Lögberg-Heimskringla - 22.10.1970, Side 4

Lögberg-Heimskringla - 22.10.1970, Side 4
4 LÖGBERG-HEIMSKRINGLA, FIMMTUDAGINN 22. OKTÓBER 1970 Lögberg-Heimskringla Published every Thursday by NORTH AMERICAN PUBLISHING CO. LTD. Prinled by WALLINGFORD PRESS LTD. 303 Kennedy Sireet, Winnipeg 2, Man. Ediior: INGIBJÖRG JÓNSSON President, Jokob F. Kristjansson; Vice-President S. Alex Thorarinson; Secretary, Dr. L. Sigurdson; Treasurer, K. Wilhelm Johannson. EDITORIAL BOARD Winnipeg: Prof. Haraldur Bessason, chairmon; Dr. P. H. T. Thorlakson, Dr. Vaidlmor J. Eylonds, Caroline Gunnarsson, Dr. Thorvaldur Johnson, Hon. Phillip M. Petursson. Minneapolis: Hon. Valdimar Bjornson. Victorio, B.C.: Dr. Richard Beck. Icelond: Birgir Thorlacius, Steindor Steindorsson, Rev. Robert Jack. Subscription $6.00 per year — payable in advance. TELEPHONE 943-9931 /#Second class mail registration number 1667''. VALDIMAR J. EYLANDS: Ljós úr austri ii. VAGGA VESTRÆNNAR MENNINGAR Talið er, að vestræn menn- ing eigi uppruna sinn í Frjó- sama beliinu, sem svo er nefnt, en það er landspilda mikil, sem takmarkast af Níl- ardalnum að vestan, Evfrat- og Tígrisdölunum að austan, arabísku eyðimörkinni að sunnan, en Litlu-Asíu, Pale- stínu og Sýriandi að norðan. Vatnsföllin miklu veittu land- inu frjósemi og voru um leið eins konar þjóðvegir. Þá er tímar liðu, hurfu menn frá lifnaðarháttum hjarðmanna, en tóku að stunda akuryrkju. Menn reistu föst heimili, og smám saman mynduðust smá- þorp og jafnvel stórborgir. Menn tóku að stunda skrif og bókagerð. Samfélagshugsjón- in þróaðist. Borgríki mynduð- ust, sem lutu hvert um sig þjóðhöfðingja, sem nefndur var konungur; einnig hafði hvert ríki sinn sérstaka verndarvætt eða guð. Þessi smáríki áttu oft í hemaði sín á milli og eyddu hvert öðru á víxl með eldi og sverði. Er aldir liðu, urðu mörg þessara ríkja mjög voldug og komust á hátt menningarstig. Mörg þeirra hafa látið eftir sig menjar í sögunni, en fleiri þó í moldinni og leirnum. Það er einkum á þessum s 1 ó ð u m, að fornleifafræðin hefir leitt löngu gleymdar kynslóðir fram í dagsljósið og staðfest gamlar sagnir, sem áður voru taldar vafasamar. Starfssvið fornleifafræðinnar hefir smám saman færzt æ lengra austur á bóginn til þeirra landa í Frjósama belt- inu, sem litlar áreiðanlegar sagnir hafa áður verið til um. Margt merkilegt hefir komið í ljós, að því er snertir forn- sögu þjóða, sem byggðu þessi lönd frá órofi alda, og vest- ræna sögu og menningarerfð- ir, sem þangað má rekja. EGYPTALAND Talið er, að rekja megi sögu Egyptalands fimm árþúsund- ir aftur í tímann. Um 3100 f. Kr. sameinaði konungur nokkur, sem Menes er nefnd- ur, Efra og Neðra Egypta- land, sem um langt skeið höfðu verið sérstæð ríki, og var Memfis höfuðborg hins nýja ríkis. Rústir þessarar fornu borgar eru um tólf míl- ur fyrir sunnan Kairo, núver- andi höfuðborg landsins. Um 2100 f. Kr. færðu Egyptar höf- uðborg sína til Thebes, um fjögur hundruð mílur suður frá Kairo, og var stjórnarsetr- ið þar allt fram að 1300 f. Kr. Á vesturbakka Nílar, skammt frá Thebes, er hinn frægi grafreitur og gullnáma forn- fræðinga, svo n e f n d u r „Kóngadalsgrafreitur". Það h e f i r oltið á ýmsu um stjórnarfar Egypta um aldirn- ar. Stundum voru þeir sigur- vegarar í örlagaríkum orust- um, stundum hinir sigruðu. Stundum var landið stórveldi, stundum nýlenda. Þar kom að lokum, að þjóðin missti sjálfstæði sitt fyrir fullt og allt. Hver þjóðin eftir aðra muldi hana undir hælum; L i b ý u m e n n , Súdanmenn, Assyríumenn, Persar, Grikkir og Rómverjar. Loks varð hér brezkt lepp- ríki og nú síðast lýðveldi und- ir stjórnarforustu N a s s e r s. Margt er í óvissu um fornöld- ina, en fornleifafræðin hefir leitt í ljós hulda dóma. Naum- ast verður sagt, að Egypta- land nútímans sé menningar- ríki á vestræna vísu, en þó verður því ekki neitað, að þjóðin á sér einstæða og merka menningarsögu. Allir kannast við