Lögberg-Heimskringla - 22.10.1970, Blaðsíða 2

Lögberg-Heimskringla - 22.10.1970, Blaðsíða 2
LÖGBERG-HEIMSKRINGLA, FIMMTUDAGINN 22. OKTÓBER 1970 Hólmfríður Guðmundsson Framhald af bls. 1. frændsystkina sinna og var þar í alþýðuskóla. Um tvítugsaldurinn eða litlu fyrr réðst hún í vist til Ölafs Björnssonar læknis í Winni- peg, sem giftur var Sigríði, systur Brands Brandssonar læknis. Var það eitt af mestu menningarheimilum meðal Is- lendinga þar í borginhi, hjón- in bæði trölltrygg og öndveg- ismanneskjur, enda reyndust þau henni eins og beztu for- eldrar og geymdi hún ávallt þeirra minning í þakklátum huga. Dvölin á þessu heimili var henni á við meiriháttar skóla, því að þar lærði hún bæði matreiðslu og hvers konar kvenlegar hannyrðir svo vel, að hún varð snilling- ur í þeim efnum og léku öll heimilisstörf henni í hendi. Um tíma vann hún einnig hjá stórverzlun Eaton-félagsins í Winnipeg. Hinn 1. maí 1923 giftist hún Björgvin heitnum Guðmunds- syni tónskáldi, sem þá var að byrja að verða kunnur af tón- smíðum sínum. Átti hann þó eins og flestir slíkir menn erf- itt uppdráttar á listamanns- brautinni, enda varð hann að sjá sér farborða oft og einatt með stritvinnu, þegar hugðar- efni hans knúðu fastast á hug- ann, svo að oft lá honum við að örvænta og uppgefast. En þá varð honum það ómetan- legur styrkur að eiga konu sér við hlið, sem elskaði hann og trúði á hann, umbar hann og hughreysti og lagði sig alla fram um að búa honum sem b e z t starfsskilyrði. Reyndi hún jafnvel að létta honum lifsbaráttuna með því að taka fólk í fæði, þegar litla eða engu atvinnu var að fá, og sparaði þannig enga krafta til að afla heimilinu tekna. Um þetta leyti gerði Björg- vin helgikantötuna: Adveniaí regnum tuum, sem færð var upp í Winnipeg og vakti tals- verða athygli og fékk lofsam- lega dóma tónlistarmanna. Ýtti þetta undir það, að land- ar vestra hófust handa um þ a ð drengskaparbragð, að skjóta saman fé til að styrkja Björgvin til tónlistarnáms í London, og dvöldu þau hjón- in þar tvö ár. Tók nú ham- ingjuhjólið að snúast þeim meira í vil. Eftir heimkomuna til Winnipeg var brautin rudd b æ ð i til kennslustarfa og söngstjórnar, og gat Björgvin nú gefið sig eingöngu að hljómlistarstörfum eins og hugur hans hafði löngum staðið til. Hann æfði söng- flokka jafnframt því sem hann gerðist organleikari við kirkju Sambandssafnaðar þar í borginni. Var þá oft mann- margt á heimili þeirra eins og stundum síðar við raddæf- ingar og fleira. En í öllu þessu starfi stóð frú Hólmfríð- ur honum við hlið eins og hollvættur, óspör á veitingar og lífgaði allt upp með ástúð sinni og yndisþokka. Björgvin var fyrst og fremst mikill Islendingur og þjáðist lengi af heimþrá eins og oft átti sér stað um þá, sem fullorðnir fluttust að heiman. En þegar hann loks sá hilla undir þann möguleika árið 1931, að honum stæði starf til boða á íslandi, vildi hann fyrst fyrir hvern mun taka því, en óttaðist það, að eiginkonan, sem alin var upp vestan hafs og átti þar mik- inn frændgarð og vinahóp, mundi verða ófús til slíkrar ráðabreytni. En það sýndi bezt ást hennar og hollustu, að undir eins og hún varð þess vör, að hugur Björgvins stefndi heim til ættjarðarinn- ar, sem hún þekkti þá ekki, hreyfði hún samt engum mót- mælum að fylgja honum. Hún hugsaði eins og Rut og allar góðar konur fyrr og síðar: „Hvert sem þú ferð, þang- að fer ég. Þitt fólk er mitt fólk og þinn guð er minn guð. Hvar sem þú deyrð, þar dey ég og þar vil ég vera grafin. Hvað sem guð lætur fram við mig koma, þá skal dauðinn einn aðskilja mig og þig." Það yrði of langt mál að fara að rekja alla hina um- svifamiklu tónlistarstarfsemi Björgvins á Akureyri, enda er sá hluti af starfi frú Hólm- fríðar öllum vinum hennar miklu kunnugri. En það munu allir mæla, sem til þekkja, að þar hafi hún einnig unnið sitt hlutverk, m