Lögberg-Heimskringla - 15.10.1970, Blaðsíða 7

Lögberg-Heimskringla - 15.10.1970, Blaðsíða 7
LÖGBERG-HEIMSKRINGLA, FIMMTUDAGINN 15. OKTtöBER 1970 7 f i BEETHOVEN Framhald af bls. 5. margra annarra mikilmenna. Þó átti hann góða og trygga vini sem allt vildu fyrir hann gera. En hann varð einrænn og örðugur í umgengni, ein- angraður í heyrnarleysi sínu og oft var ekki hægt að hjálpa honum. Hann trúlofaðist syst- ur vinar síns eins, Therese von Brunswick, þegar hann var 36 ára gamall, en trúlofun þeirra var slitið, og hann kvæntist aldrei. Therese hef- ur orðið ódauðleg í sögunni, vegna þess að hann tileinkaði henni svo mörg af snilldar- verkum sínum. Seinustu æviárin urðu öm- urleg. Heilsan bilaði, og hann hafði m i k 1 a r áhyggjur af bróðursyni sínum sem hann hafði tekið að sér en brást öllum vonum hans og endaði sem alger ræfill. 27. marz 1827 lézt hann, fimmtíu og sex ára gamall. Hann lá einn og umhirðulaus að mestu meðan hann barðist við dauðann, en yfir 20 þús- und. manns fylgdu honum til grafar þegar jarðarförin fór fram. Og nú er 200 ára afmæli hans haldið hátíðlegt um heim allan. Páll páfi gaf leyfi sitt til þess að haldnar yrðu tónleikar í Péturskirkjunni í Róm og hátíðarmessa Beet- hovens flutt. Það er í annað sinn í sögunni sem slík til- slökun er gerð — áður voru verk eftir Palestrina leikin í kirkjunni á tónleikum snemma á 17. öld. Fimm nýjar kvikmyndir um Beethoven verða sýndar víða um lönd í tilefni hins mikla hátíðarárs. Nýjar hljómplötur flæða yfir mark- aðinn, nýjar útgáfur af verk- um hans. Það er erfiðast að finna nokkuð nógu nýstárlegt, því að Beethoven er eitt af vinsælustu og mestleiknu tón- skáldum jarðarinnar jafn- framt því sem hann er í hópi stórfengilegustu snillinganna, og verk hans eru flutt um gervallan heim öll ár, hvort sem það eru hátíðarár eða venjuleg ár. Nýjar ævisögur hans koma út, þótt ætla mætti, að búið væri að segja flest sem um líf hans verður sagt. Og ef ekki nægir að hlusta á Beethoven og lesa um Beet- hoven og skreyta sig með Beethoven klútum og húfum og flíkum af ýmsu tagi, er líka hægt að borða Beethoven. Út hafa verið gefnar minnispen- ingar úr súkkulaði með mynd meistarans ígreyptri, svo að æstir aðdáendur geta haft þá í nesti þegar þeir fara og hlýða á tónleika hans. — i * Alþýðubl. 11. ágúst. Hát-terni dýra og Margir hafa fyrr og síðar þótzt verða þess áskynja, að dýr fyndi á sér, er geigvæn- legar náttúruhamfarir vofðu yfir. Hundar, kettir, hestar, apar, rottur, dúfur, fasanar, krókódílar og mörg önnur dýr, villt og tamin, hafa að vitni margra manna í mörg- um löndum skyndilega breytt hegðun sinni og sýnt ótvíræð merki ótta eða beygs, jafnvel beinnar skelfingar, rétt fyrir mikla jarðsjálfta. Með þessum hætti hefur verið staðhæft fullum fetum, að þau hafi iðu- lega bjargað mörgum manns- lífum. Allir íslendingar kannast við söguna um stúlkuna á Skíðastöðum, sem hrafninn tældi frá bænum þegar skrið- an var í þann veginn að steypast yfir hann, og bjarg- aði með því lífi hennar. Þetta er að vísu þjóðsaga en enginn kostur að kanna, hvort hún á einhverj ar sannsögulegar ræt- ur. En mýmargar eru þær sögumar um forystuféð, sem að jafnaði stóð fremst við dyr á morgnanna, þegar hleypt var út úr húsunum, en var komið inn að gafli og fékkst ekki út nema með nauðung, þegar drápsbylir voru í að- sigi, þótt veðurglöggir menn sæju ekki þau teikn á lofti, er þeim hrysi hugur við. í öðrum tilvikum