Lögberg-Heimskringla - 22.10.1970, Blaðsíða 6

Lögberg-Heimskringla - 22.10.1970, Blaðsíða 6
LÖGBERG-HEIMSKRINGLA, FIMMTUDAGINN 22. OKTÓBER 1970 GUÐRÚN FRA LUNDI: NÁTTMÁLASKIN Skáldsaga „Ég veit ekkert um það, hvernig stendur á mínum kúm. En það veltur allt á því, hvort Sæja treystir sér til að taka við þessu. Það eru mikil viðbrigði eða taka allt hjá öðrum fyrrhafnar- laust," sagði Hrólfur. „Ekki er nú lakara að láta aðra leggja það upp í hendurnar á sér. Og það liggur fyrir flestum að mynda heimili," sagði Ingunn. Svo var lítið talað fleira um það. Tíminn leið að kvöldi og rökkrið færðist yfir. Hrólfur var kominn fram í bæjardyrnar, þegar systurnar og Páll riðu í hlaðið. „Það er bezt að doka við og heyra hvað það segir," sagði Hrólfur við systur sína. Það lá vel á þeim systrunum og Páli, þegar þau ruddust inn í bæjardyrnar. „Og pabbi kominn hingað allt í einu," sagði Sæja. „Nú er ég búin að sjá Grænumýri og lízt heldur vel á mig. Er bara farið að langa til að búa þar og það strax. Páll hefur líka verið að leggja það niður fyrir mér, hvernig við ætlum að hafa það." „Það er nú maður, sem hafandi er með í ráðum," sagði Bergljót gamla, sem hafði stuðlazt fram í bæjargöngin svona að gamni sínu. „Sjálfsagt eru þó föðurráðin það allra bezta," flýtti Páll sér að segja. „Og nú ber svo vel í veiði, að Hrólfur tengdapabbi er þarna, svo að hægt er að bera mín góðu ráð undir dómgreind hans." „Jæja, láttu mig heyra þín snjöllu ráð," sagði Hrólfur. „Þau eru ákaflega einföld. Það eru tengdafor- eldrarnir hennar Sæju, sem standa næst því að fá húsmennsku á Grænumýri í vetur. Þau eiga kú og nokkrar kindur, sem þau hafa ekki hey fyrir, nema kaupa það. Þess vegna væri það upp- lagt að þau fengju fóður handa þessum skepnum sínum í vetur á Grænumýri fyrir að þjóna Júlla gamla og matreiða fyrir hann. Sæja ræður því svo, hvort hún fer þangað nokkurn tíma eða ekki. En ef hún er að hugsa um að setjast þar að að vori, skal þar verða eins margt að hausatölu og var í síðastliðið vor." „Mér finnst nú eiginlega að þú sért að stofna eitthvert gamalmennahæli þarna handa dóttur mínni," sagði Hrólfur dálítið efablandinn. „Þetta er allt fullvinnandi fól'k. Bóndaefnið rúmlega tvíugur. Hvað viltu hafa það betra. Faðir hans fullhraustur á árinni ennþá. Svo er það, sem er allra bezt, að þetta er ráðsett fólk, sem ekki leggur í vana sinn að ríða út um helgar og fara kannski á kendirí og hanga svo hálfmáttlaust við heyskapinn næstu daga á eftir. Þú kannast kannski við það, síðan ég var kaupamaður á Bakka," sagði Páll. „Nei, það kannast ég ekki við. Þó að þú hafir kannski farið á kendirí, sem ég varð lítið var við, vannstu samt alltaf jafn prýðilega," sagði Hrólfur. „Þakka þér fyrir svarið," sagði Páll og klapp- aði á öxl tengdaföður síns. „Þá sérðu það, að gamla fólkið er þó ennþá betra. Júlli gamli er ágætur fjármaður, og þú veizt hvaða stoð þeir eru undir búi bóndans." Þá greip Sæja fram í. „Nú er ég búin að finna upp ráð, sem mun duga. Ég ríð inn á Fljótshöfn á morgun og finn þetta tengdafólk mitt að máli. Páll fer með mér, því að hann er aðalráðgjafinn og hann ágætur." „En það er nú bara það, að ég hef engan tíma til þess að ríða út á morgun. Svo er það hreinasti óþarfi," sagði Páll. „Þú ratar vel inn eftir, en ég hef aldrei farið þangað. Svo er þetta fólk, sem þú þekkir en ekki ég. Ég verð að koma heyinu á Grænumýri í tóft hver svo sem nýtur þess. Það má ekki hrekjast eða verða úti. Þú hefur föður og móður til þess að ráðfæra þig við og þarft þess vegna ekki á mínum ráðum að halda." „Ég læt þetta algerlega