pýramíd- ana miklu, en þeir hafa staðið aí sér storma tímans lengur en nokkur önnur mannvirki á jörð. Er hér um að ræða hin tröllauknu grafhýsi Egypta- landskonunga. Einhver hefir sagt, að þessi mannvirki séu svo g ö m u 1, að þau hafi gleymt, hver byggði þau. Það er erfitt nútímamönnum að gera sér grein fyrir aldri þeirra, því að svo fátt er til viðmiðunar í sögunni. Allir hafa þó hugmynd um, að það er æðilangt síðan Abraham eða Móses voru uppi. En jafn- vel á þeirra tíð voru pýramíd- arnir eldri en svo, að nokkur maður vissi fyrir víst um ald- ur þeirra. Alls eru rúmlega sjötíu pýramídar í landinu. Egyptar trúðu því að ef til vill mundi sálin sameinast líkamanum einhvern tíma eftir dauðann. Það var því betra að hafa vaðið fyrir neð- an sig og búa sæmilega um líkið, einkum ef um konunga eða aðra stórhöfðingja var að ræða. Egyptar uppgötvuðu, að því er bezt verður vitað, og þroskuðu líksmurnings-listina, og stendur því útfararstjóra- stétt allra landa í ómældri þakkarskuld við þá. En eins og allir vita, er sú list nú komin á svo hátt stig, að furðu gegnir um útlit þess, er frá er gengið. Það vantar ekk- ert nema lífið. En það kem- ur kannske seinna. Þannig hugsuðu Egyptar. Þess vegna báru þeir í grafir framliðinna alla hugsanlega hluti, sem þeir töldu, að gæti orðið hin- um dána til gagns eða gleði, ef andinn, eða sálin, skyldi vitja líkamans á ný. Úr suðurgluggum Hilton- hótelsins í Kairo blasa þrír pýramídanna við sjónum. Stærstur þeirra er sá, sem kenndur er við konung, sem nefndist Khufu, en Grikkir nefndu Cheops, en hann var fyrsti konungur fjórðu kon- ungsættarinnar í Egyptalandi og réð þar ríkjum, að talið er, um 2000 f. Kr. Grunnur þessarar byggingar nær yfir þrettán ekrur, en hæðin er rúmlega 450 fet (147 metrar. Til samanburðar má geta þess, að turn Hallgrímskirkju í Reykjavík er 75 metrar.). í veggjunum er talið að séu um tvær milljónir höggvinna steina, sem hver um sig veg- ur að meðaltali hálft þriðja tonn. Heródót, sem fyrstur manna skrifaði um þessi mannvirki, greinir frá því, að 100,000 manns hafi unnið að byggingunni til skiptis, hver hópur í þrjá mánuði í tuttugu ár. Þegar landslýðurinn kvartaði undan þessu oki og mæltist til að fá nokkra frí- daga til guðsdýrkunar og hvíldar, þá svaraði konungur með því að loka öllum must- erum landsins, og var svo um hans daga. En þrátt fyrir alla þessa kauplausu þegnskyldu- vinnu komst kóngur þessi í fjárþrot og lenti í miklu steinahraki, áður en bygging- unni lauk. Segir Heródót frá því til marks um harðýðgi konungs, að hann skipaði dóttur sinni, fagurri mey, að ganga til dyngju og veita hverjum manni sem til henn- ar kæmi blíðu sína fyrir til- tekið gjald. „Safnaðist þannig mikið fé,“ segir Heródót, „en ég veit ekki, hve mikið, því að mér var ekki sagt það.“ En konungsdóttir vildi sjálf hafa eitthvað fyrir sinn snúð. Setti hún því upp við hvem viðskiptamanna sinna, að þeir skyldu, auk hins tilskipaða gjalds, gefa sér stein af til- tekinni stærð í byggingu, sem hún hugðist reisa til minning- ar um sjálfa sig. „Byggði hún svo úr þessum steinum pýra- mída, sem er hundrað og fimmtíu fet á hvern kant.“ Heródót segir frá þessu blátt áfram, eins og hann sé að fara með staðreyndir. Sá pýramídanna, sem elzt- ur er talinn, stendur hjá smá- bæ einum, sem heitir Zakk- ara, tólf mílur fyrir sunnan Kairo. Er hann byggður á annan hátt en hinir og er því nefndur „stiga-pýramídinn.