e ð a n Björgvins naut við, með svo frábærri prýði, að fæstir mundu hafa eftir leikið. Gestrisni þeirra hjóna var takmarkalaus og efalaust oft um efni fram. En þar er ávallt nóg rúm, sem alúðin er nóg, og fáir kunnu innilegar að fagna gestum en þau, enda var iðulega fullt hús hjá þeim fram á nætur, og húsmóðirin var ætíð reiðu- búin með veitingar, eins og þetta væri leikurinn einn, og hún kynni ekki að þreytast. Vita það allir, að ekki er það ævinlega sældarævi að vera gift listamönnum, allra sízt með svo stórbrotnum og ólg- andi skapsmunum eins og Björgvins voru. En hún sá björtu hliðarnar á hverju máli, reyndi að milda og gera gott úr öllu, ef einhverjir árekstrar urðu, og þannig tókst henni löngum að sefa hann með blíðu sinni og ljúf- lyndi, að hún varð honum hálfu kærari en fyrr og hann henni ástúðlegri og eftirlátari. Enda þótt þau væru reyndar furðu ólík að háttum og lund- arfari, var eins og þau bættu hvort annað upp og gætu hvorugt án annars verið. Hún var ein af þeim fágætu kon- um, sem virðast hafa þá köll- un fyrst og fremst, að elska mann sinn og lifa honum til blessunar. En þegar því hlut- verki er lokið, missa þær all- an áhuga fyrir lífinu. Þannig var þessu háttað um frú Hólmfríði. Meðan Björg- vin þurfti hennar við, var hún svo stælt, að það var eins og hún þyldi hverja raun. Hún vakti jafnvel yfir honum dauðsjúkum nætur sem daga. En brátt eftir að hann and- aðist, var eins og kraftarnir væru tæmdir fyrir henni, lífs- löngunin horfin og áhuginn fyrir daglegum störfum þorr- inn. Oft talaði hún um það við mig, að nú langaði sig til þess eins að komast í „holuna sína" við hlið hans upp í kirkjugarðinum. Þetta var eftir að einkadóttirin, Marg- rét, var flutt vestur um haf. Sjálfsagt beið heilsa hennar um þetta leyti einhvern þann hnekki, sem gerði það að verkum, að síðustu ár ævinn- ar var hún ekki annað en skuggi af sjálfri sér, gersam- lega þrotin að orku. Jafnvel vinir hennar voru farnir að óska, að hún fengi að hvílast frá þessari veröld, sem orðin var henni framandi og fjötr- aði hana við einmanaleik og tilgangsleysi daganna: Svo kom heilög hönd, sem um þig bjó, heilög rödd, sem sagði: Það er nóg! Síðustu orðin, sem Björgvin mælti við hana daginn sem hann andaðist voru þessi: „Ætli við hittumst ekki bráð- lega aftur, Fríða mín?" Aldrei efaðist Björgvin um, að sú stund, sem þau hittust fyrsta sinni, hefði verið mesta heillastund lífs síns. En jafn- vel þó að Björgvin væri gáf- aður maður fyrir utan tónlist- arhæfileika sína, gerði hann sér þó ef til vill aldrei full- komna grein fyrir því í ys og erli daganna, hversu sjald- gæfa úrvalskonu guð hafði gefið honum fyrir förunaut. Því að hún átti þá gáfu hjart- ans, sem öllum öðrum gáfum er meiri, jafnvel tónlistargáf- um, þó að kannski sé hún henni skyldust, að geta elskað takmarkalaust og af glöggu innsæi stórbrotinn mann, sem henni var þó að mörgu leyti furðu ólíkur. Slík kraftaverk gerast einstöku sinnum á vorri jörð, þó sjaldgæf sé. Æðri kraftur en mannlegt hyggjuvit stjórnar slíkum at- burðum. En í slíku tilfelli er það ekki dauði að deyja. Það er fögnuður, því að „anda, sem unnast fær aldregi eilífð aðskilið." Benjamín Krisljánsson. Kirkju og grafreitum Mikleyjar ráðsrafað Framhald ai bls. I. væri litið eftir grafreitunum og þeir ekki skertir á neinn hátt. Ennfremur óskuðu þeir þess, að kirkjan yrði öllum trúarflokkum frjáls eins og áður, fyrir guðsþjónustur, og hefir Parks Branch deildin lofað þessu og fl. samkvæmt frétt frá deildinni sem birtist í L.