eyjólfs Jó- hannessonar í Sveinatungu með kú til nauts að Hafþórs- stöðum. Jón sonur Eyjólfs, þá lítill drengur, rak á eftir kúnni. Þeir héldu sömu leið, sem þeir Bjarni sáu mennina fara kvöldið áður, lögðu út á Norðurá á Hafþórsstaðahyl og misstu kúna í hylina niður um ísinn. (Þ. Þ. skrásetti eftir frásögn Jó- hanns Eyjólfssonar frá Sveina- tungu, en hann kvaðst oft hafa heyrt sögu þessa sagða í föður- garði.) Gráskinna hin meiri. SKRÝTLA Hvað hefurðu lært í skólan- anum í dag, Óli minn? — Ég lærði að segja „gjörið svo vel“ og „þökk fyrir á ensku“. — Jæja, það er ágætt, það er að minnsta kosti meira en þú getur á íslenzku. ICELAND - CALIF0RNIA C0. Bryan (Brjann) Whipple Import and Sale of lcelondic Woolens, Ceramic, Etc. 1090 Sansome, San Francisco CA94111 Wanted for cash: Older lcelandic Stamps and Envelopes Building Mechanics Ltd. Pelntlng - Decomtlnf - Conotruotlon Ronovotlng - Rool lctato K. W. (ÐILL) JOHANNSON Managar 918 Klgln Avaau* Wlanlpag 1 Dlvlnsky, Blrnbolm & Company Oiartarcd Accounfsnta 707 Montreal Trust Bldg. 213 Notre Dame Ave. Winnipeg 2. Telephone: 943-0526 Lennett Motor Service Op.rot.d by MICKEY LENNETT IMPERIAL ESSO PRODUCTS Hirgravr & Bnnnatyn. WINNIPIO 1, MAN. Phoni *0-1117 HALLDOR SIGURDSSON AND SON LTD. Lathing and Plastering Contractors H. Mel Sigurdson, Manager Office ond Warehouse: 1212 St. Mary's Rood, Winnlpeg 8 | Ph. 256-4648 Res. 452-3000 TALUN, KRISTJANSS0N PARKER & SMITH Barristers & Solicitora, 210 Osborne Street .Vorth, WINNIPEG 1, MANITOBA, Area Code 204, Telephone No. 775-8171. The We»tern Paint Co. Ltd. »21 HARORAVI |T. WINNIPB* "THE PAINTERS' SUPPLY HOUSE" SINCE 1908 WH 1-7198 J. IHIMNOWSKI, Pr«M,nt A. H. COTI, Tr.«t«r.r Minniat BETEL í erfðaskrám yðar Atgtirson Paints & Wallpapers Ltd. BUILDING MATERIALS 696 Sergent Avenue Wlnnipeg 3. Menllobe • All types of Plywood • Pre-finish door« and windows • Aluminum combination doon • Sashless Units Garlic-laukur er heilnæmur Garlic-laukur er sóttvarnarmeðal, sem hreinsar blóðið og hamlar gegn rotnunarsýklum. í Adams Garlic Pearies er sérstök Garlic-olía er notuð hefir verið til lækninga árum sam- an. Milljónir manna hafa um aldir neytt Garlic-lauks sér til heilsubótar og trúað á hollustu hans og lækningamátt. Eflið og styrkið heilsu ykkar. Fáið ykkur í dag í lyfjabúð einn pakka af Adams Garlic Pearles. Ykkur mun líða betur og finnast þið styrkari, auk þess sem þið kvefist sjaldnar. Laukurinn er í hylkjum, lyktarlaus og bragðlaus. Btnjamlnson Constructlon Co. Ltd. 1425 Erin Street. Winnipeg 3, Ph: 786-7416 eiNIRAL CONTRACTOKI L BINJAMINSON, M.»a«*r • Formica • Arborite • Tile Boards • Hard Boards etc. • Table Legs Phones SU 35-967 SU 34-322 FREE DELIVERY RICHARDSON & COMPANY Barn.t.i■ and Solicltor, 274 Garry Jtraat, Wlnnlp«a I, Monitobo Tel.ption* 942-7467 G. RICHARDSON, Q.C. C. R. HUiAND, LL.B. W. NORRII, B.A., LL.B. S. M. ERICKSON, B.A., LL.B. J. f. K TAYLOR. LL.i. W. S. >RIGHT, B.A., LL.B. W. J. KIHLER, B.A., L.L.B. I. C. BCAUDIN. B.A., L.L.B. ''GARTH M. ERICKSON of th« firm of Richard*on & Companv att«nd» ot th« Gimli Cradit Union Officc, Gimli, 4:00 p.m. to 6:00 p.m. on th« flrst and thfrd Wedn«*day of soch month."

x

Lögberg-Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg-Heimskringla
https://timarit.is/publication/160

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.