“ Talið er, að konungur að nafni Zosir (um 2800 f. Kr.) hafi látið reisa bákn þetta. Menn láta seint útrætt um pýramíd- ana. Leiðsögumenn ferða- manna þreytast aldrei á að spinna út af þeim langar sög- ur, sumar álíka fjarstæðu- kenndar og sagan, sem Her- ódót var sögð á 5. öld f. Kr. Rannsóknir á þessum graf- hýsum og fjölda annarra af smærri gerð hófust á síðustu tugum aldarinnar sem leið, og hét sá Petrie, enskur maður, sem vann sér einna mest frægðarorð fyrir störf sín og rannsóknir á þessum vett- vangi. Er talið, að hann hafi fundið aðrar fornminjar, sem beri vott um jafnvel miklu e 1 d r i menningu á meðal Egypta, og hann hafi lyft tjaldi sögunnar frá fimm hundruð ára tímabili á undan byggingu fyrsta pýramídans, eða allt til frumstæðrar bændamenningar frá steinöld. Er talið, að fyrstu íbúar Egyptalands hafi setzt í Nílar- dalnum vegna frjósemi lands- ins og lifað þar á búskap og veiðum með steinaldartækj- um. Lengra verður líklega ekki komizt í leitinni að upp- runa manna á þessum slóð- um. En Petrie varði mörgum árum til rannsókna á pýra- mídum, og hefir hann ritað mikið um athuganir sínar, og svo aðrir síðar. Aldrei hefir verið búið svo rammlega um dauðs manns bein. Sjálf var gröfin falin langt niðri í jörð, undir sjálfri byggingunni. Ótal krókastigir lágu að henni; hafði öllu hugsanlegu hyggju- viti verið beitt til að leyna líkama hins framliðna. Þann- ig voru þ e s s i r konungar grafnir, mann fram af manni, ásamt gimsteinum og alls kyns skarti og dýrð. En ein- mitt það var til þess, að þeir fengu ekki að hvíla í friði. Rannsóknir hafa leitt í ljós, að þrátt fyrir allar Varúðar- ráðstafanir h e f i r grafarró þeirra allra verið raskað, að undanteknum aðeins einum, sem slapp úr ræningjahönd- um. Er það álit fræðimanna á þessu sviði, að margar graf- anna hafi v e r i ð rændar skömmu eftir að greftrun var lokið, og þá ef til vill af sömu mönnum, sem stóðu að jarð- setningunni. Allur auðurinn, sem þarna hafði verið hlaðið saman, hvarf skjótlega, að talið er, en múmíunum fleygt út eða þær brenndar. Þessi grafarrán urðu almenn og al- ræmd, en engar varúðarráð- stafanir gegn þeim dugðu. Þó var það ekki fyrr en eftir marga mannsaldra, að hætt var að byggja pýramída og jarða í þeim. Var þá tekinn upp sá háttur að jarðsetja konungborið fólk í áður nefndum Kóngadalsgrafreit. En einnig þar voru grafaræn- ingjar fengsælir. Tuíankhamun einn (um 1350) fékk að hvíla í friði um aldirnar, unz gröf hans fannst árið 1922. Þessi konungur varð skammlífur og sat að ríkjum aðeins um tíu ára bil. Virðist hann hafa haft meiri áhuga á trúarbrögðum en landsstjórn. Hann reyndi að koma á siðbót, en laut í lægra haldi í viðureign sinni við Amens, þjóðarguð Egypta á þeirri tíð, og tilbiðjendur hans. Ekkert vantar þó á, að útför hans hafi verið gerð vegleg. Slíkur var sá íburður af gulli, gimsteinum og fágæt- um munum í gröf hans, að furðu gegnir. Þrjár stórar stofur í Kairo geyma þessa muni, og standa vopnaðir verðir yfir þeim dag og nótt. Gefur þessi aðbúnaður allur nokkra hugmynd um, hvernig muni hafa verið búið um fyr- irrennara hans, sem voru af- kastameiri landstjórar og sátu lengur að völdum. Einnig verður skiljanlegt, að alls- lausir menn, sem vissu um slíkan aðbúnað og auð í dauðra manna gröfum, freist- uðust til að ætla, að allt þetta gæti fremur orðið til gagns þeim, sem enn voru ofar moldu. RÓSETTU HELLAN Egyptaland hefir þó lagt fornleifavísiijdunum til annað miklu merkilegra en pýra- mídana og allt grafaglingur. En það er Rósettu hellan, svo nefnda, sem liðsforingi í her- sveitum Napóleons fann við Nílarósa árið 1789. En hún er þannig til komin, að prestar við Memfishofið ákváðu að látá semja þakkarávarp til þá- verandi konungs, Ptólemeus- ar V (um 203—181 f. Kr.), og höggva. það á steinflögu. Ákveðið var, að ávarpið skyldi skráð á þremur tungu- málum. Efst á hellunni er það ritað á helgiletri prestanna; í miðju á demotísku, alþýðu- máli Egypta, sem þá hafði v e r i ð á vörum fólks um nokkrar aldir, en neðst á grísku. En það var einmitt gríski textinn, sem reyndist lykillinn að hinni gleymdu þjóðtungu Egypta. Eftir langa rannsókn tókst fronskum og sænskum fræðimönnum að ráða rúnir efri textanna, með hliðsjón af þeim gríska, finna

x

Lögberg-Heimskringla

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lögberg-Heimskringla
https://timarit.is/publication/160

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.