-H. 15. okt. bls. 8. Það er ánægjulegt, að Central Canada Synod mun hafa eftirlit með því í framtíðinni að þessum óskum fyrrverandi eyjarbúa sé framfylgt. Allir safnaðarmeðlimir Mikleyjarsafnaðar skrifuðu víst undir yfirfærslu eignarréttarskjalsins til Central Canada Synod síðar, en nú var kominn tími til að sækja messuna í kirkjunni kl. 3. Það hefir ávalt verið hlýtt og náið samband milli Mikleyinga og Fljótsbúa (Riverton). Þarna í kirkjunni var nú saman komin tólf manna söngflokkur, aðeins fjórir frá Mikley, því margir voru þegar farnir af eynni, og átta frá Riverton til að fylla skörðin og Florence Johnson frá Riverton lék á orgelið. Þökk sé þessum góðu vinum. Allir prestarnir tóku þátt í athöfninni, Mrs. Ingibjörg (Emma) Sigurgeirson las ljómandi vel á íslenzku úr Matte- asar guðsspjalli 25:34—40. Söngflokkurinn söng „í fornöld á jörðu var frækorni sáð. Dr. Otto A. Olson predikaði af mikilli andagift. Síðan gekk forseti safnaðarins fram og afhenti með nokkrum vel völdum orðum forseta kirkjufélagsins, Dr. Ol- son, eignarbréfið að kirkjueignunum og lyklana að kirkjunni. Siðan bað Dr. Olson umsjónarmann Parks Branch deildar- innar, Walter Danyluk, að koma fram og afhenti honum lyklana að kirkjunni. Mr. Danyluk mælti þá nokkur orð og kvaðst myndi leitast við að framkvæma allar óskir Mikl- eyinga varðandi eignir kirkjunnar. Næst fór fram skírnarathöfn. Hlaut lítil og falleg dóttir þeirra Mr. og Mrs. Roger Benson frá Arborg nafnið Dawn; faðir hennar er ættaður frá Mikley. Sungið var við þá athöfn: <Ó, blíði Jesú, blessa þú það barn, er þér við færum nú. Og svo síðar við hina fjölmennu altarisgöngu, sálmurinn, Lofið vorn drottin, hinn líknsama föður á hæðum. Að loknum öllum þessum kirkjulegu athöfnum var svo sunginn hinn hressilegi sálmur Onward Christian Soldiers. Var síðan haldið suður í samkomuhúsið og höfðu þessar fáu konur, sem eftir eru á eynni undirbúið rausnarlegar veitingar fyrir alla gestina sem komið höfðu víðsvegar að frá Winnipeg og nærliggjandi byggðum, auk heimafólksins. Nú var klukkan orðin sex svo ekki mátti stanza lengi, allir vildu vera fyrstir að ná í ferjuna. Þegar við komumst á ferjuna biðu, að mér taldist, 20 bílar, en ferjan tekur um 8 bíla í hvert skipti. Það var því ánægjulegt að sjá, að nú er byrjað að leggja brúna yfir sundið milli lands og eyjar og gengur vel eins og búast má við, með hinum mikla véla- krafti nútímans. HJÁLP í VIÐLÖGUM 1 Riverton stönzuðum við stutta stund hjá fólkinu frá Steinnesi í Mikley, þeim hjónum Bergþóri og Helenu Pálsson, Gesti Pálssyni og Jóhanni K. Johnson. Þessir góðu vinir bjuggu nú í reisulegu og fallegu húsi, sem séra Eyjólfur heitinn Melan og Olavía heitin kona hans höfðu reist og búið í og er það rétt á árbakkanum. Jóhann, sem lengi var innköllunnarmaður fyrir Heims- kringlu og síðan fyrir Lögberg-Heimskringlu. sagðist eiga erindi við mig. — Hann var einn þeirra, sem tók mikinn þátt í félagslífinu í Mikley, var ávalt reiðubúinn að koma á svið leikritum í fyrri daga og lék sjálfur mæta vel. Segir hann, að það hafi verið Jens heitinn, bróðir hans sem átti hug- myndina að stofnun félagsins Hjálp í viðlögum fyrir 50 árum. Fyrsti forseti var þó Björn Fnjóskdal en Jóhann var síðar forseti í þrjú ár og svo síðustu 37 árin var Jóhann féhirðir þess. Þetta félag var stofnað í þeim tilgangi að veita fólki fjárhagslega aðstoð þegar það þurfti á læknishjálp að halda. Þetta „medicare" félag hjálpaði mörgum þegar þeim lá á læknishjálp, en það hefði ekki lifað lengi ef það hefði ekki notið dugnaðar Jóhanns. Mér þótti vænt um að geta þakkað honum þetta mikla starf og ekki síður fyrir starf hans og tryggð við Lögberg- Heimskringlu. Nú er ekki þörf á Hjálp í viðlögum lengur og hefir nú Jóhann með samþykkt félagsmanna gefið Lögberg- Heimskringlu þann sjóð sem félagið átti í banka — $500,00. Það mætti segja að þessi sjóður sé Lögbergi-Heimskringlu veruleg hjálp í viðlögurn. Þökk sé honum og öllum sem hlut áttu að máli. — I. J.

x

Lögberg-Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg-Heimskringla
https://timarit.is/publication/160

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.