komu for- ystusauðir heim með féð úr haganum á miðjum degi í sæmilegasta veðri, áður en nokkra þá bliku hafði dregið á loft, er boðaði foraðsveður. Slíkar sögur eru margar til og hafa svo oft verið sagðar af g 1 ö g g u m grandvörum mönnum, að hæpið er að lýsa þær umbúðalaust ímyndun þeirra eða hugarburð. Vissulega eru slíkar sögur misjafnlega v e 1 staðfestar. Margar þeirra kunna auðvit- að að vera hæpnar, og þjóð- trúin, sem sitthvað kunni að leiða af hátterni dýra og fugla, hefur að jafnaði látið gamminn geysa, án þess að hirða svo mjög um sannpróf- uð rök. En þrátt fyrir allar ýkjur og skáldskap, sem er í náttúruhamfarir bland, virðist það staðreynd, að dýr séu gædd undarlegum eiginléika til þess að finna á sér nálægð voveiflegra at- burða. Skýringin á þessu er á hinn bóginn mjög á reiki. Við skulum nú rifja upp fá- einar sögur af þessu tagi — sumar gamlar, aðrar nýlegar. 1. nóvember 1755 hrundi Lissabon, höfuðborg Portúg- als, nálega í rústir í ægileg- um jarðskjálfta, er varð þrjá- tíu til fimmtíu þúsund manns að bana. Sendiherra Hollend- inga í Lissabon hét de la Cal- mette. Börn hans áttu fáeina tamda apa, sem þau léku sér við. Þennan dag vöktu aparn- ir bömin allt í einu snemma morguns, og þetta atvik varð til þess, að barnfóstran komst út með þau áður en húsið hrundi í fyrstu jarðskjálfta- lotunni. Eitt bamanna, sem bjargaðist með þessum hætti, reisti höll, Lísulund, á eynni Mön árið 1792, og til minning- ar um þennan atburð nefndi hann eitt herbergið apastof- una. Lang f 1 e s t i r jarðskjálftar dynja yfir fyrirvaralítið eða fyrirvaralaust, og fyrir þær sakir verða afleiðingarnar oft enn skelfilegri en ella. Engin tæki eru til, sem geti sagt fyr- ir um þá með neinni vissu. Þeim mun kynlegra er, að dýr skuli oft breyta háttum sínum skömmu áður en þeir dynja yfir. 18. apríl 1906 varð mikill jarðskjálfti í Kalifomíu, og hrundu þá tuttugu og þrjú þúsund hús í San Francisco. Tveim dögum áður en þetta gerðist veittu menn því at- hygli, að dúfur, sem voru margar í borginni, flykttust brott í stórum flotum. 1. september 1923 urðu mikl- ir jarðskjálftar í Japan. En bændunum á jarðskjálfta- svæðunum kom það ekki á ó- vænt. Viku áður höfðu hund- ar 1 sumum þorpum tekið að ýlfra og spangóla ámátlega um nætur, og þegar nær dró jarðskjálftanum, linntu þeir ekki einu sinni þessum látum á daginn. Yfirvöldin fengu vitneðkju um þá óró, sem g r i p i ð hafði hundana, og snem sér til sérfræðinga í rannsóknarstöðvunum, sem fylgjast áttu með jarðhrær- ingum. Mælitæki þeirra gáfu ekki neina bendingu. En ó- skapanna var skamrnt að bíða. í jarðskjálfanum þeim, sem þarna urðu, hrundu á annað hundrað þúsund hús, hundrað þúsund menn týndu lífinu og um hundrað og fimmtíu þús- und stórslösuðust. Enskur jarðfræðingur, sem staddur var í Chile, er þar urðu jarðskjálftar árið 1939, sagði svo frá, að um tíuleytið morgun einn hafi allt í einu aragrúi g a r g a n d i sjófugla flogið yfir bæinn Conception. Hálfum öðrum tíma síðar tóku hundar, sem frjálsir voru ferða sinna á sprett út úr bæn- um með skottið á milli lapp- anna. Tíu mínútum síðar lá bærinn í rústum eftir jarð- skjálfta. Nokkrum klukkustundum fyrir jarðskjálftann í San Júan í Argentínu árið 1943 tóku hundar og kettir að krafsa í hurðir, gelta og mjálma, unz opnað var fyrir þeim. Þegar út kom, hlupu dýrin hvert sem betur gat, án þess að skeyta um gamlar væringar. Árið 1948 þurrkaðist bær- inn