afskiptalaust," sagði Hrólfur frekar stuttur í spuna. „Svo er víst bezt að fara að hafa sig heim." „Þú lánar Simma til þess að binda á Grænu- mýri, svo að ég geti fengið Pál fyrir samferða- mann inn eftir," sagði Sæja þrákelknislega. Nei, ég skipti mér ekkert af því og hef líka nóg hey handa Simma til að binda úr mínum engjum," sagði Hrólfur og fór að kveðja. „Þá ætla ég að segja þér það, Hrólfur minn," sagði Páll að skilnaði, „að mér er það ekkert kappsmál að Sæja taki við þessu. Hún ræður því algerlega sjálf. Ég hugsa bara um það til vorsins, gerði það aðallega vegna Bergljótar. Það má ekki láta kotið og bústofninn afskiptalaust. Ég skal sjá um að jörðin fari ekki í eyði. Líklega flyt ég þangað, ef ekki vill betur til." Svo var hann horfinn út á hlaðið og ekki ólíkt því, að honum hefði runnið í skap. Hrólfur bauð heimilisfólkinu góða nótt og fór út. Hann svipaðist um eftir Páli. En hann var hvergi sjáanlegur. Þá tók hann klárinn sinn, sem var rétt fyrir neðan hlaðvarpann, steig á bak og reið heimleiðis, án þess að bíða eftir dóttur sinni. „Hvaða fýla er allt í einu komin í pabba?" sagði Sæja. „Hann var þó að ýta undir mig , fyrradag með að fara að hugsa um búskapinn." „Það er nú bara þetta vanalega, sem maður ætti að kannast við," sagði Bergljót gamla. Svo sagði hún ekki meira. Ingunn var þá ófeimnari. Hún hélt samræðun- um áfram og bætti við hvatskeytslega: „Það er bara að láta aðra hafa fyrir því, sem erfiðast er, en rétta svo út hendina og hirða það, þegar búið er að reiða það heim í hlaðið." Þetta er alveg satt, hugsuðu þær báðar dætur Hrólfs. Svona voru þau Bakkahjónin. Gátu vel þegið að nágrannarnir væru liðlegir í snúningum fyrir þau. En hitt var heldur stirðbusalegra að rétta þeim hjálparhönd. Sæja fór að hugsa jil heimferðar. Hún sá að allir höfðu skyndilega breytt um svip. Glaðværð- in sem áður hafði speglazt á andliti allra var nú horfin, en þar ríkti nú þung alvara. Hún sá líka það, sem átakanlegast var, að aumingja Bergljót þurrkaði tár af kinn sér í laumi. „Það er eins og vanalega," andvarpaði hún, „arfur hefur alltaf úlfúð og vandræði í för með sér." „Hvaða fjarstæða er þetta," sagði Ingunn. „Þetta veldur engum vandræðum. „Ef Sæja treystir sér ekki til þess að fara að búa, tekur Jónanna þínu góða boði. Þú átt áreiðanlega eftir að búa á Grænumýri í félagi við Pál þinn." „Ég er vel ánægð hérna hjá þér og æski ekki eftir neinni breytingu á mínum högum. Því þurfti þetta þá endilega að koma fyrir," sagði gamla konan dÖpur. Þá breytti Ingunn skyndilega um umræðuefni og sagði í glaðværum tón: „Ég er nú hérna á leiðinni með kaffi handa þessu útreiðarfólki. Þú færð þér sopa með okkur, Bergljót mín." Það var svo sem ágætt að fá kaffi, en það lifnaði lítið yfir fólkinu við það. „Hvernig leizt þér svo á þig úti á Grænumýri, Sæja mín?" spurði Níels eins og til að segja eitthvað. „Mér leizt bara vel á mig þar. Það er búið á mörgum bæjum, þar sem bæjarhús eru verri, enda er ágætlega um þau gengið," svaraði Sæja. „Við höfum nú líka sópað almennilega áður en við skildum við staðinn," sagði Ella. Svo var ekki talað meira um það. Það var orðið skuggsýnt, þegar Sæja reið úr hlaði. Systir hennar fylgdi henni á leið og þakk- aði henni fyrir komuna og skemmtunina. Sæja bað að heilsa Páli, því að hann sást hvergi og hafði ekki drukkið kaffi með fólkinu. 43. „Þarna kemur þá Sæunn litla," sagði Frið- gerður, þegar Sæja kom inn í baðstofuna. Hrólfur var í sínu lakasta skapi og kona hans hafði einskis spurt um ferðir hans. „Ósköp kemurðu seint, góða mín. Þú hlýtur að vera sársvöng. Komdu fram í búrið og fáðu þér eitthvað." Þær fóru fram. Ráða og Sigríður gerðu sér eitthvað til erindis fram á eftir þeim. „Við tókum okkur þennan litla reiðtúr, Jón- anna og hennar góði maður, og fórum út að Grænumýri til þess að skoða jörðina hennar Bergljótu okkar," sagði Sæja. ,.Nú, einmitt það," sagði Friðgerður. „Er þetta ekki þó nokkuð langt?" „Nei, það er alltof stutt að ríða það," sagði Sæja. „Mér leizt bara vel á mig þar." „Kannski það verði nú endirinn að þú farir að búa þar?" gall í Ráðu, sem komin var inn í búrið. „Það þykir mér ólíklegt," sagði Sæja heldur dauflega. „En það var skemmtilegt að fá sér þennan reiðtúr. Það var mikið hlegið og glatt á hjalla á leiðinni. Karlinn hann Júlli, sem er nú aðalmaðurinn þar í kotinu, er anzi kátur og skemmtilegur karl. Þeir eru orðnir miklir kunn- ingjar hann og Páll. Og það var búið að hlæja mikið. Svo var þar stödd vinnukona af næsta bæ, sem hefur unnið þar mikið í sumar. Allt var þetta dásamlega skemmtilegt fólk eins og allir verða í návist Páls okkar." Hrólfur bóndi var nú líka kominn fram í búrið til þess að hlusta á það, sem dóttir hans hafði að segja úr ferðalaginu með þeim Jónönnu og Páli. „Náttúrlega fer hún að búa þar," sagði hann. „Ekki vantar hana vinnufólkið. Páll hefur hugsað fyrir því. Búinn að fylla kofana gamalmennum og ómögum. Hún hefur víst nóg að gera við að þjóna þeim skara, þegar þar að kemur." „Það er nú víst ekki gott að búa, án þess að hafa eitthvað af fólki í kringum sig. Og þar sem Bergljót ætlar að gefa jörðina og skepnurnar með sér, þykir það víst ekki mikið að þjóna henni og ráðsmanninum í staðinn," sagði Sæja. „Og svo áttu víst að taka krakkan að þér," sagð faðir hennar. „Hann tilheyrir henni víst eitthvað," sagði Friðgerður. „Páll ætlar svei mér að létta af því á Svelgsá. Ég gæti hugsað mér að þér brygði við eftir æv- ina, sem þú hefur átt hér í sumar og haust. Og svo ætlar Páll að taka kúna sem sína eign. Það er svo sem engin ráðsmennska og frekja, sem hann sýnir, pilturinn," sagði Hrólfur. „Hann er víst vel að því kominn að fá hana til eignar, svo hefur hann unnið að þessum bú- skap þarna á Grænumýri í sumar. Bundið og hirt alla töðuna," sagði Sæja og reyndi að tala glað- lega, þó að henni væri ótrúlega þungt um andar- dráttinn. „Svo ætlar hann að láta bráðókunnugt pakk innan úr Fljótshöfn hafa kýrfóður fyrir að hugsa um karlgarminn og þjóna honum. Mér þykir lík- legt að þú lítir ekki við svonalöguðum bölvuðum svikráðum," sagði faðir hennar. „Það var ekkert annað en lausleg ráðagerð, ef það hefur þá verið annað en spaug," sagði Sæja. En faðir hennar var rokinn inn, áður en hún hafði lokið við það, sem honum var ætlað að heyra. Sæju fannst næsta vika lengi að líða. Þá loks- ins hún var liðin og sunnudagur næstu viku heilsaði með glaðasólskini, gat hún ekki fengið sig til að sækja hest sinn og ríða út að Svelgsá. Hún var heima þessa helgi og fór til berja upp í fjall með Bessa bróður sínum. „Er Sæunn ekki riðin út í sæluna á Svelgsá eins og hún er vön?" spurði Hrólfur konu sína. „Nei, hún fór til berja. Ég hugsa að hún ætli þangað ekki í dag. Það er svo glaðlynt fólk þarna á Svelgsá og þar vill ungdómurinn vera," sagði hún. „Gott ef Páll fer ekki að gefa henni í staup- inu með sér. Til þess tryði ég honum. Alltaf held ég hann sá hálffullur eða þá hann er svo vanur því að líta þannig út, að hann sýnist það, þó að ekkert sé í honum," sagði Hrólfur.

x

Lögberg-Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg-Heimskringla
https://timarit.is/publication/160

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.