Ashkabad í Túrkmenistan út í jarðskjálfta. Af sextíu þúsund íbúum sluppu einung- is nokkur hundruð manna lífs, og margir þeirra höfðu látið sér óvenjulegt atferli hunda og katta að kenningu verða. Aðfaramótt 1. marz 1960 hrundi hafnarbærinn Agadír í Marokkó svo gersamlega í rústir, að varla stóð þar steinn yfir steini. í Agadír var margt fiskimanna. Vissulega voru þeir ekki vanir neinum upp- gripum í veiðiferðum sínum, enda útgerðin næsta fátækleg, en að morgni jarðskjálfta- dagsins komu þeir að með báta sína tóma. Þeir höfðu ekki orðið varir, og var engu líkara en fiskur væri horfinn úr flóanum. Hundar í bænum voru líka sýnilega flemtri slegnir þennan morgun. Svipað gerðist í júgóslavn- eku borginni Skóplje árið 1963. Skömmu fyrir miðnætti byrjaði sjakali í dýragarði borgarinnar að ýlfra átakan- lega, og litlu síðar tóku fjöl- mörg dýr önnur undir — ljón, fílar og tígrisdýr. Þvílík ó- hljóð höfðu aldrei heyrzt þar, og gæzlumennirnir voru kall- aðir á vettvang til þess að reyna að finna orsökina. Þeir urðu einskis vísari, og þeim tókst ekki að sefa dýrin. Skyndilega datt svo allt í dunalogn. Dýrin lögðust nið- ur í búrum sínum og girðing- um og hreyfðu sig ekki fyrr en hálftíma síðar, þegar jarð- skjálftinn reið yfir. Þá var klukkan seytján mínútur gengin í sex. Þetta er ekki nein nýjung. í mörgum jarðskjálftalöndum, svo sem Grikklandi, Tyrk- landi, ítalíu, Chile og Japan, hafa menn í margar aldir, þótzt geta ráðið það af at- ferli dýra, er miklar náttúru- hamfarir voru í aðsigi. Gerð- ust hænsnin skyndilega óró- leg, byrjuðu hundarnir að gelta og spangóla af óvenju- legri ákefð eða skriðu slöng- ur í lestum út úr skúmaskot- um sínum, var eins hyggilegt að vera á verði. En við þurfum ekki að binda okkur við suðrænar eða austurlenzkar þjóðir né ein- skorða okkur við jarðskjálfta. Dýrin virðast vita fleira á sér. í októbermánðui 1958 birtist svolátandi frásögn í fjónsku blaði: „Tveir stórir varðhundar, sem W i 11 i a m bóndi Larsen á Kletti við Stríp á, gerðust einkennilega órólegir á laugardagskvöldið. Frá klukkan níu og fram und- ir hálf ellefu reikuðu þeir fram og aftur í eirðarleysi og ráku annað veifið upp gelt, líkt og þeir vissu eitthvað var- hugavert á ferli. Fólk á bæn- um hafði orð á þessu háttar- lagi hundanna. Daginn eftir vitnaðist, að stórt stykki úr krítarklettunum hafði hrapað í sjóinn um nóttina. — Ég er viss um, að hund- amir hafa heyrt eitthvað eða orðið varir við einhverja hræringu, segir móðir bónda, Jóhanna Larsen. Fyrir tutt- ugu og fimm árum varð einn- Framhald á bls. 8. Bending um síðustu f _ ••Aí f • SURFACE AIR Letters Parcels Letters Porcels Britain Nov. 27 European Continent . Nov. 13 Republic of South Africa „Oct. 23 India and Pakistan Oct. 2 Other Trans-Atlantic Places Oct. 14 Nov. 16 Oct. 23 Oct. 19 Oct. 2 Oct. 9 Dec. 14 Dec. 11 Dec. 11 Dec. 11 Dec. 9 Dec. 9 Dec. 7 Dec. 7 Dec. 4 Dec. 4 torvoo tyrir jólapóst tií útlanda 1970 Antiqua, Bahamas, Barbados, Bermuda and Trinidad Nov. 18 Nov. 10 Dec. 11 Dec. 8 Central, South America and West Indies Nov. 12 Nov. 4 Dec. 11 Dec. 8 Australia and New Zealand _0ct. 22 Japan and Hong Kong Nov. 3 Other Trans-Pacific Places Oct. 2 i Oct. 19 Oct. 22 Oct. 2 Dec. 11 Dec. 11 Dec. 9 Dec. 8 Dec. 4 Dec. 4

x

Lögberg-Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg-Heimskringla
https://timarit.is/publication/160

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.